Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 47
seei Iam ,3i huoa- ^fSAWIdtSVIflAVTU MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 aVTJOHOM 4* eftir Elínu Pálmadóttur í góðri meiningu illa gert Þó að fölni fortíðin og fagrir geislar dvina, láttu aldrei leiðindin lama sáiu þína. varð henni Ingibjörgu R. Magnúsdóttur í heilbrigðis- ráðuneytinu að orði um daginn. Þótt rauða hárið sé orðið hvítt dytti engum í hug að þessi geislandi kona sé að komast á „hættualdurinn". Glaðir og reifír gengu 3 þús- und aldraðir niður Laugarveg- inn sl. sunnudag að fagna ári aldraðra. Ekki aldeilis bangnir. Þarna blasti við hve hópur aldr- aðra er orðinn - stór. í hátíðaræðu kom fram talan 25 þúsund í Reykjavík og eitt- hvað um 40 þús- und á landinu öllu. Þarna sást líka hve aldraðir eru orðnir miklu betur á sig komnir en fyrrum. Nú hefur fólk hollari og betri fæðu, stundar líkams- rækt og færri reykja. í könnun Hjartaverndar sannaðist að heilsufar aldraðra hefur batnað mikið. Þá ofur eðlilegt að þeir vilji hafa eitthvað fyrir stafni. Og hvað er heilsusamlegra en vinna? Enda kemur það í ljós í könnunum hér og erlendis. í svörum 65-75 ára í könnun Félagsvísindastofnunar og Hagstofu 1990 um Lífkjör og lífshætti á íslandi kom í ljós að meiri hluti þessa fólks taldi sig geta unnið fulla vinnu án þess að þreytast of mikið og gerðu margir. Astæðuna fyrir því að þeir hættu sögðu 62% vera aldurstakmarkanir. Fjár- hagsafkoman hafði ekki afger- andi áhrif né heldur heilsan. 88% áttu ekki í neinum erfið- leikum með að fara ferða sinna. í annarri könnun sögðust 90% mundu vilja vinna áfram í hlutastarfí. Um leið og þessi gífurlegi fjöldi glaðra öldunga sást í sjón- varpinu koma á Lækjartorg, var einhver ráðstefnumaður í útvarpsfréttum með þá uppást- ungu að senda fólk heim úr vinnu 65 ára og stéttarfélag samþykkti að borga því smá- vegis fyrir að víkja enn yngra. Þetta mundu margir áreiðan- lega þiggja. Afsökun er aðéins eigmgirni sem snýr röngunni út, sagði spakur maður. Mikið rétt, til- gangurinn var að ryðja þeim úr sæti. Hefði verið reynt í út- löndum í atvinnuleysi, svo sem á Norðurlöndum. En sleppt var vondu áhrifunum. „Vinnulok við 65-70 ára aldur valda oft stöðnun og óvirkni. Slíkt er ekki læknisfræðilega réttlæt- anlegt," sagði Ólafur Ólafsson • landlæknir í viðtali í fyrra, þeg- ar rætt var við hann, öldrunar- lækni, geðlækni og fleiri sér- fróða til að leita svara um or- sök svo mikillar vanlíðunar karlmanna 65-74 ára að sjálf- morðstíðni þeirra hafði á árun- um 1970-90 rokið upp fyrir alla aðra aldursflokka. Allir sem um fjölluðu töldu starfslok- in einmitt á þessu skeiði mesta bölið. Menn misstu vinnuna, margir félagsskap sinn og um leið finnst þeim þeir ekki lengur hafa hlutverk í lífinu. Konunum virðist ganga betur, enda halda þær áfram hlutverkinu inni á heimilinu. Að hafa atvinnu eru sjálf- sögð mannréttindi, stóð einmitt á plakati frá Félagi eldri borg- ara, sem dreift var. Aldraðir sjálfir hafa það nefnilega ekki á stefnuskrá sinni að láta ýta sér æ fyrr til hliðar. Upp á plak- atið skrifuðu öll stóru verka- lýðsfélögin. Þar stóð m.a.: Að hafa atvinnu er viðurkenning á þátttöku í samfélaginu. Að hafa atvinnu eykur sjálfsvirðingu og heilbrigði ... Sveigjanlegur vinnutími og starfslok þýða í flestum tilvikum: Færri heim- sóknir í heilbrigðiskerfíð. Minni afskipti félagslegrar þjónustu, minni notkun lyfja. Atvinnuþát- taka fólks á efri árum skapar verðmæti. í rannsóknum kemur æ betur í ljós að atvinnuleysi fylgir van- heilsa. Einkennin eiga líka við um aldraða, sagði landlæknir í fyrrnefndu viðtali. Allar rann- sóknir sýni að atvinnulausum eða þeim sem eiga yfir höfði sér að vera vikið ófúsum til hliðar sé mun hættara við hækkun blóðþrýstings, blóð- fitu, streituhormóna og þvagút- skilnaði og þá sama viðbragð ungs fólks og aldraðra við að missa vinnuna. Magasár, bak- veiki, höfuðverkur og þreyta aukast og svo koma sállíkam- legar orsakir og heilablæðing- um fjölgar. Að setjast í helgan stein kemur ekki heim við nú- tíma læknisfræðiþekkingu, sagði landlæknir. Og verður að teljast úrelt. Meðferð öldrunar er ekki algjör hvíld heldur and- leg og líkamleg örvun. Ekkert ræddi þetta ráð- stefnufólk um líðan eldra fólks- ins. Bara kostnaðinn. Jú, drepið á að margir muni áreiðanlega vilja láta víkja sér úr starfí. í fyrrnefndri könnun voru þeir aðeins 10% og Þór yfírlæknir öldrunardeildar Landspítalans sagði í viðtali að flestir segðust aðspurðir hefðu kosið að halda áfram vinnu. En Þór nefndi líka andlegt öfbeldi við aldraða, sem hann kvað meira en vitað er um. Átti þar við þegar aldraðir eru neyddir til að gera það sem þeir vilja ekki, svo sem skipta um húsnæði og dvalarstað. Þetta ofbeldi kemur fram í að leggja svo fast að gamla fólkinu að það er næstum pínt til þess sem er því þvert um geð. „í góðri meiningu/gert var illa," eins og Páll Ólafsson kvað. Ætli sé ekki stutt í það hér? „Nú mætti danskurinn fara að vara sér," hafa kannski ein- hverjir pólitíkusarnir hugsað eins og gamansöngvarinn góðkunni, þegar þeir sáu fylk- ingu aldraðra koma niður á Lækjartorgið. Þetta afl, aldrað- ir borgarar, er að verða eitt það sterkasta í.landinu. Duga 25 þúsund kjósendur í Reykjavík ekki langt í meirihluta? Ekki víst að aldraðir þurfí að láta ryðja sér frá, þegar þeir átta sig á afli sinu. Gríptu tækifærið strax Við hjáVatnsrúmi erum með tilboð til þín vegna hagstaeðs samnings við fremsta vatnsdýnuframleiðandann f dag. Þar sem framleiðsla vatnsdýna hefiir þróast mikið á undanförnum 3 árum bjóðum við þér að taka gömlu vatnsdýnuna upp ( nýja. Helstu nýjungarnar eru að dýnan er nú fiberfyllt og með sérstökum bakstuðningi sem heldur undir mjóhrygginn sem er mjög gott fyrir bakveika. Þá eru öll samskeyti nú undir dýnunni, þykkri vínill, hornin þreföld og margsoðin. Einnig er sérstaklega hitaþolið botnstykki sem eykur varmaleiðni og sparar því rafmagnið. Þessar nýju dýnur eru framleiddar f USA af Land & Sky. Að sjálfsögðu tökum við gömlu vatnsdýnurnar upp í þá nýju óháð því hvar þú keyptir þá gömlu. Láttu heyra í þér sem fyrst því magnið er takmarkað. Verðdæmi i Land & Sky 550 verð kr. 44.396,- Gamla vatnsdýnan verð kr. -12.000,- Verðtilþfn 32.396,- Sérstakur bakstuðningur tryggir æskilega legu og sojðning við hrygg. Verðdæmi 2 Land & Sky 750 verð kr. 50.577,- Gamla vatnsdýnan verð kr. -12.000,- Verð til þfn 38.577,- Stuðningspúðar gera allar tilfæringar i dýnunni að leik einum. ttjúkar poíýestertrefjar veita fullkomin þzgindi. Trefjapúði flýtur ðheftur og minnkar þannig álag og sveigjur sem stytta endingu .•'.'«. - ., , dýnunnar. Lokaðir trefjapuöar auka festu og tryggja rétta lögun. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á Visa og Euro raðgreiðslur. Einnig 7% staðgreiðsluafslátt. Aðeins það besta fyrir viðskiptavini okkar. Vatnsrum hf Skeifunni 11 a, sími 688466. Opið virka daga frákl. 10-18 laugardag frá kl. 10-14 REYKJAVÍKUR TRIMMARAR - SKOKKARAR - HLAUPARAR - MARAÞONHLAUPARAR UNDIRBÚNINGSÞJÁLFUN FYRIR REYKJAVÍKUR - MARAÞON Forvarnar - og endurhæfingastöðin MÁTTUR ásamt fleirí aöilum stendur fyrir undirbúnings námskeiöi fyrirþá sem hyggjast taka þátt í fíeykjavíkur - maraþoni. Námskeiöið er fyriralla. Frá skemmti skokkurum til maraþonhlauþara - framhaldshópur. Námskeiðið stendur íþrjá mánuði og hefst mánud. 17 maí. Helstu þættirnámskeiösins eru: Þolmælingar, mat á heilbrigði, fyrirlestrar, verklegar æfingar um þolþjálfun, teygju- æfingar, mataræði.vökvatap og sykurpörf. Myndbandsupptökur af hlaupastíl, sérfræöingar ráöleggja um val á skófatnaði og innleggjum. (Stoð.) Þátttakendur hafa ótakmarkaöan aogang að tækjasölum og leikfimitímum stöðvarinnar. [þróttafræðingar frá MÆTTI og langhlauparar leiðbeina þátttakendum 3-4 sinnum í viku við hlaupaþjálfunina. Allir þátttakendur fá MÁTTAR boli. Skráning er hjá MÆTTI Faxafenf 14, fsíma 689915 Nike býður ðllum þitttakendum I þessari unérbúningsþjáHun Nike vðrur i sérstðku macaþtm veröi Iverslun okkar Frísport i Laugavegi 6. VILJI'VELLIÐAN FAXAFEN114,108 REYKJAVfK, SÍMI689915

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.