Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAI 1993 27 i ðalhvatinn að kaupunum á þessum öfluga Erdas- myndvinnsluútbúnaði frá Bandaríkjunum og Sun- tölvuvinnslustöðinni voru tvær þingsályktunartil- lögur á Alþingi, sem Eg- ill Jónsson var fyrsti flutningsmaður að. í þeirri síðari, um kortlagningu gróðurlendis ís- lands, var lagt til að nýta nýjustu tækni til úrvinnslu gervitungla- mynda svo fá mætti á tiltölulega stuttum tíma yfirlit um hve mikill hluti landsins væri gróinn og gefa út slíkt kort. í greinargerð með til- lögunum má sjá að þetta átak til skjótrar kortlagningar á gróður- lendinu stefnir að landgræðslu og að hægt sé að gera markvissa áætl- un um að stöðva eyðingu jarðvegs og gróðurs á íslandi þar sem þess er kostur, með sérstakri áherslu á að afmarka þau landsvæði þar sem sandfok á sér enn stað og unnt verði að heíja þar skipulagt ræktunar- starf. Til þess þyrfti að vera hægt að nýta þessa nýju tækni og fá til þess útbúnað. Hann var svo í kjöl- farið keyptur. Landmælingar ís- lands, Landgræðsla ríkisins og Framleiðnisjóður landbúnaðarins stóðu straum af kostnaði. Framkvæmdin er hjá Landmæl- ingum íslands og útskýrði Þorvaldur Bragason, deildarstjóri fjarkönnun- ardeildar, það verkefni sem starfs- menn deildarinnar hafa verið að vinna. Við gerð þessarar gróður- myndar voru settar saman 12 mynd- ir frá gervitunglinu Landsat 5, sem er á braut um jörðu í 705 km hæð. Tunglið fer yfír sama svæði á 16 daga fresti og þekur hver mynd- rammi 185x185 km svæði. Stærð hverrar myndeiningar er 30x30 metrar á jörðu, en í þessu verki var upplausninni breytt í 100x100 metra. Myndimar 12, sem notaðar voru við gerð gróðurmyndarinnar, voru teknar á tímabilinu frá miðjum júlí til miðs september á árunum 1986-92. Myndirnar skarast nokk- uð, enda er mjög óvenjulegt að myndir séu skýlitlar eða algerlega skýjalausar. Landsat-gervitunglin taka myndir eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Jörðinni er skipt niður í braut- ir og raðir sem mynda það reita- kerfí sem myndimar em skráðar og pantaðar eftir. Mikil skömn er mil|i mynda á samliggjandi brautum af íslandi vegna þess hve landið er norðarlega á jarðarkúlunni, en það ætti að auka möguleika á að ná skýjalausum eða skýjalitlum mynd- hlutum. Þótt gervitunglið fari yfír sama stað á jörðinni á 16 daga fresti og myndnemar í Landsat 5 séu stöð- ugt opnir hefur skýjahulan á íslandi takmarkað nokkuð notkunarmögu- leika myndanna. Sum árin hafa aðeins ein til tvær myndir verið nýdilegar en stundum hafa náðst allt að tíu þokkalegar myndir. Blaðgrænan gegnir lykilhlutverki Gróðurmyndin byggist á endur- kasti sólargeislunar sem gervitungl- ið nemur á sjö afmörkuðum sviðum rafsegulrófsins, þremur á sýnilega hluta þess og fjórum á nærinnrauða og hitainnrauða sviðinu. Endurkast- ið ræðst af yfirborðsgerð landsins. Gögnin eru á stafrænu formi og með úrvinnslu í tölvu eru dregin fram mörk milli gróðurs annars vegar og vatns, jökla og jarðvegs hins vegar. Við flokkun gróðurs gegnir blaðgræna lykilhlutverki. Gróðurþekja getur verið samfelld en gefið lítið endurkast ef gróður er rýr. Strjáll, gróskumikill gróður gefur af sér talsvert endurkast frá einum stað til annars. í meðfylgj- andi skýringum með kortinu segir m.a. að ætla megi að fyrsti gróður- flokkurinn sé að mestu algróið land, en fjórði flokkurinn sé lítt gróið land. En tekið fram að erfítt sé að áætla stærð algróins lands í hvetjum flokki og beri að nota gróðurmyndina með það í huga. Auk gervitunglamynda , var m.a. stuðst við gróðurkort, jarð- fræðikort og loftmyndir. Myndin er sett upp miðað við Lamberts-keilu- Ölfusársvæðið á mynd úr gervitunglinu Spot 2 19. september 1991. Innrauð mynd, þar sem gróðurinn er rauður, tekin úr 832 km hæð. Myndin er unnin og gefin út hjá Landmæling- um íslands. Þarna má m.a. greina Þorláks- höfn, Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri. Rauðu rákirnar á sandinum eru áburðarrákir. mmm Hér má sjá hið nýja Blöndulón á Landsat- gervitunglamynd frá 11. ágúst 1991. Land- mælingar hafa unnið myndirnar í innrauðum lit sem sýnir einkar vel gróið og ógróið land og hins vegar í „vei\julegum“ litum. Gefa myndirnar þannig hugmynd um möguleikana á fjölbreytni í nýtingu gervitunglamynda af landinu. vörpun og er auk prentaðrar útgáfu til á stafrænu formi til notkunar í landfræðilegum upplýsingakerfum. Gróðurmyndin af öllu íslandi í mæli- kvarðanum 1:600.000 er unnin hjá Landmælingum íslands en litgrein- ing og prentun fór fram í prent- smiðjunni Odda hf. Þorvaldur Bragason segir að við þessa vinnu hafi verið mjög gott samstarf Landmælinga íslands við sérfræðinga Landgræðslunnar og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, en forstjóri Landmælinga, Ágúst Guðmundsson, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hafí lagt sig mjög fram um að verkefnið fengi sem bestan framgang. Gögn frá gervitunglum eru mis—-■* munandi og hafa t.d. veðurtungla- myndirnar sem notaðar eru hér á landi ekki þá nákvæmni sem þarf til kortagerðar. Sérstök gervitungl hafa verið send á loft vegna rann- sókna á landi. Möguleikar til að afla stafrænna gervitunglagagna fyrir kortagerð af íslandi eru aðal- lega frá tveimur gerðum gervi- tungla, Landsat sem Bandaríkja- menn eiga, og Spot sem er í eigu Frakka og Svía. í þessum gervi- tunglum eru skannar sem nema endurkast frá jörðu á mismunandi bylgjusviðum rafsegulrófsins. Raf- segulrófinu er skipt niður í afmörk- uð bil, svonefnd bönd, og fer það eftir eðli og gerð skannans hvé **' mörg böndin eru og hve nákvæm- lega má greina einstök fyrirbæri á jörðu. Myndir á hveiju bandi eru byggðar upp af litlum femingum, svonefndum myndeiningum, sem hafa tölugildi eftir styrk endurkasts- ins sem skanninn nemur. Tölugildið segir til um mismunandi yfirborð lands, svo sem gróið og ógróið land, en það kemur fram sem grátónn eða litur á mynd. Með því að velja og setja saman ólík bönd í tölvu má fá fram litmyndir sem sýn.’V— mismunandi fyrirbæri á jörðinni í ólíkum litum eftir því hvemig bönd- unum er blandað saman. Einnig er hægt að flokka myndir eins og gert hefur verið við gerð gróðurmyndar- innar. Hjá Landmælingum mátti sjá að störfum við nýju tækin þá Hans H. Hansen landfræðing, sem hefur unnið þetta verkefni tæknilega, Guðmund S. Viðarsson ljósmyndara og Magnús Guðmundsson landfræð- ing. Meðfylgjandi skipurit gefur hugmynd um hvemig gagnaöflun og úrvinnsla gervitunglamyndanna fer fram. í samtali við Þorvald Bragason kom fram að loftmyndasafn Land- mælinga íslands er meðal stærstvw*. og merkustu myndasafna landsins. Það geymir nú yfír 130 þúsund loft- myndir sem teknar hafa verið úr flugvélum á rúmlega hálfri öld, en gervitunglamyndimar em mikilvæg viðbót við þetta safn. Sett hefur verið upp skráningarkerfi fyrir loft- myndir sem byggist á yfirlitskort- um, prentuðum skrám og örfilmum. Um gervitunglamyndir sagði hann m.a. að lokum: „Á síðustu tveimur áratugum hefur orðið til mikið magn gagna frá ýmsum gervitunglum og skönnum og á næstu áram er fyrir- hugað víða um heim að senda á loft fjölda nýrra gervitungla sem mun auka þetta gagnafræði til mik- illa muna. Mikið myndaefni frá Is^- landi er því geymt í erlendum söfn- um og yrði það bæði kostnaðarsamt og tímafrekt fyrir væntanlega not- endur þessara gagna hvern um sig að fylgjast með því sem til verður af myndum af landinu. Því hafa Landmælingar íslands lagt áherslu á það að á einum stað sé aflað sem mestra upplýsinga og þær gerðar aðgengilegar fyrir sérhvem sem á þarf að halda. Það má búast við því að notkun gervitunglamynda hér á landi verði á næstunni meiri og al- mennari en nú er. Landmælingae,- íslands hafa mótað þá stefnu að auka þjónustu á þessu sviði og hafa búnað til tölvuúrvinnslu slíkra mynda, bæði til eigin kortagerðar og til að veita þeim notendum þjón- ustu sem á þurfa að halda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.