Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMiMA/RAÐ/SMÁ sunnudagur 16. MAI 1993 35 Í&W sto^ Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Eftirtalin störf við skólann eru laus til umsóknar: 1. Hálf staða námsráðgjafa. 2. Kennsla í stjórnmálafræði, aðeins skólaárið 1993-1994. 3. Kennsla í tölvufræði. Nánari upplýsingar fást í skólanum. Umsóknarfrestur er til 11. júní. Rektor. ATVINNUAUGÍ YSINGAR i i ¦ ¦ í 'i i— Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með upp- eldismenntun óskast til starfa á eftirtalda leikskóla: Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748. Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 72830. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Grafískur hönnuður Einn af viðskiptavinum okkar á Norðurlandi óskar eftir að ráða grafískan hönnuð. Umsækjendur þurfa að hafa góða þekkingu og starfsþjálfun á setningartölvur. Viðkomandi þarf jafnframt að geta unnið að verkefnaöflun. Fyrirtækið er iðnaðar- og þjónustufyrirtæki með ný og fullkomin tæki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Grafískur hönnuður 116" fyrir 22. maí nk. & Mosfellsbær [| Kobenhavns Sundhedsvæsen £S=S5 BISPEBJERG HOSPITAL_______ Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast í fastar stöður, svo og til afleysinga, á lyfjadeild, skurðlækninga- deild, öldrunarlækníngadeild og geðdeild. Vinnutíminn getur bæði verið hlutastarf eða fullt starf eftir samkomulagi. Stöðurnar eru lausar frá 1. júní '93 en annað má komast að samkomulagi um. Afleysingastöðumar eru frá þremur mánuðum til sex mánaða. Nánari upplýsingar um stöðurnar gefur að- stoðarhjúkrnarforstjóri, Kirsten Hildebrand í síma 90 45 35 31 29 22. Umsóknir sendist til Bispebjerg Hospital, personaleafdeling - Kirsten Hildebrand, Bispebjerg Bakke 23, 2400 Kobenhavn NV, Danmörku. Verkefni - ensk textagerð - Þjónustufyrirtæki á tæknisviði óskar að ráða starfsmann í eins mánaðar tímabundið verk- efni, sem á að vinnast í júní nk. Viðkomandi er ætlað að þýða íslenskt leið- beiningarefni og setja það fram á ensku ásamt endursögn, viðbótum og endanleg- um frágangi texta. Hæfniskröfur: Mjög vel ritfær á enska tungu og íslenska, eiga auðvelt með samstarf og vera opinn fyrir tæknilegum viðfangsefnum. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 22. maí nk. RÁDGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17- 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Leikskólastjóri Fóstra óskast til starfa sem leikskólastjóri á leikskólann Hlíð í Mosfellsbæ. Um er að ræða afleysingarstarf tímabilið 15. septem- ber 1993 til 31. maí 1994. Hlíð er 3ja deilda leikskóli þar sem ein deildin er tvísetin en hinar einsetnar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Fóstrufé- lags íslands og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 31. maí 1993. Frekari upplýsingar veita leikskólastjóri, Gunnhildur Sæmundsdóttir, í síma 667375 og félagsmálastjóri í síma 666218. Félagsmálastjóri. LANDSPITALINN Landspítalinn Reyklaus vinnustaður HANDLÆKNINGADEILD Sérfræðingur Staða sérfræðings (75%) í þvagfæraskurð- lækningum við handlækningadeild Landspít- alans er laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að vera sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum og hafa staðgóða reynslu í notkun ESWL steinbrjóts. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, með upplýsingum um starfsferil og vísindastörf, skal senda Stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 15. júní 1993. Staðan veitist frá 1. september 1993. Nánari upplýsingar gefa Jónas Magnússon, prófessor, og Egill A. Jakobsen, yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild handlækningadeildar Landspítalans, í síma 601000. GEÐDEILD LANDSPITALA Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við geðdeild Landspít- alans, skor 2, er laus til umsóknar frá og með 1. júní 1993. Nánari upplýsingar veitir Jón G. Stefánsson, yfirlæknir, í síma 601702. RIKISSPITALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskölasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meöferð sjúkra, fræöslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferö allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. Tónmenntakennari Staða tónmenntakennara er laus við Tónlist- arskóla Eyjafjarðar næsta skólaár. Starfið felst ítónmenntakennslu ígrunnskól- um á starfssvæði Tónlistarskóla Eyjafjarðar, svo og forskólakennslu. Upplýsingar veitir skólastjóri, Atli Guðlaugs- son, í símum 96-31171 og 985-36571. Hjúkrunarfræðingar athugið í Skjólgarði er laus staða hjúkrunarfræðings. Einnig vantar okkur við sumarafleysingar. Skjólgarður er með 31 rúm á hjúkrunardeild og 10 íbúa á dvalarheimili. Auk þess er starf- andi fæðingardeild á heimilinu með 12-16 fæðingum á ári. 4 hjúkrunarfræðingar eru í starfi í Skjólgarði. Vert er að benda á að atvinna er næg á Höfn, veðurlag milt og náttúrufegurð í Austur-Skaftafellssýslu er margrómuð. Allar nánari upplýsingar veita Amalía Þorgrímsdóttir, hjúkrunarforstjóri, og Ásmundur Gíslason, forstöðumaður, í símum 97-81221 og 81118. Skjólgarður, Höfn, Hornafirði. Stórt fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar að ráða nú þegar aðstoðarmann á skrifstofu í hlutastarf eða með sveigjanlegum vinnutíma. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða kunnáttu í rit- vinnslu og íslensku máli. Kunnátta í ensku og reynsla í fasteignaviðskiptum er einnig kostur. Hér gæti verið um að ræða gott starf fyrir námsmenn á síðasta ári í viðskipta- eða lögfræði sem vilja öðlast góða reynslu í at- vinnulífinu. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og launakröfur skulu sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. maí nk. merktar: „Trúnaðarmál - 0825". Dreifingarmiðstöð Óskum að ráða deildarstjóra nýrrar dreifingarmiðstöðvar hjá stóru deildaskiptu þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Dagleg stjórnun dréifingarmiðstöðvar. •k Skipulagning og þróun þjónustunnar. •k Kynning og markaðssetning. * Áætlanagerð og stefnumótun. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi við- skipta- og/eða verkfræðimenntun ásamt reynslu af sölu- og markaðsstarfsemi. Æskiíegt að viðkomandi hafi reynslu af flutn- ingsstarfsemi. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Dreifingarmiðstöð 115".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.