Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 í flugtaki frá Gunnarsholti á Rangárvöllum. Fimmtíu ár í lofti eftir Pétur P. Johnson LANDGRÆÐSLA ríkisins mun efna til veglegrar hátíðar á Reykja- víkurflugvelli í dag, 16. maí, í til- efni 50 ára afmælis Douglas C-47A áburðarflugvélarinnar „Páls Sveinssonar". Sjálft afmælið verð- ur ekki fyrr en í október í haust, en ákveðið hefur verið að fara að dæmi bresku konungsfjölskyldunn- ar og halda „opinbert afmæli" nú í upphafi landgræðsluflugsins í ár. Jafnframt eru nú tuttugu ár liðin frá því að þetta afkastamikla dreif- ingartæki var tekið í þjónustu Landgræðslunnar. Landgræðslan fagnar hálfrar aldar afmæli áburðarflugvél- arinnar Páls Sveinssonar Flugvélin „Páll Sveinsson", er af gerðinni Douglas C-47A, sem er herflutningaútgáfa Douglas DC-3 farþegaflugvélarinn- ar. Hún kom út úr verksmiðju Dou- glas Aircraft í Long Beach í Kalifor- níu þann 1. október árið 1943 og bar þá herskráningarnúmerið 43-30710. Snemm'a eftir afhendingu vélarinnar er 43-30710 tekin í þjón- ustu Norður-Atlantshafsdeildar flutningaþjónustu Bandaríkjahers („Air Transport Command — North Atlantic Division") og er fljótlega, að því er næst verður komist, komin til íslands, en hér tilheyrði vélin 1386. Base Command á Meeks-flug- velli, sem nú er Keflavíkurflugvöllur. Flugvélin 43-30710 var hér notuð við margvísleg flutningastörf á veg- um hersins, m.a. hafa fundist gögn sem sýna það að vélin var notuð til að fljúga með hermenn sem hér voru staðsettir í skemmtiferðir til Akureyrar og var þá lent á Melgerð- ismelum. Einnig var vélin notuð til að flytja háttsetta herforingja milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Flugfélag íslands keypti þessa flugvél af herliði Bandaríkjamanna á íslandi árið 1946. Er hún skrásett hér til bráðabirgða þann 26. júlí sama ár vegna reynsluferða og fékk þá einkennisstafina TF-ISH. í við- tali sem greinarhöfundur átti við Örn Ó. Johnson í janúar árið 1982 kom fram að hann hafði fyrstur ís- lendinga flogið vélinni þann 27. júlí, þá í lendingaræfíngum með flug- manni Bandaríkjahers, Lieutenant Hartraft. Örn tók við vélinni þann Páll Sveinsson rennir sér léttilega á völlinn í Múlakoti í FHótshlíð, en einmitt þar má sjá áþreifanlegan árangur af starfsemi flugvéla Landgræðslunnar. 1. ágúst opg er hún formlega skrá- sett hér tuttugu dögum síðar. Þegar TF-ISH var keypt var orðin veruleg þörf fyrir landflugvél af þessari stærð einkum á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrir voru í flugflota Flugfélagsins Cata- lina flugbáturinn TF-ISP, de Havil- land Rapide TF-ISAM og Noorduyn Norseman TF-ISV. í fyrstu var TF-ISH með herinn- réttingu, þ.e. með málmstólum með- fram hliðunum beggja megin, en haustið 1947 er ný 21 sætis farþega- innrétting sett í vélina í Bretlandi. í nóvember það sama ár gerði Flug- félag íslands opinbert val á félags- merki og jafnframt tilkynnti félagið að flugvélar þess yrðu skírðar hesta- nöfnum sem öll hefðu endinguna „faxi". Hlaut TF-ISH nafnið „Gljá- faxi". Sem fyrsti „þristur" Flugfélagsins vann „Gljáfaxi" brautryðjendastarf á flugleiðum félagsins innanlands og var vélin t .d. notuð við að kanna lendingastaði víðsvegar um landið. Lenti „Gljáfaxi" m.a. á Langasandi við Akranes þann 10. maí 1948 og þann 5. september sama ár á ný- merktum flugvelli við Dúfunesfell, skammt frá Hveravöllum. Einnig var „Gljáfaxi" oft í förum til útlanda á þessum árum, en það voru fyrst og fremst leiguflugferðir eða vöruflug. Þann 1. nóvember árið 1948 henti það óhapp að „Gljáfaxi" rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli í hálku og stórskemmdist. Akveðið var að viðgerð skyldi fara fram hér- lendis og er það fyrsta stórviðgerð sem framkvæmd er á Islandi á svo stórri flugvél, en henni stjórnaði Brandur Tómasson flugvirki. Árið 1965 fékk Flugfélag íslands sína fyrstu Fokker F. 27 Friendship flugvél, en þessi flugvélategund var valin arftaki Douglas DC-3 á innan- landsleiðum félagsins. Eftir því sem F. 27 vélunum fjölgaði dró smám saman úr notkun „þristanna" í inn- anlandsflugi, en eftir 1967 eru aðeins tveir þeirra eftir, „Gljáfaxi" og „Gunn- faxi". „Gljáfaxi" var mikið notaður í Grænlandsflugi á þessum árum og þá með skíðabúnaði. Árið 1972 ákvað stjórn Flugfélags Islands, að frumkvæði Arnar Ó. Johnson, að gefa Landgræðslu ríkisins „Gljá- faxa" til landgræðslustarfa. Hin rausnarlega gjöf Flugfélagsins kom í kjölfar samþykktar félagsfundar Félags íslenskra atvinnuflugmanna frá því haustið 1971, um að bjóða fram flugstörf í þágu landgræðslu landsins án endurgjalds. Flutnings- menn tillögunnar voru flugstjórarnir Dagfínnur Stefánsson og Skúli Br. Steinþórsson. Breytingar voru gerðar á vélinni á verkstæði Flugfélagsins og í hann settur búnaður til áburðardreifíngar að nýsjálenskri fyrirmynd. Þessu verki stjórnaði Gunnar Valgeirsson flugvirki, en hann hafði farið sér- staklega til Nýja-Sjálands að kynna sér hvernig breytingunum væri hátt- að. Þann 12. maí árið 1973 var vél- in skráð á nafn Landgræðslu ríkisins og hlaut einkennisstafina TF-NPK, en stafirnir eru efnafræðileg tákn þeirra áburðartegunda sem mest eru notaðar; N=köfnunarefni, P=fosfor og K=kali. Vélin var skírð „Páll Sveinsson" í höfuðið á fyrrverandi landgræðslustjóra; en hann var mik- 111 áhugamaður um notkun flugvéla við landgræðslustörf. Með tilkomu þessarar flugvélar margfaldaðist af- kastageta Landgræðslunnar því „Páll Sveinsson" getur borið 4 tonn af áburði og fræi í hverri ferð. Á þeim 20 árum sem „Páll Sveins- son" hefur verið í notkun Landgræsl- unnar.hefur vélinni verið flogið í alls um 4.175 flugtíma og 29.765 tonnum af fræum og áburði verið dreift úr henni. Alls dreifðu flugvél- ar Landgræðslunnar um 41.260 tonnum á þessu tímabili og var heild- arflugtími þeirra um 7.322 klukku- stundir. Augljóst er af þessum tölum hve stór þáttur „Páls_ Sveinssonar" hefur verið í baráttu íslendinga við uppblástur landsins og tala þær sínu máli um afköst vélarinnar. Frá upphafi hefur TF-NPK verið að mestu leyti flogið af atvinnuflug- mönnum sem lagt hafa fram vinnu sína án endurgjalds og eiga þeir mikl- ar þakkir skildar fyrir ómetanlegt framlag sitt. Vegna dýrrar viðgerðar sem stendur fyrir dyrum er óvíst um framtíð „Páls Sveinssonar", en von- andi tekst að leysa þann vanda þann- ig að vélin geti haldið áfram að þjóna þjóðinni um ókomin ár. t i Axel Thor- arensen á Gjögri látinn AXEL Thorarensen á Gjögri varð bráðkvaddur að morgni föstudags, 86 ára að aldri. Hann hafði fótavist til síðasta dags og fór tvívegis á sjó daginn áður en hann lést. Axel var fæddur á Gjögri, 24. október 1906, sonur ábúendanna þar Jóhönnu Sigrúnar Guðmunds- dóttir og Jakobs Jens Thorarensen. Hann bjó alla tíð á Gjögri og sótti þaðan sjó, auk þess að vera um áratugaskeið vitavörður á Gjögri og veðurathugunarmaður frá árinu 1971. í fyrrasumar lést eiginkona Ax- els, Agnes Guðríður Gísladóttir. Þau eignuðust níu börn og lifa sjö þeirra föður sinn. Tveir synir þeirra Olafur og Jakob Thorarensen búa á Gjögri. Rætt um aðgerðir gegn ónæmum pneumókokkum Bólusetning helsta vonin A FUNDI sem Samtök um sýklavarnir á sjúkrahúsum stóð fyrir á Hótel Holiday Inn á föstudag, kom m.a. fram að verið er að prófa bóluefni hérlendis við pneumókokkum, sem geta^ valdið lungna- og eyrnabólgum. Einnig kom þar fram að íslendingar nota mest allra Norðurlandaþjóðanna sýklalyf, eða um helmingi meira en Norðmenn, sem er sú Norðurlandaþjóðanna sem minnst notar. Axel Thorarensen Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hafa starfsmenn innan heilbrigðiskerfisins vaxandi áhyggjur af ónæmum pneumó- kokkum. Þeirra hefur, orðið vart í börnum hér á landi á síðustu árum, en ofnotkun sýklalyfja er m.a. tal- in eiga sök á uppgangi þeirra. Virkt hjá fullorðnum Mörg dæmi eru um að með- höndla þurfi börn sem þjást. af kvillum af þeirra völdum, einkum eyrnabólgum, með stungulyfjum. Karl G. Kristinsson, læknir og for- maður Samtaka um sýklavarnir á sjúkrahúsum, sagði að til væri bóluefni gegn pneumókokkum, en það væri aðeins virkt hjá fullorðn- um. Mikil vinna væri í gangi um þessar mundir við að finna bólu- efni fyrir 3 ára og yngri. Komnir til að vera „Bólusetning er ein helsta vonin í baráttunni gegn ónæmum pne- umókokkum, því þótt sýklalyfja- notkun minnki, upprætum við ekki þessa stofna sem eru líklega komnir til þess að vera. Með því að draga úr sýklalyfjanotkuninni hægjum við vonandi á þessari þró- un," sagði Karl. Kísiliðjan Meiri sala en verri afkoma FRAMLEIÐSLA KísUiðj- unnar á Mývatni dróst sam- an um 15% á síðasta ári en 20% samdráttur varð á út- flutningi fyrirtækis. Aðal- fundur fyrirtækisins var haldinn í gær. Hagnaður af rekstri sem nam 5,7 millj. kr. en árið 1991 töpuðust 8 millj. kr. Eftir 4 mán. rekstur á árinu þykir stefna í lítilsháttar söluaukn- ingu en verri afkomu en á síð- asta ári. Á þessu tímabili nem- ur tap 7,8 millj. Minni fram- leiðslu er um að kenna, að því er fram kemur í frétt frá fyrir- tækinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.