Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR '16. MAÍ 1993 ÓSÝNILEGA FJÖLSKYLDAN SAMVINNUADILI EÐA SYNDASELUR eftir Elínu Pálmodóttur „ÓSÝNILEGA fjöl- skyldan“ er heiti á bók, sem kom út í Svíþjóð á síðustu bókamessu í Stokkhólmi og hefur vakið athygli í Svíþjóð. Þar miðla sálfræðing- urinn og lögfræðingur- inn Karl Gustaf Piltz og félagsráðgjafinn Kristín Gústavsdóttir, sem voru á ýmsan hátt frumkvöðlar í fjöl- skyldumeðferð bæði hér og í Svíþjóð, af langri hagnýtri reynslu sinni á því sviði. Ósýni- lega fjölskyldan er ekki huldufólk heldur venju- leg fjölskylda í sænsku og íslensku samfélagi, sem vegna vanda ein- staklings innan hennar kemst í snertingu við stofnanir samfélagsins og vísar undirfyrir- sögnin „Samvinnuaðili eða syndaselur“ til galla á samskiptunum, sem þau telja að ráða þurfi bót á. Þau eru ekki sátt við hvernig þessi samskipti hafa þróast, þar sem fjöl- skyldan vill hverfa of mikið út úr myndinni, iðulega ýtt út ómeðvit- að. Þau vilja draga fram fjölskylduna og gera hana að sam- starfsaðila. Einmitt þegar á bjátar telja þau fjölskylduna afar mikil- væga. Þegar Kristín skrapp heim til íslands nýlega notuðum við því tækifærið til að ræða við hana um þetta. En þau hjónin telja það mikinn feng í sinni reynslu og fræðum að þau koma úr svo ólíkum samfélögum sem hið sænska og hið íslenska eru og kemur það víða fram í bókinni að þau nýta reynslu sína frá báðum og vitna í þau. Ósýnilega fjölskyldan. Bókarkápan eftir Krist- jönu Samper. Ekkert bendir til þess að fjölskylduböndin séu minni en áður. Mörg merki um að unga fólkið í Svíþjóð hallist að hjónabandi og fjölskyldulífi ogsamveru í brúðkaupsveislum og fölskylduboðum umfram kynslóðina á undan, sem nú er miðaldra. Félagsráðgjöf var lítt þekkt á íslandi þegar Kristín kom úr námi, en hún starfaði hér á ýmsum stofnunum fyrir börn og fullorðna, m.a. á barnageðdeildinni í Heilsuverndarstöðinni, var fyrsti ráðgjafinn í Kleppsspítala og víðar. Hún er menntuð í Svíþjóð og hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjun- um, þar sem þau hjónin kynntust. Karl Gustaf var menntaður lög- fræðingur og síðan sálfræðingur. I Bandaríkjunum komust þau bæði í kynni við fjölskyldumeðferð, sem þá var ný hreyfing, sem stefnir að því að hafa alla fjölskylduna með í hvers konar meðferð. Með sérfræð- inám á því sviði kom Kristín til ís- lands, þar sem hún hafði ætlað sér að starfa, og byijaði að nota þessa aðferð og kenna hana á Klepps- spítalanum. En svo fór að hún gifti sig og fluttist til Svíþjóðar, þar sem þau hjónin tóku í samstarfi að nota og kenna þetta méðferðarform. Þau hafa nú um 20 ára skeið rekið sjálf- stæða stofnun, Institutet för familj- eterapi. Sérgrein þeirra er sállækn- ingar (psykoterapi) og fjölskyldu- meðferð. Bókin byggir því á langri reynslu. „Við byijuðum á að kenna fjöl- skyldumeðferð og fórum sem ráð- gjafar inn á stofnanir. Smám saman fórum við að átta okkur á því að þótt fagíólk læri slíka meðferð, þá er ekki jafn auðvelt að koma henni í framkvæmd inni á stofnunum," útskýrir Kristín.„Það er eins og fjöl- skyldan vilji hverfa út úr myndinni þegar einstaklingur er tekinn í meðferð. Stofnanir samfélagsins eru þannig upp byggðar að starfs- fólki virðist ekki vera lagið að tala eðlilega við aðra í íjölskyldunni án þess að vera sérstaklega þjálfað til þess. Boðskapurinn í bókinni okkar er sá, að það eigi ávallt að gera ráð fyrir fjölskyldunni, hvaða vandi sem er á ferð, en ekki endilega að verið sé að taka hana í meðferð. Allt sem gert er við eða fyrir einstaklinginn hefur áhrif á fjölskylduna og allt sem fjölskyldan gerir hefur áhrif á einstaklinginn. Hann er svo háður fjölskyldu sinni og hún svo háð honum, hvort sem aðilar eru sér þess meðvitandi eða ekki. Þá erum við að tala um að hafa fjölskylduna alltaf með í ráðum og veita henni jafnóðum upplýsingar, en ekki að verið sé að taka hana í meðferð. Við erum að benda á að fjölskyldan vill verða út undan þar sem sérfræð- ingar hafa völdin. Pjölskyldunni er gjarnan hampað þegar vel gengur, en þegar vandamál verða er henni oft hafnað, hún gerð að syndasel." gerð að syndasel." Kristín segir að f þessari gagn- rýni á samskipti stofnana, samfé- lags og fjölskyldu eigi þau ekki við að þetta sé endilega meðvitað, held- ur að það byggist meira á því hvern- ig þessi samskipti hafa þróast. Þau eru orðin að hefð.„Starfsfólk á stofnunum gerir sér ekki alltaf grein fyrir hinum nánu böndum, sem ávallt eru fyrir hendi í fjöl- skyldu þótt þau séu oft dulin. Atta sig ekki á því að allt sem gert er hefur víðtækari áhrif inn í fjölskyld- una og öfugt. T.d. ef móðir (eða foreldri) liggur á sjúkrahúsi eða er frá heimilinu í lengri tíma, þá kem- ur hún að sjálfsögðu ekki að sömu aðstæðum. Það er afar mikilvægt að hún fái að halda hlutverki sínu. Fjölskyldan er í stöðugri þróun og i « i « I I < i \ I 1 i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.