Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 8
8t MORGUNBLA'ÐIÐ ÍAÍ «9aSS5F3KÍ' 1T\ \ í dag er sunnudagurinn 9. maí, 129. dagur vJ ársins. 4 sd. eftir páska. Mæðradagur. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 8.26 og síðdegisflóð kl. 20.50. Fjara kl. 2.23 og kl. 14.32. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.33 og sólarlag kl. 22.18. Myrkur kl. 23.43 ogtungliðí suðri kl. 4.11. (Almanak Háskóla íslands.) Heyrið, bræður mínir elskaðir! Hefur Guð ekki útvalið þá, sem fátækir eru í augum lieimsins, til þess að þeir verði auðugir í trú og erfingjar þess ríkis.er hann hefur heitið þeim, sem elska hann? (Jakob 2, 5.-6.) ÁRNAÐ HEILLA GULLBRÚÐKAUP eiga í dag, 9. maí, hjónin Kristrún Guðmundsdóttir og Agnar Bjarnason, Kambsvegi 37, Reykjavík. Þau taka á móti gestum á heimili sínu, Kambs- vegi 37, milli kl. 15-18 á gullbrúðkaupsdaginn. Þessi skemmtilegi snjóhellir er staðsettur 70-100 metra frá Laugarhóli fyrir neðan skíðaskála íþróttafélags kvenna. Hellirinn myndaðist út frá siyóhengju og vegna heitrar lækjarsprænu sem rennur þarna um. Lofthæð hellisins er mismunandi á bilinu 5-6 metrar. FRÉTTIR/MANNAMÓT FÉLAGIÐ Svæðameðferð heldur aðalfund sinn í Aspar- felli 12 á morgun, mánudag, kl. 20. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa mun skólinn verða kynntur og Ólöf Ingi- björg Einarsdóttir mun fjalla um grasalækningar. Félagar beðnir um að mæta vel og taka með sér gesti. Kaffiveit- ingar. SKAFTFELLINGA-félagið í Reykjavík heldur árlegt kaffíboð aldraðra ' í dag sunnudag kl. 14 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. HÚ SMÆÐRAORLOF Kópavogs. Orlofíð verður á Hvanneyri, Borgarfírði, fyrstu viku júlímánaðar. Þátt- taka tilkynnist í s. 43774, Sigurbjörg, _ s. 42546, Inga, og 40388, Ólöf. ^ SVD HRAUNPRÝÐI heldur árlega kaffí- og merkjasölu sína á morgun, mánudag. Kaffisalarr f Hjallahráuni 9 frá kl. 15.-22 og í íþróttahús- LÁRÉTT: 1 ráða við, 5 klöpp, 8 ógöngur, 9 hreyft, 11 reið- an, 14 húð, 15 pípuna, 16 erfðafé, 17 gyðja, 19 nægi- legt, 21 óvild, 22 Dönunum, 25 sefa, 26 illra anda, 27 spil. inu frá kl. 15-18. Þeir sem vilja gefa kökur eru beðnir um að koma þeim í húsin fyrir hádegi. MENNTASKÓLINN á ísafirði. Gamlir nemendur og kennarar munu hittast nk. laugardag, 15. maí, kl. 21 á veitingastaðnum Rauða ljón- inu við Eiðistorg. Uppl. veita Magnús, s. 93-51307 ög Guð- mundur, s. 681832. FÉLAG eldri borgara. Morgunganga um miðborgina kl. 8. Gengið frá Borgarhúsi (gamla Geysishúsinu) í farar- stjórn Péturs Péturssonar þular. Morgunkaffí kl. 9.30 á Café París og Hótel Borg Sérstakir gestir sem kunna frá ýmsu að segja verða alla dagana á Hótel Borg og Café París. Helgistund í Dómkirkj- unni kl. 14. Eftirmiðdagskaffi á Hótel Borg og Café París kl. 15, lifandi tónlist. Skemmtidagskrá í Ráðhúsið frá kl. 16, söngfélag félags eldri borgara í Reykjavík, LÓÐRÉTT: 1 málmur, 3 hest- ur, 4 hindrar, 5 mannveran, 6 tíndi, 7 svelgur, 9 smjaðr- ar, 10 galgopa, 12 tímafrekt, 13 örlagagyðjuna, 18 fyrr, 20 grastotti, 21 kvað, 23 tangi, 24 frumefni. Egill Ólafsson tónlistarmaður og Vilhjálmur Sigurðsson ein- söngvari. KVENFÉLAG Breiðholts stendur fyrir gönguferð þriðjudaginn 11. maí nk. kl. 20. Gengið verður frá Breið- holtskirkju. Boðið upp á heitt súkkulaði í safnaðarheimilinu eftir gönguna. KVENFÉLAG Bústaða- sóknar heldur fund á morgun mánudag kl. 20. „Fjallkon- umar“ í Breiðhiolti koma í heimsókn, fjölbreytt dagskrá. MIÐSTÖÐ, fólks í atvinnu- leit. Nk. þriðjudag ræðir Sól- rún Halldórsdóttir hagfræð- ingur um ijármál heimilanna. Skrifstofan opin í Lækjargötu 14 frá kl. 14-17 mánudagtil föstudags. / •''' AFLAGRANDI 40, félags- Dagbók Há- skóla íslands Vikuna 9. til 15. maí verða eftirtaldir fundir, fyrir- lestrar og aðrar sam- komur haldn- ar á vegum Háskóla íslands. Fundirnir eru öllum opnir. Nánari upplýsingar um sam- komumar má fá í síma 694306. Mánudagur 10. maí Kl. 8.30. Tæknigarður. Námskeið hefst á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskólans í jarðefnafræði mengunar. Umsjón: Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, sérfræðingur við háskólann í Bristol, Englandi. Kl. 9. Tæknigarður. Nám- skeið hefst á vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: Plastumbúðir og pökkun matvæla. Umsjón: Guð- mundur Stefánsson, dr. í matvælafræði og Kristberg Kristbergsson, dósent í mat- vælafræði. Miðvikudagxir 12. maí Kl. 9. Tæknigarður. Nám- skeið hefst á vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: Windows-forritaskil — OBDC. Umsjón: Hjörleifur Kristinsson og John Toohey. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU LÁRÉTT: 1 nálæg, 5 salli, 8 konan, 9 eflir, 11 takki, 4 tía, 15 dýrka, 16 nálin, 17 rós, 19 efir, 21 barð, 22 nálægar, 25 tóg, 26 ála, 27 aur. LÓÐRÉTT: 2 álf, 3 æki, gortar, 5 satans, 6 ána, 7 lek, 9 eldheit, 10 lærling, 12 kaldara, 13 iðnað- ur, 18 ódæl, 20 rá, 21 BA, 23 Iá, 24 GA. miðstöð 67 ára og eldri. Öll spilamennska fellur niður á morgun, mánudag, vegna vorsýningar. KIRKJUSTARF BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur í æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. LAUGARNESKIRKJA: Hjónakvöld á vegum foreldra- morgna mánudagskvöld kl. 20.30. SELTJARNARNES- KIRKJA: Fundur í æskulýðs- félaginu í kvöld kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Opið hús fyrir eldri borgara mánu- daga og miðvikudaga kl. 13-15.30. Foreldramorgnar þriðjudaga og fímmtudaga kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Fimmtudagur 13. maí Kl. 9. Tæknigarður. Nám- skeið hefst á vegum Endur- menntunarstofnunar. Efni: Windows-forritaskil — MAPI. Umsjón: Hjörleifur Kristinsson og John Toohey. Kl. 17.15. Stofa 101 Odda. Fyrirlestur á vegum heim- spekideildar. Efni: „English spelling — logic or chaos?“ Fyrirlesari: Alan Crozier, phd., þýðandi í Lundi í Svíj- óð. Föstudagur 14. maí Lokadagur fyrir skrán- ingu og greiðslu þátttöku- gjalda fyrir tvö byrjenda- námskeið í ítölsku á vegum Endurmenntunarstofnunar og heimspekideildar Háskól- ans, sem hefjast 24. maí. Leiðbeinandi: Lucia Pan- taleo, sendikennari frá Studio di Italiano í Róm. Takmarkaður nemenda- fjöldi. Skráning fer fram í Tæknigarði, Dunhaga 5. KI. 8. Stofa 101 Odda. Fyrirlestrar um lokaverkefni nemenda í lyfjafræði lyfsala. Fyrirlesarar: Bessi Húnfjörð Jóhannesson, Guðríður Kolka Zophoníasdóttir, Sig- tryggur Hilmarsson, Bryndís Birgisdóttir, Sigurður Óíi Ólafsson, Ása Brynjólfsdótt- ir, Guðrún Sæmundsdóttir, Guðlaug Ingvarsdóttir, Magnús Ragnar Jóhannes- son, Herdís B. Amardóttir, Lárus S. Guðmundsson og Þóra Björg Magnúsdóttir. Æskulýðsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30. Upplestur hjá félagsstarfi aldraðra í Fella- og Hólabrekkusóknum í .Gerðubergi mánudag kl. 14.30. Lesnir Davíðs sálmar og Orðskviðir Salómons kon- ungs. SELJAKIRKJA: Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20-22. SKIPIIM RE YK J A VÍ KURHÖFN: í dag eru væntanleg til hafnar danska skipið Andreas Boye, danska eftirlitsskipið Vædd- eren og Snorri Sturluson. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: Það verða bara rólegheit í höfninni um helgina. MIN NIIMG ARSPJÖLD MINNINGARKORT Lands- samtaka hjartasjúklinga fást á þessum stöðum: Reykjavík: Skrifstofa LHS., Hafnarhúsinu sími 25744 (gíró), Bókaverslun ísafoldar, Laugavegs Apótek, Margrét Sigurðardóttir, Bæjarskrifst. Seltjnesi. Kópavogur: Bóka- verslunin Veda. Hafnarfjörð- ur: Bókabúð Böðvars. Selfoss: Höfn-Þríhyrningur. Flúðir: Sigurgeir Sigmundsson. Akranes: Elín Frímannsdótt- ir, Háholti 32. Borgarnes: Arngerður Sigtryggsdóttir, Höfðaholti 6. Gmndarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannar- stíg 5. Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3. Suðureyri: Gestur Kristins- son, Hlíðarvegi 4. ísafjörður: Jóhann Kárason, Engjavegi 8, Esso-verslunin, Jónína Högnadóttir. Árneshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnboga- stöðum. Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12. Sauðárkrókur: Margrét Sig- urðardóttir, Birkihlíð 2. 01- afsfjörður: Hafdís Kristjáns- dóttir, Ólafsvegi 30. Dalvík: Valgerður Guðmundsdóttir, Hjarðarslóð 4E. Akureyri: Bókabúð Jónasar, Bókaversl. Edda, Bókval, Blómabúðin Akur. Húsavík: Skúli Jóns- son, Reykjaheiðarv. 2., Bóka- versl. Þórarins Stefánssonar. Egilsstaðir: Steinþór Erlends- son, Laufási 5. Eskifjörður: Aðalheiður Ingimundardóttir, Bleiksárhlíð 57. Vestmanna- eyjar: Axel Ó. Lárusson, skó- versl. Sandgerði: Póstaf- greiðslan, Suðurgötu 2. Keflavík: Bókabúð Keflavik- ur, Sólvallag. 2. Vogar: Póst- húsið, Ása Árnadóttir. Garð- ur: Kristjana Vilhjálmsdóttir, pósthúsinu. ORÐABÓKIN Að gefa sig -láta undati (síga) Hið danskættaða orða- samband að gefa sig í merkingunni að láta und- an, gefast upp eða jafnvel að láta & sjá er vissulega algengt í máli okkar. Engu að síður fer ýmis- legt annað betur í tungu okkar, t.a.m. þau dæmi, sem nefnd hafa verið hér að ofan. Er sjálfsagt að hafa þetta í huga, þegar menn vilja vanda mál sitt. Stundum getur vissulega verið nokkur merkingar- munur eða blæmunur á notkun þessara orða. Skulu nefnd fáein dæmi þess. Ef talað er um deilu milli manna, er stundum sagt sem svo: „Hann er nú farinn að gefa sig. Er þá átt við það, að hann sé að láta undan (síga) í málinu, jafnvel kominn að því að gefast upp. Um gamlan mann, sem er orð- inn slitinn af erfiði, er oft sagt sem svo: „Hann er farinn að gefa sig.“ Er þá átt við það, að hann sé ekki orðinn til eins mikilla átaka og áður var. — Hér getur þá jafnvel átt við merkingin að kvcinka sér (sin), sem einnig er nefnd í orðabók- um. Fyrir löngu rakst á ég á eftirfarandi dæmi í Morgunblaðinu, þar sem þetta stóð: „Líkt og í keðju, er það veikasti hlekkurinn sem gefur sig.“ Hér hefði aíveg að ósekju mátt segja og hefði að mínum dómi farið bet- ur í íslensku máli: er það veikasti hlekkurinn, sem lætur undan eða e.t.v. öllu heldur bregzt. _ j^j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.