Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 T + seei \au iiiMv'. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 a srt 25 pfergmtjM&Mli Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sátt um sjávarút- vegsstefnu forsenda framfara IMorgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að þorskafli í apríl- mánuði hefði verið hinn minnsti í 25 ár eða frá því í apríl 1967. Skiljanlegt er, að óhug setji að fólki við slík tíðindi. Bresti þorsk- stofninn er ekki lengur grundvöll- ur fyrir lífi þjóðarinnar í þessu landi. Til þess að sjá þessar frétt- ir í réttu samhengi er fróðlegt að rifja upp, að vetrarvertíðin árið 1967 var ein erfíðasta í manna minnum og töldu fróðir menn að leita yrði aftur til ársins 1914 til samanburðar. Á þessu fiskveiðiári er gert ráð fyrir að þorskaflinn verði um 230 þúsund tonn eða 25 þúsund tonn- um meiri en ákveðið var haustið 1992 í ríkisstjórn að loknum hörð- um deilum. En árið 1967, sem nefnt hefur verið til samanburðar vegna þorskveiðinnar í aprílmán- uði var þorskaflinn 333 þúsund tonn eða 100 þúsund tonnum meiri en hann verður á yfirstand- andi fiskveiðiári. Við mundum tæpast tala um kreppu um þessar mundir, ef við gætum veitt svo mikið magn af þorski. Tveimur árum seinna var þorskaflinn kom- inn í 460 þúsund tonn. Ef við gætum búizt við slíku aflamagni nú yrði talið góðæri á íslandi. Fjárfestingin í þeim tækjum, sem nú eru notuð til þess að sækja 230 þúsund tonn af þorski á fiski- miðin er margföld miðað við þá fjárfestingu, sem notuð var til þess að sækja 330 þúsund tonn 1967 eða 460 þúsund tonn 1969. Þessi gífurlega fjárfesting til þess að sækja helmingi minni afla en 1969 er að hluta til skýring á þeirri kreppu, sem steðjar að sjáv- arútveginum. Sátt um leiðir til þess að draga úr þessari miklu fjárfestingu og koma sjávarútveg- inum á annan rekstrargrundvöll er forsenda þess, að framfarir verði í landinu á næstu árum. Og hér er komið að kjarna málsins. Deilurnar um málefni sjávarútvegsins hafa ekki bara staðið um kvótakerfið. Þær hafa staðið um sjávarútvegsstefnuna í heild. I stórum dráttum má segja að talsmenn sjávarútvegsins ljái máls á því að minnka fiskiskipa- flotann og fækka fiskvinnslu- stöðvum. Þeir hafa hins vegar ekki verið til viðræðu um róttækar aðgerðir í þeim efnum og telja, að kvótakerfið skili þessari hag- ræðingu smátt og smátt. Þegar afli minnkar eða verð lækkar og harðnar á dalnum í rekstri fyrir- tækja í sjávarútvegi krefjast þeir gengisfellingar. Aðrir gera kröfu til þess, að fiskiskipum og fisk- vinnslustöðvum verði fækkað með róttækari aðgerðum og neita að fallast á röksemdir sjávarútvegs- ins fyrir gengisfellingu. Þetta er sú sjálfhelda, sem málefni sjávar- útvegsins og þar með þjóðarbúsins hafa verið í um nokkurra ára skeið og það gengur ekkert að ná sam- komulagi um þessi grundvallarat- riði. I nóvembermánuði sl. virtist sem samkomulag hefði tekizt inn- an ríkisstjórnarinnar um að fara síðari leiðina en eftir atburði und- anfarinna vikna er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram, að slíkt samkomulag sé til staðar. Takist núverandi ríkis- stjórn ekki að ná samkomulagi við sjávarútveginn eða knýja fram róttækar breytingar í uppbygg- ingu atvinnugreinarinnar með öðrum hætti, skiptir litlu hversu dugmikil hún reynist á öðrum sviðum. Það eru engar forsendur fyrir því að þjóðin nái sér upp úr kreppunni án þessa uppskurðar í sjávarútvegi. Aukinn afli eða verðhækkun á erlendum mörkuð- um mundi breiða yfir þessi vanda- mál um skeið en þau yrðu eftir sem áður til staðar. Það er hið sögulega hlutverk þessarar ríkisstjórnar að knýja fram umskipti í sjávarútvegi. Hún hefur burði til þess af ýmsum ástæðum m.a. þeim, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, er bersýnilega ekki tilbúinn til að láta hagsmunasamtök í sjávarút- 1 vegi knýja sig til undanhalds, eins og glöggt mátti sjá á viðbrögðum ráðherrans í þinginu fyrir nokkr- um dögum, þegar hann vísaði á bug kröfum um gengislækkun. Tvíhöfðanefndin svokallaða hefur skilað merkilegu starfi að því leyti að hún hefur safnað sam- an svo miklum upplýsingum um sjávarútveginn að traustur grund- völlur hefur verið lagður fyrir stefnumörkun og ákvarðanatöku. Það má ekki gerast, að þessi málefni verði lögð til hliðar yfir sumarmánuðina. Þvert á móti verður ríkisstjórnin að leggja mikla vinnu í það í sumar að reyna að ná samkomulagi við hags- munasamtök í sjávarútvegi en ella að knýja fram í haust skýra og afdráttarlausa stefnu, sem lagt getur grundvöll að nýju framfara- skeiði á íslandi á næstu árum og þó sérstaklega í byrjun nýrrar ald- ar. Gonzaga 1 .GONZAGA í samnefndri sögu eft- ir Saul Bellow telur að ljóð geti lifað af viðfangsefni sitt. Ein- sog kvæði hans um stúlkuna sem syngur á járnbrautarstöðinni. En skáldið hefur ekkert leyfi til að gera ráð fyrir þessu. Ljóðið hefur engin forréttindi framyfir stúlkuna. Sögumaður bætir svo við að þannig hafi skáldið Gonzaga verið. Margir kalli sig huglækna, presta, leiðtoga, spámenn eða votta, en Gonzaga var mannleg vera og talar einungis sem slíkur. Hann vill sjá, snerta, þarf ekki að gera neitt; einungis að vera. Sum skáld njóta sín betur í lífí sínu en verkum. Maður les bitur ljóð en uppgötvar svo að skáldið er ham- ingjusamt og skapgott. Sum skáld hafa slappari karakter en ráða mætti af verkum þeirra. Þau eru að sumu leyti ekki óheppnari en hin því þau geta leiðrétt villu sína og bætt sig. Bezt eru þau skáld sem eru eins í lífi sínu og verkum, tala einsog þau skrifa; skrifa einsog þau lifa. Það er takmark sannrar menn- ingar að vera það sem virðist. Þann- ig var Gonzaga. Enda- var hann ekki til. ^j.LJÓÐ ER MIKILVÆGT vegna þess það er algjör nauðsyn. Áður en það var ort ríkti þögn, segir í Gonzaga. Að því ortu meiri HELGI spjall þögn. Það hefst þar- sem því lýkur. Það merkir nokkurn veg- inn það sama og full- yrðing Valérys þess efnis að engu kvæði sé lokið, heldur skilj-. um við einungis við það. Ö «EN ÞAÐ HEFUR VERIÐ ORT svo mikið af ljóðum. Gonzaga gift- ist greifafrú og ljóð hans voru graf- in með henni, þessi miklu listaverk. Þau verða í sögunni einsog helgur dómur, einsog Gral sem enginn kemst í tæri við. Gral, hið helga takmark miðaldamannsins, þótt Steinn Steinar noti það sem tákn hins illa í kvæði sínu um Kreml. Gral er hið óþekkta, eftirsóknaverða takmark. Goðsögnin sjálf. Tak- markið sem enginn nær. Ilmurinn af orðum guðs. En Delnito hefur engar áhyggjur af því hvar kvæðin eru niður komin. Það hafa svo mörg kvæði verið ort, segir hann, og nefnir Shakespeare, Dante og Calderon. Ástarkvæði Gonzagas til einhverrar heldur lítilsigldrar greif- afrúar skipta ekkí máli til né frá. En Clarence sem leitar kvæðanna er á annarri skoðun. Þau skipta öllu máli því Gonzaga er mesta skáld heimsins. Ástæðan var auð- vitað sú að hann var ekki til, ekki frekar en kvæðin sem hann orti og lögð voru á þessi hvítu brjóst greif- afrúarinnar sem nú eru hætt að bifast í fúnandi líkkistu sem aldrei var grafín í jörð. Þannig er draumurinn um skáld- ið mikla. Skáldið eina og ljóðin hans. Saul Bellow bendir þó á, að lif- andi kona er betri en dautt skáld. Þessi orð eru einsog tekin úr Háva- málum. 4 .í GONZAGA ERU RIFJAÐAR upp minningar söguhetjunnar Mos- bys og sagt hann hafi haft litinn tíma aflögu fyrir tónlist. Þingmenn, ráðherrar, starfsmenn Pentagons og stjórnmálaforingjar höfðu ekki heldur neinn áhuga á slíku. Þeir gátu ekki verið það sem þeir voru og lesið Eliot. En þeir gerðu ráð fyrir að aðrir gætu notið skáldskap- ar og grætt eitthvað á honum. Og Mosby átti flest sameiginlegt með pólitíkusum. Og þeim skaut oftar upp í huga hans en Eliot. Þannig umgangast margir list og listamenn, ekkisízt pólitíkusar sem þurfa einlægt að baða sig í annarra geislum. Sjálfír eru þeir sjaldnast frumlegir; ósýnilegir í myrkrinu. Þeir eru einlægt einsog Margaret Atwood lýsir einni per- sóna sinna í sögu sem fjallar um þreytu dvínandi ástar: Hann var einsog maður sem klórar sér. Hún var höndin. Stjórnmálamenn hafa margar hendur. Þeir nota margar klórur; Þeir eru einnig alltaf að klóra öðc- um, jafnvel þeim sem klæjar ekki. Eða gætu klórað sér sjálfir. Þetta klór er kallað fyrirgreiðslupólitík og er helzta einkenni íslenzkra stjórnmála, því miður. jj (meira næsta sunnudag) M ORGUNBLAÐIÐ hefur stundum fengið ádrepu fyrir að hafa ekki brugð- izt harðar við nú þegar kommúnism- inn er hruninn og afhjúpað alla þá sem tekið hafa þátt í darraðardansi hans og aðra þá nytsama sakleysingja sem létu nota sig áratugum saman og báru sína ábyrgð á helgöngu þessa mannúðarlausa heimskerfis. En þótt Morgunblaðið hafi á undanförnum áratugum verið í forystu- sveit þeirra sem barizt hafa gegn kommún- isma og reynt að sýna fram á mannhaturs- stefnu hans og verið síminnandi á mann- drápin og gúlagið hefur blaðið ekki talið sér skylt að kalla hvern þann til ábyrgðar sem látið hefur nota sig í þessum hildar- leik. Sumir vissu ekki hvað þeir gerðu, aðrir standa nú afhjúpaðir og óþarfi að benda á þá sérstaklega því að íslenzka þjóðin veit svo sannarlega hverjir hafa verið í forystusveit kommúnista hér á landi undanfarin sjötíu ár og þá eru þeir ekki siður nafntogaðir að endemum sem létu nota sig sem nytsama sakleysingja áratug- um saman. í stað þess að kalla saman einhvern sérstakan almenningsdómstól er ástæða til að fagna hruni heimskommúnismans og þakka fyrir þá sögulegu niðurstöðu sem nú blasir hvarvetna við. Við skulum vona að Austur-Evrópuþjóðunum gangi vel á þyrnum stráðri leið frá einræði til lýðræð- is og má ætla, vegna síðustu kosninga í Rússlandi að lýðræðið eigi einnig eftir að lifa af þær hörmungar sem eru afleiðingar kommúnismans; skort, hungur og vesöld. Rússneska þjóðin virðist ráðin í því að koma undir sig fótunum og slá skjaldborg um þá sem hafa hug á því að leiða hana frá alræði til lýðræðis. Nú virðist hin kristna mannúðarhyggja hafa leyst komm- únismann af hólmi í Rússlandi og Austur- Evrópulöndum. Því ber að fagna án þess að það sé eitthvert sérstakt og nauðsyn- legt hlutverk að kalla íslenzka sakleys- ingja fyrir dómstól og sparka í þá liggj- andi. Við þurfum á öðru fremur að halda eins og nú horfir. Við þurfum að stuðla að sættum í íslenzku þjóðfélagi og nauð- synlegt að ólík öfl taki höndum saman og vinni okkur úr þeirri kreppu sem við blasir í sarafélagi okkar. Það gerist ekki með því að virkja hatrið heldur með því að rækta mannkærleika og ýta undir þá mannúð sem hlýtur að vera undirstaðan í kristnu' lýðræðisþjóðfélagi okkar. Þeir sem nú eiga um sárt að binda vegna gamalla „hugsjóna" verða að horfast í augu við sjálfa sig og enginn vafí er á því að sagan mun gera upp við þá á sinn hátt án þess ástæða sé til að kalla þá fyr- ir einhvern nýjan alþýðudómstól íslenzkra fjölmiðla. Það er að vísu rétt svo að vitnað sé í nýja merkilega grein eftir Milan Kund- era, Leiðir í þoku, sem birtist í síðasta hefti tímaritsins Bjarts og frú Emilíu í ágætri þýðingu Friðriks Rafnssonar að það er mikill munur á afstöðu margra nyt- samra sakleysingja marxismans og hins sakbitna Jósefs K. í Réttarhöldum Kafka, en hann hagar sér eins og hann sé sekur án þess hann hafi gert neitt af sér en gömlu sakleysingjarnir íslenzku telja sig alsaklausa af allri ábyrgð og hegða sér samkvæmt því eins og þjóðhetjur. Sök bítur sakbitinn JÓSEF K. FINNST hann vera sekur: „Það er búið að gera hann að sak- borningi, það er, búið að gera hann sakbitinn." En Jósef K. er ekki sekur vegna þess hann braut neitt af sér, „heldur vegna þess að hann er borinn sökum"! „Hann er borinn sökum og skal því deyja" ef marka má greiningar merkra bókmenntafræðinga sem Kundera vitnar til. „í fyrri réttarhöldunum (þeim sem Kafka skrifar um í skáldsögunni sinni), ber dómstóllinn [Jósef] K. sökum, án þess að geta þess hvað hann hafi til saka unnið. Kafkafræðungunum fínnst „Flöt og línulaga að- lögun" - gufuháttur ekkert undarlegt að hægt sé að bera ein- hvern sökum án þess að tiltaka hvers vegna og eru ekkert að flýta sér að hug- leiða þá visku og njóta þeirrar fegurðar sém felst í þessari ótrúlegu uppfinningu. Þess í stað fara þeir að leika hlutverk saksóknara í nýjum réttarhöldum sem þeir halda sjálfir yfir K. og reyna nú að finna hið raunverulega afbrot sakbornings- ins. Brod: hann er ófær um að elska! Goldstiicker: hann lét viðgangast að líf hans væri gert vélrænt! Vialatte: hann sleit trúlofuninni! Eitt mega þeir þó eiga: Rétt- arhöld þeirra yfir K. eru jafn kafkaísk og hin fyrri. I fyrri réttarhöldunum er hann ekki sakaður um neitt, og í þeim síðari um hvað sem er, en það kemur í sama stað niður því að í báðum tilfellum er eitt deginum ljósara: K. er ekki sekur vegna þess að hann braut af sér heldur vegna þess að hann er borinn sökum. Hann er borinn sökum og skal því deyja."!! í GREIN MILANS Kunderas segir m.a. undir fyrir- sögninni Að gera sakbitinn: „Það er aðeins ein leið að skilja skáldsögur Kafka. Það er að lesa þær eins og skáldsögur. Drekka í sig það sem persónur hans gera, segja, hugsa og reyna að sjá þær fyrir sér, í stað þess að lesa mynd af höfundinum úr persónu K. og reyna að ráða í orð hans eins og um dularfull skilaboð á dulmáli væri að ræða. Ef maður les þannig Réttarhöldin eins og skáldsögu veltir maður strax frá upphafi fyrir sér hinum undariegu við- brögðum K. þegar hann er borinn sökum: hann Kefur ekki gert neitt af sér (eða veit ekki til þess), en hagar sér strax eins og hann sé sekur. Honum finnst hann vera sekur. Það er búið að gera hann að sakborningi. Það er búið að gera hann sakbitinn..." En hvernig er hægt að gera mann sak- bitinn? Lítum á Jósef K. Hann heyr til- gangslausa baráttu fyrir „tapaðri sjálfs- virðingu. Maður er borinn fáránlegum sök- um en er ekki ennþá farinn að efast um eigið sakleysi og þykir óþægilegt að finna að hann hagar sér eins og hann sé sekur. Honum finnst niðurlægjandi að haga sér eins og sakborningur þegar hann er það ekki, og reynir því að láta sem ekkert sé..." Síðan er tekizt á við kerfið og réttarhöld- in sjálf gerð félagsleg eins og Kundera segir. Þá er komið að fjórða stigi, sem er sjálfsgagnrýni. „Það endar með því að K. fer sjálfur að leita að afbrotinu til að verjast réttar- höldunum sem neita að gefa upp ákæruatr- iðin. Hvar gæti það leynst? Einhvers stað- ar á æviferli hans. Hann hefst því handa við að rifja hann upp og velta honum fyr- ir sér. Gífurleg vinna: „Hann varð að rifja allt líf sitt upp fyrir sér, allt til smávægileg- ustu orða og gerða, velta þeim síðan fyrir sér á alla mögulega kanta." Þetta eru langt í frá óraunverulegar kringumstæður: einmitt þannig myndi fá- vís kona bregðast við ef óheppnin færi að elta hana á röndum. Hún myndi spyrja sjálfa sig: hvað hef ég til saka unnið? Síð- an myndi hún skyggnast aftur í fortíð sína og fara ekki einungis yfir allar gerðir sín- ar, heldur líka orð og leyndar hugsanir í þeim tilgangi að átta sig á reiði Guðs... Fimmta stig: Fórnarlambið fer að sjá sjálft sig í böðlinum. Hið skelfilega háð Kafka nær hámarki sínu í lokakaflanum: tveir menn í lafafrökkum koma og sækja K. og fara með hann út á götu. Hann þrjóskast við fyrst í stað, en hugsar svo með sér: .....hið eina sem ég get gert nú er að varðveita allt til loka yfirvegaða og skilgreinandi dómgreind. (...) Á ég nú að sýna að meira að segja árslöng réttarhöld- in gátu ekki kennt mér neitt? Á ég að hverfa burt sem skilningssljór maður?" Þá sér hann í fjarska hvar tveir lögreglu- þjónar ganga fram og aftur. Annar þeirra gengur til hópsins sem honum þykir eitt- hvað grunsamlegur. Skyndilega tekur K. REYKJAVIKURBREF -t*3 Laugardagur 16. maí Frá Djúpuvík í Reykjafirði á Ströndum. upp á því að draga mennina tvo með sér í áttina frá lögregluþjónunum, sem þó gætu truflað, og ef til vill komið í veg fyrir að hann yrði tekinn af lífi. Loks ná þeir á áfangastaðinn. Mennirn- ir eru að búa sig undir að skera K. á háls og hugsun fer um huga hans (það er síð- asta sjálfsgagnrýni hans): .....það hefði verið skylda hans að grípa sjálfur hnífinn (...) og reka hann í sig." Og hann harmar eigið veiklyndi: „Hann gat ekki staðist þessa raun fullkomlega, ekki létt erfiðinu af yfirvöldunum, ábyrgðina á þessum loka- mistökum bar sá sem hafði neitað honum um það viðbótarafl sem þurft hefði til." Og Kundera segir ennfremur nokkru síðar: „Á hinn bóginn afhjúpa þeir sem ég sé skipta um skoðun á Lenín, Evrópu og svo framvegis, eigin gufuhátt. Slík hughvörf eru hvorki sköpunarverk þeirra, uppfinningar, kenjar, óvæntar ákvarðanir, hugleiðingar né grillur. Það er ekkert ljóð- rænt við það: þetta er ákaflega flöt og línulaga aðlögun að hinum síbreytilega anda mannkynssögunnar. Þess vegna tek- ur þetta fólk ekki einu sinni eftir honum, það er í rauninni alltaf eins: það hefur alltaf á réttu að standa og fínnst alltaf það sama og öllum í kringum það. Það tekur ekki breytingum til að komast betur að kjarna sjálfs sín, heldur til að aðlaga sig betur öðrum. Það tekur breytingum til að geta verið óbreytt áfram. Ég get orðað þetta á annan hátt: það skiptir um skoðun miðað við ósýnilegan dómstól sem er líka að skipta um skoðun. Hugarfarsbreyting þess er því einungis tilraun til að giska á það sem dómstóllinn mun á morgun lýsa yfír að sé sannleikur..." Móðirjörð NÝLEGA VAR hér í blaðinu samtal við Gelio sendiherra Brasilíu á íslandi og kom þar fram að sendiherrann telur að þjóðir heims hafi ekki verið sjálfum sér samkvæmar í gagnrýni sinni á eyðingu regnskóganna við Amazon-fljótið. Sendi- herrann sagði: „Fyrir tveimur árum sam- þykktu sjö helstu iðnríki heims ályktun þar sem sagði að eyðing regnskóganna væri alþjóðlegt vandamál. Við tökum fylli- lega undir þetta sjónarmið núna og eyðum, þrátt fyrir efnahagsvanda okkar, miklu fé í að sporna við eyðingunni. Við notum flug- vélar og gervihnetti til eftirlits, höfum reyndar náð svo langt að við höldum a.m.k. í horfinu. En svæðið sem um ræðir er á stærð við alla Evrópu vestan Rúss- lands og mjög strjálbýlt. Verkefnið er svo stórt að við ráðum einfaldlega ekki við það einir en nú bregður svo við að þegar við biðjum um aðstoð vill umheimurinn ekki opna pyngjuna. Þetta sárnar okkur mjög og við vonum að breytingar verði á." Brasilíumenn eru ekki auðug þjóð og eiga við margvíslegan vanda að stríða eins og önnur Suður-Ameríku ríki. Landið er feiknarlega stórt eins og sjá má af því að regnskógarnir næðu frá Chicago vestur til Kyrrahafsstrandar, eða yfir allt svæði Vestur-Evrópu eins og sendiherrann bend- ir á. En þetta er fyrst og síðast brasilískt regnsvæði og Brasilíumönnum sjálfum ber skylda til að varðveita náttúruauðlindir skógarins og sjá um að þetta mikilvæga landsvæði verði ekki mengun og fyrir- hyggjulausum gróðamönnum að bráð. Ætlazt er til þess að við íslendingar varðveitum það hafsvæði sem er innan efnahagslögsögu okkar og við teljum að okkur beri skylda til að gera það enda þótt við höfum gerzt sekir um ofveiðar og nú brennur sá eldur heitast á okkur sjálfum. Þannig er einnig ætlazt til þess að Brasilíumenn varðveiti Amazon-svæðið, en fullyrða má að það sé eitthvert mikil- vægasta landsvæði á jörðinni vegna þess hlutverks sem regnskógarnir gegna í því að varðveita jafnvægi náttúrunnar á jörð- inni svo að hún geti lifað áfram án roskun- ar sem yrði að sjálfsögðu lífshættuleg fyr- ir menn og skepnur. Segja má með nokkrum sanni að Amazon-svæðið sé einskonar lungu jarðar- innar. Ef það verður eyðilagt hættir jörðin að geta andað með eðlilegum hætti og kæmi það þá niður á umhverfinu í heild og þá ekki sízt á Brasilíumönnum sjálfum sem hafa fengið þetta dýrmæta landsvæði í arf; ekki til að eyða því heldur varðveita það öllu lífi á jörðinni til styrktar og blómg- unar. Ef regnskógarnir eru eyðilagðir og þeir t.a.m. notaðir sem eldsneyti yrðu gróð- urhúsaáhrifin slík að loftslag mundi breyt- ast um alla jörð, höfin mundu ganga á land og borgir fara undir vatn en eyðimerk- ur myndast annars staðar þar sem nú eru gróðursvæði og blómleg kornræktarhéruð. Afleiðingarnar yrðu að sjálfsögðu ófyrir- sjáanlegar og allt líf á jörðinni myndi rask- ast með þeim hætti að vel mætti ætla að við sæjum þá fyrir endann á þeirri sið- menningu sem eykur fjölbreytni og skapar jafnvægi í hinum ýmsum töndum heims. Nú þegar hefur tíunda hluta regnskóga- svæðisins verið eytt, skógar felldir og land brotið undir nýja ræktun. En á skal að ósi stemma. Hér verður að spyrna við fæti og nauðsynlegt að þjóðir heims komi Brasilíumönnum til hjálpar svo þeim takist að varðveita þetta mikilvæga landsvæði sem er ekki einungis mikilvægt fyrir allt loftslag á jörðinni og náttúrujafnvægi held- ur - og þá ekki sízt - vegna þess fjöl- breytta dýra- og plöntulífs sem þar hefur fengið að þróast í aldanna rás. Stór svæði Amazons eru enn ókönnuð og enginn veit raunar hvað þar getur leynzt. Önnur eru könnuð að nokkru leyti og nú vita vísinda- menn að regnskógurinn geymir ótrúlega fjölbreytt líf í ótrúlegum myndum. Þar eru milljónir tegunda fiðrilda, þúsundir teg- unda fugla sem hvergi eru annars staðar en á þessu svæði, tré og plöntur sem eiga engan sinn líka og gætu þær orðið meiri fjársjóður þegar fram líða stundir heldur en olía, málmar eða landbrot og er ástæð- an sú að ætla má að margar þessar plönt- ur búi yfír lækningarmætti og reyna vís- indamenn eftir föngum að leita nýrra leiða í þeim efnum. Lyfjaframleiðsla gefur eins og kunnugt er mikið í aðra hönd og þeir sem finna undralyf í náttúrunni standa betur að vígi en nokkurt námafélag, jafn- vel olíufurstarnir sem ráða yfir takmark- aðri auðlind eins og kunnugt er. Nú þarf að leggja höfuðáherzm á að vernda og varðveita þá níu tíundu hluta regnskógabeltisins sem eftir eru óeyddir, rannsaka þá og kanna svo að unnt sé að bregðast við eyðingaroflum með öllum til- tækum ráðum. Þá mun jörðinni allri betur farnast. Og þess má þá einnig geta að lokum að um fimmtungur alls fersks vatns sem fellur í heimshöfin kemur úr stórfljót- um regnskógabeltis Brasilíu sem samein- ast í einum farvegi í Amazonfljótinu, en það er eitt af hlutverkum regnskógarins að skila þessu vatni aftur eða geyma það að öðrum kosti svo að það skili sér síðar í þá mikilvægu hringrás sem fellur um æðakerfi móður jarðar, hreinsar. líkama hennar, stuðlar að eðlilegum andardrætti lungnanna og heldur við þeim hjartslætti eilífðarinnar sem er forsenda þess lífs sem við lifum. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þeir sem nú eiga um sárt að binda vegna gamalla „hugsjóna" verða að horfast í augu við sjálfa sig og enginn vafi er á þvi að sagan mun gera upp við þá á sinn hátt án þess ástæða sé til að kalla þá fyrir ein- hvern nýjan al- þýðudómstól ís- lenzkra fjöl- miðla." +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.