Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIB .SUNNUDAGUR 16. MAI 1993 ií í, Magdalena Kristinsdóttir, segir að framtíðin verði að skera úr um gæði þess fatnaðar sem seldur er í Vero Moda. „Það er í sjalfu sér jákvætt að konur hafi tækifæri til að kaupa ódýran fatnað, en framtíð- in verður að skera úr um endingu þess fatnaðar sem er seldur á svona lágu verði. Þessi fatnaður er tekinn inn í mjög stórum pöntunum og því er verðið lágt. Vero Moda er ný bóla og hefur því líklega tímabund- in áhrif. Ég get ekki sagt um það hvort verðið lækki hjá mér því ég er með allt aðrar vörutegundir. Við erum með hágæðavöru, tökum að- eins inn eina flík í hverju númeri og reynum að hafa hana á viðráðan- legu verði. Það er reynsla mín að þegar konur kaupa sér fina spari- kjóla vilja þær helst ekki mæta annarri hverri konu í samskonar kjól." Annar eigandi Vero Moda á Is- landi, Margrét Jónsdóttir, segir að verðlag verði áfram það sama í versluninni og að konur þurfi ekki að óttast að vera allar eins klæddar. „Við erum ekki með sömu vör- urnar í báðum verslunum og úrval- ið er svo mikið að það er engin ástæða til að ætla að konur sem kaupa vörur hjá okkur verði allar eins klæddar. En þegar ég sel ga- berdinedragt á tæpar þrjú þúsund krónur, kaupi ég ekki inn eina held- ur margar, því þetta eru ekki módel- föt. Við fáum nýjar vörur á hverjum fimmtudegi, oft ný snið og liti. Við fáum kannski pils frá einu fyrir- tæki og blússu frá öðru, þannig að möguleikarnir eru óendanlegir. Vegna hagstæðra innkaupa er verð- ið lágt og svo erum við með sann- gjarna álagningu sem hefur skilað sér." Ríkar konur Álagning á fatnaði er mikið leyndarmál á íslandi. Hvorki Neyt- endasamtökin né Samkeppnisstofn- un gátu nefnt ákveðnar tölur í því sambandi, en þar töldu menn að algengt væri að tvöfalda innkaups- verðið og bæta síðan gjöldum á það. Neytendur sem tengdir eru kaupmönnum fullyrtu að oftast væri um 100 til 300% álagning á kvenfatnaði hér á landi. Ekkert fæst staðfest í þeim efn- um en þegar samskonar kjóll kostar kr. 14.000 í einni búð en 10.000 í annarri, renna tvær grímur á neyt- andann. Mýmörg dæmi er um mis- munandi álagningu á samskonar vörum bæði á Laugavegi og í Kringlunni og því getur það orðið ansi tímafrek iðja að gera hagstæð innkaup. Guðrún Þorkelsdóttir, eigandi barnafataverslunarinnar Hjartans, segir í viðtali á viðskiptasíðu blaðs- ins, að hún trúi því að vöruverð fari lækkandi. Það sé líka kreppa erlendis og verslanir þar verði að bjóða okkur vörur á betri kjörum en áður þrátt fyrir smæð íslenska markaðarins. Eftir verði að dæma í sumum verslunum virðist þó slíkt ekki hafa gerst, því dýrar kvenfataverslanir eru margar í Reykjavík. Nú er það álit margra verslunareigenda að til sé stór hbpur kvenna sem vilji að- eins hágæðavöru og hafi það rúm fjárráð að þær muni ekki um að kaupa sér dragt á 40 til 50 þúsund krónur. Jafnframt er nefnt í því sambandi að það séu einkum efna- litlar konur sem versli í Vero Moda. Goðsögnin um ríku konuna sem kaupir aðeins fatnað í rándýrum tískuhúsum er þó varhugaverð, því ríkar konur eru oft kænar í inn- kaupum. Líklega hafa þær margar orðið ríkar einmitt með því að versla í búðum eins og Vero Moda. Gæða- vörur þurfa ekki endilega að vera á yfirnáttúrulega verði eins og hér hefur tíðkast. Það vita konur sem hafa verslað erlendis og hafa á annað borð eitthvert vit á peningum og fatnaði. Vero Moda getur því haft afgerandi áhrif á kvenfata- verslun á íslandi, því þegar konum stendur til boða að kaupa vörur á hagstæðu verði hér heima og geta einnig farið í innkaupaferðir til út- landa, verður æ erfiðara að selja þeim vörur sem þær telja of dýrar miðað við gæði. Það fer ekki fram hjá þeim sem þræða kvenfataverslanir á Lauga- vegi og í Kringlunni að fáir við- skiptavinir eru í verslunum miðað við hópinn sem er í Vero Moda og hlýtur það að hafa áhrif á viðskipt- in. Marta Bjarnadóttir, sem er eig- andi verslananna Evu, Centrum og Galleri, segir að ekki sé tímabært að meta áhrif Vero Moda á við- skipti í öðrum verslunum. „Ég á eftir að sjá hver ending og gæði þessarar vöru verður og hvort verð- ið verði áfram svona lágt. Vero Moda veitir okkar verslunum ekki beina samkeppni þó svo hún taki einhver viðskipti frá okkur. Ég get ekki sagt um það hvort verð komi til með að lækka hjá okkur. Við erum alltaf að berjast við að vera með eins lágt verð og við getum, ertda eru tímarnirþannig núna að flestir reyna það. Ég fæ ekki betur séð en að verðið í Vero Moda sé undir raunverði og á ég eftir að sjá hvert framhaldið verður." Innkaupaferill kvenna Eigandi tískuverslunarinnar Gala, María Skagfjörð, segir að Vero Moda muni líklega helst hafa áhrif á verslanir sem eru með vörur í svipuðum verðflokki. „Ég er með dragtir sem kosta frá 25-50 þús- und krónur, svo það segir sig sjálft að viðskiptahópur minn er annar. Að vísu skal ég viðurkenna að stúd- entum sem komu í stórum hópum áður hefur fækkað. Ég held að þær vörur sem seldar eru í Vero Moda séu einkum keyptar af efnalitlu fólki eins og ungum konum sem eru til dæmis að byggja og hafa ekki mikil fjárráð. Konur eru nú yfirleitt viðkvæmar fyrir því að láta sjá sig í flíkum sem margir klæð- ast, eins og maður hefur frétt úr fermingarveislum þar sem fjórar til sex konur eru í samskonar kjólum. Hins vegar finnst mér þetta ánægjulegt framtak hjá þeim í Vero Moda, það er um að gera að hafa allt í gangi. En í sambandi við verð, er ég með þannig vöru að þótt ætti mig lifandi að drepa gæti ég ekki lækkað það meira. Það getur þó vel komið til greina að ég taki inn aðrar vandaðar vörur á lægra verði og hafi þær með. Ég held að verslanir eins og Hagkaup, sem eru með svipaðar vörur og Vero Moda, hljóti að fara illa út úr þessu dæmi. En það gengur aldrei að allar versl- anir séu með sömu vörur á sama verði." Jón Ásbergsson forstjóri Hag- kaups, segir að sér þyki það ekkert ólíklegt að þær konur sem versli í Vero Moda séu einnig viðskiptavin- ir þeirra. „Við höfum aldrei verið sterkir í þessum almenna hvers- dagsfatnaði kvenna, þannig að ég lít ekki svo á að þetta sé veruleg ógnun við okkar sölu. Hins vegar finnst mér það ánægjulegt að hefð- bundnar skoðanir manna á inn- kaupaferli kvenna eru ekkert endi- lega réttar. Því hefur verið haldið fram að konur keyptu ekki vörur sem kæmu í miklu magni og að þær vildu ekki láta sjá sig í samskonar fatnaði. í Vero Moda koma þær í hópum og kaupa sömu vöruna. Þetta eru því ánægjuleg tíðindi fyr- ir okkur sem viljum selja vörur í einhverju magni." I sambandi við hugsanlega verð- lækkun segist Jón líta á Vero Moda sem samkeppnisaðila og að Hag- kaup muni gera ráðstafanir í sam- ræmi við það. „Ég geri ekki ráð fyrir að við munum lækka verð, heldur flokka saman þær vörur sem eru sambærilegar þeim í Vero Moda, þannig að viðskiptavinir sjái hvaða úrval við höfum fram að færa. Verslun sem Vero Moda er af hinu góða og ég vona að áhrif hennar verði slík að það dragi úr innkaupaferðum til útlanda. Að sumu leyti er þetta tímanna tákn, þarna kemur inn erlendur aðili sem hannar, lætur sauma og selur í ákveðnar búðir, og nær þar með hagkvæmum innkaupum. Það er ekki ólíklegt að sala á íslandi fari í þennan farveg." Allar eins klæddar? Eigandi verslunarinnar Joss, SVAR VHIINNKAUPAFERÐUM „MÉR finnst Vero Moda vera mjög jákvætt framtak," segir Kolbrún Davíðsdóttir hár- greiðslusveinn, þegar hún er spurð hvaða þýðingu verslun með svo lágt vöruverð hafi fyrir hana. „Þessi verslun kemur sér vel fyr- ir konur sem hafa fram að þessu þurft að kaupa fatnað á alltof háu verði hér heima og ég efast ekki um að hún hristi upp í öðrum kaup- mönnum. Þetta framtak er svar við innkaupaferðum til útlanda. Okkur hefur alltaf verið talin trú um það að ekki sé hægt að flytja inn vörur nema á svo háu verði, en svo sanna eigendur Vero Moda að annað sé hægt. Eg hef í tvígang farið í verslanir Vero Moda og sé að það er auðveld- lega hægt að fata sig upp fyrir lít- inn pening. Vegna örtraðar gat ég ekki verslað mikið en er ánægð með það sem ég keypti. Það eina sem ég get sett út á er þjónustan. Við komum þarna þrjár konur og ætluðum að fínna fatnað fyrir sex konur til að nota á vinnustað, en hrökkluðumst út aftur þvi við feng- um enga þjónustu. Það var ekki mikið að gera á því augnabliki sem við komum inn, en afgreiðslustúlk- Kolbrún Daviðsdóttir hárgreiöslusveinn an vildi ekki aðstoða okkur. Sagði að það væri svo mikið af vörum til að það væri best fyrir okkur að leita bara sjálfar. Þótt verslun sé vinsæl, verður að veita þjónustu. En það er hægt að gera þarna Morgunblaðið/Þorkell frábær kaup og það er gaman að koma þarna inn og þurfa ekki að hugsa lengi um hvort maður tími að kaupa vöruna. Mér sýndist við- skiptavinir vera á öllum aldri og úr ollum stéttum. Ég get ekki séð að verð hafí lækkað í öðrum kvenfataverslunum, en ég held að kaupmenn verði að lækka verð ef þeir ætla að halda viðskiptum sínum. Meðan ekki er hræða inni í öðrum verslunum, velta þær út úr Vero Moda." LÉLEG ÞJÓNUSTA „MÉR finnst fatnaður í Vero Moda ekkert sérlega fallegur, litirnir eru of væmnir fyrir minn smekk," segir Saga Omarsdóttir sem útskrifast sem stúdent núna í vor. „Vörur eru frekar ódýrar þarna, en eftir að hafa verslað í London finnst mér verð almennt á fatnaði alltof hátt hér heima." „Það var mikil ös í versluninni þeg- ar ég kom og var viðskiptavinum hleypt inn í hópum. Ég er nú ekk- ert hrifin af því að mæta kannski tíu manneskjum í samskonar fatn- aði og ég er í sjálf og því mundi ég aldrei .kaupa mér dragt þarna eða kjól, en hins vegar er allt í lagi að kaupa- sér buxur eða peysu sem maður getur notað með öðrum fatn- aðu Ég keypti mér buxur sem mér sýndist vera vandaðar, en þegar ég ætlaði í þær næsta kvöld sá ég að blettur var í efninu, en ég hafði ekki tekið eftir honum í búðinni því lýsingin þar er ekki góð og ösin var Saga Ómarsdóttir Morgunblaðið/Júlíus nemi svo mikil. Þegar ég ætlaði að fá buxunum skipt var mér tekið mjög illa, en afgreiðslustúlkan sagði að hún gæti svo sem sett þær í hreinsun fyrir mig. Þetta kalla ég lélega þjónustu. Mér fínnst verð ekki hafa lækkað í tískuversl- unum, það er alltof hátt miðað við gæði. Ef kaup- menn fara ekki að lækka verð sitt úr þessu, missa þeir viðskiptavini sína til þeirra verslana sem bjóða betra verð, bæði hér heima og erlendis." SPURNING UM SMEKK „Ég skoðaði vörurnar í Vero Moda einn daginn, sá þar margt fallegt og verðið finnst mér vera ótrúlega lágt," segir Gerður Guð- mundsdóttir kennari. „Hvað snertir gæði eru þau ekki hin sömu og í dýrum fatnaði sem seldur er hér á landi, efni og frágangur ekki hinn sami, en samt sem áður eru þetta góðar flíkur." Gerður segist ekki kaupa sér oft fatnað, en hann sé keyptur með það í huga að endast vel. „Þegar fólk vill vera vel klætt snýst málið ekki endilega um peninga, heldur um smekk. Auðvitað er hægt að tryggja sig með því að versla við dýrustu búðirnar, en ef menn kæra sig ekki um það eða hafa ekki efni á því, er þetta spurning um útsjónarsemi. Góður og vandaður fatnaður þarf ekki alltaf að vera dýr. Oft fmnst mér fólk borga fyrir merkið en ekki fatnaðinn þegar verslað er í dýrum búðum. Verslun sem er með ódýrar vörur er mjög af hinu góða, þótt það sé kannski óskemmtilegt að kaupa vörur sem fluttar eru inn í miklu Geróur Guómundsdóf tir kennari magni. Vörurnar í Vero Moda finnst mér vera sambærilegar við þær sem eru á þessu milliverði hvað gæði Morgunblaðið/Kristinn snertir, en mun fallegri. Ég er ekki frá því að verð á táningafatnaði muni lækka í öðrum verslunum með tilkomu Vero Moda. En yfirleitt finnst mér verð á kvenfatnaði bæði hafa hækkað og lækkað og má ef til vill rekja til þess að verslunum með dýran fatnað hefur fjölgað. En að öllu jöfnu er úrval miklu meira og fjolbreyttara en áður var."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.