Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MA{ 1993 KVIKWIYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina Lifandi, Alive, sem byggist á sönnum atburðum og Qallar um ótrúlegar mannraunir 16 ungra manna sem lifðu á mannakjöti meðan þeir biðu björgunar eftjr flugslys í AndesQöllum Aðlifaafhvað I sem það kostar SAGAN ura einhverjar hræðilegustu mann- raunir sem þekktar eru á okkar tímum hefst síðdegis föstudaginn 13. október 1972 í flugvél á leið yfir Andesfjöllin með rugby-lið háskólans í Montevideo í Uruguay, sem var á leið til Chile að keppa við lið þarlendra stúdenta. Veðurskilyrði voru slæm og útsýni lélegt. Yfir fjallgarðinum rakst annar vængur vélarinnar í fjallshlíð og rifnaði frá skrokknum, vélin sner- ist um sjálfa sig og um leið og seinni vængur- inn rifnaði frá skrokknum rufu skrúfublöðin gat á farþegarýmið. Vélin þeyttist í stjórnlausu falli niður fjallshlíðina uns hún nam staðar í tæplega 4 þúsund metra hæð á snævi þöktu eldfjalli sem heitir Tiguiririca. Ungir og svangir Þeir sem eftir lifðu sammæltust um erfiða ákvörðun. Þær 10 vikur sem liðu frá slysinu að björguninni ein- kenndust af hverri þolrauninni á fætur annarri. Tólf farþeganna fjörutíu og fimm biðu bana í brotlendingunni eins og þorri áhafnarinnar en flestir sem um borð voru lifðu af með brotin bein og blóðug sár. Fólkið bjó um sig til bráðabirgða, reyndi að veij- ast kuldanum og bíða komu hjálparliðs. Tíminn leið og ekki barst hjálpin. Taldir af í útvarpi Að liðnum átta sólar- hringum á ísköldu og næð- ingssömu fjallinu heyrðu farþegamir í útvarpi til- kynningu um að skipulagðri leit að flaki flugvélarinnar hefði verið hætt og allir sem í henni voru væru taldir af. Rúmri viku síðar féll snjó- flóð á hópinn og varð átta þeirra sem eftir lifðu að bana. Senn vora naumar mat- arbirgðirnar, sem treindar höfðu verið til hins ítrasta eftir flugslysið, þrotnar. Við aðstæður sem virðast á mörkum raunveruleikans héldu eftirlifendurnir lífi með því að grípa til ráðs sem virðist handan þess sem ímyndunarafl flestra spann- ar; þeir nærðust á líkum vina sinna. Sögðu allt af létta Eftir tíu vikna vist á fjall- inu bjuggust tveir úr hópn- um, liðlega tvítugir rugby-spilarar, til að bijótast ofan af íjallinu og til byggða. Á Þorláksmessu 1972 komust þeir í chileskt fjallaþorp og sögðu þar til sín, fólki sem trúði vart eigin augum. Chilesku læknarnir sem hlúðu fyrstir að sextánmenningunum trúðu heldur ekki eigin eyrum þegar þeir fengu skýringarnar á kraftaverk- inu og ráðlögðu sjúklingun- um eindregið að halda mannátinu leyndu fyrir um- heiminum. Þær ráðlegging- ar voru hafðar að engu, hópurinn var sammála um að segja söguna eins og hún var. Rithöfundurinn Piers Paul Read skráði frásögnina og Alive seldist í stórum upplögum. Athygli en engin kvikmynd Þrátt fyrir að sögur af mannáti vektu gríðarlega athygli fyrst í stað varð bið á því að sagan yrði kvik- mynduð, og töldu sumir skýringuna þá að sagan væri of óhugnanleg og of sönn fyrir Hollywood. Sá sem loks kom því í verk að festa söguna á filmu heitir Frank Marshall, leikstjóri myndárinnar. Hann er ann- ars þekktastur sem fram- leiðandi og fyrir samstarf við Steven Spielberg. Meðal fyrri mynda hans sem fram- leiðanda eru Color Purple, Poltergeist, Hook, Raiders of the Lost Ark og Back to the Future. í nóvember 1991 hófst Marshall handa um gerð myndar eftir sögu mannæt- anna í Andesfjöllum ásamt framleiðendunum Robert Watts og . Kathleen Kennedy, sem ekki er ókunnug Spielberg heldur. Myndin er gerð eftir hand- riti Óskarsverðlaunahafans John Patrick Shanley (Mo- onstruck), sem byggir á bók P.P. Read. Marshall og fé- lagar tóku strax þann pól í hæðina að leita samstarfs við þá sem höfðu gengið í gegnum þessa reynslu og nýta krafta þeirra. Það gekk eftir og fjölmargir úr hópi þeirra lögðu sig fram um að miðla Marshall og leikur- unum af þessari reynslu sinni og flugu til Kanada meðan á kvikmyndatökum stóð til að fylgjast með og endurlifa atburðina. Aðalsöguhetjurnar eru kornungir menn og í aðal- hlutverkum eru ungar og upprennandi stjörnur. Með aðalhlutverkið, hlutverk Nando Parado, fer Ethan Hawke, 21 árs leikari sem margir kannast við sem að- alleikarann í mynd Peters Weir, Dead Poets’ Society. Önnur stærstu hlutverk eru í höndum Vincent Spano (Rumble Fish) og Josh Hamilton, sem hér fer með sitt stærsta hlutverk í kvik- mynd. Tíu stærðir af hverri flík Myndin var tekin í réttri tímaröð, býijað á upphafs- atriðinu og endað á lokaatr- iðinu. Það er ekki algengt. Tökur fóru fram í Kanada, í stúdíói í Vancouver og í fjalllendinu í British Col- umbia. Brotlendingin ótrúlega raunveruleg Marshall lagði geysilegan metnað í að gera flugslysið sjálft sem raunverulegast með þeim árangri að því atriði í upphafi myndarinnar hefur verið hælt í hástert og er að mati flestra tíma- móta-flugslysa-atriði í kvik- mynd. Raunar hefur myndin öll fengið afbragðsgóðar viðtökur gagnrýnenda í helstu kvikmyndatímaritum sem seld eru hérlendis. Mannát eða mannsandi? Sú staðreynd að sextán-menningarnir drógu fram lífið á mannakjöti hefur eðlilega sett mest mark sitt á umfjöllun um myndina Lifandi. Þó eru þau atriði myndarinnar sem um þetta viðkvæma mál fjalla talin gerð af nærgætni án tilrauna til að gera sér mat (!) úr óhugnaðinum. Frank Marshall leikstjóri reynir svo jafnan í viðtölúm að árétta að í raun og veru telji hann að myndin snúist alls ekki um mannát og er mikið í mun að forðast hryll- ingsstimpilinn. Hann segir að þetta sé engin hryllings- mynd heldur mynd um mannsandann og ódrepandi vilja til að lifa af við óþol- andi aðstæður. í tímaritinu Empire er rifjað upp að þegar fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrði var frumsýnd, sagði Mars- hall: „Arachnophobia (Köngulóarfælni) er alls ekki mynd um köngulær.“ Þar var hann á öðru máli en flestir þeir sem horfðu á þá kvikmynd með opin augu og viðbúið er að a.m.k. ein- hverjir þeirra sem fara að sjá Lifandi telji að myndin sú fjalli einmitt fyrst og fremst um mannát. „Eins konar lífíæraílutn i ngark k „MÉR finnst myndin komast frábærlega vel frá þessu með matinn.“ Þetta er skoðun Nando Mannætur Parrado, 43 ára Uruguaya, eins þeirra 16 sem komust lífs af úr flugslysinu; mannsins sem að lokum gekk niður af fjallinu ásamt félaga sín- um og landa, Roberto Cane, og sótti hjálp. Parrado var sérstakur ráðgjafi við gerð mynd- arinnar Alive og Carrado, sem nú er fertguur, kom einnig á tökustaðinn að fylgjast með. Báð- ir láta sér annt um að í myndinni sé sögu sext- ánmenninganna gerð sem nákvæmust skil. Hvorugur ber kinnroða fyrir því sem gerðist á fjallinu. af þeim 16 sem lifðu' þessar hörmungar af búa í dag í Carrasco-hverf- inu í útjaðri Montevideo- borgar í Uruguay, hver í um það bil mílu fjarlægð frá öðrum. Nando Parrado er járnvörukaupmaður og sjón- varpsmaður; framleiðir viku- lega frétta- og fræðsluþætti. Roberto Canessa er læknir, með hjartasjúkdóma barna sem sérgrein. „Þetta með matinn var ekki það versta sem við þurftum að ganga í gegnum,“ segir Nando Parrado, „en ég geri mér grein fyrir að það er beitan sem er ætlað að lokka fólk til að koma og sjá myndina." Roberto Canessa segir: „Þetta er svo lítill hluti af sögunni að ég held að þeir sem sjá myndina muni ekki minnast þess atriðis sérstak- lega heldur muni myndin í heild hafa áhrif á þá.“ Það segir. sig sjálft að þessi reynsla hefur sett var- anlegt mark sitt á þessa menn. Strax eftir björgun þeirra urðu viðbrögð margra Roberto Canessa í dag og daginn sem honum var bjargað eftir flugslysið. ofsafengin. Þeir sem töldu lík ættingja sinna hafa verið vanhelguð á fjallinu báðu Nando Parrado þá og nú. þeim örgustu bölbæna, dauða og djöfuls. Að nokkr- um tíma liðnum veitti páfí sextánmenningunum, sem eiga það sameiginlegt að vera kaþólskir en lítt trú- ræknir, syndaaflausn. „Þótt þetta hafi verið af- skaplega erfið og sársauka- full reynsla, má draga af henni gagnlegan lærdóm," segir Canessa. „Þetta kennir hvers virði lífið er. Nú kann ég betur að meta það sem mér er gefið; það að skrúfa frá krana og geta drukkið vatn og að eiga mat að borða, þetta er mér dýr- mætt. Kannski væri best að ég héldi því bara fyrir mig en það væri eigingirni af mér að deila ekki með öðrum þessari reynslu minni af lífi og dauða, vináttu og hug- rekki.“ Engar afsakanir Canessa er virtur maður í sínu heimalandi og stefnir á forsetaembættið í Urugu- ay, að því er fullyrt er í tíma- ritinu Empire. Hann biðst ekki afsökunar neinu: „Mér varð hugsað til móður minnar sem vænti þess eins að fá að fylgja látnum syni sínum tii grafar," segir hann um líðan sína á fjallinu. „Hún þjáðist en fékk svo loks þær gleðifréttir að sonur hennar hefði lifað af. Það að sonur hennar héldi lífi var það sem öllu skipti og þá skipti ekki máli hvað var etið,“ segir maðurinn sem á sínum tíma fræddi félaga sína á því að lifur úr manni væri bæði næringarrík og auðug af vítamínum. Líffæraflutningur Canessa leitar frekari rök- semda í fagi sínu, læknis- fræðinni: „Eg held að það hljóti að vera auðveldara fyrir fólk að skilja þetta nú á tímum þegar líffæraflutn- ingar eru orðnir algengir. Hver er munurinn á hjarta- ígræðslu og því sem við gerðum? Þetta er sami hluturinn nema í öðru tilfellinu fer líffærið inn í gat á btjóstkassanum en ekki inn um munninn. Fyrirokkur var þessi ákvörðun fljóttekin og hún var auðveldari en þú getur ímyndað þér,“ segir Roberto Canessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.