Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 19 Morgunblaðið/Júlíus Kristín Gústavsdóttir, félagsráðgjafi. „Viðbyrjuðum ádð kenna fjölskyldumeðferð og fórum sem ráðgjafar inn á stofnanir. Smám samanfórum við aðátta okkur á því að þótt fagfólk lœri slíka meðferð, þá er ekkijafn auðvelt að koma henni íframkvœmd inni á stofnunum. Það er eins og fjölskyldan vilji hverfa út úr myndinni þegar einstaklingur er tekinn í meðferð." lagar sig að nýju lífsmynstri, t.d. þegar börn fara í skóla eða eru farin að heiman o.s.frv." FJÖLSKYLDAN SÉ SAMSTARFSAÐILI Þá vaknar sú spurning af hverju stofnanir hafi ekki þessa sjálfsögðu samvinnu við fjölskylduna þegar vitað er hversu mikilvæg fjölskyldu- tengslin eru. Kristín segir að afstað- an til fjölskyldunnar sé almennt jákvæð í samfélaginu, en svo þegar einstaklingur er kominn í tengsl við stofnun, sem ekki þarf að vera sjúkrastofnun - getur eins verið skóli eða hvaða þjónustustofnun sem er - þá vill afstaðan til fjöl- skyldunnar stundum verða tví- bent.„Við reynum að greina þetta. Teljum að þarna sé oft um valdabar- áttu að ræða, því miður. Tveir aðil- ar sem vilja ráða en vilja báðir ein- staklingnum vel. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að stofnunin hefur yfirleitt yfirhöndina og á þess vegna ekki að þurfa að vera í varn- arstöðu gagnvart fjölskyldunni.' Hún hefur allt að vinna að hlusta á alla fjölskylduna. Hún þarf að draga fram alla fjölskyldumeðlimi og gera þá að sámstarfsaðilum. Stofnanir þurfa að þjálfa fagfólk í að vinna markvisst í samvinnu við fjölskylduna. Við segjum að oft sé vanmetið það sem hægt er að gera á einfaldan hátt. Það þarf að byggja brú milii stofnana samfélagsins og fjölskyldunnar". Kristín segir að þau leggi áherslu á að fólkið sé neytendur, sem eigi rétt á þessari þjónustu. Að neyt- endasjónarmið þurfi að koma meira til. Mikilvægt sé að gera ekki alla að sjúklingum. Að ekki sé verið að tala við fjölskylduna ef eitthvað er þar að. Það eru margar forsendur fyrir viðtali aðrar-en að eigi að fara að finna einhverja galla hjá viðkom- andi. Ef fjölskyldan er ekki með þá getur meðferðin beinlínis skaðað óvart, af því að maður gerir sér ekki grein fyrir því að fjölskyldu- böndin eru fyrir hendi þótt dulin séu. Hjá unglingum er oft um frels- isbaráttu að ræða, þeir eru með ýmsu móti að rífa sig frá og losa böndin, sem iðulega er einmitt merki um að þau séu þarna og séu sterk. Þá segja einstaklingarnir oft að pabba og mömmu komi þetta ekkert við, en við verðum samt að hafa þau með og hjálpa aðilunum til þess að tala aftur saman og koma á samskiptum. Þessi frelsis- barátta getur verið býsna flókin. ÚR TVEIMUR ÓLÍKUM SAMFÉLÖGUM „Við sem skrifum þessa bók erum vaxin úr tveimur ólíkum menning- arheimum, hinum íslenska og þeim sænska, og það hefur á víxl sett mark sitt á viðhorf okkar til fj'öl- skyldunnar," stendur í bókinni. Og nú spyr ég Kristínu hvort þessi samfélög séu svona ólík. Hennar fyrsta viðbragð er að segja að Svíar séu miklu hlýðnari en Islendingar og treysti meira á sérfræðinginn. Þeir hafa frekar vanist því að í vanda komi samfélagið til og leysi málið. Þetta segi hún síður en svo í neikvæðri merkingu, því hún meti velferðarsamfélagið, þótt Svíar kunni stundum að hafa oftrú á möguleikum stofnananna. Hún tek- ur dæmi af þvi þegar hún þennan sama morgun fór að synda í laug- inni á íslandi. Þar var margt um manninn og fólk synti sitt á hvað, allir í þvögu. í Svíþjóð hefðu allir synt sama hringinn til að koma í veg fyrir árekstra. íslendingar leggja meiri áherslu á að halda sjálfstæði sínu en Svíar, að dómi Kristínar. Þeir vilja klára sig sjálfir og eru mjög viðkvæmir fyrir of mikilli íhlutun. Hér heldur- hún að sé sterk mótstaða og tregða gegn því að gefa sig undir yfirráð samfélagsins. íslenska samfélagið byggi á sterkum fjölskylduböndum, sem felur í sér að einstaklingurinn halli sér fremur að fjölskyldunni en stofnunum samfélagsins, en það kann líka að stafa af því að hér eru færri úrræði af því tagi. Hún bætir því við að hér sé lengri vinnutími, sem lífshættir virðist gera kröfu 'til. Kristín kveðst vona að þeim Karli Gustaf hafi tekist að nýta mismun- andi reynslu sína í uppvextinum í ólíkum samfélögum í sínu starfi, þar sem samskonar fyrirbæri séu í öllum fjölskyldum. „Hjónin bera saman þá siði og venjur sem þau koma með úr sínum uppruna fjöl- skyldum. Það á ekki að þurfa að verða valdabarátta um hvað sé best heldur getur orðið samræming allra slíkra siða. í Gautaborg hafa nokkr- ar íslenskar konur myndað klúbb, sem við köllum Freyjur. Þegar við hittumst erum við oft að bera sam- an hvað sé ólíkt í Svíþjóð og á ís- landi, ekki til að gagnrýna heldur til að draga fram sérkennin eða hvað sé gott hjá báðum þjóðum. Það verða oft gagnlegar og skemmtilegar umræður." Ég hefi orð á því að kannski hafi íslensku áhrifin komið fram þegar þau hjónin stofnuðu til sjálf- stæðs fyrirtækis, sem þá var óvenjulegt í Svíþjóð. Kristín tekur undir það og bætir við að þau reyni einmitt að standa að öllu sjálf, ráð- ist í að gera það ómögulega eins og íslendingar. Eitt dæmi um það, sem þau eru stolt af, er að þau gáfu bók sína út í eigin forlagi, Aski og Emblu, og kynntu hana á bókamessúhni. Það gekk vel og bókin hefur þegar selst mjög vel og fengið góða dóma. í einni fyrir- sögn segir: Bókin fyllir tómarúm! Tónninn í blaðaumsögnum er sá, að þarna sé sleginn jákvæður tónn og að fjölskyldan sé dregin fram, sjónum beint að henni og sýnt fram á ýmsa kosti sem við það bjóðist. FJÖLSKYLDUTENGSLIN HAFA EKKIMINNKAÐ Kristín og Karl Gustaf eru ekki á því að samskiptin í_fjölskyldum séu orðin jafn lítil og af er látið. Fjölskyldan standi enn fyrir sínu. Kristín bendir á að gegnum aldir hafi fjölskyldan ávallt legið undir gagnrýni. En það hafi þá oftast verið nokkrar sterkar raddir, sem hafi verið villandi og orðið að goð- sögnum. Þéssar goðsagnir séu oft sterkar í fjölmiðlum og geti verið varhugaverðar, því þær rími ekki við raunveruleikann. Nokkrar sveiflur hafi orðið í þessu. Þegar uppgangurinn var mestur í samfé- laginu eða uppreisnirnar um 1960-70 var tilhneiging til að van- meta fjölskylduna. En nú þegar kreppir að sé aftur tilhneiging til að halla sér að fjölskyldunni. Það beri ekki að túlka svo að stofnanirn- ar séu ekki nauðsynlegar. Þótt þær hafi ýmis verkefni, þá eigi það ekki að taka frá fjölskyldunni, ef stofn- anirnar kunna að meta hana og nýta. Kristín segir að fjölmargt sé á okkar dögum komið til sem auð- veldi fjölskyldusamskipti, nefnir símann, betri samgöngur, námsárin vari lengur og lengri lífdagar valdi því að einstaklingurinn hafi aldrei átt jafn marga nána ættingja. Ýmsar kannanir sýni að fólk hefur samband við sína, þvert á það sem almennt er haldið fram. Kristín segir að þess sjáist merki að unga fólkið í-Svíþjóð telji að ættartengslin skipti máíi, sem komi m.a. fram í því að það leggi nú aftur áherslu á hefðbundnu jólaboð- in, efni til hátíðlegra brúðkaupa og þess háttar. Það hallist aftur að fjölskyldulífi og hjónaböndum um- fram kynslóðina sem nú er mið- aldrá. I raun sé ekkert sem bendi til þess að fjölskylduböndin og sam- skiptin séu nú minni. Slíkar fregnir um litlu einangruðu kjarnafjöl- skylduna séu stórlega ýktar. Þótt Kristín sé búsett í Svíþjóð heldur hún á ýmsan hátt sambandi við ísland. Um síðustu jól lauk t.d. tveggja ára námi um fjölskyldumeð- ferð á végum Endurmenntunar Háskólans og í samvinnu við Tengsl S/F fyrir félagsráðgjafa, sálfræð- inga, hjúkrunarfræðinga og presta. Þau hjónin, hún og Karl Gustaf, komu hér reglulega og sáu um fræðilega'þáttinn, en Nanna Sig- urðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir um handleiðsluna. Og í þetta sinn kom Kristín Gústavsdóttir til að ræða um sama efni við Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar. Þess má að lokum geta að bókina „Den osynliga familjen" má fá í bóksölu stúdenta, ef einhver hefur áhuga á að fá hana. Traustar ferðir í sérflokki LÍFSGÆDl Á FF.ROALÖGUM • SÉRKJÖR ^ALINHOTEL VÍÐA UMHEIM M ELECTED HOTELS OF THE WORl.D K:»N rtRO VfcíIN'H C.Ó HANDBOK rERÐAMAN.N'A I TIl. LEIU8L1NINCAI! <-'« HÓTEIVAL Fáið ókeypis eintak með happ- drættis- miða áður en upplag þrýtur VINNiNGAR KR. 200.000,- Vínarborg - Búdapest 18. júní -1,2 eða 3 vikur - Heillandi menningarborgir í sumarskarti og listviðburðir - KRISTJÁN JÓHANNSSON í VÍNARÓPERUNNI, AÐEINS 25 MIÐAR. Töfrar Italíu 13. ágúst -15 dagar. Fagurt land og ódauðleg list. KRISTJÁN JOHANNSSON í ARENUNNIVERONA, Lækkað verð. Síðastustu forvöð. KINA „að hætti keisaranna" 10. sept. 3 vikur. Það besta í Kína, Hong Kong, og Thaílandi. Perlur Austurlanda 7. okt. 3 vikur. - ÞAÐ BESTA í MALAYSÍU OG THAILANDI í EINNI FERÐ Hnattreisan - umhverfis jörðina 3. nóv. 30 dagar. UPPSELT FERÐASKRIFSTOFAN pr>i4A a h HEIMSKLUBBUR INGOLFS AUSTURSTR&TI 17,4. hsS 101 REYKJAVIK'SIMI 620400*FAX 626S64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.