Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 15
áður en fúkkalyfin komu til söguniji- ar. Ein þeirra sagði m.a. „Ég var alltaf vön að taka um úlnlið sjúkl- ingsins til að athuga púlsinn, þannig gat ég fylgst með mörgu í andlegri og líkamlegri líðan hans. Svo komu blóðþrýstingsmælamir og þá hvarf þessi nána snerting sem var svo mikilvæg." Umhyggjan hefur um of lotið í lægra haldi fyrir framþróun tækninnar í heilbrigðismálum. Eitt af því sem kemur fram í rann- sókn minni, sem ég vann að hluta til að inni á deildum sjúkrahúsa, er að í hinni opinberu orðræðu um starfið, þ.e. á fundum með læknum og öðru samstarfsfólki, þá tala hjúkrunarfræðingar mikið um rann- sóknarniðurstöður, um lífeðlisfræði- legt ástand sjúklings, um hvernig sár líti út og annað slíkt, sem sagt hinn læknisfræðilega þátt starfsins. Þegar ég svo ræddi við hjúkrunar- fræðingana sjálfa í einkasamtölum kom hins vegar í ljós að þær hafa valið þetta starf fyrst og fremst af því að það gefur möguleika á sam- skiptum og að hjúkra og veita umönnun. Þetta er arfur frá Flor- ence Nightingale. Endurhljómur frá kenningum hennar kemur fram í mörgum telpnabókum sem fjölluðu á rómantískan hátt um hjúkrunar- starfið. Má þar nefna hinar vinsælu bækur um Rósu Bennett sem ég varð sjálf fyrir áhrifum frá á upp- vaxtarárunum. Florence Nightingale kom fram með það sjónarmið að hjúkra bæri einstaklingi í hans heimi út frá því hvernig honum liði. Við erum á leið aftur að þeim sjónarmiðum sem hún kom með fyrir rúmlega einni öld. Við erum búin að ná mjög langt í tækninni og hún er orðin okkur dýr. Við höfum ekki efnahagslega burði til þess að nýta allar framfarir í tæknimálum. Mörgum er hins vegar ljóst að á sviði hinna mannlegu sam- skipta eigum við enn lítt nýtta mögu- leika. Eftir seinni heimsstyijöldina, þeg- ar tækniframfarirnar urðu sem örastar, var ríkjandi mjög sterk að- greining á milli þeirra sem störfuðu innan heilbrigðisþjónustunnar og al- mennings. En í dag þykir sú aðgrein- ing alls ekki réttlætanleg. Forræðis- hyggjan var mjög rík, almenningi var haldið óupplýstum. Teknar voru ákvarðanir fyrir fólk um þess eigin meðferð. Núna jjykir þetta siðferði- lega ekki rétt. Ymis þau heilbrigðis- vandamál sem við eigum við að stríða í dag tengjast talsvert lífsstíl fólks. Til að gera nauðsynlegar breytingar í þeim efnum þarf samráð heilbrigðisfólks og sjúklinga. Slíkt samstarf er bæði þarft og ánægju- legt fyrir báða þessa aðila. Því hefur verið lýst alls staðar á Vesturlöndum hvernig hjúkrunar- konur hafa á þessari öld leynt og ljóst verið undirokaðar af læknum. Það er ekki hægt að komast hjá að viðurkenna það að mikil áhersla var alltaf lögð hlýðni í hjúkrunarnámi, að læknirinn væri yfirmaður og hon- um bæri að hlýða. Þetta samskipta- munstur finnst mér á margan hátt svipað því sem gerðist innan veggja heimilisins, milli húsmóður og hús- bónda. Þétta voru enda fyrirmyndir sem FlorenceNightingale dró upp. Hún notaði þessa líkingu til þess að réttlæta að það þyrfti konur inn á spítalana. í hennar augum var þetta möguleiki til þess að starfa utan heimilis á Viktoríutímanum, en það þótti annars óhugsandi. En jafn- framt gerir hún þetta starf undirgef- ið húsbóndanum, lækninum. Þetta er sjónarmið sem konur eru ekki til- búnar til þess vinna eftir í dag og hafa látið þá skoðun sína í ljósi. Margir eldri hjúkrunarfræðingar líta hornauga þetta „pot“, sem þær kalla svo, í yngri konum í stéttinni. „Við vorum alltaf svo miklir félagar og vinir læknanna,“ segja þær. Eg held að sú vinátta hafi ekki verið grund- völluð á jafnrétti. Hjúkrunarfræð- ingar í dag vilja starfa með læknum á jafnréttisgrundvelli og af gagn- kvæmri virðingu. Það er síðan spurn- ing hvort læknar eru tilbúnir til þess, úr því verður skorið innan tíðar." MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 15 með frönskum og sósu = 9 Wr TAKWMEÐ llltl TAKWMED -tilboð! vVvai -tilboð! ERTU Á BRÓKINNI? E i g u m b o I i f r á 2 0 0, b u x u r frá 5 0 0, íþróttaskó f r á 1.000 o g f I e i r a á ú t s ö I u . ALSPORT Suðurlandsbraut 52 • Sími 688075. - BLÁU' H Ú SIN - Nýr Forman Ekki bara betri, heldur 548 sinnum betri! Forman LXi skutbíll kostar aðeins kr. 697.000.- á götuna! . Nýr og endurbættur Forman hefur nú litið dagsins Ijós. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir tækni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur og rúmgóður skutbíll, sem státar af 548 endurbótum.stórum sem smáum. Forman er nú framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. í hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt,margtfleira. Hinir fjölmörgu aðdáendur Forman hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla skutbil. Og er þá ein ótalin: Nefnilegaverðið! Nýr framhjóladrifinn Forman LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 697.000.- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Forman. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. Aukabúnaður á mynd:Álfelgui Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.