Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 FÆRRIDEY JA11 HJARTASJÉKDÓMll eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur RANNSÓKNIR Hjarta verndar staðfesta að samfara minnkandi reykingum, lækkandi blóðfitu ogblóðþrýstingi eigi nýfæddur meðal-Islendingur nú í vændum fjórum árum lengra líf heldur en hann gat vænst áður en þróunin varð þessi. I samtali við blaða- - mann Morgunblaðsins sagði Nikulás að útkoma úr rannsókn sem hafin var þegar Hjartavernd tók til starfa árið 1967 sýni svo ekki verður um villst að helstu áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma", há blóðfita, hár blóðþrýstingur og reykingar, væru í rénun. Aðrir áhættuþættir sem hefðu minni áhrif hefðu einnig breyst á þessu tímabili. „Þegar rannsóknir Hjartaverndar á 15 þúsund körlum og 16 þúsund konum á íslandi hófust árið 1967-68 var ástandið hreint ekki gott, hvað neitt af þessu varðaði," sagði Nikulás. „Af hundrað manna hópi vissu 75 menn ekki að þeir væru með hækkað- an blóðþrýsting og aðeins 3 af þeim 25 sem hðfðu vitneskjuna fengu almennilega meðhöndlun. Aðeins 2 til 3 prósent karla um fimmtugt stunduðu þá reglulega líkamsþjálfun. Reykingar voru býsna algengar, þá reykti rösklega helmingur karla og fast að helmingi kvenna. Þá var ekki almennt farið að mæla blóðfitu. Áróður okkur beindist að þvi að breyta þessu og það hefur tekist vel." Þetta starf hefur borið þann giftusamlega árangur að dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma meðal karla hefur lækkað um 36 prósent en um 20 prósent hjá konum. „Konur fá þessa sjúkdóma nær fjórum sinnum sjaldn- .ar en karlar," sagði Nikulás. „Það er ekki aðeins að færri deyi, rann- sóknir okkar sýna að þessir sjúkdóm- ar eru að verða sjaldgæfari, nýgengi kransæðasjúkdóma hefur lækkað um 12 prósent, sem er mikill sigur. Meðferð hjartasjúkdóma hefur líka batnað. Allt er þetta á mjög góðri leið. Hópnum, sem við hófum rann- sóknir á fyrir 25 árum, skiptum við upp í sex litla hópa eftir sérstöku afmælisdagakerfi. í hverjum hóp voru nálægt þrjú þúsund manns, einn hópurinn kom til rannsóknar sex sinnum, annar hópur tvisvar, en hinir einu sinni á mismunandi tíma- Nikulás Sigfússon yfirlæknir seqir rann- sóknir Hjartaverndar sýna að helstu áhættuþættir hjarta og æðasjúkdóma séu mjög írénun Nikulás Sigfússon. Morgunblaðið/Sverrir bilum. Niðurstðður úr þessum athug- unum leiddu í ljós að óverulegur munur var á heilsufari fólks í þessum hópum, fólk í hópnum sem oftast kom reyndist ekki til þeirra muna heilsuhraustara en fólk í hinum hóp- unum, sem við höfðum búist við. Þetta sýnir hins vegar að áróðurinn sem hafður var í frammi í fjölmiðlum og manna á meðal hefur skilað sér vel út í samfélagið. Fólk hefur breytt lífsmynstri sínú til samræmis við það sem það sannfrétti að væri hollt og heppilegt. 200 mannslífum bjargað árlega Við skoðuðum einnig hvort fólk Beint frá hjartanu í BIÐSTOFU fyrir framan rannsóknarstofur Hjartaverndar s i i jum við fjðgur saman og bíðum eftir viðtali við lækni, íklædd h vítum kyrtlum, eins og englar án vængja, - heimsókn okkar hingað á einmitt að tefja fyrir að við fáum þá. „Maður hefur gott af að k í kja hingað, þvi ekki að láta skoða sjálfan sig úr því maður lætur skoða bílinn árlega," segir maðiír sem situr á móti mér. „Maður tekur það miklu rólegar að láta skoða sjálfan sig en bflinn," svar- ar maðurinn við hliðina á mér. „Það er líka eins gott, ef blóðþrýst- ingurinn væri tekinn af manni upp í bifreiðaeftirliti væri maður á dauðaslættinum," bætir hann við. Við þessi fjðgur bíðum þess að læknir skoði okkur og greini okkur frá niðurstððum rannsókna sem við vorum í viku áður. Þær miða að því að leiða í Ijós hvort viðkomandi einstaklingur eigi á hættu að fá hjartasjúkdóma og geti gert eitthvað tíl að afstýra þvi. Sú árvekni sem við íslending- ar hðfum sýnt í þessum efnum hefur leitt til þess að hjartasjúkdóm- ar eru hér á undanhaldi. Hjartavernd á stóran þátt í þeirrí þróun með umfangsmiklum rannsóknum sínum og forvarnarstarfi. f ráðum heimsóknum mínum tók ég lyftuna upp á sjöttu hæð í húsi númer 9 við Lágm- úla, þar sem Hjartavernd á þrjár hæðir. Þau kaup gerði fólkið í landinu möguleg með því að bregðast rausnarlega við í söfnunar- herferð sem gerð var þegar samtök- in voru stofnuð árið 1964. Þegar ég kom í fyrra skiptið hafði ég meðferð- is spurningalista sem ég svaraði kvöldið áður, eftir að hafa kyngt síðasta matarbitanum og hafið fyrir- skipaða föstu. Ég fékk afhentan hvitan kyrtil og sokka með hjörtum og var vísað inn til Valborgar Jóns- dóttur. Valborg situr við skrifborð með spurningalistann minn í höndunum og tekur þegar til við að yfirheyra mig. „Nú ert þú búin að svara öllu sem þér ber," segir hún loks og stendur upp. „Gera það ekki allir?" spyr ég. „Flestir svara öllum þessum spurningum góðfúslega," svarar hún. „Ef fyrir kemur að fólk vill ekki svara, eru það yfirleitt spurn- ingar félagslegs eðlis," bætir hún Frá rannsókn í Hjartavernd. við og vísar mér til Bjarkar Snorra- dóttur meinatæknis. Sú réttir mér plastglas. „Ætlarðu að gera svo vel og pissa í þetta," segir hún. Ég tek við glasinu og horfi á það með efa- semdasvip. „Og hafðu það miðbunu- þvag," bættir hún við með uppör- vandi röddu. „Hvað gerist ef fólk er búið að pissa heima," spyr ég. „Það er nú ekki gott, nema þá að fólk komi með þvagprufu með sér. Flestir passa að halda í sér og pissa hér, fáir koma með prufur með sér." Ég fer með glasið inn á klósett og fer í einu og öllu eftir fyrirmælum Starfsemi Hjartavemdar er tuttugu og fimm ára um þessar mundir Morgunblaðið/Sverrir Bjarkar. „Hvað gerirðu við þetta," spyr ég svo þegar ég afhendi glasið. „Við gerum á þessu sérstakt próf," segir Björk. „Við notum Stix, ræmu með efnabíöndum sem svara ákveðnu áreiti. Ef í þvaginu er t.d. eggjahvíta, sykur eða blóð þá breyta efnablöndurnar um lit. Þetta er næmasta prófið af þessu tagi sem við höfum í dag. Við athugum átta atriði, þar á meðal bakteríur. Mæld eru úrgangsefni, ef þau fara yfír ákveðið mark er tekin ný þvagprufa og send í ræktun til að ganga úr skugga um hvaða meðul eru heppi- I i !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.