Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 5
Ti/i-usig MORGUNBLAÐIÐ, SUNxN-UDAGUR 9. MAÍ 1993- 5. Tillögum um húsnæðismál Alþingis hefur verið skilað til þingsins Kirkjustræti Götumynd Kirkjustrætis eins og hún yrði ef gömlu húsin við götuna yrðu nýtt. Eins og sést á módelinu er ekki aðeins gert ráð fyrir að gömlu húsin tengist nýbyggingu í suðri heldur einnig sjálfu alþingishús- inu. kirj<:jijstr'=ti Grunnteikning Á grunnteikningu má sjá að m.a. er gert ráð fyrir stórum matsal, skrifstofum, tölvumiðstöð og móttöku á 1. hæð nýbyggingarinnar. Stungið upp á ný- byggin^u sunn- an Kirkjustrætis NEFND á vegum forsætisnefndar um framtíðarskipulag húsnæðismála alþingis hefur skilað tillögum til þingsins. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri, segir að tillögurnar geri annars vegar ráð fyrir því að gömul hús við Kirkjustræti verði nýtt og tengd nýbyggingu að sunnan. Hins vegar verði gömlu húsin ekki nýtt og einungis byggð nýbygging á svæðinu. Hann segir að tillögurnar séu útlínur að skipu- lagi húsnæðismála á lóðinni til að auðvelda Borgarskipu- lagi að ákveða deiliskipulag fyrir svæðið. Friðrik sagði að áætluð hús- næðisþörf alþingis væru tæplega 8.400 fm. Inni í því væri Alþingis- hús og eitt til tvö eldri hús, sem ætlunin væri að nota áfram, og stæði þá eftir þörf fyrir um 6.600 fm húsnæði á lóðinni. „Þannig gera tillögurnar annars vegar ráð fyrir að þessari þörf verði mætt með því að nýta gömlu húsin við Kirkjustræti og reisa nýbyggingu sunnan við þau. En hins vegar að nýta ekki gömlu húsin heldur bygg)a eingöngu nýbyggingu á öllu svæðinu,“ sagði Friðrik. Gömlu húsin verði notuð Aðspurður sagði hann að með tillit til afstöðu manna til friðunar gamalla hús væri meiri áhersla lögð á fyrri tillöguna, þ.e. að varð- veita hús frá því um aldamót við Kirkjustræti og tengja við þau. nýbyggingu. Gert er ráð fyrir að þar verði til húsa flest önnur starf- semi en sú sem fram fer í sjálfu alþingishúsinu og Vonarstræti 8 þar sem útgáfustarfsemi á vegum alþingis fer fram. Stungið er upp á því í tillögunum að Vonarstræti 12 verði flutt á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu í því skyni að gera götumynd Kirkjustrætis heillegri. Milljarður Þegar spurst var fyrir um hugs- anlegan kostnað sagði Friðrik að gert væri ráð fyrir að kostnaðurinn yrði tæpur milljarður hvor leiðin sem yrði fyrir valinu. Hann vildi engu spá um framkvæmdarhraða. „En það er auðvitað alveg Ijóst að hvað sem verður um bygging- aráform er ástand Kirkjustrætis- húsanna þannig núna að ekki er hægt að komast hjá því að taka á því með einhverjum hætti,“ sagði hann að lokum. O Drottinn vakir, Drottinn vakir *-* Með sinu lagi, eða: ó, pá náð að eiga Jesú 1 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. 2 Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpín kemiifi hann af raunum sigur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Sálmur Sýnishorn úr sálmabók fyrir sjónskerta Sálmakver fyrir sjón- skerta er komið út SÁLMAKVER fyrir sjón- skerta er komið út og er letrið sem er stórt og skýrt valið í samvinnu við Islenska sjónstöð. í kverinu eru 50 sálmar, sem aldraðir hafa að mestu valið sjálfír sem sína uppáhalds sálma. Eru sálmanúmerin þau sömu og í Sálmabók íslensku kirkjunnar. Sálmakverinu er ætlað að þjóna sem stærstum hópi sjónskertra. Það er Skál- holtsútgáfan og Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar sem standa að útgáfunni. Kverið fæst í Kirkju- húsinu í Reykjavik. Ríkissjónvarpið 14 sóttu um stöðu dagskrár- stjóra ALLS sóttu 14 manns um stöðu deildarstjóra innlendrar dag- skrárdeildar Sjónvarpsins. Af Jjeim óskuðu tveir nafnleyndar. Utvarpsráð hefur fengið nöfnin í hendurnar og mun gefa umsögn sína þann 14. maí nk. Það er síðan útvarpssljóri sem ræður í starfið. 12 umsækjenda eru þau Ágúst Guðmundsson, Áslaug Ragnars, Helgi Pétursson, Ingvar Á. Þórisson, Jens P. Þórisson, Óli Örn Andreass- en, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmund- ur Örn Amgrímsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Sveinn M. Sveinsson, Þór Elís Pálsson og Þórhildur Þor- leifsdóttir. ----♦ ♦ ♦--- Landbúnaðar- ráðherra ráði ekki gjaldinu FÉLAG íslenskra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna skora á fjármálaráðherra og ríkis- stjórn að samþykkja ekki að land- búnaðarráðherra fái sjálfdæmi um verðjöfnunargjald á iðnaðar- vörur. Með réttu á þetta að vera á valdsviði fjármálaráðuneytis í samráði við iðnaðarráðuneyti. í bréfi sem fyrrgreind samtök hafa sent fjármálaráðherra um þetta mál segir m.a.: „Af einhveijum ástæðum virðist nú gleymt að nýlega var gengið frá samkomulagi milli fjármála-, landbúnaðar- og iðnaðar- ráðherra auk tollstjóra um fyrir- komulag verðjöfnunargjalda." ! OPIÐ HÚS IÐNTÆKNISTOFNUN Sunnudaginn 9. maí kl. 13 -17 í tilefni af 15 ára afmæli Iðntæknistofnunar opnum við dyrnar og sýnum starfsemi okkar. - Nýsköpun á Iðntæknistofnun - RÓBÓTI - íþínaþjónustu RAFEINDASMÁSJÁ sem stækkar hár svo verði að... VERÐLAUN fyrir snjallar hugmyndir BRAGÐPRÓFANIR gerið svo vel! HÖNNUN ápersónulegum munum TILRAUNIR framkvæmdar af vísindamönnum BAKTERÍUR ræktaðaraf fingrunum HÁTÆKNIKERAMÍK nýjasta nýtt í framleiðslu á hnífum L. Hlemmur - Iðntæknistofnun á hálftímafiesti Leið 15 TÆKNI OG VISINDI FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA VERIÐ VELKOMIN! r,v,,r, Iðntæknistof nun 11 Keldnaholti, Reykjavík Grillum pylsur ef gott erveður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.