Morgunblaðið - 16.05.1993, Blaðsíða 22
8S
22
eeei Iam .at flUDAcronHUg GiQAjawunaoM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1993
eftir Ólöfu Pétursdóttur
UNDANFARNAára-
tugi hefur rokkið dun-
ið yfir byggt ból í ótal
bylgjum, misjöfnum
að styrkleika og
sköpulagi. Þetta líf-
ræna listform hefur
tekið á sig ýmsar
myndir, og spannar
litróf þess vítt svið,
allt frá vélblásnum,
fjöldaframleiddum
tyggjókúlum upp í
timalaus og sammann-
leg meistaraverk
trúbadúra nútímans.
Nálægt frostmarki
sköpunarskalans hef-
ur til dæmis hin sér-
kennilega söngva-
keppni evrópskra
sjónvarpsstöðva löng-
um verið kennileiti, en
rokkið nær suðu-
punkti og tekur flugið
í tjáningu hæfileika-
ríkra einstaklinga,
sem trúir eru uppruna
sínum og eðli. Slíkum
einstaklingum verður
seint troðið ofan í
skúffur merktar til-
teknum stefnum og
ismum. Amina er slík-
ur einstaklingur.
unið þið ekki
Aminu? Jú,
hún hefur
komið til ís-
og reyndar tók hún
Evróvisjón í hitteð-
Að því sinni munaði
litlu að metnaðarlítil og for-
pokuð keppni (sem kennir sig
við heimsálfu okkar) þróaðist
út í einhvers konar nýtt og
spennandi fyrirbæri, vísi af
Afróvisjón. Framlag Frakka
- lag Aminu, perla innan um
glingur - átti fátt sammerkt
með spiladósunum frá öðrum
löndum álfunnar, enda jókst
metnaður Frakka á- sviði
dægurtónlistar stórum í
menningarmálaráðherratíð
Jacks Lang og hefur þess séð
merki í títtnefndri keppni,
þótt það hafi aldréi komið
jafnótvírætt fram og með
Aminuþætti. Þar var svo um
munar brugðið út af öllum
stöðlum, reyndar leitað út
fyrir álfuna, og evrópskir
hlustendur og glápendur
fengu óvænt hnossgæti í
poppkornspokahornið sitt,
einlæga og áleitna listsköpun
sem svífur ofar öllum mark-
aðslögmálum og sölu-
mennsku.
Amina segist vera stolt af
Evróvisjónlagi sínu, það sé
skilgetið og réttborið af-
kvæmi hennar. Þar féllst hún
ekki á neinar málamiðlanir,
tileinkaði sér engin vanaviðj-
uð júróvinnubrögð og var að
vanda trú list sinni. Hún lítur
á hvert lag sem sjálfstæða
heild, dálitla sögu eða ein-
þáttung, sem hún sviðsetur
og leikstýrir, jafnframt því
sem hún fer með aðalhlut-
verkið. Hvert lag verður
gjörningur þar sem valinn
maður skipar hvert rúm, en
forritaðir svuntuþeysar,
trommuheilar og forunnin
segulbönd eru nánast bann-
vara á þeim bæ. Hér er lífs-
lands,
þátt
fyrra.
HURDASKELLUM
orkan virkjuð, enda er hún í
senn uppspretta og hreyfiafl
listar Aminu. En hver er svo
Amina í raun, hverra manna
er hún og hvað hefur hún
fyrir stafni, utan þess að vera
íslandsvinur? Hún er lista-
maður tveggja heimsálfa, af
frönsku og túnisku bergi
brotin, jafnvíg á franska
tungu og arabíska, alin upp
jöfnum höndum í Frakklandi
og Túnis. Þar í landi iðja
menn fleíra en að lesa döðlur
af trjám, og Iandið á sér
mikla og langa sögu. Þegar
tveir menningarheimar mæt-
ast verður samruni þeirra
annað og meira en summa
þeirra, eins og sannast í verk-
um Aminu. Ýmist syngur hún
arabisk lög sem hún auðgar
af evrópskum áhrifum, eða
frönsk lög með seiðandi,
arabískum undirtónum. Tón-
listarhefðir beggja landa
virðast henni jafntamar. I
meðförum hennar ná þær
fullum sáttum og upphefja
hvor aðra í farsælli sambúð.
Reyndar er. slíkt ekki eins-
dæmi, þar sem afrísk og vest-
ræn list hefur gjarna gengið
í eina sæng með eftirminni-
legum árangri, en fráleitt
væri að nefna nokkra lista-
menn sem hliðstæða eða
skylda Aminu. Sérstaða
hennar - og þeirra reyndar
líka - leyfir ekki slíkt.
Nýjasta plata - eða diskur
- Aminu heitir Wa diyé. Þar
má heyra hljóðrás tólf Am-
inugjörninga, en titillinn er
eins konar hljóðritun upp á
frönsku á titli fyrsta lagsins,
Waadileh, sem er af egypsk-
um meiði. Næsta lag er á
hinn bóginn spænskuskotið.
Það heitir Atame, eins og
eftirminnileg kvikmynd, enda
er það tileinkað Almodovar,
kvikmyndaleikstjóranum
ærslafulla. í þriðja laginu
afhjúpar Amina franskt eðli
sitt í fallegu ljóði um lífseiglu
illgresisins og mannskepn-
unnar. Þar er mjög tekið mið
af frönskum vísnasöng, en
fínlega kryddað með afrísku
hljómfalli og áslætti. Fjórða
lagið fjallar um stórborgina
París í augum aðkomu-
manns. Þar syngur raf-
magnsgítarinn bókstaflega á
arabísku, og lögreglusírenur
fara með helstu bakraddir.
Fjölmargir listamenn leggja
hér annars gjörva hönd á
plóg, og er þeirra frægastur
Nigel Kennedy, fiðluleikari
og verðandi íslandsvinur.
Hann er útsetjari fimmta
lagsins og leikur þar á fiðlu.
Um samstarf þeirra segir
Amina að það hafi verið eink-
ar árangursríkt og ánægju-
legt, enda séu tónlistarmenn
með klassíska menntun yfir-
leitt mun móttækilegri fyrir
tónlist hennar en flestir rokk-
arar, sem vilji festast í hjól-
förum fábrotins hljómfalls og
brenna þar inni þegar rokk-
forritið frýs. Sígild tónlistar-
menntun ljær mönnum vængi
og víðsýni, en að auki hlýtur
Nigel að teljast til fjölhæfari
fiðluleikara. Hér er annars
ekki ætlunin að gera grein
fyrir sérhverju lagi á þessum
diski, en í sem stystu máli
segir hann býsna margt um
vinnubrögð listamannsins.
Rödd Aminu er í aðalhlut-
verki, tíguleg, dökkleit og
Rætt við f rönsku söngkonuna
Aminu,sem heldur tvenna tónleika
íHótel íslandi ívikulokin
skellina, A l'abri des portes
qui claquent, og í síðasta lag-
inu á diskinum. Það er
skemmtileg . smámynd af
daglegu lífi, og jafnframt
djarfasta formtilraunin sem
hér er að finna.
Leikræn tjáning er hluti
listar Aminu, og hefur hún
nýlega leikið í tveimur kvik-
myndum sem enn hafa ekki
sést hér. Aðspurð segir hún
kvikmyndaleikinn vera auka-
getu. Hún lítur á tónlistina
sem sitt aðalstarf, og gott
ef ekki köllun. Hér verður
því leikferill Aminu látinn
liggja milli hluta, en hann er
þó til marks um að aðstand-
endur tveggja kvikmynda
hafa séð í Aminu efni í leik-
konu. Annars sárnar henni
áhugaleysi Frakka í sinn
garð, og segir stutt í andúð-
ina á þessum síðustu og
verstu tímum kreppu og út-
lendingahaturs þar í landi.
Að vísu hafi gagnrýnendur
tekið nýjustu plötunni - eða
diskinum - fagnandi, og fjöl-
miðlar hafi fjallað ítarlega
og lofsamlega um hana. I ¦
Frakklandi er það bara ekki
nóg til þess að eyrum al-
mennings sé náð. Þar hafa
útvarpsstöðvar malbikað,
sykurhúðað og valtað ræki-
lega yfir tóneyra hlustenda
með færibandapoppi, og sú
framleiðsla kaffærði t.d. alla
þá undarlegu flóru sem leit
dagsins ljós á rokkvori
Langs. Hugsið ykkur land
þar sem útvarpsstöðvar æla
úr sér júrópoppi allan liðlang-
an daginn. Hann Bubbi okkar
allra mundi þykja of hewí á
þeim ljósvaka. Þar í landi eru
menn orðnir svo útbelgdir af
dægurlagaropvatni, að þeim
finnst vanta sykurinn í berg-
vatn vandaðrar tónlistar.
Amina er því ekki spámaður
í föðurlandinu Frakklandi, en
hún er búsett í París. Hún
segir að því norðar sem farið
sé, því móttækilegri séu
menn fyrir list hennar,
kannski vegna þess að ekki
er með öllu búið að spilla
tónlistarsmekk manna með
yfirgangi skyndidægurlaga.
Amina segist ekki getað
hugsað sér að taka þátt í
þeim markaðsleik að freista
gæfunnar á sviði tyggjó-
popps. Hún ætlar sér annað
og meira en að verða grát-
broslegur trúður. Hún segir
að vaxandi útlendingaandúð
Frakka birtist meðal annars
í því, að hún sé litin horn-
auga fyrir að syngja á
frönsku, Afríkukonan, með-
an afrísk tónlist sé fljótaf-
greidd og afskrifuð fyrir það
eitt að vera afrísk. Þó vill hún
lítið gera úr þessu mótlæti.
Hún mætir því að æðruleysi
og lætur ekki aftra sér frá
listsköpun, og minnir á að
hún eigi því láni að fagna
að njóta virðingar, skilnings
og athygli tónlistargagnrýn-
enda og fjolmiðla, annarra
en síbyljustöðva. Ekki séu
allir svo heppnir.
Amina segist eiga góðar
minningar héðan og hlakkar
til að halda hér tónleika á
ný. Það er alltaf ánægjulegt
að eiga kost á að njóta
skrumlausrar og persónu-
legrar Iistsköpunar, og hér
er á ferð óvenjufjolhæf og
einlæg listakona, sem veit
hvað hún syngur og á erindi
við alla unnendur framsæk-
ins rokks.
angurvær. Um hana leika
ýmis hljóðfæri, jarðbundið og
heimilislegt dragspil, fiðlur
arabískar og vestrænar, loft-
kennd og framandleg flauta,
að ekki sé minnst á skondinn
gorm, barnsraddir, ýmiss
konar bakraddir, þeirra á
meðal sérkennilegt jóðl Norð-
ur-Afríkukvenna, hefðbundin
hljóðfæri rokksins og heila
strengjasveit. Áslátturinn er
svo deild út af fyrir sig, og
þar verður tónlistarhefðar-
lausum Frónbúa orða vant.
Óttalegir munaðarleysingjar
erum við hér á klakanum.
Skiptir annars nokkru hvað-
an maður er? Amina túlkar
sjálft mannlífið, bros og tár
allra kynslóða, auðskildar
grundvallartilfinningar. Hún
býr nefnilega yfir þeim galdri
að staðsetja sig utan og ofan
við straum tímans. Rætumar
liggja djúpt í auðugri og
fornri hefð, franskri og af-
rískri, en angarnir teygja sig
út um allar jarðir og eiga
erindi við alla unnendur góðr-
ar tónlistar. Söngurinn líður
áfram, þrunginn af mann-
legri reisn og hlýju. Tónar,
orð og myndir fléttast saman
í litsterkan samhljóm, og það
eru jarðarlitir sem birtast
helst fyrir hugskotssjónum.
Einfaldleiki yfirborðsins er
borinn uppi af fáguðum út-
setningum og margslungnum
takti, en ekki síður miklum
innileika og lifsgleði. Svo vik-
ið sé að þætti orðlistar í
Aminugjörningunum er
óhætt að segja, að þeir text-
ar, sem eru samdir og sungn-
ir á frönsku, eru ljóðrænn
leikur að orðum í kringum
alvöru lífsins. Yrkingarnar
sverja sig í ætt við jafnólíka
menn og Gainsbourg og Pré-
vert hvað snertir leikgleðina
og frumlega notkun mál-
hljóða. Gott dæmi um þetta
má heyra í laginu um hurða-
Höfundw erþýðandi og
hefur skrifað greinar fyrir
Morgunblaðið.