Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýningar í Bíóborginni kvikmyndina Sommersby með þeim Jodie Foster og Richard Gere í aðalhlutverkum. Myndin gerist að afloknu þrælastríðinu í Bandaríkjunum og fjallar um mann sem kemur mjög breyttur heim eftir sjö ára fjarveru. Batnandi manní er best... SAMBIOIN hafa tekið til sýninga í Bíóborg- inni bandarísku kvikmyndina Sommersby með þeim Richard Gere og Jodie Foster í aðalhlutverkum. Myndin gerist að nýloknu þrælastríðinu í Bandaríkjunum og fjallar um heimkomu manns nokkrum árum eftir að hann hafði verið talinn látinn. Som- mersby kemur á heimaslóðirnar með fersk- ar hugmyndir og mikla lífsorku í fartesk- inu. Hann kemur fljótlega til leiðar aukinni velsæld í heimabæ sínum og jafnframt blæs hann ástríðuþrungnu og rómantísku lífi í hjónaband sitt, en samband þeirra hjóna hafði vægast sagt ekki verið upp á marga fiska áður en hann hélt að heiman á sínum tíma. Þrátt fyrir allt sem Sommersby afrek- ar eftir heimkomuna vakna fljótlega efa- semdir um að hann sé í raun og veru sá sem hann segist vera. Sommersby hefur hlotið mjög jákvæða dóma gagnrýnenda og það sem meira er: hún hefur fengið mjög góða aðsókn, og raunar verið mest sótta kvik- myndin af fullorðnu fólki undanfarna mán- uði þar sem hún hefur verið sýnd. Ástfangin á ný Laurel Sommersby (Jodie Foster) verður ástfangin á nýjan leik í eiginmanni sín- um, Jack (Richard Gere), þegar hann snýr heim til sín eftir að hafa verið sjð ár að heiman á meðan þrælastríðið geysaði. Þegar plantekrueigandinn Jack Sommersby (Ric- hard Gere) hélt að heim- an til að taka þátt í stríð- inu skildi hann eftir eiginkonu (Jodie Foster) og ungan son sinn. Vinir hans og kunningjar sökn- uðu hans ekki beinlínis þegar hann fór þar sem hann hafði verið erfiður í umgengni, grófur og ruddalegur, og stundað bú- skapinn með hangandi hendi. Laurel kona hans annaðist bú- skapinn og heimilisstörfin í fjar- veru hans, og þrátt fyrir álagið naut hún þess að hafa öðlast frelsi frá honum. Gamall vonbið- ill hennar réttir henni hjálpar- hönd við bústórfin og gerir sér vonir um að hún muni játast honum þegar Sommersby hefur opinberlega verið lýstur látinn. Þegar hann síðan birtist óvænt tveimur árum eftir að stríðinu lýkur er hann gjörbreyttur mað- ur. Hann kyndir á nýjan leik þann ástareld sem í byrjun bloss- aði milli hans og Laurel, og hann kemur fátæku bæjarfélaginu á réttan kjöl á ný með því að hafa forystu um að innleiða tóbaks- ræktun sem gefur bæjarbúum góðan arð. Umbreyting hans er í raun og veru svo alger að fólk byrjar að efast um að Sommersby geti verið sami maðurinn og sá sem fór að heiman sjö árum áð- ur, en það er aðeins Laurel kona hans sem þekkir leyndarmálið sem hann ber með sér. Gömul goðsögn um sjálfsbetrun Sommersby er epísk saga um ástir og afneitun, glæstar vonir og fórnir. Höfundar handritsins, þau Nichglas Meyer, Anthony Shaffer og Sarah Kernochan, byggja það á mynd franska leik- stjórans Daniel Vigne, The Re- turn of Martin Guerre (1982), sem Gérard Depardieu lék aðal- hlutverkið í. í raun og veru er því um endurgerð þeirrar kvik- myndar að ræða. Efnisþráðurinn er gömul goðsögn sem lifað hefur í Frakklandi frá því á miðöldum og ' ýmsir heimspekingar hafa fjallað um með tilliti til hugmynd- arinnar um endurholdgun og" sjálfsbetrun í kjölfarið. Ástin æðri lifinu sjálfu Leikstjóri myndarinnar er Virtasta leikkon- an í Hollywood JODIE Foster hefur skipað sér sess sem ein virtasta kvikmyndaleik- kona samtímans í Hollywood, en einnig hefur hún getið sér gott orð fyrir leikstjórn. Eins og greint var frá á kvikmyndasíðu Morgun- blaðsins fyrir viku er hún talin valdamesta leikkonan í Hollywood um þessar mundir, og i umsögn bandaríska timaritsins Premiere er hún sögð fagmannleg leikkona, vel greind, hörð og hæfileikarík og virt af öllum. I odie Foster hefur tvisvar sinnum " hlotið hin eftirsóttu Óskars- verðlaun fyrir bestan leik í aðal- hlutverki. I fyrra skiptið hlaut hún Óskarinn fyrir hlutverk sitt í kvik- myndinni The Accused árið 1988, en í henni lék hún fórnarlamb nauðgara. Síðari Óskarinn hlaut hún árið 1991 fyrir túlkun sína á lögreglukonunni Glarice Starling í kvikmyndinni The Silence of the Lambs. Fyrstu kvikmyndinni í fullri lengd leikstýrði hún árið 1991, en það var Little Man Tate, sem hún lék einnig í eitt aðalhlutverkið. Áður hafði hún leikstýrt stutt- myndinni Hands of Time í fræðslu- myndaflokki Time-Life BBC, Am- ericans. Foster lauk háskólaprófi með sæmd frá Yale háskóla, en þaðan útskrifaðist hún með BA gráðu í bókmenntum. Hún hóf hins vegar feril sinn sem leikkona þegar hún var þriggja ára gömul, en þá kom hún fram í sjónvarpsauglýsingum sem Coppertone stúlkan. Hún kom síðan reglulega fram í ýmsum sjón- varpsþáttaröðum, en í fyrstu 'kvik- myndinni lék hún átta ára gömul. Það var síðan snilldarleikur hennar í kvikmyndinni Taxi Driver árið 1976, þar sem hún lék óheflaða götudrós á táningsaldri, sem aflaði henni almenns lofs gagnrýnenda og alþjóðlegrar athygli. Fyrir þetta hlutverk fékk hún fyrstu tilnefn- inguna til Óskarsverðlauna og verðlaun samtaka bandarískra kvikmyndagagnrýnenda og gagn- rýnenda í Los Angeles. Ári seinna lék Foster í fjórum kvikmyndum sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes, og vakti hlutverk hennar í Bugsy Malone hvað mesta athygli. Síðari ár hafa síðan fjölmargar kvikmynd- ir fylgt í kjölfarið, sem haldið hafa nafni þessarar virtu leikkonu hátt á lofti á stjörnuhimninum. Englendingurinn Jon Amiel, sem leikstýrði sjónvarpsþáttunum um spæjarann syngjandi, The Sing- ing Detectivé, sem sýndur var í sjónvarpi hér á sínum tíma. Hann hefur lýst því yfir að sagan sem myndin byggir á innihaldi fjölda þátta sem sem séu ómótstæðileg- ir fyrir kvikmyndaleikstjóra, og að hann vonar einnig fyrir áhorf- endur. Sagan bjóði upp á áhuga- verðar og sterkar persónur og fjalli um spurningar varðandi gildi sjálfsímyndar. Þá búi sagan yfir eiginleikum goðsagnar og ballöðu þar sem hún fjalli um ástir og græðgi, hefnd og rétt- læti á mjög nærgöngulan hátt. „Fyrst og fremst finnst mér þetta vera einstæð ástarsaga, þar sem ástin er í raun og veru æðri lífinu sjálfu," segir hann. Laurel og Jack taka höndum saman við störfin á plantekr- unni, en hún er þó full tor- tryggni vegna dularfullrar for- tíðar eiginmannsins. Framleiðandi myndarinnar, Arnon Milchan, tekur í sama streng og Amiel, en hann segist lengi vel hafa haft áhuga á þessu verkefni þar sem sagan sé óháð tíma og sameini þætti allra helstu ástarsagna. Ásamt félaga sínum Steven Reuther sýndi hann Ric- hard Gere handritið þegar það lá fyrir, og hann varð samstundis mjög áhugasamur um þetta verk- efni. Auk þess að taka að sér aðalhlutverkið gerðist hann með- framleiðandi myndarinnar, og þýddi það endurnýjun samstarfs þeirra þriggja, en þeir nutu mik- illar velgengni þegar þeir unnu saman að gerð myndarinnar Pretty Woman árið 1990, sem varð einn aðal smellurinn það árið. Kominn á toppinn á ný Hin síðari ár hefur Richard Gere komist á toppinn á nýjan leik eftir að hafa verið i lægð í nokkuð langan tíma. Hann var í sviðsljósinu upp úr 1980 fyrir leik sinn í myndum á borð við Amer- ican Gigolo og An Offic- er and a Gentleman, en síðan komu nokkrar myndir sem kolféllu og drógu úr þeim stjörnu- ljóma sem farinn var að umlykja hann. Það var svo sterkur leikur hans í spennumynd- inni Internal Affairs sem skaut nafni hans á ný upp á stjörnuhiminninn, jg hin geysivinsæla Pretty Woman ásamt Final Analysis sem tryggðu endurkomu hans í úrvalsdeildina í Hollywood. Richard Gere hóf feril sinn sem leikari í háskólanum í Massachusetts þar sem hann stundaði heimspekinám. Eft- ir að hafa leikið með ýmsum smærri leikfélögum komst hann á svið í New York, og ferill hans sem leikara var tryggður með frammistöðu hans í rokkóperunni Soon á Broadway. Þá gat hann sér einnig gott orð fyrir hlut- verk sitt í Grease bæði á Broadway og í uppfærsl- unni í London. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk Gere árið 1978, en það var í mynd- inni Days of Heaven, og í kjölfarið fylgdu svo Looking for Mr. Good- bar, Bloodbrothers, Yanks og Am- erican Gigolo. Hann snéri síðan aftur til þess að leika á Broadway í Bent, en fyrir túlkun sína í því leikriti á samkynhneigðum fanga í Dachau fangabúðunum hlaut hann bæði verðlaun og geysigóða gagn- rýni. Árið 1982 lék hann svo í An Officer and a Gentleman og Breat- hless, og hafði hann þá tryggt sér stöðu sem einn af vinsælli Ieikurum samtímans. En þá fór að síga á ógæfuhliðina, og léleg kvikmynda- handrit ásamt röngum ákvörðun- um leikarans varðandi val á kvik- myndum urðu til þess að sól hans hneig á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.