Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT ... MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 ERLENT INNLENT LítíU þorskafli Fiskaflinn í apríl var aðeins rúm 60.000 tonn en var 70.600 tonn á sama tíma í fýrra. Þorskaflinn var með allra minnsta móti eða aðeins 18.580 tonn og hefur aldrei orðið svo lítill í þessum mánuði frá árinu 1967. í fyrra var þorskaflinn í apríl 27.395 tonn og er það með árinu í ár og árinu 1985 einu skiptin sem þorskafli hefur verið minni én 40.000 tonn í aprílmánuði. Mestur varð aflinn í þessum mánuði árið 1970, 122.124 tonn, eða meira en sexfalt meira en nú. Fjárkúgun Tæplega fertugur Kópavogsbúi hefur játað að hafa kúgað fé út úr nokkrum aðilum með því að hóta að spila einkasamtöl þeirra fyrir maka eða vinnufélag þeirra. Honum tókst að hafa nokkra tugi þúsunda króna upp úr krafsinu en hann fór fram á að fá allt að 300 þúsund krónur í sumum tilfellum. Valsmenn meistarar Valsmenn tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í handknattleik karla þegar þeir lögðu FH að velli á 82 ára afmæli Vals á þriðjudag. Leikurinn fór fram í Kaplakrika og var fj'órði úrslitaleikur liðanna. Kolbeinsey minnkar Óverrja mikið hefur moinað úr ERLENT Bannið við hvalveiðum framlengt SAMÞYKKT var á ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto í Japan að framlengja bann við hvalveiðum um eitt ár. Hafði ver- ið við því búist og ósk Japaria um að fá að veiða nokkrar hrefnur við eigin strendur var einnig felld. Drógu þá Norðmenn til baka til- lögu sína um hrefnuveiðikvóta við Noreg. í mótmælaskyni við af- stöðu ráðsins gengu Norðmenn út áður en fundi lauk og talið er hugsanlegt, að þeir og Japanir segi sig úr ráðinu. Eru jafnvel taldar líkur á, að Japan, Suður- Kórea, Kína og Rússland stofni sitt eigið hvalveiðiráð og hefji veiðar í Norðvestur-Kyrrahafí. Bandaríkjamenn hafa hótað ís- lendingum, Norðmönnum og Jap- önum refsiaðgerðum hefji þeir hvalveiðar og hvetja önnur ríki til að gera það sama. Búist við dönsku já-i DANIR takast á um Maastricht- samninginn öðru sinni á þriðjudag og samkvæmt síðustu skoðana- könnunum verður hann sam- þykktur. Hefur stuðningur við hann verið að aukast og dofnað yfír andstæðingunum að sama skapi. Stjórnmálamenn vilja þó engu spá um úrslitin, minnugir niðurstöðunnar fyrir ári, en þeir og frammámenn í dönsku at- vinnulífi vara landa sína við afleið- Kolbeinsey vegna veðurs í vetur. Klettur á eyjunni austanverðri hef- ur horfið í sæ en hann var hæsti punktur eyjarinnar. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, segir að gífurlega fjármuni þurfi til að bjarga eyjunni. 112 neyðarnúmer EES-samningurinn skuldbindur íslendinga til að taka upp sam- evrópska neyðarnúmerið 112 fyrir árslok 1996. Tæknilega væri hægt að taka neyðarnúmerið 0112 í notkun nú þegar og með nýju síma- númerakerfi verður hægt að taka 0 framan af árið 1996. Pesetinn og escudosinn felldir Gengi spænska pesetans hefur verið fellt um 8% og portúgalska escudosins um 6,5%. Dagbjartur Einarsson, formaður Sölusambands íslenskra fiskfram- leiðenda segir að gengisbreytingin vegi upp á móti lækkun tolla á saltfiski í Evrópubandalaginu og valda saltfiskútflytjendum ein- hverjum búsifjum. Kjaraviðræður Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, hefur ákveðið eftir óformleg samtöl við forystumenn VSÍ og ASÍ að kalla saman fulltrúa sambandanna til fundar á mánu- daginn kl. 13. Markmiðið er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að aðilar kalli saman hinar stóru samninganefndir sínar í því skyni að gera eina tilraun enn til að ná heildarsamningum. ingum þess að fella samninginn. Segja þeir, að það þýddi gengis- lækkun, vaxtahækkun, minni skattalækkanir og meira atvinnu- leysi. Segir Serba hafna friðaráætlun BOSNÍU-Serbar ganga að kjör- borðinu um helg- ina og greiða at- kvæði um áætl- un Vance og Owens og Sam- einuðu þjóðanna um frið í landinu. Radovan Karadzic, leið- togi þeirra, spáir því, að hún verði felld og virðast þá engin úrræði vera eftir fyrir vestræn ríki nema einhvers konar hernaðaraðgerðir. Um þær er þó engin samstaða enn og litlar líkur þykja á, að Bosníu- Serbar muni gefast upp í bráð fyrir efnahagslegum refsiaðgerð- um. Síðustu daga hafa auk þess geisað harðir bardagar milli Kró- ata og múslima, einkum í borg- inni Mostar, og eru Króatar sak- aðir um sams konar þjóðernis- hreinsanir gagnvart múslimum og Serbar. Hafa fulltrúar ýmissa Evrópuríkja varað stjórnvöld í Króatíu við afleiðingum þess fyrir hana. Færeyingar ekki borgunarmenn FÆREYINGAR ráða ekki við að greiða áf erlendum skuldum þjóð- arinnar og er búist við, að þeir verði að leita á náðir Dana enn einu sinni. Er talað um, að þeir ætli að fara fram á 30 milljarða ísl. kr. styrk og Finnbogi Isaks- son, sem fer með efnahagsmál í færeysku landsstjórninni, segir, að danska stjórnin eigi ekki ann- arra kosta völ en hjálpa Færeying- um. Hafa þessi mál orðið tilefni harðra árása Framfaraflokksins danska á stjórnina og Kirsten Jacobsen, einn þingmanna hans, segir, að það nái ekki nokkurri átt, að danskir skattgreiðendur verði látnir borga fyrir gjaldþrot færeysku fyrirgreiðslupólitíkur- innar. Þar að auki hafí Færeying- ar ávallt greitt minni skatta en Danir. Bylting í verslun- arháttum í Evrópu Afsláttarverslanir, sem bjóða allt að 40% lægra verð en stórmarkaðir, eru að gjörbreyta markaðsmyndinni ÞAÐ fer lítið fyrir glæsileik- anum en afsláttarverslanirn- ar í Evrópu geta verið ánægðar með sinn hlut. Á sama tíma og stórmarkaðirn- ir hafa fengið að kenna óþyrmilega á efnahagssam- drættinum blómstra afslátt- arverslanir á borð við Aldi í Þýskalandi og Netto í Dan- mörku. Tölur um afkomuna liggja raunar ekki alltaf á lausu vegna þess, að margar þessara verslana eru í einka- eigu, en enginn vafi er á, að hlutur þeirra í þeim 340 millj- örðum dollara um það bil, sem Evrópumenn nota til matarkaupa á ári hverju, fer sífellt stækkandi. f Þýska- landi þar sem afsláttarversl- anir eiga sér lengsta sögu, hafa þær fjórðung markaðar- ins. Þetta ætti að vera stóru smá- söluverslununum mikið um- hugsunarefni enda hefur þróunin hjá þeim sjálfum gert þær veikar fyrir þess konar afsláttarverslun, sem blómstrað hefur í Þýska- landi. í mörgum Iöndum eru stóru keðjurnar að opna markaði þar sem boðið er upp á allt milli him- ins og jarðar á miklu flæmi, gjarna fyrir utan borgarmörkin; þar er nóg af bílastæðum, veit- ingahúsum, bakaríum og jafnvel boðið upp á lifandi tónlist. Full- komið eftirlitskerfi fylgist með viðskiptavinunum og verslanirnar bjóða gjarna upp á sín eigin vöru- merki. Að sjálfsögðu vilja þær fá eitthvað fyrir öll þessi herlegheit og til þess er séð með verðlagning- unni. Tilkostnaður í lágmarki Hjá þeim afsláttarverslunum, sem lengst ganga, er þessu öllu snúið á haus. Þýsku verslanirnar, sem risu upp eftir stríð, eru besta dæmið um það cn þær eru um ¦¦¦¦¦¦¦ margt frá- brugðnar þeim amerísku. I stað stórbygginga, sem aðeins er hægt að nálgast á bíl, leigja þær litla og ódýra aðstöðu á götuhornum til að kom- ast sem næst fólkinu og yfirbygg- ingin er sáralítil. I flestum afslátt- arverslunum er fátt starfsfólk og varan er seld beint upp úr kössun- um. Rekstrarkostnaðurinn er því ekki nema brot af því, sem gerist hjá stórmörkuðunum. Þýsku af- sláttarverslanirnar geta boðið allt að 40% lægra verð í sumum vöru- flokkum en stórmarkaðirnir. Aðalgaldurinn við velgengni afsláttarverslananna liggur þó í því hvernig þær haga rekstrinum frá degi til dags. Með því að tak- marka sig við tiltölulega lítið vöru- úrval gera þær dreifinguna miklu einfaldari og með því að selja aðeins þær vörur, sem mikil hreyf- ing er á, losna þær við mikið birgðahald. Algengt er, að búið sé að selja vörusendingu áður en komið er að því að greiða hana. Afsláttarverslanirnar hafa einnig nána samvinnu við framleiðendur og selja ýmsa vöru undir eigin merki. Er allur kostnaður við hana miklu minni en aðra merkjavöru með afslætti. Bestu afsláttarversl- anirnar „vinna eftir kerfi, sem gengur eins og svissneskt úr" ¦ mmmM 5 $fn ífek ' * tuSfmShi^ Ip "^''ta ** i 4 •* •* *s ***? ••¦pwiE..*- Hinn nýi verslunarmáti Afsláttarverslanirnar eru ekki ólíkar því, sem hér má sjá. Ekk- ert spennandi og flestar vörur í kössunum, sem þær komu í. Verðið getur hins vegar verið allt að 40% lægra. segir Philippe Kaas hjá OC&C- ráðgjafarfyrirtækinu í París. Þýska innrásin Þegar þýsku verslanirnar Lidl & Schwarz og Aldi höfðu full- komnað sitt eigið kerfi heimafyr- ir, fóru þær að líta út fyrir land- steinana. Urðu nágrannalöndin, Danmörk, Holland og Belgía, fyrst fyrir valinu og raunar má segja, að í Danmörku og með til- komu Netto hafi orðið skyndileg ragnarök hjá smásöluversluninni með matvöru. Síðan kom Frakk- land og nú jafnvel Spánn. Röðin er líka komin að Bret- landi. Þar var fyrir Kwik Save, afsláttarverslun af vægari teg- undinni, en óhætt er að segja, að þar sé rífandi gangur. Er árlegur hagnaður Kwik Save mikið öfund- arefni annarra verslunareigenda en fyrirhugað BAKSVIÐ Eftir Svein Sigurðsson er að opna eina Kwik Save- verslun á viku á næstunni. Velgengni Kwik Save hef- ur verkað eins og segull á afsláttarverslanirnar í Evrópu. „Fyrir þremur árum var aðeins ein Kwik Save en nú eru að minnsta kosti 13 fyrirtæki á þessum markaði," segir Henrik Gundelach, sem sér um rekstur Netto-verslananna í Bretlandi. Þær eru nú 46 talsins í Norður- Englandi og fyrirhugað er að færa út kvíarnar til Mið-Englands og Skotlands. Franska fyrirtækið Carrefour er búið að setja upp verslun í Kent og í síðasta mán- uði keypti Rewe, þýskt smásölu- fyrirtæki, sem er einnig á afslátt- armarkaðinum, 26% hlut í Budg- ens, lítilli verslanakeðju í Bret- landi. Kvíða ekki góðu dögunum Þetta sýnir vel hve auðvelt er að flytja afsláttarfyrirkomulagið frá einu landi til annars en efa- semdamennirnir halda því fram, að það hafi blómstrað í Þýska- landi aðeins vegna strangra skipulagsreglna um stórmarkaði og takmarkaðs opnunartíma þý- skra verslana. Talsmenn smásölu- verslunarinnar reyna líka að bera sig vel. J. Sainsbury, sem er stærstur í matvælasmásölunni, segir, að afsláttarverslanirnar hafi hagnast um stund á efna- hagssamdrættinum og muni að lokum éta hver annan, ekki smá- söluverslunina. Þessu vísa talsmenn afsláttar- verslananna á bug og segjast engu kvíða þótt góðu dagarnir komi aftur. Gundelach hjá Netto bendir á, að smásöluverslunin komist ekki af með minna en 6,5% hagnað en afsláttarversluninni nægir 1%. Svigrúm þeirrar síðar- nefndu er því miklu meira, hvort sem er í kreppu eðagóðæri. Þeg- ar afsláttarverslanirnar risu upp og blómstruðu í Frakklandi var þar enn mikill hagvöxtur. Verðstríð á öllum sviðum Til þessa hafa afsláttarverslan- ir að mestu takmarkað sig við matvælin en Aldi býður stundum upp á fatnað á lágu verði í auglýs- ingaskyni. Það er líka sennilegt, að verðstríðið breiðist fljótt út til annarrar vöru enda eru þegar komin til sögunnar svokallaðir lagerklúbbar. Félagar í þeim greiða sitt árgjald en fá í staðinn að kaupa vömna á heildsöluverði. Costco, þriðja stærsta lagerklúb- bakeðjan í Bandaríkjunum, og Nurdin & Peacock, bresk heild- sala, ætla að stofna klúbba í Bret- landi. Það er vandséð hvernig smá- söluverslunin á að bregðast við þessu en einn möguleikinn er að tengjast afsláttarversluninni. Það gerði Carrefour í Frakklandi þeg- ar það stofnaði Erteco um miðjan síðasta áratug. Erteco er nú með 400 verslanir og á síðasta ári jókst salan um þriðjung. Asda og Gateway, tvö bresk smásölufyrir- tæki, eru að þreifa fyrir sér á þessu sviði en byrjunin getur ver- ið erfið. Sem dæmi má nefna, að það var fyrst í fyrra, að rekstur Erteco var á sléttu. Uppgangur afsláttarverslana í Evrópu er að valda byltingu og gjörbreyta matvælaversluninni í sinni gömlu mynd. Við því reyna sum smásölufyrirtækin að bregð- ast með því að sameinast fyrir- tækjum í öðrum löndum í þeirri von, að hagkvæmni stærðarinnar hjálpi upp á sakirnar, en líklegt er, að önnur verði afsláttarversl- uninni auðveld bráð. (Heimild: The Economist)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.