Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 .0 IiUí)A(I"jy;ý«:Ur GKtAii'UMU'DHOM— 4Í1 framan í mig og ég saup tals- vert.“ Áleitnar hugsanir Félagarnir viðurkenna að margt hafi leitað á hugann meðan á volkinu stóð. „Manni var þröngvað til að hugsa um hvort eitthvað væri eftir dauð- ann,“ segir Hlynur. „Mér fannst skrýtið að þurfa að hugsa svona mikið á þetta stuttum tíma. Ég velti því mikið fyrir mér hvort það væri ekki hlýrra hinum meg- in,“ bætir hann við. „Á tíma- bili var ég farinn að sætta mig við að deyja, þótt mér þætti það sorglegt að eiga svona stutt í land og hafa það ekki af. Það kom líka í huga minn að ef ég drukknaði þarna þá mundi sonur minn, sem er tæpra fjögurra mán- • aða, aldrei fá að kynnast mér,“ segir Steingrímur Óli. Siguijón segir að það hafi verið „virkilega ljúf tilhugsun að gefast bara upp. Hætta þessu svamli og láta sig bara sökkva, en ég bægði því frá mér. Ég hugsaði mikið um allt sem ég átti ógert, litlu dóttur mína og framtíðina." Þegar nær dró ströndinni fundu sundmennirnir að aldan ýtti þeim að landi. Þetta kvöld var háflóð klukkan 19.56 og aðfall þegar slysið varð, sem merkir að straumurinn var inn sundið og að landi. Ef öðru- vísi hefði staðið á sjávarföllum er næsta víst að erfiðara hefði verið að synda á móti straumnum og spurning hvort skipbrotsmennirnir hefðu náð landi. Beijast! Berjast! Hlynur kom fyrstur að og áttaði sig ekki strax á því þegar var orðið nógu grunnt til að hann gæti fótað sig. „Ég bagsaði við að synda á meters dýpi,“ segir hann. Hlynur krafsaði sig upp fjöruna og losaði sig við bjargvestið. Honum tókst ekki að losa smellurnar, því fingurnir voru svo dofnir, heldur smeygði sér úr. Hlynur kallaði til félaga sinna, sem hann sá í sjónum: „Beijast! Beijast!" og fór síð- an upp klettabeltið úr fjör- unni. Berir fætumir voru al- veg tilfinningalausir og þótt hann hruflaði sig og meiddi á hvössum steinnibbum kenndi hann ekkert til. Þegar kom upp fyrir brúnina ákvað hann fyrst að hlaupa í átt að Korp- úlfsstöðum, en sá fljótt að vænlegra var að halda í átt að Gufunesi. Hann barðist áfram, meira af vilja en mætti, og man næsta lítið frá því hann kom í land og þar til hann hitti mennina við fisk- eldisstöðina. „Ég bara varð að hlaupa, gat ekki stjórnað líkamanum, bara hljóp og hljóp ..." Einhvem veginn rataði hann á eiðið miili iands og Geldinganess, en það var komið í kaf. Hann óð upp í mitti og komst upp að físk- eldisstöðinni þar sem menn voru staddir. „Þeir sögðu bara, hvað er að sjá þig, kall- inn?“ segir Hlynur. Hann telur það mikla mildi að mennirnir voru þarna á þessum stað og tíma, því hann hafi verið að þrotum kominn og vafamál hvort hann hefði komist lengra til að leita hjálpar. Björgun berst Þremenningarnir tóku land nokkru síðar og vissu ekkert hvað hafði orðið um Hlyn. Steingrímur segist hafa verið alveg uppgefin þegar hann náði landi. Hann reyndi að festa hendur á steinum í fjöru- borðinu, en rann oft út aftur. Loks náði hann að standa upp en datt oft á leiðinni upp fjör- una, fæturnir vora hættir að hlýða. Siguijón segist hafa Fjórir ungir menn björg- uðust við illan leik úr sjóslysi við Geldinganes reynt að horfa á Sophus þegar í fjöruna var komið, en sjónin var trufluð og hann náði ekki að festa sjónir á neinu. Þeir klæddu sig úr blautum yfir- höfnunum, sem voru drag- þungar, komust upp klettana og lögðust þétt saman í sin- una. „Við skulfum eins og hríslur, en reyndum að hafa hlýju hver af öðrum,“ segir Siguijón. „Flugvélar komu þarna yfir og við veifuðum, en enginn tók eftir okkur.“ Þeir segjast hafa verið stífir af kulda og hugsunin óskýr, þeir fundu yl úr jörðinni á þeirri hliðinni sem niður sneri, en vindurinn nísti hina hliðina. Aliir eru þeir sammála um að kuldinn hafi verið enn biturri eftir að á land var komið. Þeim varð ljóst að það var ekki nóg að hafa náð iandi og „það var miklu sárara að hugsa til þess að krókna þarna, en drukkna í sjónum," segir Steingrímur Óli. Eftir nokkra hvíld ákváðu þremenn- ingarnir að ganga í átt til lands. Innan tíðar sáu þeir sjúkrabíla og lögreglubíla koma með blikkandi ljós að Gufunesi. Siguijón segist hafa hugsað hvað það væri skrýtið að þar hefði einnig orðið slys, honum datt ekki í hug að koma bílanna tengdist þeim á neinn hátt. Loks sáu þeir lítinn bát stefna til þeirra úr Gufunesi. „Þá vissum við að okkur yrði bjargað," segir Steingrímur. Þremenningarnir voru sótt- ir í Geldinganes á báti og voru fluttir á slysadeildina þar sem Hlynur var fyrir. Sjúkral- iðarnir mældu hitann djúpt í hlust skipbrotsmannanna þegar komið var í land í Gufu- nesi, reyndist hitastigið kring- um 31° C, eða rétt ofan við þau mörk þar sem méðvitund hverfur. Hlynur og Steingrím- ur Óli gistu um nóttina á sjúkrahúsi, en Siguijóni og Sophusi var leyft að fara heim að skoðun lokinni. Ljóst er að það var mikið afrek hjá Hlyni að hlaupa kaldur, blautur og skólaus eftir endilöngu Geldinganes- inu og leita hjálpar. Honum kom til góða mikið líkamsþrek en þess má geta að Hlynur varð íslandsmeistari í hjól- reiðum 1990. Skipbrotsmenn- irnir eru allir rétt um tvítugt, vel að manni og hafa stundað íþróttir, sund, knattspyrnu og líkamsrækt. Piltarnir segja að þeim hafi ekki orðið meint af volkinu, reyndar voru fing- urnir enn dofnir og fæturnir aumir þegar blaðamaður átti tal við skipbrotsmennina rúmri viku eftir hrakningana. Piltarnir eru sammála um að þessi atburður hafi haft mikil áhrif á þá. „Mér varð ljóst hvað mig langar mikið til að lifa lengur," segir Hlyn- ur. Siguijón segist bera meiri virðingu fyrir hafinu, honum hafi orðið ljóst hvers konar písl maðurinn er þegar eitt- hvað bjátar á. Hann segist ekki fara aftur á sjó nema farið sé traust. Steingrímur Óli segir þetta atvik ekki hafa dregið úr áhuga hans á að læra köfun, en hér eftir ætli hann að huga betur að útbún- aði sínum og klæðnaði þegar hann fer á sjó. Þeir segja að ef fjarskiptatæki og neyðar- blys hefðu verið um borð þá hefðu þeir að öllum líkindum losnað við að lenda í sjónum. Sophus Auðun sagðist telja að líkamshreysti skipti vissu- lega einhveiju við aðstæður sem þessar, en viljinn skipti öllu. „Þetta var spurning um að gefast ekki upp.“ Piltarnir sögðust kunna björgunar- mönnum sínum og hjúkrunar- fólki bestu þakkir fyrir alla hjálp og aðhlynningu sem þeir urðu aðnjótandi. MsEa&Sl :iá: K*, z*? iiiSjjr HILMAR Þorbjörnsson með neyðarblys. góð samskipti við Siglingamálastofnun og að skoðunarmenn hennar hafi ætíð verið boðnir og búnir tii að veita bátaeigendum góð ráð, jafnvel þótt bátar séu ekki skoðunarskyldir. „Stjórn Snarfara hefur hvatt félagsmenn til að gæta öryggis í hvívetna og búa báta sína vel. Við höfum fengið kunnáttumenn til að halda fyrirlestra um öryggismál og annað sem viðkemur sportinu." Oryggismál era Hilmari hugleikin. Hann lítur svo á að örygg- isútbúnaður sé mælkvarði á hvað menn meta sjálfa sig mikils. Ef menn horfa í að kaupa neyðarblys á nokkur hundruð krónur eða bjargvesti á nokkur þúsund, þá meti þeir sjálfa sig lítils. „Ég fer ekki á sjó nema hafa björgun- arbát, dælur í lagi, góð legufæri og að sjálf- Góð samvinna sportbótaeig- enda og Sigl- ingamóla- stofnunar Morgunblaðið/Kristinn sögðu neyðarblys og neyðarflugelda. Fjar- skiptatæki eru einnig nauðsynleg, VHF-tal- stöð eða farsími. Við tilkynnum okkur tii Til- kynningaskyldunnar, bæði úr höfri, hvert skal haldið og þegar komið er í höfn. Það má enda- laust bæta við sig öryggisbúnaði, en þetta tel ég ómissandi.“ Hvað varðar óhapp piltanna við Geldinga- nes sagðist Hilmar telja að kunnáttuleysi og vanbúnaður hafi átt sök á óhappinu. Ef til vill hefði ekki þurft nema eitt neyðarblys til að hjálp hefði borist, enda bátar í grennd. „Þeir læra á þessu strákarnir. Sjórinn er mik- ill skóli, það líður ekki svo sumar að ég læri ekki eitthvað nýtt.“ Ofkæling DR. JÓHANN Axelsson, prófessor í lífeðlis- fræði við Háskóla Islands, hefur rannsakað ofkælingu og afleiðingar hennar. Niðurstöður rannsókna undanfarinna ára hafa leitt til nýrra aðferða við meðhöndlun þeirra sem verða fyrir ofkælingu. önnum er nú ljóst að líf getur leynst með manni þótt öll ytri lífsmerki, svo sem æða- sláttur, andardráttur og viðbragð sjáaldurs, séu horfin og útlimir jafnvel frosnir að hluta. Þess vegna segir dr. Jóhann að ekki eigi að úrskurða mann lát- inn vegna ofkælingar fyrr en lífgunartilraunir hafa verið reyndar við eðlilegan líkamshita. „Maður er dáinn þegar öll heilastarfsemi hef- ur stöðvast og enginn möguleiki er til að endur- vekja hana.“ Mjög hægur hjartsláttur, 2 til 3 slög á mínútu, getur leynst með fórnarlambi ofkælingar og við 28°C til 30°C líkams- hita getur það blóðstreymi nægt til að bera heila og öðrum veflum líkamans nægt súrefni. Ef líkamshiti er nógu lágur til að efna- skipti séu í algjöru lágmarki getur reynst mögulegt að endurvekja manneskju sem hefur ekki neinn hjartslátt. Þreyta og bleyta Ofkæling er skilgreind þannig að hiti í kjarna lík- amans sé undir 35°C. Margt getur stuðlað að of- kælingu, þar á meðal vind- ur, lágt hitastig, þreyta og bleyta. Fólk skyldi forðast að ofreyna sig og kófsvitna í kulda, væta af öllu tagi er hinn besti bandamaður ofkælingar. Sé maður móð- ur tapar hann talsverðum varma við öndun. Hægt er að veijast of- kælingu með ýmsum ráð- um. Þegar um er að ræða ofkælingu í sjó eða vatni er helsta vörnin að koma sér upp úr vatninu sem fyrst. Hitaleiðni frá líkam- anum er 20 sinnum meiri í sjó en á þurru. Á landi ber að forðast vindkælingu og leita skjóls eftir megni. Kuldi dregur úr viðbragðs- flýti og öryggi hreyfinga. Manni sem er kalt er hætt- ara við slysum og að valda slysum, en ef honum er heitt. íslenska ullin veitir mjög góða vernd og einangrar jafnvel þótt hún sé blaut. Ullarnærföt og allur ullar- klæðnaður dregur úr slysa- hættu í kulda og eykur líf- slíkur í sjó. Mjög mikilvægt er að veija höfuðið. Við 4°C frost getur líkaminn tapað helmingi af varmamyndun sinni um höfuð og háls. Lambhúshetta eða annað skjólgott höfuðfat er rnjög góð vörn við kælingu, ekki síst ef manneskjan fellur í sjó eða vatn. Þegar líkam- inn kólnar beinir hann auknu blóðmagni til heilans og æ stærra hlutfall var- mans tapast um óvarið höf- uð og^háls. Viðbrögð við kulda Ef manni verður kalt eru fyrstu viðbrögð líkamans að draga úr blóðstreymi til húðar og útlima. Næst kem- Dr. Jóhann Axelsson seg- ir litlu hafa mátt muna að piltarnir yrðu ofkæl- ingu að bráð. ur skjálftinn, sem er ósjálf- rátt viðbragð líkamans til að fraraleiða hita og jafn- framt varnaðarmerki um að hætta sé á ofkælingu. Ef kuldinn eykst enn temprar líkaminn blóðstreymið frek- ar og hægir á allri iíkams- starfsemi, það er líkast því að líkaminn leggist í dvala. Falli maður í sjó er mikil- vægt að hann byrgi vitin með höndunum áður en hann lendir í sjónum. Ef kaldur sjór kemst niður í öndunarfærin getur hann valdið _ köfnun vegna krampa. I sjónum er mikil- vægt að vernda munn og nef, anda rólega milli fingr- anna. Ef þess er kostur er best að hreyfa sig sem minnst í vatninu, halda fót- leggjum saman og kros- sleggja handleggina á bijóstinu. Þannig verður varmatapið minnst. Maður skyldi aldrei synda nema til að komast í björgunarbát, ná í félaga eða ná til lands ef það er stutt undan. Lík- aminn nær að hita vatnið næst húðinni, við sund hverfur þetta vatn burtu og kalt vatn á greiða leið að líkamanum. Sundhreyfing- ar útlimanna auka blóð- streymi tii þeirra og flýta fyrir kólnun blóðsins. Ef fleiri en einn eru í sjónum geta þeir hindrað varmatap með því að halda þétt hver um annan. Mikilvægt er að veija kaldan líkama frekara var- matapi, skýla honum og einangra með öllum tiltæk- um ráðum. Ullarteppi, húf- ur, fatnaður, svefnpokar, plast- eða álpokar og ann- að, sem dregur úr uppgufun og vindkælingu, kemur að gagni. Mikilvægt er að vot- ur maður sé ekki klæddur úr blautum fötum nema hægt sé að þerra húð hans strax og hylja með þurrum klæðum eða teppum. Vatn sem gufar upp frá húð dreg- ur mikinn hita úr líkaman- um, það þarf mun minni orku til að hita sama magn vatns í blautum fötum und- ir þurru, einangruðu lagi. Áhættan sem fylgir því að klæða fólk úr blautum föt- um margfaldast í golu eða trekki. Ekki inissa vonina Það verður að fara mjög varlega með þann sem er kaldur, allt hnjask getur valdið hjartaflökti. Maður, sem orðið hefur fyrir veru- legri ofkólnun, verður að liggja láréttur þegar honum er lyft úr sjó. Ef kólnunin hefur varað skamma stund og maðurinn er með fullri meðvitund er mikilvægast að ná honum strax úr köld- um sjónum, þá skiptir ekki eins miklu máli í hvaða stellingu hann er innbyrtur eða bjargað á þurrt. Fórnarlamb ofkælingar verður að komast sem fyrst á sjúkrahús. Einungis þar er nægilega góð aðstaða til að ná eðlilegum líkamshita fórnartambsins á ný. Ýmis eftirköst geta komið í ljós 2 til 3 sólarhringum eftir áfallið og nauðsynlegt að fórnarlambið sé undir lækn- ishendi. Jóhann mælir með því að sjómenn æfi sig í að fara í sjóinn, fyrst í björgunar- búningum og síðan í flot- vinnugöllum við öruggar aðstæður. Þannig læri þeir að bregðast við aðstæðum og geti það komið í veg fyrir að örvæntingin grípi þá á hættustund. Sá sem fallið hefur í sjó þarf ekki aðeins að veijast drukknun og kulda, hann þarf einnig að beijast gegn ótta, ör- væntingu og vonleysi. Vilj- inn til að lifa getur skilið milli feigs og ófeigs. Miklu skiptir að örvænta ekki og gæta sín á oföndun. Maður skyldi aldrei missa trúna á að björgun berist, þess vegna er um að gera að gefast ekki upp. Piltarnir liætt komnir Dr. Jóhann var inntur álits á frásögn piltanna sem lentu í hrakningunum við Geldinganes. Hann sagði hreina Guðs mildi að þeir björguðust, því af lýsingum að dæma og því að líkams- hiti þeirra var kominn niður í um 31°C, sé ljóst að ekki mátti tæpara standa. „Það er álitið að venjulega klæddur maður eigi um helmingslíkur á að lifa eina klukkustund í 5°C heitum sjó. Hreyfing eykur kæling- una til muna og hætt er við að maður sem þarf að synda í þetta köldum sjó örmagn- ist á 10 til 15 mínútum." Stirðleiki vöðva, óskýr hugsun og skert sjón pilt- anna segir dr. Jóhann að séu dætnigerð einkenni al- varlegrar ofkælingar. Hann telur að piltarnir hafi í flestu brugðist rétt við að- stæðum, þeir hafi ekki átt annarra kosta völ en bjarga sér í land á sundi. Við þess- ar kringumstæður sé einnig betra að vera vel klæddur en illa, fötin veiti einangrun gegn kuldanum. Dr. Jóhann segir að þetta óhapp undir- striki mikilvægi þess að menn fari ekki á sjó nema vel búnir. „Ef þeir hefðu verið í flotvinnugöllum hefðu þeir ekki verið í neinni hættu, bara svamlað í land í rólegheitunum. Þarna munaði engu að við misst- um fjögur mannslíf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.