Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 10
stíer íam .e gtioAflaMMua aiaMamoflöM HMÖHeöNfltAÐIÐ SIIN NU ÐAGUR-ík MAI -------------- „Er Wýrra hinuin megin?“ ar verið til lítils gagns, því ekki varð komist til að ausa sjóinn úr flotrýminu milli byrðinganna. Eftir því sem báturinn seig dýpra tók hann meiri sjó inn. Þrír piltanna fóru upp á hvalbakinn og reyndu að vekja athygli á sér. Þeir sáu bát sigla hjá og skutu nokkrum sinnum úr hagla- byssunni, en bátveijar veittu þeim enga athygli. Talstöðin í bátnum var biluð og engin neyðarblys voru um borð. Þeir töluðu um að ef til yrði þrautaráðið að synda til lands. Siguijóni varð hugsað til Guð- laugs-Friðþórssonar úr Vest- mannaeyjum, að fyrst Guð- laugur gat synt nærri 6 km þá hlyti hann að komast nokk- ur hundruð metra upp í fjör- una. „Þegar ég var orðinn smeykur um að báturinn sykki leitaði ég að einhveiju til að fleyta jnér á,“ segir Steingrímur Óli. „Ég fann svampsessu og tók hana traustataki. Svo sagði Sigur- jón, nú er hann farinn, og með það sama sökk báturinn.“ Lamandi kuldi Kuldinn í sjónum var lam- andi, þeir supu hveljur og föt- in sigu í þegar þau blotnuðu. Allir voru piltarnir kapp- klæddir, í ullarpeysum og þykkum yfirhöfnum. Aðeins einn var í ullarnærfötum, hin- ir í bómullarfötum. Þeir voru í gallabuxum, tveir í leðurstíg- vélum með stáltám og stálsól- um, einn í uppreimuðum íþróttaskóm og einn í leðurs- kóm. Þeir segja erfitt að meta fjarlægðina frá bátnum í land, sáu einungis að þarna var grýtt fjara og lágt klettabelti. Hlynur var sá eini sem fækk- aði fötum í sjónum og fór strax úr skóm og buxum og létti sig þannig. Björgunar- vestin léttu honum og Sigur- jóni sundið, Steingrímur fleytti sér á sessunni en Sop- hus hafði ekkert og varð að synda stöðugt til að halda sér á floti. Fötin gerðu þeim erf- itt fyrir að taka sundtök með höndunum, reyndar leið ekki á löngu uns hendurnar hættu að hlýða vegna kuldans. Þeir Siguijón og Hlynur, sem voru í bjargvestum, byijuðu að synda baksund en reyndist erfitt var að lialda réttri stefnu. Þeir voru báðir með ullarhúfur og fannst þær hlífa höfðinu vel á- baksundinu. Hlynur kreppti handleggina að bijóstinu og fannst hann geta þannig haldið betur á sér hita. Piltarnir kölluðust á og hvöttu hver annan til að byija með, en fljótlega skildu leiðir. Siguijón var nyrstur: „Ég var skíthræddur um strákana, því ég var hættur að sjá þá. Svo sá ég þeim bregða fyrir á öldu og þá létti mér mikið.“ Hlynur synti syðstur, hann var síðast- ur af stað frá bátnum, en kom fyrstur í land. Mitt á milli þeirra Siguijóns og Hlyns voru Steingrímur Óli og Sop- hus. „Ég synti aftastur allan tímann," segir Steingrímur. „Sophus synti á undan mér, en fljótlega gafst hann upp á því að synda einn og kom til mín. Hann hélt í öxlina á mér og ég faðmaði sessuna. Þegar ég var orðinn verulega hrædd- ur um lífið reyndi ég að taka sundtök með annarri hend- inni, en það var erfitt. Við Sophus gátum aldrei náð því að synda í takt og það tafði fyrir, en við gátum hvatt hver annan. Sjórinn skvettist alltaf Okkur fannst meiri hætta á að þeir dyttu í sjóinn, þess vegna fengu þeir vestin," sagði Steingrímur sem sat „í brúnni“ hjá Sop- husi. Allir voru þeir lítt reynd- ir sjómenn, þótt Sophus ætti að baki nokkrar ferðir á bátn- um, sem hann keypti nýlega í félagi við tvo aðra. Tjaldur II var 18 feta plastbátur af Shetlander-gerð, árgerð 1989. Á bátnum var 175 hest- afla Mariner-utanborðsvél, þótt framleiðandi gerði ekki ráð fyrir nema 115 hestafla véþ á bát af þessari gerð. í sundinu milli Viðeyjar og Geldinganess var svolítil alda og ljóst að hún óx eftir því sem utar dró. Ekki leist þeim meira en svo á að halda lengra og ákváðu að stoppa til að ráða ráðum sínum. Til að spara eldsneyti, því vélin var dijúg á sopann, stöðvuðu fé- lagamir mótorinn og létu reka á sundinu. Þeir urðu sammála um að láta slag standa og snúa við. Þegar átti að ræsa vélina til að fara til baka fór hún ekki í gang. Félagarnir beittu ýmsum ráðum við að gangsetja, en þar kom að raf- geymir bátsins tæmdist. Þeir ætluðu að ræsa vélina með handafli, en þegar til átti að taka vantaði ræsireimina. Við þessar tilraunir stóðu piltarnir aftast í bátnum sem flatrak undan öldunni og sífellt skvettist upp á skutgaflinn. Við hliðina á vélinni var gat á tvöföldum byrðingnum fyrir leiðslur og þar átti sjórinn greiða leið inn í flotrými báts- ins, án þess að piltunum væri það ljóst. Báturinn sekkur „Við höfðum ekki neinar áhyggjur framan af,“ segir Steingrímur Óli. „Það hvarfl- aði ekki að okkur að báturinn myndi sökkva." Talsverður sjór var kominn í bátinn og hann orðinn siginn. Raf- magnslensidælan var óvirk vegna rafmagnsleysis, og handdæla, sem var í lagi þeg- ar lagt var af stað, reyndist nú brotin. Engin austurstrog voru um borð og hefðu reynd- eftir Guðna Einarsson ÞAÐ VAR vestan gola, léttskýjað og hiti tæplega 5° C í Reykjavík síðdegis laugardaginn 24. apríl síðastliðinn, þegar skemmtibáturinn Tjaldur II\agdi úr Snarfarahöfninni. Sjávarhiti á Sund- unum er 4-5°C á þessum árstíma. Um borð voru fjórir ungir menn og ætluðu út fyrir Gróttu á svartfugl. Einn eig- enda bátsins, Sófus Auðun Steinþórs- son, sat við stýrið og við hlið hans Stein- grímur ÓIi Einarsson. Fyrir aftan þá stóðu Hlynur Vagn Atlason og Siguijón Gunnarsson, íklæddir einu björgunar- vestunum sem voru um borð. Fyrir tilvil jun voru menn staddir þar sem fyrsti skip- brotsmaöurinn kom aó Morgunblaðið/Kristinn GÍSLI Árni var í Gufunesi þegar skipbrotsmanninn bar að. „Báturinn sökk...“ „HANN skjögraði fyrir húshornið og stundi bara: Báturinn sökk, báturinn sökk,“ segir Gísli Árni Eggertsson sem fyrstur hitti Hlyn Vagn Atlason eftir bátstapið. „Hann var hálfnakinn, blóðrisa á fótum og blár af kulda. Það söng og hvein þegar hann andaði og froðan gekk upp úr honum. Pilt- urinn átti bágt með að gera sig skiljanleg- an og var mjög ringlaður. Það hafði sokkið bátur fyrir utan Geldinganesið og hann komist í land. Ég spurði hvort fleiri hefðu bjargast. Tveir i fjörunni, svaraði hann. Voru þeir lifandi, spurði ég. Ég veit ekki, ég held það, svaraði hann.“ Gísli Árni var staddur fyrir tilviljun þar sem fiskeldisstöðin var í Gufunesi, rétt við Geldinganeseiðið. Einnig voru þama menn norðan úr Eyjafirði sem voru að sækja búnað úr stöðinni. Þeir voru á vörubíl og með farsíma sem notaður var til að hringja á lögregluna og tilkynna slysið. Mennimir hlúðu að Hlyni, hann var vafinn í teppi og miðstöðin í vörubíln- um sett á fullt. Þegar honum hlýnaði aðeins átti hann betra með að tjá sig. Lítill hraðbátur var við flotbryggju þarna hjá og tókst öðrum norðanmanna að ná í mann sem gat gangsett bátinn og farið út í eyna með lækni og sjúkra- liða. „Ég sá til tveggja manna á gangi í eynni og stuttu síðar þann þriðja koma á eftir þeim. Þá varð ég alvariega hræddur um að fleiri hefðu verið á bátnum en Hlynur sagði og ein- hveijir jafnvel enn að velkjast í sjónum," segir Gísli Ámi. Gísli Ámi er æskulýðs- og tómstundafulltrúi Reykjavíkurborgar og þaulvanur notkun smá- báta, hefur m.a. kennt siglingar og slysavam- ir. Hann telur einhveiju skeika um þann tíma sem piltarnir voru í sjónum, en fyrst töldu þeir að um hálftíma hefði verið að ræða. Gísli segist hafa komið á svæðið rúmlega hálfsjö og þegar hann steig úr bílnum heyrði hann tvö byssuskot sem hann telur frá piltunum komin, enda varð hann ekki var annarra báta- ferða á sundinu. Hafði hann orð á því við konu sína að menn væru á skytteríi þama rétt fyrir utan. Ekki liðu nema um 20 mínútur þar til Hlynur Vagn kom fyrir húshornið og hjá lögreglunni er skráð að hjálparbeiðnin hafi borist kl. 18.50. „Það er ekki óeðlilegt að tímaskynið trufiist í svona kulda, hver mínúta er á við heila ei- lífð. Þótt þeir hefðu ekki verið nema 10 mínút- ur í köldum sjónum þá er það afrek að bjargast í land og hlaupa svo alla þessa leið, segir Gísli Árni. Ef Hlynur hefði verið svolítið seinna á ferðinni hefði enginn verið þarna staddur og mun lengra að leita hjálpar." Öryggið fyrir öllu SKEMMTIBÁTUM fjölgar sífellt að sögn Hilmars Þorbjörnssonar formanns Snar- fara, félags sportbátaeigenda. í félaginu eru nú um 300 félagsmenn og 140 legu- pláss í höfn Snarfara við Naustavog í Reykjavík. Hilmar telur að öryggismál séu yfirleitt í góðu lagi hjá sportbátaeigend- um, flestir bátanna séu skoðunarskyldir og undir reglulegu eftirliti Siglingamála- stofnunar. Bátar undir 6 lengdarmetrum eru hvorki skráningar- né skoðunarskyldir og ekki er krafist neinna réttinda af stjórnendum lí- tilla sportbáta. Hilmar hefur ekki trú á að hertar reglur leystu neinn vanda í sportbátaút- gerð, strangar reglur giltu til dæmis um öku- réttindi og skoðunarskyldu bifreiða samt væri talsvert um að menn ækju réttindalausir og ekki væru allar bifreiðar færðar til skoðunar. Hilmar leggur áherslu á að Snarfari sé ftjáls félagsskapur bátaeigenda, sem ekki geti skyldað félagsmenn umfram landslög í þessum efnum. Hann segir Snarfaramenn hafa átt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.