Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 29 búnaðarráðuneytis að öðru leyti um 600 milljónir króna. Ytra umhverfi gæfi þó engin grið og óhjákvæmi- legt væri að landbúnaðurinn gengi í gengum þrengingar á allra næstu árum. Bændur hefðu tekið á sig þyngri byrði en aðrar stéttir og því I væri það eðlileg krafa þeirra að árangur þeirra skilaði sér gegnum vinnslu- og sölukerfið. Allt að þre- I falt hærri sláturkostnaður hér á landi miðað við nágrannalönd ylli óhagræði í sauðfjárframleiðslu, en I i fyrir honum væru margar ástæður, m.a. skortur á fagþekkingu og stuttur sláturtími. Þarflaus umræða? Pálmi Jónsson, alþingismaður, gerði m.a. að umtalsefni deilur þær sem orðið hefðu um breytingar á búvörulögunum vegna innflutnings landbúnaðarvara. Miðað við þá stöðu sem landbúnaðurinn væri í legði hann ríka áherslu á nauðsyn þess að pólitískir foringjar hans færu með forræði varðandi jöfnun- argjöld á innfluttar búvörur til að séð yrði til þess að sveiflurnar yrðu ekki óbærilegar. ¦ Hann sagði yfírlýsingar utanrík- ¦ isráðherra, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, að undanförnu hafa vak- Iið furðu en hann hefði sagt að EES-samningurinn væri ríkjandi eldri íslenskum lögum og búvörulög Iþá víkjandi og með tilliti til þess væri engin þörf breytinga á búvöru- lögunum, þau séu í rauninni ekki marktæk því EES-samningurinn gildi. Lagatúlkun utanríkisráðherra væri gegn fyrri yfirlýsingum hans við meðferð EES-málsins á Alþingi og þýddi að öll vinna Alþingis frá því í ágúst í fyrra hefði verið þarf- laus. Pólitískt skrípi „Jón Baldvin hefur haft ham- skipti í þessu máli," sagði Pálmi og benti á að til foma hefðu tilburð- ir þeirra sem fóru hamskiptum eða breyttu sér með ójíkindalegum hætti kallaðir skrípislegir. „Með þeim sama skilningi, ef vitnað væri til forns stólning á því orði, hefur Jón Baldvin kosið að gera sig að skrípi í pólitík. Við sjálfstæðismenn tökum ekki ábyrgð á þessum yfir- lýsingum utanríkisráðherra og munu ekki taka upp merki Jóns Baldvins í þessu máli," sagði Pálmi og bætti við að þeir myndu segja líkt og Hrafn rauði í Brjánsbar- daga: Ber þú sjálfur fjanda þinn. Sagði Pálmi sjálfstæðismenn ekki munu fara hamskiptum í hin- um þýðingarmestu málum og leggja til að búvörulögin yrðu af- greidd hið fyrsta á haustþingi „og ef utanríkisráðherra kýs að haga málum svo mun ég ekki hirða hvort hann situr lengur eða skemur í sínu embætti", sagði fjárbóndinn Pálmi, sem m.a. kvaðst hafa komið á fund- inn til að lýsa yfir stuðningi við landbúnaðarráðherra í þessu máli og bað hann hvika hvergi í mál- flutningi sínum. Innflutningsfrelsið í almennum umræðum að lokn- um framsöguerindum kom fram stuðningur við landbúnaðarráð- herra og málflutning hans síðustu daga. Eiríkur Hreiðarsson sagðist oft hafa velt því fyrir sér hvað skyldan næði langt varðandi innflutnings- frelsið og hvort svo kynni að fara að skylt yrði að leyfa innflutning á vörum sem við gætum framleitt sjálf þó við hefðum ekki fé til að kaupa hana. „Mér finnst oft sem þessu sé ekki nægilegur gaumur gefínn," sagði Eiríkur. Viðhorf for- manns Neytendasamtakanna sagði hann stórhættuleg og væri það verðugt rannsóknarefni að skoða hversu mikill hluti þess atvinnu- leysis sem verið væri að glíma við væri beinlínis Neytendasamtökun- um og misviturlegum kjarasamn- ingum síðustu ára að kenna. Pasta og gos Kristín Thorberg sagði að við þyrftu að horfa lengra fram í tím- ann og skoða hvað væri að gerast í útlöndum. Hún sagðist hafa velt því fyrir sér hver framtíð sín sem landbúnaðarvöruframleiðenda væri eftir að dætur sínar hefðu tjáð sér að besti maturinn sem þær fengju væri pasta. „Spaghetti og gos er orðinn almennur matur hjá unga fólkinu," sagði Kristín og velti því fyrir sér hvort íslenskir bændur myndu í framtíðinni snúa sér að pastaframleiðslu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson al- þingismaður og nefndarmaður í landbúnaðarnefnd Alþingis gerði fundarmönnum grein fyrir störfum nefndarinnar varðandi tillögur um breytingar á búvörulögum og af- stöðu þingflokkanna til þeirra. Taldi hann að erfiðara yrði við málið að eiga í haust en nú á vor- dögum, ýmis félagasamtök væru farin að álykta um það og því skaði að ekki hefði tekist að afgreiða það síðustu daga þingsins. Kristján H. Theódórsson sagðist vera talsmaður frelsis á sviði land- búnaðarmála, sér væri ljóst að gagnkvæmni yrði að ríkja. „Ef við viljum koma okkar vörum á markað erlendis þá getum við ekki staðið gegn því að eitthvað verði flutt inn á móti," sagði Kristján. Hann sagði að rýmka þyrfti til og leyfa meirá frelsi innanlands og kvótakerfið gæti ekki staðið til frambúðar. Yfirbygging innan landbúnaðar- geirans og „sjóðasukkið" sagði hann dragbít á hagræðingu, en hagræðing næðist best fram með því að gefa sem mest frjálst innan ákveðins ramma. Vitleysis undirboð „Mér er ljóst að við verðum að hafa einhverja löggjöf sem markar þær skorður að menn fari ekki í einhver vitleysis undirboð og mér dettur helst í hug að það verði gert með einhvers konar hringa- myndunarlögum, sem taka til dæmis á því að t.d. verslunarkeðjur geti ekki verið að reka stór bú eða eiga bændur út um allt land og hafa þá í ánauð," sagði Kristján. „Ef við ætlum að halda friðinn við neytendur í landinu verðum við að skera kerfið upp frá grunni." Tómas Ingi Olrich, alþingismað- ur, sagði það mál sem efst hefði verið á baugi undanfarið ekki snú- ast um það hver hefði heimild til að leyfa innflutning á búvörum heldur með hvaða hætti jöfnunar- gjöldum yrði beitt. „Þetta mál skiptir afar miklu máli, að sá mað- ur sem leiðir stefnuna í landbúnað- armálum hafi full tök á að tryggja að jöfnunargjöldum verði beitt eins og heimild er til í þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir," sagði Tómas Ingi. Varnarstaða Birgir Þórðarson sagði landbún- aðinn í varnarstöðu gagnvart fjöl- mörgum aðilum, ekki einungis inn- flutningi heldur einnig sterkum öflum í þjóðfélaginu og nefndi hann samtök neytenda í því sambandi og að ummæli formanns samtak- anna ættu htjómgrunn meðal þjóð- arinnar. „Maður getur ekki varist þeirri hugsun að landbúnaðurinn standi á ótraustum fótum þegar litið er til stjórnmálaástandsins," sagði Birgir og nefndi að ef ráð- herraskipan í ríkisstjórn hefði orðið með öðrum hætti hefðu mál getað snúist á verri veg hvað landbúnað varðar. Nefndi Birgir að landsbyggðar- menn væru býsna einhuga um stuðning við íslenskan landbúnað, en því væri ekki að leyna að það viðhorf kæmi oft fram að allt sem hægt væri að fá ódýrara erlendis frá skuli kaupa þaðan. „Ég vil ein- dregið hvetja landbúnaðarráðherra til að standa fast á sínu máli," sagði Birgir og sagði að ekki væri nóg að efla landbúnaðinn heldur yrðu menn að standa saman að því að efla atvinnulífið í landinu. BRDÐKAUP A HOTEL SÖGU I veitingasölum okkar bjóðast margvíslegir möguleikar þegar halda skal brúðkaupsveislu. T.d. síðdegismóttaka, kaffihlaðborð eða kvöldverður. Eftir brúðkaupsveisluna geta svo brúðhjónin og þeirra nánustu notið kvöldverðar í Grillinu og/eða farið í Súlnasalinn og stigið dans. f okkar glæsilegu brúðarsvítum bjóðum við hjónunum kampavín, blóm ávexti og morgunverð upp á svítuna þegar þeim hentar. Gistinguna bjóðum við á vildarkjörum sé veislan haldin á hótelinu. Hafið samband við söludeild hótelsins og kynnið ykkur þennan möguleika á upphafi farsæls hjónabands. s. 2 9 9 o o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.