Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993
SJALFSTÆÐISFLOKKURINN
Sumartimi
Frá 15. maí til 1. september verður skrifstofa
Sjálfstæðisflokksins, Háaleitisbraut, Reykjavík,
opin frá kl. 08.00 til kl. 16.00 alla virka daga.
Benetton Markaðurinn SMpholti 50c
Mikið úrval af ítöískum fatnaði á alla
fjölskylduna. Sérstaklega gott verði á
kvenfatnaði í litlum stærðum.
MARKAÐURINN
SKIPHOLTISOc
:Q: benelt
eneiion
Opið frá kl. 10.30-18.00 mánud.-föstud.
ifr~ Hvítir, svartir og brúnir
leðurklossar
ifc~ Sveigjanlegur sóli
^ Stærð 35 - 47
¦ijfc Verð 3.700,- kr.
if^- Sendum í póstkröfu
•33" 1 47 11
SKOVERSLUN
Gísla Ferdinandssonar
LÆKJARGOTU 6A • 101 REYKJAVIK
Fjárfesting í íslenskri
ferðaþjónustu
Samgönguráðuneytið og Byggðastofnun boða til
ráðstefnu um fjárfestingar í íslenskri ferðaþjón-
ustu á Hótel KEA, Akureyri, mánudaginn
24. maí nk. kl. 09.00-17.00.
Fjallað verður m.a. um ofíjárfestingu, bætta
nýtingu fjárfestingar, bætta áætlanagerð, mark-
aðssetningu og hlut hennar í stofnkostnaði, á
hvaða sviðum vantar fjárfestingu, framtíðarhorf-
ur ferðaþjónustunnar á íslandi, nýjar leiðir við
fjármögnun o.fl.
Ráðstefnugjald verður kr. 2.000 og innifelur
hádegisverð, kaffí og með því og ráðstefnugögn.
Dagskrá verður auglýst síðar.
Samgönguráðuneytið - Byggðastofnun.
plwgitttMaMfr
Metsölublaó á hverjum degi!
hafí, því sjonvarpsáhorfendur þurftu
ekki að kaupa ný loftnet til að njóta
útsendinganna. Nokkrum árum síðar
var tekin af Ríkisútvarpinu ein VHF-
tíðni og veitt SÝN hf., þannig að
VHF-bandið er löngu fullnýtt á höf-
uðborgarsvæðinu. Næsta band þar
fyrir ofan, UHF-bandið, hefur verið
notað til „holufyllinga" þar sem
VHF-merki stóru stöðvanna sjást
illa. Sjónvarpsstöðin Omega hefur
einnig verið með tilraunaútsendingar
á UHF-tíðni.
Örbylgjur, eins og notaðar verða
við endurvarp ÍU, hafa verið notaðar
um árabil til að flytja símtöl á milli
símstöðva, bæði í langlínukerfinu og
á höfuðborgarsvæðinu. I Bandaríkj-
unum hefur örbylgjusviðið mikið ver-
ið notuð fyrir kennslusjónvarp en í
Evrópu hafa einungis írar og Gíbralt-
arbúar notað það til hefðbundinna
sjónvarpssendinga. Þessi tíðni krefst
þess að viðtakendur kaupi sérstakt
móttökuloftnet og tíðnibreyti. Ómar
Guðmundsson hjá Elnet, sem hefur
annast tæknilegan undirbúning fyrir
ÍÚ, áætlar að móttökubúnaðurinn
kosti um 15 þúsund krónur. Eins
munu viðtakendur þurfa að eiga
myndlykil, því ætlunin er að sending-
amar verði læstar, líkt og útsending-
ar Stöðvar 2 eru nú,
Goldið fyrir hlunnindi
Hingað til hafa fjölmiðlar ekki
greitt fyrir not af útsendingartíðnum.
Það sjónarmið hefur heyrst að út-
sendingarrásir séu auðlind í al-
' mannaeigu og sjálfsagt að þeir sem
þær nýti gjaldi fyrir.
Guðmundur Ölafsson forstöðu-
maður Fjarskiptaeftirlitsins lítur svo
á að gjaldtaka fyrir útsendingarásir
sé þegarhafin. Hinn 1. apríl síðastlið-
inn kom í gjaldskrá Fjarskiptaeftir-
lits nýtt gjald sem nemur allt frá 106
þúsund krónum fyrir hverja rás á
höfuðborgarsvæðinu, rás úti á landi
kostar allt frá 20 þúsund krónur á
ári. Talið var eðlilegt að gefa þeim
sem þegar höfðu rásir til umráða
aðlögunartíma og verða þeir krafðir
um fjórðung gjaldsins á þessu ári
og kemur að fullu tíl framkvæmda
1995.
Erþörfámillilið?
Nu hefur Samgönguráðuneytið
veitt 439 leyfí fyrir starfrækslu jarð-
stöðva, eins og gervihnattadiskar
heita á ráðuneytismáli, og kunnugir
telja að mikið sé um móttökudiska
einkaaðila án þess að leyfis hafi ver-
ið aflað frá ráðuneytinu. Nokkuð
hefur dregið úr leyfisveitingum,
þannig voru gefin út 166 leyfi 1990,
75 leyfi 1991 og aðeins 11 ieyfi í
fyrra. Móttökuskilyrði eru misjöfn
eftir Iandshlutum, best á suð-austur
horni landsins. Eigendur flestra
diska hafa getað numið útsendingar
um 30 gervihnattastöðva með því
að stefna diskunum að þeim hnöttum
sem best hafa sést. Sú spurning
vaknar hyort nokkur þörf sé á milli-
göngu ÍÚ varðandi gervihnattadag-
skrár.
Páll Magnússon útvarpsstjóri ÍÚ
telur það tvímælaust mun betri kost
fyrir neytandann að gerast aðili að
endurvarpi félagsins en að kaupa sér
eigin móttökubúnað. „Búnaður til
einkanota kostar með öllu 150-200
þúsund krónur. Allar stöðvarnar,
sem við höfum samið um, nema e.t.v.
CNN, hyggjast Iæsa sinni dagskrá í
náinni framtíð. Það þýðir að viðtak-
andi yrði í viðbót við gervihnattadi-
skinn að kaupa myndlykil fyrir hverja
rás og greiða afnotagjald af þeim
rásum sem heimilt er að taka á móti
á íslandi." í stað þess að hver not-
andi kaupi myndlykil til að opna fyr-
ir hverja hinna erlendu stöðva mun
IU sjá um þann þátt málsins. Síðan
mun IÚ læsa sendingununum aftur
þannig að þær verði allar opnaðar
með myndlykli Stöðvar 2.
Páll segirað sendistyrkur sumra
stöðva sem ÍÚ hyggst dreifa sé svo
veikur að venjulegir einkadiskar
nemi hann ekki. ÍÚ mun notast við
stór loftnet sem gefa betri mynd en
litlu diskarnir og þola betur óveður.
Páll Magnússon segir hugmyndina
SVIPTIN6AR
Á SKJÁNUM
t-ULL.
vera að bjóða upp á 10 erlendar
stöðvar „í pakka", sá möguleiki er
fyrir hendi að í framtíðinni verði um
aukaáskrift að fleiri stöðvum að
ræða.
Misjöfn gjaldtaka
Það mun vera sjaldgæft að sjón-
varpsstöð, sem framleiðir eigin efni,
gegni jafnhliða hlutverki kapalfyrir-
tækis. Hvort þetta er staðfesting
þess að Stöð 2 sé fyrst og fremst
„myndbandaþjónusta" eins og hefur
heyrst úr herbúðum keppinautarins,
eða sönnun sérstöðu Islendinga á
öllum sviðum skal ósagt látið. Bogi
Ágústsson fréttastjóri Sjónvarps lá
ekki á þeirri skoðun sinni að eðli-
legra hefði verið að aðilar óháðir
sjónvarpsstöðvunum hefðu stofnað
sérstakt fyrirtæki um endurvarp er-
lendra stöðva. „Þetta býður upp á
skrýtna einokunaraðstöðu og mér
fmnst fáránlegt ef Stöð 2 kemst upp
með það að mismuna áhorfendum
erlenda efnisins í gjaldtöku eftir því
hvort þeir eru áskrifendur að Stöð 2
eða ekki." Páll Magnússon útvarps-
stjóri ÍÚ sér ekki neina ástæðu til
að greina á milli reksturs Stöðvar 2
og endurvarps útlendu stöðvanna.
„Meginforsenda endurvarpsins er
hagkvæmnin sem hlýst af áskriftar-
og innheimtukerfi Stöðvar 2. Það er
enginn sem getur boðið upp á þjón-
ustu sem þessa með jafn hagkvæm-
um hætti og við."
Páll getur ekki á þessu stigi máls-
ins sagt hver munurinn verður á
gjaldi fyrir erlendu stöðvarnar eftir
því hvort áhorfandinn hefur Stöð 2
eða ekki. „Það er ljóst að þeir sem
ekki eru með Stöð 2 þurfa að kaupa
sér myndlykil, þá verður aukinn inn-
heimtukostnaður við að setja upp
tvöfalt innheimtukerfi þannig að
áskriftin fyrir erlendu stöðvarnar ein
og sér verður eitthvað dýrari fyrir
þá sem ekki eru með Stöð 2."
Norræn fréttarás
Fyrir nokkrum árum voru á kreiki
hugmyndir um norrænt gervihnatta-
sjónvarp en runnu út í sandinn. Nú
hefur hugmyndin aftur tekið flugið.
4
. en nú þurfa
notendur aðeins
einn myndlykil til
að afrugla allar
rásirnar
Á Stöð 2 verða
sendingarnar af
ruglaðar, en til
þess þarf marga
myndlykla. Síðan
er fjölrása efnið
aftur sent út
ruglað...
imiii
uiiuiii
iimiiii
i
Sendingar teknar niður um
2) stóran móttökudisk, nú er talað
um 10 rásir, hver og ein læst
FYRIRHUGAÐ endurvarpskerfi íslenska útvarps-
félagsins byggir á móttöku og dreifingu sjónvarps-
efnis frá mörgum gervihnattasendum.
Morgunblaðið/Júlíus
FJÖLBREYTT ÚRVAL
ÍSLENSKUM sjónvárps-
áhorfendum bjóðast fleiri
kostir en nú innan tíðar. Á
ljósmyndinni fyrir ofan
sést viðtökubúnaður sjón-
varpssendinga. Neðri loft-
netin tvö á stönginni eru
örbylgjuloftnet.
Eiður Guðnason, umhverfisráð-
herrra, lagði til á fundi norrænu sam-
starfsráðherranna í desember sl. að
kannaður yrði möguleikinn á sam-
norrænni sjonvarpsrás. Vegna örra
tækniframfara er þessi möguleiki
ekki óraunhæfur í dag.
Eiður segir rásina hugsaða þannig
að hún flytji aðallega fréttir norrænu
ríkissjónvarpsstöðvanna og frétta-
tengt efni. Auðveldara er að eiga við
höfundaréttarmál fréttaefnis en leik-
ins efnis. Ekki er hugmyndin að þýða
dagskrárnar og er ætlunin að reyna
þetta fyrst um sinn í 3 ár. Eiður
bendir á ótvírætt þjónustuhlutverk
slíkra útsendinga, til dæmis séu rúm-
lega 10 þúsund Islendingar búsettir
á Norðurlöndunum og fengju þeir
notið íslensks fréttatíma á hverjum
degi ef af þessu yrði.
Engar ákvarðanir hafa verið tekn-
ar um tæknilega útfærslu útsending-
anna, né hvernig dreifingu þeirra
verður háttað. Grófar áætlanir gera
ráð fyrir að kostnaður við verði um
500 milljónir króna á ári og ef farið
verður eftir norrænni skiptareglu
koma í hlut íslendinga um 5 milh'ón-
ir. Embættismenn hafa unnið í mál-
inu og verður endanleg ákvörðun
væntanlega tekin á fundi forsætis-
ráðherrra Norðurlandanna í Lofoten
1. júlí nk. Ef sú ákvörðun verður
jákvæð er miðað við að útsendingarn-
ar hefjist 1. september 1994.