Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 28
-f 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 Fundur landbúnaðarráðherra með eyfirskum bændum í Laugarborg Bændur skora á ráð- herra að hvika hvergi Jón Baldvin hefur kosið að gera sig skrípi í pólitík, sagði Pálmi Jónsson ALVARLEGUR ágreiningur sem verið hefur um landbún- aðarmál innan stjórnarliðsins var ræddur á fundi sem Hall- dór Blöndal landbúnaðarráð- herra efndi til með eyfirskum bændum í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit á föstudags- kvöld. Fundarmenn sem til máls tóku lýstu stuðningi við ráðherrann og báðu hann hvergi hvika í málflutningi sínum. Fram kom á fundinum nokkur gagnrýni á sjónarmið Neytendasamtakanna í mál- inu og eins gagnrýndi Pálmi Jónsson alþingismaður Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra harkalega, sagði hann hafa haft ham- skipti og slikir menn hefðu til forna kallast skrípi. Landbúnaðarráðherra sagði ís- lendinga standa á tímamótum í margvíslegum skilningi, útávið vegna þess að nútímatækni og við- skiptakröfur hafi fært þjóðirnar saman og eytt landamærum og innávið m.a. vegna þess að tilraun- ir til að koma á stóriðju hafi runn- ið út í sandinn og við sætum eftir með sárt ennið ög miklar skuldir. Ástandið í þjóðfélaginu væri ekki vænlegt, sjávarafli hefði verið svip- ull og þorsk þorrið á togaraslóð sem aftur ylli því að harðara væri sótt í aðra stofna en menn hefðu kosið. Þjóðarframleiðsla hefði minnkað, útflutningstekjur dregist saman um 20% á fáum árum og ýmsir óttuðust að atvinnuleysi væri að verða viðvarandi og einstök byggðalög orðið fyrir þungum áföllum þannig að búsetu væri stefnt í hættu. Aðlögun mikilvæg „Þetta eru kringumstæðurnar nú þegar íslenskir bændur búa sig undir að mæta erlendri samkeppni á sínum heimamarkaði," sagði Halldór. Rifjaði hann upp þær deil- ur ec orðið hefðu í kjölfar umræðna um inngöngu íslendinga í EFTA. Gylfí Þ. Gíslason sem þá var við- skiptaráðherra hefði Iagt á það ríka áherslu að íslensk iðnfyrirtæki yrðu að fá sinn aðlögunartíma. Eftir á hafi ýmsir fulltrúar iðnaðarins bor- ið fram þá afsökun að þeir hafi nýtt tímann illa, enda hafi stjórn- völd ekki staðið við fyrirheit sín um að skapa iðnaðinum sambæri- legt rekstrarumhverfí og í sam- keppnislöndunum. „Á þeim tíma dró enginn í efa réttmæti þeirra orða Gylfa Þ. Gíslasonar, að at- uinnugrein sem skyndilega stæði frammi fyrir erlendri samkeppni þyrfti á aðlögun að halda," sagði Halldór. Þá vék hann að samningunum um hið evrópska efnahagssvæði sem væru á lokastigi og í kjölfarið fylgdu fríverslunarsamningar við fjölmörg ríki, en meiri óvissa ríkti um GATT-samningana, sem snér- ust ekki síst um að setja Ieikreglur um alþjóðaviðskipti með Iandbún- aðarvörur. Nokkur kratablóm „Þessi fundur hafði verið bund- inn fastmælum fyrir löngu, en það að ég skyldi kjósa að halda hann á sauðburði á skýringar í þeim al- varlega ágreiningi sem upp er kom- inn í málefnum landbúnaðarins. Utanríkisráðherra vill halda því fram að þetta sé smámál og snúist um nokkur kratablóm. Eg vildi Morgunblaðið/Rúnar Wr Kríuhret BÆNDUR í Eyjafirði létu vonskuveður ekki aftra sér frá því að sækja fund með landbúnaðarráðherra. að ég vilji bændastéttinni vel, með því hæðiyrði að ég sé hagsmuna- gæslumaður hennar, sem mér finnst raunar fallegt orð og hrós í þessu samhengi. Því hvar stæðu atvinnustéttirnar í þessu landi, þær stéttir sem sjá um framleiðsluna og búa til peningana, ef þær gætu ekki treyst því að fagráðherrar þeirra vilji láta þær fylgjast með og vilji gæta hagsmuna þeirra í erfiðum milliríkjasamningum? Þeg- ar að því borði er komið er utanrík- isráðuneytið þjónusturáðuneyti fyr- ir atvinnuráðuneytin. Spurningin snýst vitaskuld ekki um það hvort ég vilji draga til mín vald í landbún- aðarráðuneytið, hún snýst þaðan af síður um það hvort ég sé að draga til mín vald frá öðrum ráðu- neytum, en það er ég ekki að gera. Spurningin er einungis sú hvort eigi að halda það pólitíska sam- komulag sem ríkisstjórnin stóð óskipt að, að íslenskir bændir geti treyst því, eins og norskir bændur, skoskir bændur og aðrir bændur á evrópska efnahagssvæðinu geta treyst, að milliríkjasamningarnir nái í báðar áttir, með réttindum sínum og skyldum, hagræði og óhagræði. Fyrir því liggur ótvírætt samþykki í ríkisstjórninni og því hefur verið lýst yfir oftsinnis á Alþingi, að við íslendingar ætlum að nýta heimildir til verðjöfnunar- gjalda til fulls, enda fela GATT- samningarnir í sér meiri verðlækk- anir, meiri hagræðingarkröfur til bændastéttarinnar, en nokkur önn- ur stétt þarf að standa frammi fyr- ir. Það er líka rangt að einstakir ráðherra, ég eða fjármálaráðherra eða jafnvel utanríkisráðherra, get- um valsað með verðjöfnunargjöld- in, hækkað þau eða lækkað að eig- in geðþótta. Verðjöfnunargjöldin verða lögð á eftir umsömdum regl- um sem öll ríkin eru bundin við, svigrúmið er einungis hvort verð- jöfnunargjöldin eru lögð á eða ekki og um það hefur ekki verið ágrein- Frummælendur HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra og Pálmi Jónsson ráða ráðum síunum. gjarna mega trúa því að þetta sé saklaust kríuhret, krían er farfugl eins og við vitum," sagði landbún- aðaíráðherra og gerði síðan að umtalsefni ýmis ummæli formanns Neytendasamtakanna í fjölmiðlum þar sem hann hefði reynt að gera lítið úr þeim nýju kringumstæðum er landbúnaðurinn stæði frammi fyrir. Vitnaði hann m.a. til orða hans þar sem fram kom að eðli- legra væri að fjármálaráðherra fremur en landbúnaðarráðherra færi með valdið, að því er varðar verðjöfnunargjöld á innfluttar bú- vðrur. Ummælin gæfu til kynna að formaður Neytendasamtakanna virtist ekki vita að ágreiningurinn nú snérist um það hvernig en ekki hvort landbiniaðurinn yrði aðlagað- ur opinni erlendri samkeppni. „Hann virðist gleyma því að neyt- andinn hugsar öðru vísi og hagar sér öðru vísi eftir að atvinnuöryggi hans hefur verið stefnt í hættu, ég tala ekki um eftir að hann eða hans nánustu hafa misst atvinn- una. Neytendendasamtökin geta ekki leyft sér að haga sér eins á þessum tíma og þau gerðu meðan sérhver vinnandi hönd hér á landi var á uppboði," sagði Halldór. Rifjaði hann upp stöðu landbún- aðarins fyrir tveimur árum þegar framleiðsíugetan var of mikil fyrir innanlandsmarkað, en engar alvöru tilraunir höfðu verið gerðir til að fá viðhlítandi verð fyrir búvörur erlendis þannig að pólitískar for- sendur voru ekki lengur fyrir því að halda útflutningi áfram á sömu nótum og verið hafði. Til að draga úr framleiðslu hafði verið reynt að skilgreina framleiðslurétt búanna, en það hefði verið handahófskennt í framkvæmd og kallaði á margvís- lega mismunun og tortryggni. Þar sem óheimilt var að flytja fram- leiðslurétt milli bænda og búa kom það í veg fyrir eðlilega endurnýjun og hagræðingu í greininni. Með búvörusamningnum hafi loks verið hoggið á Gordíonshnútinn, en nauðsynleg hagræðing hefði verið hægari en ella vegna atvinnu- ástandsins í landinu. Á því væri þó engin vafí að sú þróun væri hafinn að búin stækki og fram- leiðslan leitaði í þann farveg sem hagkvæmastur væri. j Fundur á sauðburði EYFIRSKIR bændur lýstu yfir stuðning við málfiutning landbúnaðar- ráðherra á fundi í Laugarborg á föstudagskvöld. ingur í ríkisstjórninni. Þá er eðlilegt að spyrja hvar ákvörðunarvaldið skuli liggja, í höndum landbúnaðar- ráðherra eða einhvers annars. Því er til að svara að ég hef alltaf tal- ið eðlilegt að framkvæmdin og út- reikningar séu í höndum fjármála- ráðuneytis, en á hin bógin liggur hin faglega þekking í landbúnaðar- ráðuneytinu. Bændur verða að geta treyst því og raunar neytendur líka að það séu fagleg sjónarmið ein- göngu sem ráði því hvort verðjöfn- unargjöld séu lögð á eða ekki. Al- menn fjáröflunarsjónarmið ríkis- sjóðs mega ekki koma inn í þá mynd," sagði Halldór. Þá nefndi landbúnaðarráherra þær kröfur sem uppi væru um hag- ræðingu í þjóðfélaginu og því færi fjarri að landbúnaðurinn stæði utan við þá umræðu. Þótt sú ósveigan- lega framleiðslustjórn sem ríkt hefði á undanförnum árum hefði hækkað framleiðslukostnað og hamlað framþróun yrði hinu ekki neitað að margir bændur brugðust við og leituðu hvers konar leiða til sparnaðar í rekstri sínum. Glöggt dæmi um það væri hversu mikið hefði dregið úr kjarnfóðurnotkun í sauðfjár- og nautgriparækt. Engingrið Nefndi Halldór að kostnaður við þá þætti fjárlaga sem skilgreindir eru undir búvörusamningi hefði lækkað um 3 milljarða króna á síð- ustu tveimur árum og útgjöld land- í ræðustól PÁLMI Jónsson alþingismaður gagnrýndi utanrikisráðherra í framsöguræðu sinni á fundinum. „Það er mikilvægt í þessu sam- bandi að gera sér grein fyrir því að þótt mikið eigið fé sé í landbún- aðinum og bændur standi vel að því leyti sem stétt, að viðskiptamál þeirra eru í æ meiri óvissu vegna ástandsins á matvörumarkaðnum í heild. í þeim umræðum sem orðið hafa um landbúnaðarmálin á síð- ustu dögum hefur það viljað gleym- ast að breytingarnar núna snúast um aukið frjálsræði í innflutningi búvara. í því sambandi hefur verið talað um að ég vilji draga til mín vald. Það hefur verið spaugað með -fl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.