Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 37 RADA UGL ÝSINGAR Framleiðslufyrirtæki í tréiðnaði til sölu Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu á gæðavöru úr gegnheilu tré. Meðal fram- leiðsluvara eru útihurðir, bílskúrshurðir og ýmsir hlutir til innréttinga úr gegnheilu tré. Framleiðslutæki eru mjög góð. Fyrirtækið er íhagkvæmu leiguhúsnæði, sem getur fengist keypt á hagstæðu verði. Auðvelt getur verið að flytja starfsemina. Starfsmannaþörf er 6-10 menn. Húsnæðisþörf er 4-600 fm. .Samningasverð fyrir fyrirtækið í heild er um 11.000.000,-. Til greina kemur að taka íbúð eða fasteign uppí kaupverð. Upplýsingar gefur Jón Magnússon. Iðnvélar hf., Smiðshöfða 6, sími 674800. Fiskeldisstöð þrotabús Laugarlax hf. til sölu Laugarlax hf., sem úrskurðað hefur verið gjaldþrota, rak fiskeldisstöð á Eyjarlandi í Laugarvatnshreppi (landi Úteyjar II). Þrotabúið vill nú selja stöðina, sem er á 4 hektara leigulandi. Leigusamningur var til 25 ára frá 1983. í leigusamningnum felst réttur til vatnstöku í uppsprettulindum og er sjálfrennandi kalt vatn í stöðinni. Réttur til töku heits vatns, 80 gráður, fylgir. Lítill dælukostnaður er við öflun heita vatnsins. Stöðin er í notkun og hefur ávallt verið í rekstri og gæslu. Tilboð sendist til skiptastjóra, Jakobs R. Möller, hdl., Málflutningsskrifstofu, Suður- landsbraut 4A, pósthólf 127, 121 Reykjavík, sími 680900, bréfsími 680909. Til sölu Til sölu eru eftirtaldar eignir þrota- bús BAKKAFISKS hf. á Eyrarbakka, fasteignir og lausafé: 1. Eyrargata 53, Eyrarbakka. Um er að ræða frystihús (nokkur sam- byggð hús) sem samtals eru um 2.700 fm, ásamt vélum, tækjum og áhöldum til fiskverkunar. Húsið er vel búið frystitækjum með góðri frystigetu. Helstu fiskvinnsluvélar eru: Baader 419 hausari, Baader 99 flökunar- vél, Baader 427 hausari, Baader 189 flök- unarvél, Baader 51 roðflettivél, Baader 150 karfavél, karfahausari (einnig fyrir grá- lúðu), flokkunarvél, Mayn stór fyrir kola ásamt handflökunarlínu fyrir 20 menn. Óskað er eftir tilboðum í eignina ásamt öllum búnaði í einu lagi eða í hverja ein- staka vél. 2. Skemma um 440 fm í landi Einarshafnar við Búðastíg 26, Eyrarbakka (skreiðar- geymsla). 3. Byrgi I og Byrgi VII veiðarfærahús um 100 fermetrar. Eignirnar verða til sýnis þriðjudaginn 18. maí nk. kl. 13-16. Frekari upplýsingar gefur undirritaður í síma 98-22988, fax 98-22801. Lögmenn Suðurlandi, Sigurður Jónsson hdl., skiptastjóri, Austurvegi 3, Selfossi. Suðunaro! Túnþökur Sérstakur afmælisafsláttur Túntökur heimkeyrðar á kr. 85 pr. m2 eða sóttar á staðinn á kr. 65 pr. m2. Magnafsláttur, greiðslukjör. Geymið auglýsinguna. Túnþökusalan Núpum, Ölfusi, í 10 ár. Sími 98-34388. ÝMISLEGT Orlofsdvöl fatlaðra Að Egilsá, Skagafirði, er í boði örlofsdvöl fyrir fatlaða, 16 ára og eldri. Enn eru nokkur pláss laus. Vinsamlegast staðfestið fyrri pantanir sem fyrst. Úpplýsingar í síma 95-38291. INTERNATIONAL STUDENT EXCHANGE PROGRAMS Ástralía - Nýja Sjáland Eintakt tækifæri! - Eigum örfá pláss fyrir skiptinema f. '76 eða '11 til Ástralíu og Nýja Sjálands. Misstu ekki af lestinni - hringdu í síma 91-21455 milli kl. 13-17. ASSE, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík. ALÞJÓÐLEG UNGMENNASKIPTI Heimurinn er stærri en þú heldur Nú er rétti tíminn til að víkka sjóndeildar- hringinn. Alþjóðleg ungmennaskipti gefa þér kost á ársdvöl í samfélagi frábrugðnu þínu. Skilyrðin eru einungis þessi: Að vera á aldrinum 18-27 ára. Að vera opin(n), jákvæð(ur). Að vera tilbúin(n) að takast á við ólík lífsviðhorf, lífskjör. Ef þú telur þig uppfylla þessi skilyrði, hafðu þá samband við okkur í síma 24617 milli kl. 13 og 16 eða á skrifstofu okkar á Hverfis- götu 8-10, 4. hæð. Alþjóðleg ungmennaskipti. Fiskvinnsluskólinn Hvaleyrarbraut 13, 220 Hafnarfirði. Sími 52044 - Fax 53663. Umsóknir um skólavist næsta haust berist skólanum fyrir 10. júní nk. Hafið samband við skólann og fáið sendan upplýsingabækl- ing um námið og inntökuskilyrði. Skólastjóri. Sumarskóli í Skotlandi Þriggja vikna aiþjóðlegur enskuskóli nálægt St. Andrews fyrir 12-16 ára börn og ungl- inga í júlí. Skólinn er staðsettur í fallegu og rólegu umhverfi og býður upp á fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun ásamt fjölda skoðunarferða.. Einnig er sérstákur golfpakki í boði. Reyndur, íslenskur fararstjóri verður með börnunum allan tímann. Nánari upplýsingar á kvöldin og um helgar hjá Karli Óskar í síma 91-75887. tækniskóli íslands Háskóli og framhaldsskóli Vegna breyttra reglna um námslán fram lengist umsóknarfrestur um skólavist 1993-1994 til 31. maí. í heilbrigðisdeiid, meinatækni og röntgen- tækni er umsóknarfrestur til 10. júní. Nánari upplýsingarfást hjá skrifstofu skólans og deildarstjórum alla virka daga kl. 8.30 - 15.30. Rektor. vélskóli <7v> tSLANDS Innritun á haustönn 1993 Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 10. júní. Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemend- ur, sem hafa stundað nám við aðra skóla, fá nám sitt metið að svo mikju leyti sem það fellur að námi Vélskóla íslands. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé 18 ára. Vélavörður Sérstök athygli er vakin á námi vélavarða er tekur eina námsönn og veitir vélavarða- réttindi. Vélavarðanám iðnsveina Haldið verður kvöldnámskeið fyrir iðn- sveina í málm- eða rafiðnagreinum ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið veitir véla- varðaréttindi og hefst það 13. septemþer og lýkur í nóvember. Umsóknir þurfa að berast fyrir 21. ágúst. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla virka daga. sími 19755. Póstfang: Vélskóli íslands, Sjómanna- skólanum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík. Skólameistari. VÉLSKÓLI <7^ ISLANDS Endurmenntunarnámskeið Eftirtalin námskeið verða haldin ef næg þátttaka fæst. Rafteikningar og teikningalestur: Farið verður í ýmsar gerðir rafmagnsteikn- inga samkvæmt alþjóðastaðli (IEC) og ísl. staðli ÍST-117. Kennd uppbygging teikninga með segulliðastýringum. Þjálfun í uppbygg- ingu og lestri rafmagnsteikninga. Tfmi: 7.-11. júní. Lengd 40 stundir. Kennari: Einar Ágústsson. Tölvur: Stýrikerfi og algeng notendaforrit. Farið verður í windows stýrikerfi og algeng- ustu notendaforrit á PC-tölvur, s.s. rit- vinnslu, töflureikni og gagnagrunnsforrit. Tími: 31. maí-4. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Sigurður R. Guðjónsson. Iðntölvur: Farið verður í grundvallar uppbyggingu iðnt- ölva ásamt inn- og útgangseiningum. Kennd uppbygging stigaris („ladder") og forritun. Kynnt forritun með einkatölvum (PC). Þjálfun í forritun og tengingum iðntölva. Tími: 7.-11. júní. Lengd: 40 stundir. Kennari: Eggert Gautur Gunnarsson. Umsóknir skulu hafa borist Vélskóla íslands, Sjómannaskólanum v/Háteigsveg ásamt þátttökugjaldi kr. 17.000,- fyrir hvert nám- skeið, fyrir 25. maí nk. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingablaði verða send þeim sem þess óska. Nánri upp- lýsinar veitir skrifstofa skólans í síma 19755. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.