Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.05.1993, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1993 fimm árin, eða úr 95 þúsund í 125 þúsund. Kreppan hunsuð Ahugi kvenna á barneignum hefur aukist mitt í öllum þrenging- unum og vekur það furðu margra. Ekki er hægt að leita skýringa hjá stórum árgöngum, því þær kon- ur sem fæða núna eru flestar fædd- ar á árunum 1960 til 1970, en það var einmitt á þeim áratugi sem fæðingum fækkaði. Útivinnandi konur fá fæðingar- orlof í sex mánuði og við það bæt- ist fæðingastyrkur að upphæð kr. 150.504, sem allar konur fá hvort sem þær hafa verið úti- eða heima- vinnandi. Menn hafa látið sér detta í hug að þessi upphæð geti skipt máli á þrengingartímum, að hún geti bjargað tímabundnum fjár- hagserfiðleikum, en þær konur sem talað var við aftaka með öllu að svo sé. Framfærslukostnaður barns í allt að tuttugu ár sé meiri en svo að slík „smáupphæð" geti skipt máli, þótt svo hún mæti að hluta til kostnaði við fæðingu barns. Þess má þó geta, að lög um fæð- ingastyrk tóku gildi í marsmánuði 1987 og fjölgaði fæðingum veru- lega næsta ár á eftir, eða um 463. Stefán Ólafsson forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans, segir að yfirleitt dragi úr barnsfæð- ingum á kreppuárum eins og dæm- in sýna og því sé erfitt að skýra þessa fjölgun á barnsfæðingum núna þegar samdráttur er í þjóðfé- laginu. „Það er eins og fólk hafi ekki tekið mark á þeim afleiðingum sem niðurskurður þorskkvótans á síðasta ári og niðurskurður í vel- ferðarkerfinu getur haft á efnahag fjölskyldna. „Nú hefur það gerst að konur hafa misst störf, ekki aðeins á síð- asta ári heldur hægt og sígandi frá árinu 1987. Vel má vera að það hafi haft áhrif á barneignir, konur nota ef til vill tækifærið til að eign- ast börn úr því þær eru á annað borð heima, og má vera að fólki finnist þær gefa lífinu einhvern til- gang.“ Ólíkar aðstæður Bamsfæðingum hefur fjölgað hlutfallslega á öllum Norðurlöndum síðustu árin, einkum í Svíþjóð eins og áður var getið. Sigrún Júlíus- dóttir lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Islands, segir að tæplega sé hægt að bera saman fjölgun fæðinga hér á landi og til dæmis í Svíþjóð, því aðstæður í sænska þjóðfélaginu og því íslenska séu gjörólíkar. „Útgjöld til heilbrigðis- og fé- lagsmála á Norðurlöndum eru lang- hæst í Svíþjóð og langlægst á Is- landi. Einnig em opinber útgjöld til bama- og fjölskyldumála lang- minnst hér á Islandi. Fyrir um það bil tuttugu ámm vom Svíar ugg- andi um sinn hag því þeim fór mjög fækkandi. Vom þá settar í gang fjölskylduhvetjandi aðgerðir og markviss fjölskyldustefna mótuð. Dagheimilisplássum var fjölgað, barnafjölskyldur fengu húsnæðis- stuðning og skattalögunum hefur nýlega verið breytt þeim í hag. Ég held að þessar aðgerðir séu fyrst og fremst að skila sér núna. A þessu hafa nú orðið breytingar með hægri stjórninni. Hún hefur beitt samdráttaraðgerðum sem hafa komið illa niður á barnafólki. Efnahagslegar forsendur eru því ólíkar í Svíþjóð og á íslandi og hugmyndafræðin allt önnur.“ Sjálfala eins og sauðfé Sigrún segir að viðhorf íslend- inga til barna sé nokkuð sérstakt. „Við höfum alla tíð verið mjög áhugasöm um börn, bæði að góðu og vondu, því börn hafa ekki alltaf búið við góðar aðstæður hjá okkur. Ég hef verið að fjalla um viðhorf fjölskyldu og samfélags til barna í rannsóknarverkefni sem ég er að vinna að, og það er greinilegt að~ börn hafa verið sýnileg allt frá þeim tímum sem íslendingasögur voru ritaðar. Við eigum heimildir um börn, lýsingar á leikjum þeirra og hegðun, en á móti kemur að við förum ekki með þau eins og börn, heldur eins og fullorðið fólk. Við notum þau sem vinnuafl, gerum kröfur til þeirra og látum þau ganga sjálfala eins og sauðfé. í lífsviðhorfakönnuninni sem Fé- lagsvísindastofnun og Hagstofa ís- lands gerðu fyrir þremur árum síð- an kemur fram, að eitt af þeim fimm atriðum sem íslendingar leggja mesta áherslu á er vinnusemi. Það var númer fjögur eða fimm á listan- um hjá okkur, en númer ellefu að mig minnir hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. Það segir okkur mikið um viðhorf íslendinga til barna. Við erum með hæstu fæðinga- töluna, og lægstu ungbarnadauða- töluna, þannig að við virðumst hlúa tilölulega vel að ungbörnum og verðandi mæðrum, en svo tekur við allt annar veruleiki. Fólk virðist ekki hugsa jafnmikið um það, hvernig börnunum reiðir af síðar meir. Islensk stjórnvöld virðast vilja stuðla markvisst að því að börn fæðist og haldi lífi að minnsta kosti fyrsta árið, en síðan er minni gaum- ur gefínn að velferð þeirra og lítið hugað að stuðningi við barnafjöl- skyldur eða viðurkenningu á þeim starfsstéttum sem vilja vernda börn, rækta þau og mennta.“ Viðhorfsbreyting karla Sú fjölgun sem hefur orðið á barnsfæðingum kemur inn á enn stærri spurningu, að mati Sigrúnar, sem sé viðhorfi og stöðu kvenna. Telur hún að íslenska konan hafí haft sérstöðu miðað við konur á hinum Norðurlöndunum að því leyti, að hún virðist vera trygg ákveðnum gömlum gildum sem nútímakonur í öðrum löndum hafa í meira mæli losað sig undan. „Kvennabaráttunni er engan veginn lokið, en í allri þróun- eiga sér stað sveiflur. Um Norðurlöndin virðist nú fara þannig sveifla í fæð- ingamálum. A það má benda að konur á ís- landi sækja ívið meira í menntun en konur á Norðurlöndum og ég held að það sé aðeins spuming um tíma hvenær þær fara að notfæra sér hana í ríkari mæli.“ Þegar leitað er orsaka fyrir þeirri fæðingasprengju sem nú er fram- undan hefur karlmaðurinn lítt verið nefndur til sögunnar, en vel má vera breytt viðhorf hans til fjöl- skyldulífs hafí verið konum hvatn- ing til frekari bameigna. I meðferðarstarfí með hjónum og fjölskyldu hefur Sigrún tekið eftir því að viss viðhorfsbreyting hafi orðið hjá karlmönnum gagn- Fæðinga- og dánartíðni á íslandi 1881-1972 ) 1-------1------i------i-------1------1------1-------1------1------r 1880 1890 1900 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1970 I orbornin rínsæl ÁSTRÍÐUR Jónsdóttir viðskiptafræðingnr sem á von á sínu þriðja barni núna í maí, segist ekki vilja hafa of langt á milli barnanna. „Þau eldri eru fimm og þriggja ára og því fannst mér hæfilegt að koma með það þriðja núna.“ * Astríður segir að krepputal og sam- dráttur hafí engin áhrif haft þegar hún . skipulagði stærð fjölskyldu sinnar. „Mér fínnst það orðið nokkuð algengt núna að konur, einkum í kringum þrítugt, séu að eignast sitt þriðja og fjórða bam. Hins vegar hef ég ætíð reynt að eignast vorbörn og gæti ímyndað mér að hið sama gilti um fleiri kon- ur. Ef til vill er það ein skýringin á þessum fjölda fæð- inga núna í maí.“ Ástríður lauk námi í viðskipta- fræði í Bandaríkj- unum og starfaði í þrjú ár við fag sitt áður en hún eignast börn sín. „í Banda- ríkjunum er al- gengt að fólk hugsi langt fram í tímann áður en það eignast börn, og er þá með menntun þeirra og framtíð í huga. Ég hef nú ekki verið svo skipulögð hvað þetta snertir, en ætlaði þó aldrei að eignast fleiri börn en svo að ég gæti veitt þeim það sem mig langar til.“ Astríði finnst það hafa aukist að konur vilji vera heima hjá börn- Morgunblaðið/Kristinn ÁSTRÍÐUR JÓNSDÓTTIR VIDSKIPTAFRÆÐINGUR um sínum. „Þær hafa kannski gert sér grein fyrir því að þessi ár sem þær eru heima hjá börnunum koma ekki aftur. Ég held nú samt ekki að kvennabaráttunni sé lokið þrátt fyrir þennan áhuga kvenna á barn- eignum núna, margt af því sem við vildum fá er komið fram.“ Tískusreifla „ÉG Á tvö stálpuð börn fyrir, svo það er kærkomið að eitt lítið núna,“ segir Amdís S. Guðmundsdóttir kenn- ari, en hún á von á sínu þriðja barni í maí. Eg veit ekki hver skýr- ingin á þess- ári miklu fjölgun fæðinga er, en ég held þó að konur almennt láti allt tal um kreppu og sam- drátt engin áhrif á sig hafa í því sam- bandi.“ Arndís telur að umræða undanfar- inna mánuða um lyklabörn hafi haft einhver áhrif á þá ákvörðun kvenna að eignast fleiri börn til þess jafnvel að geta verið heima. „Eflaust hugsar fólk sig tvisvar um, einkum það sem er með ung börn og er mikið að heiman. Börn þurfa mikið aðhald. Ég hef aldr- ei lent í því að þurfa að hafa bömin mín ein heima því ég hef púslað vinnutíma mínum þannig, að ég er komin heim þegar þau koma úr skólanum. Það hafa til dæmis aldrei verið nein vandræði með son minn sem nú er á unglingsaldri og ég held að það megi þakka því, að hann hefur fengið það aðhald sem böm þurfa." Fæðingum hjá konum á aldrin- um 30 til 40 ára hefur fjölgað og segir Amdís að sér þyki það ekk- ert óeðlilegt, þvi á þeim aldri sé Morgunblaðið/Kristinn ARNDÍS S. GUÐMUNDS- DÓTTIR KENNARI fólk oftast búið að koma sér fyrir og hafi því kannski meiri tíma af- lögu. „Mér fínnst nú kvennabarátt- an eitthvað hafa dvínað og ef til vill er þessi áhugi á bameignum afturhvarf til fortíðar. En fortíðin virðist vera í tísku um þessar mund- ir svo vel má vera að þetta sé ein- hver tískusveifla." vart börnum og fjölskyldu. „Þeir eru farnir að axla meiri ábyrgð í fjölskyldunni og ganga inn i þetta mjúka hlutverk svokallaða. Nýlegar rannsóknir á Norðurlöndunum sýna ótvíræða'r breytingar í þessa átt. Rannsókn sem sænska Folksam lét gera fyrir 30 árum var endurtekin fyrir tveimur ámm og sýnir hún ótrúlegan mun sem orðið hefur á viðhorfum karla þegar þeir velja sér störf. Fyrir 30 árum völdu þeir störf sem gáfu há laun, mikla ábyrgð og möguleika á stöðuhækkun, þó svo að störfunum fylgdi mikil ferðalög og fjarvera frá börnum og fjöl- skyldu. í þessari sömu rannsókn þijátíu ámm síðar segjast karlmenn fremur velja fjölskylduna, vilja heldur hafa lægri laun, en gangast við sínum hluta af ábyrgð og njóta samvista við börnin til jafns á við eiginkonu. Við þetta bætist að konan er komin út á vinnumarkaðinn þannig að hann kemst síður að heiman. Þessi breyting er marktæk og við sjáum aðeins merki hennar hér, þótt ekki sé í sama mæli. Fjölskyldan virðist sækja á og má vera að það séu viðbrögð fólks gagnvart þeim umræðum sem hafa átt sér stað að undanförnu um lyklabörn og þeim neikvæðu stað- reyndum sem blasað hafa við okkur í þeim efnum.“ Stutt í bjartsýnina. Margt virðist benda til þess að fjölskyldan sé í jákvæðri sókn, þótt kreppa, samdráttur og atvinnuleysi ríki. Þrátt fyrir allt bölsýnistal er‘ stutt í bjartsýnina, því líklega má telja það bjartsýni að stækka fjöl- skylduna þegar þrengir að í þjóð- félaginu. Fólk í nágrannalöndum hikar ekki við að skipuleggja fjöl- skyldustærð sína með tilliti til af- komu, en einhverra hluta vegna er afkoman aukaatriði hjá íslending- um þegar stærð fjölskyldu á í hlut. Sá hugsunarháttur hefur lengi ver- ið ríkjandi hjá þjóðinni að greiða hlutina eftir á og ef til vill á það sama við í þéssu tilfellí. Nýr fjöl- skylduþegn þýðir þó ekki aðeins aukin útgjöld, heldur tuttugu ára uppeldi, aðhald og tíma. Tengsl innan stórijölskyldunnar hafa minnkað hér á landi undanfar- in ár, líklega vegna tímaskorts úti- vinnandi kvenna, og hafa menn líka spurt sig í sambandi við auknar barneignir, hvort fólk sé að reyna að styrkja eigin kjarnaijölskyldu í staðinn. Afturhvarf til fortíðar Að margra áliti er nú ákveðin tíska ríkjandi í hinum vestræna heimi, sem einkum lýsir sér í aftur- hvarfí til fortíðar. Bandaríski sagn- fræðingurinn Stephanie Coontz, sem rannsakað hefur sögu og hagi fjölskyldunnar, segir að sjötti ára- tugurinn hafí tvímælalaust verið gullöld fjölskyldunnar. Hið sérstaka ástand sem ríkti eftir stríðsárin þegar uppbygging þjóðlífs var í fullum gangi og stór hluti almenn- ings bjó við nokkuð góð kjör, hafí orðið til þess að fjölskyldulíf blómstraði. Hjónaböndum og barns- fæðingum fjölgaði gífurlega, eink- um meðal ungs fólks, skilnaðir voru fátíðir og einhleypingar aldrei færri en þá. Reyndar hefur íslenska þjóðfé- lagið lítið breyst frá því á sjötta áratugnum ef skólatími, vinnutími og opnunartími verslana er hafður í huga, því ætíð er gert ráð fyrir að því að mamma, hin eina og sanna, sé heimavinnandi. Það ætti þvi að vera hægðarleik- ur einn að svara kalli tískunnar að þessu leyti, og ýmislegt bendir til þess að svo muni verða í sambandi við barnsfæðingar, ef litið er til þeirra óska kvenna núna að fæða í heimahúsum eins og áður tíðkað- ist. Veruleikinn í fjölskyldumálum hér á landi er þó allt annar en sá sem að ofan greinir, eins og vænt- anleg maíbörn munu líklega komast að innan fárra ára. Á móti kemur þó að þau eiga feður sem hugsan- lega hafa önnur viðhorf til barna og fjölskyldu en afar þein-a höfðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.