Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993 -:> SUNNUDAGUR 16/5 i SJÓNVARPIÐ 9.00 DMD|IJICCy| ?Morgunsjón- UHHRHLrnl varp bamanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Heiða Þýskur teiknimyndaflokkur eftir sögum Jóhönnu Spyri. Leikradd- ir: Sigrún Edda Björnsdóttir. (20:52) Leikföng á ferðalagi Brúðuleikur eftir Kristm Harðarson og Helga Þorgils Friðjónsson. Hanna María Karlsdóttir les. Frá 1986. Þúsund og ein Ameríka Spænskur teikni- myndaflokkur sem fjallar um Amer- íku fyrir landnám hvítra manna. Leikraddir: Aldís Baldvinsdóttir og Halldór Björnsson. (21:26) Sagan af Pétri kanínu og Benjamín héra Bresk teiknimynd, gerð eftir sögu Beatrice Potter. Þýðandi: Nanna Gunnarsdóttir. Leikraddir: Edda Heiðrún Backman. (1:3) Sfmon í Krítarlandi Breskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi: Edda Kristjáns- dóttir. Lesari: Sæmundur Andrésson. (4:25) Felix köttur Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi: Ólafur B. Guðnason. Leikraddir: Aðalsteinn Bergdal. (18:26) 10.40 ? Hlé 15.30 ?Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Annar þáttur: Fjósamenn á fiski- slóð Þátturinn var á dagskrá 9. maí en vegna hljóðgalla í útsendingu ' verður hann endursýndur. 16.45 ?Á eigin spýtur Smíðakennsla í umsjón Bjarna Ólaíssonar. í þessum þætti verður sýnt hvernig smíða má garðhlið. Framleiðandi: Saga film. 17.00 ?Norræn messa frá Færeyjum Upptaka frá norrænni guðsþjónustu sem haldin vár í Kristjánskirkju í Klakksvík í Færeyjum. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.00 ?Jarðarberjabörnin (Markjordbær- barna) Þáttaröð um bðrnin Signe og Pál. Signe á von á litlu systkini og í þáttunum er fjallað um hvernig hún upplifir breytinguna sem er að verða á högum fjölskyldunnar. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. Lesari: Edda Heiðrún Backman. (Nordvision - Norska sjónvarpið) (3:3) 18.30 ?Fjölskyldan í vitanum (Round the Twist) Ástralskur myndaflokkur um ævintýri Twist-fjölskyldunnar sem býr í vita á afskekktum stað. Þýð- andi: Guðni Kolbeinsson. (3:13) 18.55 ?Táknmálsfréttir 19.00 hfCTTID ?Roseanne Banda- PlLl IIIH rískur gamanmynda- flokkur. Aðalhlutverk: Roseanne Arnold og Jobn Goodman. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. (3:26) 19.30 ?Auðlegð og ástríður (Tbe Power, the Passion) Ástralskur framhalds- myndaflokkur. (111:168) 20.00 ?Fréttir 20.30 ?Veður 20.35 ?Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá Christianshavn) Sjálfstæðar sógur um kynlega kvisti, sem búa í gömlu húsi í Christianshavn í Kaupmanna- höfn og næsta nágrenni þess. Þýð- andi: Olöf Pétursdóttir. (15:24) 21.05 ?Þjóð i hlekkjum hugarfarsins Þriðji þáttur: Helvíti Húsavikur- Jóns Heimildamynd í fjórum þáttum um þjóðlíf fyrri alda. Hungursneyð og kuldi hrjáðu íslendinga um aldir, langvarandi örbirgð ól á harðneskju og mótaði þjóðarsálina. Þulir: Róbert Arnfinnsson og Agnes Johansen. -' Handrit og klipping: Baldur Her- mannsson. Kvikmyndataka: Rúnar Gunnarsson. Framleiðandi: Hringsjá. 21.55 Vlf|ir||V||n ?Úlfaldinn og mý- nllnMInllflugan (The Mo- untain and the MoIehiII) Bresk sjón- varpsmynd sem gerist á Englandi árið 1944. Upplýsingar um fyrirhug- aða innrás í Normandí hafa lekið út. Breska leyniþjónustan fær málið til meðferðar og beinist athygli hennar að einkaskóla í Kent. Leikstjóri: Moira Armstrong. Aðalhlutverk: Michael Gough og Michael QuiII. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. CO » .................... 23.10 ?Gönguleiðir Gengið verður um Festarfjall, Húshólma og Selatanga í fylgd Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar. Umsjónarmaður þáttarins er Jón Gunnar Grjetarsson og Björn Emils- son stjórnaði upptökum. Aður á dag- skrá 13. júlí 1989. 23.25 ?Útvarpsfréttir í dagskráriok STÖÐ tvö 900RAPUAFFUI ? sk°gará!farnir DHRnHLrni Teiknimynd með íslensku tali fyrir yngstu börnin. 9.20 ?Magdalena Teiknimynd um litla stelpu sem er í klausturskóla í París. 9.45 ?Umhverfis jörðina í 80 draumum Ævintýralegur teiknimyndaflokkur með íslensku tali. 10.10 ?Samson og Dalíla Teiknimynd. 10.35 ?Ferðir Gúllívers Gúllíver og vinir hans lenda í spennandi ævintýrum. 11.00 ?Kýrhausinn Nýr, fróðlegur ís- lenskur þáttur fyrir börn á öllum aldri. 11.20 ?Ein af strákunum Teiknimynd um stelpu sem reynir fyrir sér í blaða- mennsku. Lokaþáttur. 11.40 ?Kaidir krakkar (Runaway Bay) Spennandi, leikinn myndaflokkur fyrir börn og unglinga. (7:13) 12.00 ?Evrópski vinsældalistinn (MTV — The European Top 20) Hressilegur tónlistarþáttur þar sem kynnt eru 20 vinsælustu lög Evrópu. 13.00 íhDnTTID ?NBA-tilþrif (NBA IrllU I Illf Action) Liðsmenn NBA-deildarinnar teknir tali. 13.25 ?Handbolti íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar fer yflr stöðu mála í íslandsmótinu í 1. deild karla í hand- knattleik. 13.55 ?ítalski boltinn Bein útsending frá leik AC Milan og Roma í fyrstu deild ítölsku knattspymunnar. 15.45 ?NBA-körfuboltinn Einar BoIIason lýsir leik Phoenix Suns og Los Angel- es Lakers í NBA-deildinni. 17.00 ?Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) Myndaflokkur um hina góðhjörtuðu Ingalls-fjölskyldu. 17.50 ?Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt- ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi. 18.00 ? 60 mínútur Bandarískur frétta- skýringaþáttur. 18.50 ?Mörk vikunnar Leikir vikunnar skoðaðir og valið besta markið. 19.19 ?19:19 Fréttir og veður. 20.00 ?Bernskubrek (The Wonder Years) Bandarískur myndaflokkur um Kevin Arnold, fjölskyldu hans og vini. 20.30 ?Hringborðið (Round Table) Loka- þáttur myndaflokks um ungt fólk í löggæsluliði höfuðborg Bandaríkj- anna. (7:7) 21.20 tflf|tf|JY||n ?Flóttamaður A11nm I RU meðal okkar (Fugitive Among Us) Mannleg og raunsönn spennumynd um uppgjör tveggja manna; lögreglumanns sem er á síðasta snúningi í einkalífinu og glæpamanns sem hefur ekki stjórn á gerðum sínum. Lögreglumanninum Max Cole er falið að hafa uppi á manni sem misþyrmdi ungri konu á hryllilegan hátt. Max verður heltek- inn af hugsuninni um að ná ofbeldis- manninum og gefur sér engan tíma til að fást við aðkallandi erfiðleika í einkalífí sínu. Eltingarleikurinn berst víða og Max getur ekki varist þeirri hugsun að ef til vill ef hann ekki einungis sá sem eltir heldur einnig maður á flótta. Aðalhlutverk: Peter Strauss, Eric Roberts og Elizabeth Pefía. 1992. Bönnuð börnum. 22.50 ?Charlie Rose og Jessye Norman Fyrrum blaða- og sjónvarpsfrétta- maðurinn Charlie Rose tekur á móti Jessye Norman. 23.40 tflfltf||Y||n ?Kveðjustund H1 IIMI IRU (EVery Time We Say Goodbye) David Bradford, bandarískur orrustuflugmaður, verð- ur' ástfanginn af ungri gyðinga- stúlku. Ástarsamband þeirra mætir mikilli andstöðu fjölskyldu hennar og bræður hennar ganga í skrokk á David. Þegar David er færður á víg- völlinn í Afríku fellst stúlkan á að giftast manni sem hún elskar ekki. David fréttir af ráðahagnum og hans eina úrræði til að endurheimta ástina sína er að fljúga til hennar eins hratt og auðið er. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Christina Marsillach, Bene- dict Taylor, Anat Atzmon og Gila Almagor. Leikstjóri: Moshe Mizrahi. 1986. Lokasýning. Maltin gefur •k-k'A. Kvikmyndahandbókin gefur • •. 1.15 ?Dagskrárlok Auðlegð og ástríður - Þættírnir verða nú sýndir tvisvar í viku. ' Fjölskylduuppsteyt í fjarveru Gordons Sjónvarpið tekur Auölegö og ástríður afturtil Sýningar SJONVARPIÐ KL. 19.30 Sýning- ar á ástralska framhaldsmynda- flokknum Auðlegð og ástríðum hefjast aftur eftir stutt hlé sunnu- daginn 16. maí og framvegis verða þættirnir sýndir tvisvar í viku, á sunnudögum og fimmtudögum klukkan 19.30. Þegar hafa 110 þættir verið sendir út en 58 þættir eru enn ósýndir. Það gengur ýmis- legt á hjá blessuðu fólkinu. Gordon gamli er búinn að vera lengi í burtu vegna veikinda og fjölskylda hans^ notar tækifærið til að gera upp- steyt, til dæmis er ekki loku fyrir það skotið að Rebekka og Kane láti til skarar skríða og skilji loks- ins. Jóhanna Þráinsdóttir þýðir þættina. Að gera konuna hamingjusama Karen í Bernskubrek- um aetlar að gifta sig STOÐ 2 KL. 20.00 Látlaus athöfn hjá borgardómara, blómabarnagift- ing úti í skógi eða kirkjubrúðkaup með öllu tilheyrandi? Karen, systir Kevins Arnold, og unnusti hennar, Michael, eru sammála um að þau elski hvort annað og vilji bæði gift- ast en geta ekki komist að sam- komulagi um „tæknileg atriði" brúðkaupsins. Samræður þeírra um athöfnina og merkingu hjónabands- ins leysast upp í rifrildi og til þess að þau nái sáttum verður Michael að átta sig á því sem allir eigin- menn ættu að vita - að tilgangur lífsins er að gera konuna sína ham- ingjusama! Asdís Skúldadóttir Karólína Matthildur drottning var gerð landræk Fimmti þáttur Ásdísar Skúladóttur um Drottningar og ástkonur í Danaveldi RÁS 1 KL. 16.05 í þessum þætti segir frá ensku prinsess- unni Karólínu Matthildi, sem var dóttir prinsins af Wales, og systir Georgs þriðja Englands- konungs. Hún var aðeins 15 ára þegar hún var neydd til að giftast Kristjáni sjöunda Dana- konungi. Þau höfðu aldrei sést þegar þau giftust og hún hafði ekki hugmynd um að hann væri geðsjúkur maður, sem hefði þann sið að sækja heim fjörugustu búllurnar og sið- spilltustu pútnahúsin í Kaup- mannahöfn og skemmta sér með konum eins og Stíg- véla-Katrínu. Karólína Mat- thildur var drottning Danmerk- ur í sex ár, en þá voru börnin hennar tekin af henni og hún gerð landræk vegna ástar- sambands síns við Jóhann Frið- rik Struensee greifa. Hann var telrinn af lífi á hroðalegan hátt, í miðaldastíl, sakaður um land- ráð. Hún andaðist í höllinni Celle í Hannover 10. maí 1775. Allar hennar hugsanir voru bundnar börnunum sem af henni voru tekin og hún andaðist með nöfn þeirra á vörum sér. Helvíti Húsavíkur-Jóns Þriðji þáttur heimilda- myndaflokk- sins Þjóðar í hlekkjum hugarfarsins SJÓNVARPIÐ KL. 21.05 Heim- ildamyndaflokkur Baldurs Her- mannssonar, Þjóð í hlekkjum hug- arfarsins, hefur vakið mikið umtal og um ágæti hans sýnist sitt hverj- um. Ýmsir hafa fagnað því að loks sé ljósi varpað inn í skúmaskot sög- unnar og telja ástæðulaust að þegja yfir þeim ófögnuði sem þar leynist, en aðrir vilja meina að í þáttunum sé veist að máttarstólpum samfé- lagsins með ófrægingum og til- hæfulausri bakmælgi. Þegar hafa verið sýndir þættirnir Trúin á mold- ina og Fjósamenn á fiskislóð og nú er komið að þeim þriðja sem nefn- Helvíti Húsavíkur- Jóns - Hrólf- ur Hjaltason í hlutverki Húsavíkur- Jóns. ist Helvíti Húsavíkur-Jóns. Þar er lagt út af þjóðsögu sem segir að hinn alræmdi fantur Húsavíkur-Jón hafi barið upp á í himnaríki þegar dagar hans á jörðu voru taldir. Lykla-Pétur tók honum fálega, sagði hann allt of vondan mann til að fá þar inni og benti honum á að vænlegra væri fyrir hann að beiðast vistar í neðra. Þangað fór Jón en fékk litlu hlýlegri móttökur. Kölski kvaðst ekki geta hýst slíkt varmenni en gaukaði að Jóni tað- flögu og ráðlagði honum að stofna sitt eigið víti.' Jón þóttist lítinn eld geta gert af einu skitnu sparði en myrkrahöfðinginn sagðist sjálfur hafa byrjað með minna. Svo fór að Jón stofnaði sitt eigið víti. Þar dvelja þeir menn, sem eru svo af- taka vondir, að sjálfur kölski vill ekki hafa þá. En hvar er þetta víti, hverjir búa þar og hver er hann í raun og veru, höfðinginn Húsavík- ur-Jón? Um hann og þetta nýj'a voðavíti er fjallað í þættinum. Þulir eru Agnes Johansen og Róbert Arnfinnsson, Rúnar Gunnarsson kvikmyndaði og Baldur Hermanns- son skrifaði handritið og klippti jafnframt þáttinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.