Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 14
14 -r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAl 1993 Danir greiða á ný þjóöaratkvæöi um Maastricht-samkomulagið Brussel". eftir^ Sigrúnu Davíðsdóttur, Kaupmannahöfn NÚ ÞEGAR komið er að þjóðaratkvæðagreiðslu í Dan- mörku um þátttöku Dana í næsta áfanga EB-samvinn- unnar eru bæði meðmæltir og mótmælendur sammála um~eitt atríði: Hvernig sem allt fei*, hvort sem svarið verður af eða á, þá er óvíst hvernig evrópsk samvinna á eftir að þróast nákvæmlega næstu árin. Maastricht- samkomulagið er ekki nein framkvæmdaáætlun í smá- atriðum, heldur rammi sem löndin geta nýtt sér til að hnýtast nánari böndum. Og þau geta áfram verið ósam- mála og ósamstiga svo óvíst er hvernig einstökum atrið- um reiðir af, eins og til dæmis sameiginlegum gjaldm- iðli. En fyrst er að sjá hver örlög samkomulagið sjálft hlýtur og þar vega úrslitin í Danmörku þungt. Andstæðingar Maastricht-samkomulagsins lýstu Evrópubandalaginu sem samkomu svínslegra aurapúka á hátíðinni „Rokk gegn Hvað felst í Maastricht- samkomulaginu og hver eru Edinborgarákvæðin? Með Maastricht-samkomulaginu mun Evrópubandalagið breytast í Evrópusambandið. Þó undirstaða þess sé sameiginleg efnahagsstefna til að treysta efnahagsöryggi land- anna, sameiginleg utanríkis- og ör- yggisstefna til að styrkja varnir og stöðu landanna út á við og aukin samvinna varðandi glæpi, innflytj- endur og réttarfar til að styrkja lönd- in inn á við, þá er fjarri því að sam- bandið sé þar með orðið sambands- ríki. Enginn vafí er á að öfl innan EB kjósa þá þróun, en samvinnan hefur varla gengið svo ljúflega fyrir sig hingað til að það sé í augsýn. Þegar Uffe Ellemann-Jensen, þá- verandi utanríkisráðherra, skrifaði undir Maastricht-samkomulagið í samnefndum bæ, ásamt evrópskum starfsbræðrum sínurh, var hann spurður hvort hann héldi að Danir segðu já við því. Eftir stutta kúnst- pásu sagði ráðherrann með vinsam- legum þunga: „Þeir segja já takk?." Honum skeikaði ögn þar. En þrátt fyrir öll orð fyrir atkvæðagreiðsluna um samkomulagið um að Danir yrðu aðeins spurðir einu sinni, þá varð raunin önnur. Nú kjósa Danir reynd- ar ekki um sjálft samkomulagið, heldur um dönsk sérákvæði, kennd við Edinborg, þar sem hin EB-löndin lögðu blessun sína yfír þau. Ef þeir samþykkja sérákvæðin getur danska þingið staðfest samkomulagið, því þau eru fyrirvarar um að Danir muni ekki taka þátt í tilteknum atrið- um þess. Eftir höfnun Dana í fyrra komust danskir stjórnmálamenn að þeirri niðurstöðu að landar þeirra væru tortryggnir gagnvart sameiginlegum Evrópugjaldmiðli, varnarsamstarfi og sambandsborgararéttinduni, hlið- stæðum ríkisborgararétti. Maastric- ht-samkomulagið gerir reyndar ráð fyrir að einstök lönd geti hafnað gjaldmiðlinum og að varnarsamstarf- ið sé valfrjálst, en með sérákvæðun- um hafa Danir þegar hafnað þessu. Ákvæðin um borgararéttinn slá því föstu að aðrir EB-borgarar geti ekki notið sömu réttinda í Danmörku og danskir ríkisborgarar. Auk þess er í sérákvæðunum yfirlýsing um að stefna beri að því að sem flestar ákvarðanir verði teknar heinla fyrir og að stjórnsýsla EB skuli vera opin og lýðræðisleg. Sérákvæðin hafa verið sett ofan á samkomulagið og það er um þau, sem Danir kjósa á þriðjudaginn. Ákvæðin gilda fyrir Dani. Hingað til hefur verið ófrávíkjanleg regla innan EB að löndin sætu öll við sama borð, en ákvæðin hafa breytt þessu. Nú er spurt hvaða áhrif þau hafi fyrir þær þjóðir, sem eru að undirbúa aðildarumsókn. Norðmenn setja meðal annars skilyrði varðandi físk- veiðar og olíu. Danskir stjórnmála- menn svara loðið um undanþágu- möguleika, sem Danir hafi fengið vegna góðrar frammistöðu og sam- starfs, en þeir séu hins vegar fullir skilnings á sérstöðu einstakra landa. Það er hins vegar hætt við að Norð- menn geti ekki leyst sín mál með utanábyggingu við Maastricht-sam- komulagið, því þeirra varnaglar snú- ast um áþreifanlega hagsmuni. VUjið þið hjálpa Rússum hér eða heima fyrir? — Viljið þið hærri eða lægri skatta? í fyrra voru pólitísk rök áberandi í baráttunni fyrir samkomulaginu. Uffe Ellemann-Jensen var í farar- broddi ogjafnaðarkonan RittBjerre- gaard stóð dyggilega við hlið hans. Þeim var hugleikið að sannfæra Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra: „Traustur efnahag- ur aðeins tryggður með já-i." landa sína um að upplausnin í Aust- ur-Evrópu kallaði á kröftugan og samræmdan stuðning til að styrkja uppbygginguna þar og hindra óreiðu, sem gæti opnað leiðir fyrir öfgaöfl og andlýðræðissinna. Betra væri að styðja þessar þjóðir heima fyrir en taka á móti flóttamannastraumi það- an. En sameinað Þýskaland var einn- ig ofarlega á baugi og skaut mörgum Dönum skelk í bringu. Meðmælendur samkomulagsins bentu eindregið á að betra væri að vera með þeim í hópi fleiri ríkja, en láta allt leysast upp og horfa á Þjóðverja stika vel- ferðarveginn án tillits til nágrann- anna. í ár leiðir ný stjórn baráttuna undir forsæti jafnaðarmanna og hún höfðar til nærtækari hluta. Kjósend- um hefur æ ofan í æ verið bent á að já hafí í för með sér skattalækkanir og fátt á jafn greiðan aðgang að huga Dana en þetta lausnarorð. Þannig hefur umræðan verið færð nær peningapyngju hvers og eins. í ávarpi í lok fyrirsþurnar- og kynning- arþáttar jafnaðarmanna í vikunni sagði Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra að traustur efnahagur væri eini trausti grundvöllurinn fyrir áframhaldandi velmegun og yrði að- eins tryggður með já-i. Ef danskir stjórnmálamenn hefðu ekki á sínum tíma skuldbundið sig til að láta greiða þjóðaratkvæði um alla megináfanga Evrópusamstarfs- ins hefði allt gengið slétt og fellt fyrir sig, því síðan Danir gengu í Efnahagsbandalagið 1972 hefur ver- ið öruggur þingmeirihluti fyrir öllu, sem fylgt hefur í kjölfar þess. Nú styðja um níutíu prósent þingmanna sérákvæðin. Líkt og í Bretlandi hefur Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum utanríkisráðherra: „Þeir segja já takk." framvindan hér sýnt að ef hlutverk stjórnmálamanna er að marka stefnu og fá kjósendur til að slást í hópinn, þá hefur þeim ekki lánast það vel. Danskir stjórnmálamenn geta að mestu kennt sjálfum sér brösóttan árangur við að telja kjósendur á sitt band. Þegar í Rómarsáttmálanum 1957 var hinn pólitíski tónn sleginn. Ætlunin var að njörva aðildarríkin fastar saman með árunum, þó fæst- um dytti í hug að Austur-Evrópu- löndin myndu sækja um inngöngu sisona. Danskir stjórnmálamenn hafa hins vegar alla tíð verið óða uppteknir af því að sannfæra kjós- endur um að þó efnahagsbandalag breyttist í Evrópubandalag, sem breyttist í Evrópusamband, þá væri samstarfið einungis lauslegt og Dan- mörk réði sér auðvitað alveg sjálf. Hinn pólitíski þáttur var ekki rædd- ur, heldur látið sem Rómarsáttmál- inn væri forskriftin að hjálpar- og stuðningssamtökum fyrir bændur og fískimenn og verslunarleið fyrir danskar afurðir. Það var ekki svo lítill tími sem fór í það síðasta ár "fyrir Poul Schluter, þáverandi for- sætisráðherra, að endurtúlka orð sín frá 1986 um að öll áform um Evrópu- sambandið væru steindauð. Hvort sem menn vilja kalla þetta ónákvæm- an eða óheiðarlegan málflutning, þá hefur hand vafalaust ruglað kjósend- ur í ríminu. í umræðunum er iðulega spurt hvort Danmörk missi eitthvað af sjálfstæði sínu við veruna í EB. Af þvi að stjórnmálamenn hafa forðast að viðurkenna eðli þess Evrópusam- starfs, sem stefnt er að, og heldur kosið að undirstrika sjálfstæði Dana hefur þeim veist erfitt að sveigja athygli kjósenda að því að sjálfstæði felist ekki síður í að geta verið með í að ákveða aðstæður á mikilvægustu mörkuðum sínum. Ef Danir óski áfram að vera verslunar- og við- skiptaþjóð, þá eru þeir mjög háðir öðrum löndum. Þá sé spurningin hvort þeir vilji hafa áhrif á þá er- lendu þætti, sem þeir eigi lífsafkom- una undir. Andstæðingar samkomu- lagsins hafa byggt málflutning sinn mjög á þjóðernislegum skírskotunum um sjálfstæði og sjálfsákvörðunar- ¦ rétt, sem áðurnefnd óklárheit hafa auðveldað. Einnig hefur þeim verið hugleikið að sá efa í huga kjósenda um lagalegt gildi sérákvæðanna. Hvað tekur við? Óvissan um hvernig EB þróast er ótvíræð og um leið hvert hlutverk þess verður. Austur-Evrópulöndin horfa bænaraugum í vesturátt og þurfa ekki að kvarta yfir skorti á hvatningarorðum í sinn garð. Á nýaf- staðinni ráðstefnu í Kaupmannahöfn um þróunina austur frá mátti þó glöggt greina nokkra óþolinmæði, því þrátt fyrir yfirlýstan vilja hefur EB ekki tekist að skrúfa saman skipulega stuðningsáætlun. Kannski er það heldur ekki lausnin, því ein- stök lönd eru misjafnlega á sig kom- in. Hins vegar benda þau óspart á þann tvískinnung, sem komi fram í tali um efld viðskipti annars vegar og tollamúra hins vegar. Annað stórmál fyrir EB-löndin, og þá einkum þau minni, er hvernig ákvörðunarrétti einstakra landa verður háttað í framtíðinni. Eins og er hafa löndin neitunarvald, sem sjaldan er notað, því þau koma sér saman um hlutina fyrirfram. í fram- tíðinni verða væntanlega teknar upp meirihlutaafgreiðslur og þá gæti komið upp togstreita milli litlu og stóru landanna. Og ef fleiri lönd bætast við, til dæmis Svíþjóð, Finn- land, Noregur og svo Austur-Evrópu- lönd, þá stækkar hinn opni markað- ur, en sjónarmiðunum fjölgar og hagsmunum líka. Ef Danir hafna sérákvæðunum, þá þurfa hin löndin ellefu að sníða Maastricht-samkomulagið upp á nýtt. Þó að Danir geri hinum EB- löndunum mögulegt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist, þá er enn mjög óljóst hvert sú leið liggur, bæði hvað varðar samvinnu innan Evrópu, en einnig hvernig styrkt vald EB kemur fram út á við, til dæmis í samskiptum við Bandaríkja- menn og Iöndin fyrir botni Miðjarðar- hafs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.