Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 2
B
2
FRETTIR/INNLEIMT
LAM ,ai ¦¦•"'.;¦.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993
EFNI
Varðskip beindi skútu sem lenti í villum á leið frá Mandi til hafnar
Hef aldrei lent í
svo vondu veðri
Vestmannaeyjum.
SKÚTA með fjögurra manna áhðfn kom til hafnar í Vest-
mannaeyjum í gær eftir sex og hálfs sólarhrings siglingu
frá Norður-írlandi. Skútan hafði hreppt slæmt veður á
leiðinni og á föstudagskvöld var haft samband við Loft-
skeytastöðina í Eyjum og beðið um að hún reyndi að stað-
selja skútuna þar sem skipverjar væru ekki vissir hvar
þeir væru staddir og veðrið slæmt. Varðskipið Týr var
austur af Eyjum og gat staðsett skútuna og fylgdi henni
síðan eftir til hafnar í Eyjum.
Bob Harier, skipstjóri á skút-
unni sem heitir Breakaway, sagði
að þau hefðii hreppt vont veður á
leiðinni til íslands. Þau fóru frá
Carrick Fergus á Norður-írlandi
að kvöldi 8. maí sl. og gekk ferðin
vel fysrtu tvo dagana en síðustu
fjóra sólarhringa var norðan og
norðvestan hvassviðri og þungur
sjór. Einungis var hægt að sigla
með litil segl uppi og sóttist ferðin
seint. Hjálparvél bátsins bilaði
einnig og því voru ýmsir erfiðleik-
ar að hrjá þau. Loftnetið fyrir
gervitunglamótakarann sem notað
er tii staðarákvarðana brotnaði og
því varð að nota sextant til stað-
setningar.
Sáum ekki tU sólar í tvo daga
„Við höfðum ekki séð til sólar
í tvo daga og því áttum við erfitt
með að staðsetja okkur. Við leituð-
um því eftir aðstoð Loftskeyta-
stöðvarinnar í Vestmannaeyjum
með staðsetningu og þeir höfðu
samband við Landhelgisgæsluna.
Við héldum okkur vera um 20
mílur austur af Vestmannaeyjum
en reyndumst vera 50.mílur austur
af þeim. Þetta munaði ekki nema
30 mflum hjá okkur en við vorum
alla vega á réttri stefnu," sagði
Bob og var hress með að vera
kominn til íslands. Hann sagðist
áður hafa gert þrjár tilraunir til
að komast til íslands en ekki tek-
ist þar sem veður og bilanir hafa
alltaf sett strik í ferðir hans.
Aðspurður hvort þau hafí verið
í hættu taldi hann það ekki vera
en veðrið hafi verið mjög slæmt,
það versta sem hann reynt og
væri hann þó búinn að sigla lengi.
Hann sagði það hafa verið góð til-
finning að vita af varðskipinu við
hlið þeirra síðasta spölinn til Eyja
og þau hafi því getað sofíð rótt
og hvílt sig síðasta spðlinn.
Áhöfnin, tvenn hjón, ætlaði að
stoþpa í Eyjum um helgina og
gera við vél bátsins en síðan ætla
þau að halda áfram til Reykjavikur
en reikna með að halda til írlands
á ný eftir viku.
Grímur
í öruggri höfn
Áhöfnin á skútunni Bre-
akaway komin heilu og
höldnu til Vestmannaeyja
úr hafvillum. Frá vinstri:
Christine Harper, Norman
Grant, Wendy Moore og
skipstjórinn, Bob Harier.
Minni myndin var tekin
þegar skúta þeirra, Bre-
akway, var að koma inn í
höfnina í Eyjum um hádegi
í gær.
Til höfunda greina
UNDANFARIN ár hefur Morgunblaðið ítrekað beint þeún
tilmælum til greinahöfunda, að þeir stytti mál sitt og haldi
lengd greina innan hóflegra marka. Töluvert hefur áunnizt
í þeim efnum og greinar, sem sendar eru blaðinu til birting-
ar eru yfirleitt mun styttri en áður. Hins vegar er sótzt svo
mjög eftir birtingu greina, að meirihluta ársins er biðtími
alltof langur. í sumum tilvikum bíða greinar birtingar vikum
saman, ekki sízt, ef um langar greinar er að ræða.
í því skyni að bæta þjónustu
við höfunda greína og lesendur
almennt með því að stytta biðtíma
og tryggja, að aðsendar greinar
verði aðgengilegt lesefni fyrir les-
endur blaðsins hefur ritstjórn
Morgunblaðsins ákveðið að taka
upp ný vinnubrögð við afgreiðslu
greina. Þess verður óskað, að
greinar verði almennt ekki lengri
en sem nemur 60-80 dálksentí-
metrum eða 5500 til 6500 táknum
í tölvu. Bréf, sem birtast eiga í
Bréfi til blaðsins mega ekki vera
lengri en um 30 dálksentímetrar
eða u.þ.b. 2200 tákn í tölvu. Ber-
ist blaðinu lengri greinar verður
óskað eftir því við höfund, að
hann stytti greinina en jafnframt
verður boðin sú þjónusta, að
starfsmenn blaðsins stytti við-
komandi grein í samráði við höf-
und. Þrír starfsmenn ritstjórnar
Morgunblaðsins munu sinna því
verkefni sérstaklega.
Að jafnaði geta greinahöfundar
komið sjónarmiðum sínum á fram-
færi í mun styttra máli en nú tíðk-
ast. Að sjálfsögðu geta orðið und-
antekningar frá þessari almennu
reglu og byggjast þá á því mati
blaðsins, að lengri greinar eigi
efnisins vegna erindi við lesendur
Morgunblaðsins.
Ritstjórn Morgunblaðsins
væntir þess, að nýjum vinnu-
brögðum verði vel tekið af hálfu
greinahöfunda enda eiga þau að
trygg3a mun skjótari birtingu
greina en nú. Ritstj.
Morgunblaðið/Árni Helgason
Léleg rækjuveiði
á „gráa svæðinu"
FJOGUR íslensk rækjuveiðiskip eru nú við veiðar á „gráa
svæðinu" svokallaða við miðlínuna milli íslands og Færeyja,
en þar hafa færeysk skip verið við veiðar upp á síðkastið.
Að sögn Sigurbergs Haukssonar, stýrimanns á Beiti NK, er
heldur dræm veiði á svæðinu sem stendur, en færeysku skip-
in öfluðu ágætlega í síðustu viku.
Auk Beitis eru Margrét EA,
Skutull ÍS og Klara Sveinsdóttir
SU nó á svæðinu en Sigurbergi var
ekki kunnugt um fleiri íslensk skip
á leiðinni þangað. Hann sagði 6-7
færeysk skip vera á bletti 4-5 sjó-
mflum innan við miðlínuna. Þau eru
við þau mörk sem stjórnvöld í Dan-
mörku viðurkenna sem miðlínu.
Röng mynd
Fyrir mistök birtist röng mynd á
baksíðu Morgunblaðsins í gær.
Myndin var sögð vera af færeyskum
bát á úthafskarfaveiðum, en hún
var af íslenskum fiskibát.
Langlífar konur
MIKILL fögnuður varð í afmælinu þegar Hansína Jóhannesdóttir
101 árs(t.h.) kom í 100 ára afmæli Vilborgar.
Tvær hundrað ára
í sama afmælinu
Stykkishólmi
FRÚ Vilborg Kristjánsdóttir frá Ölkeldu í Staðarsveit átti
100 ára afmæli 13. maí sl. og í tilefni þess mættu henni
til samfagnaðar börn ættingar og vinir, en ákveðið var að
halda upp á daginn í sal sjúkrahússinis hér, þar sem hún
hefir dvalið undanfarið og notið þar ágætrar þjónustu.
Þetta var ljómandi fagnaður og mikið sungið og hún ekki
síst og var undur hversu hún kunni og söng mikið af hin-
um gömlu og gildu lögum og Ijóðuin, enda minntust vinir
hennar þess. Þá var ekki lítíll fðgnuður þegar hún fékk
góða heimsókn af Hansínu Jóhannesdóttur, húsfreyju hér
í Hóhninum, sem var gift Sigurði Marinó Jóhannssyni sjó-
manni en hún verður 102 ára í haust og dvelur nú á sjúkra-
húsinu.
Vilborg var fædd í Hjarðarfelli í
Miklaholtshreppi, systir Guðbjarts
bónda þar og hreppstjóra um langt
skeið.
Hún var gift Gísla Þórðarsyni á
Ölkeldu og þar bjuggu þau allan sinn
búskap og eignuðust 7 börn og tóku
auk þess í fóstur Kristján bróðurson
hennar, sem var mættur til þessa
samfagnaðar. Gísli er látinn. Lést
árið 1962.
Góð afmælisgjöf
Þess má einnig geta að fyrir há-
degi þennan dag fæddist drengur á
sjúkrahúsinu og sögðu systurnar að
þetta væri góð afmælisgjöf. í tilefni
dagsins gáfu börn Vilborgar og ætt-
ingjar systrunum álitlega peningag-
jöf sem þakklætisvott fyrir alúð og
góða þjónustu þeirra. Sól var og
heiður himin og puntaði það ekki lít-
ið upp á daginn enda sungið kröftug-
lega: „Ó blessuð vertu sumarsól."
Ánægjulegur dagur.
Loks skal þess getið að í tilefni
dagsins afhentu Elín, dóttir Vilborg-
ar, og Þórður Kárason, fræðimaður,
öllum viðstöddum heftið: Ölkelduætt,
niðjatal Vilborgar og Gísla, mynd-
skreytt og skemmtilega uppsett, 20
blaðsíður að stærð.
Seinna um daginn var svo haldin
guðsþjónusta í kaþólsku kirkjunni í
tilefni dagsins.
Árni
Sviptingar á skjánum
?Fyrirhugað er að endurvarpa
erlendum sjónvarpsrásum á Islandi
og í undirbúningi er samnorræn
fréttarás./lO
Nei á ný?
?Þjóðaratkvæðgreiðsla um sér-
ákvæði Maastricht-samkomulags-
ins verður í Danmörku næstkom-
andi þriðjudag./14
Tímamót ítískuversl-
un
?Verslunin Vero Moda selur
kvenfatnað á mjög hagstæðu verði
og telja neytendur að hún geti
haft áhrif á verðlag hér heima og
dregið úr innkaupaferðum til út-
landa./16
Ósýnilega fjölskyldan
?Kristín Gústavsdóttir og Karl
Gustaf Piltz hafa gert rannsóknir
á sænskum og íslenskum fjölskyld-
um. Segja þau að ekkert bendi til
þess að fjölskylduböndin séu minni
en áður./18
Fjarri hurdarskellum
?Söngkonan Amina er fædd í
Túnis en hefur búið í Frakklandi
frá barnsaldri. Hún er væntanleg
til Islands öðru sinni í næstu
viku./22
Færri deyja úr hjarta-
sjúkdómum
?Starfsemi Hjartaverndar er 25
ára um þessar mundir./30
B
? 1-32
HiWHULUX
SUNWUPA6UR
Öndvegissúlur Sæ-
mundar
?Sæmundur Valdimarsson mynd-
höggvari hefur vakið athygli fyrir
styttur sem hann heggur úr reka-
viði./l
Mannbætandi að hafa
hund
?Guðrún Guðjohnsen, formaður
Hundaræktarfélags íslands segir
íslendinga góða hundaeigendur./4
í mörg horn að líta
?Af ungu fólki í Alþýðuskólanum
á Eiðum en þar hefur skólahald
staðið í rúma öld./6 •
Draumaveröid barn-
anna
?Fimm börn svara því í máli og
myndum hvað þeim fmnst um þann
heim sem fullorðnir hafa búið
þeim./lO
Menningarkimi íeigin
heimi
?Af sjónarhóli cyberpönkara./12
Vá maður!
? Af ævintýraferð upp á Vatna-
jökul i máli og myndum./16
FASTIR ÞÆTTIR
Leiðari 24
Helgispjall 24
Reykjavíkurbréf 24
Minningar 30
íþróttir 42
Útvarp/sjónvarp 44
Gárur 47
Mannlífsstr. 8b
Kvikmyndir 18b
Dægurtónlist 19b
Idag
Fólkífréttum
Myndasögur
Brids
StjSmuspá
Skák
Bíð/dans
Bréftilblaðsins 28b
28b
30b
20b
22b
24b
24b
24b
24b
25b
Velvakandi
Samsafnið
INNLENDARFRETTIR:
2-6-BAK
ERLENDARFRÉTTIR:
1-4