Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 2 Líkur aukast á veiðum okkar ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist fagna ákvörðun Norðmanna um að hefja hrefnuveiðar í atvinnuskyni og segir að hún styrki stöðu íslendinga og auki líkurnar á að við getum tekið sams konar ákvörðun. „Aðstaða okkar er hins vegar ekki sú sama. Norðmenn mótmæltu hvalveiðibanninu á sínum tíma og geta þess vegna tekið ákvörðun af þessu tagi innan Alþjóða hvalveiði- ráðsins, þar sem þeir voru ekki bundnir af hvalveiðibanninu. Við samþykktum það hins vegar og vor- um bundnir af því og urðum því að segja okkur úr hvalveiðiráðinu til þess að vera lausir undan því oki,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Treysta lagalega stöðu „Á hinn bóginn þurfum við að treysta lagalega stöðu okkar gagn- vart þjóðarrétti og að því höfum við unnið. Ég' hef alltaf gert mönnum grein fyrir því að þetta myndi taka nokkurn tíma og reyna á þolinmæði manna,“ sagði hann. Aðspurður hvort til greina kæmi að hefja hrefnuveiðar í sumar sagði Þorsteinn að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það. „Það eru fjöl- mörg atriði sem menn þurfa að hafa í huga áður en endanleg ákvörðun verður tekin, bæði lagaleg staða og heildarhagsmunir svo og þær reglur sem setja þarf um veiðarnar. Allt tekur þetta tíma,“ svaraði Þorsteinn. Ráðherra um hrefnuveiðar Norðmanna Færeyingar selja afla á Homafirði FÆREYSKT skip landaði afla í byijun vikunnar á Höfn í Homafirði og er þetta í fyrsta skipti sem Færeyingar selja afla á fiskmarkaði hérlendis að sögn Kára Sölmundarsonar hjá Fiskmarkaði Homafjarðar. Að sögn Kára var um að ræða 3,5 tonn af þorski, 2,5 tonn af ýsu, 4 lestir af karfa og 6,5 tonn af keilu. Var seljandinn þokkalega ánægður með verðið og átti Kári von á að framhald yrði á viðskiptunum enda væri stutt fyrir Færeyinga að fara til Homafjarðar og vonandi nytu ís- lensk vinnsluhús góðs af kvóta þeirra á íslandsmiðum. „Þetta var mjög fallegur fiskur o g vel frá honum gengið. Við fengum um 50 kg af fiski úr hveijum 90 lítra kassa svo þú sérð að hann var vel ísaður og þannig helst hann fersk- ur,“ sagði Kári. Hann sagði jafn- framt að algengt væri að fá 70 kg af físki úr kassanum þegar íslensku skipin lönduðu og af þvi mætti draga þá ályktun að Færeyingar ísuðu sinn físk betur. Sljórn Atvinnuleysistryg-gingarsjóðs beinir tillögu til félagsmálaráðherra Morgunblaðið/Sigu'rgeir Jónasson Mikið á sig lagt HALLDÓR Sveinsson skriður eftir bjargsyllu í Álsey við eggjatöku en eggjatíminn er hafinn í Eyjum. Eggjatími í Eyjum Brynjólfur Bjarkan Lést í um- 60 milljónum úthlutað til atvinnuskapandi verkefna Vestmannaeyjum. BJARGVEIÐIMENN í Eyjum voru fljótir til loksins þegar færi gafst til eggjatöku á mánu- daginn. Hvassviðri síðustu daga hefur valdið því að ekki hefur gefið til úteyjaferða en á mánu- daginn dúraði og þá fóru menn í flestar eyjarnar til eggjatöku og afrakstur dagsins var nokk- ur þúsund egg. Að sögn bjargveiðimanna var fýllinn að mestu orpinn en svart- fuglinn er að byija varpið og verða bjargveiðimenn því á ferðinni næstu dagana í úteyjum til svart- fuglseggjatöku. Mörgum Eyja^. mönnum finnst eggjatíminn vera hinn raunverulegi vorboði. Það má því segja að þegar fýls- og svartfuglseggin sáust á borðum í vikunni hafí staðfesting fengist á að vorið væri komið. Grímur Afrakstur dagsins HARALDUR Gunnarsson og Halldór Sveinsson voru við fýlseggja- töku í Álsey. STJÓRN Atvinnuleysistryggingarsjóðs hefur ákveðið að beina því til félagsmálaráðherra að veitt verði fé úr sjóðnum til atvinnuskapandi aðgerða í sveitarfélögum og hreppum. Áætlað er að tillögur stjórnar sjóðsins hljóði upp á 50-60 milljóna króna fjárveitingu. Áður hafði félagsmálaráðherra samþykkt að veita úr sjóðnum um 80 milljónir króna til samsvarandi aðgerða. ferðarslysi MAÐURINN sem lést í umferðar- slysi á Reykjanesbraut í fyrra- kvöld hét Brynjólfur Bjarkan, 49 ára gamall. Brynjólfur var fæddur 12. mars 1944, viðskiptafræðingur, til heim- ilis að Blöndubakka 10 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu, þijú böm og tvö stjúpböm. Á fundi stjómar sjóðsins fékk Reykjávíkurborg úthlutun vegna sumamámskeiðs fyrir börn, úr- vinnslu gagna í tengslum við æsku- lýðsrannsóknir og lengingu á opnun- artíma sundstaða. 40 starfsmenn 19 ára ogeldri fengju vinnu við verkefn- in í 10 vikur og 10 starfsmenn 20 ára og eldri í 10 vikur. Mest til Keflavíkur Keflavík fékk úthlutað vegna umhverfis- og ferðamála, sem veitti 130 starfsmönnum vinnu í einn mánuð, 17 starfsmönnum í 1,5 mán- uð og 68 starfsmönnum í þijá mán- uði. Þá var úthlutað til verkefna á vegum þriðja aðila á Suðurnesjum, samtals 235,5 starfsmönnum. Hvolhreppur fékk úthlutað til átaks í umhverfismálum sem veitti 10-15 starfsmönnum vinnu í 12-16 vikur og til þjónustumiðstöðvar ferðamála, sem veitti 3-4 starfs- mönnum vinnu í fjóra mánuði. Blönduós fékk úthlutun til pijóna- og saumastofu sem veitti sex starfs- mönnum vinnu í sex mánuði. Siglu- fjörður fékk úthlutað til uppbygging- ar síldarminjasafns, viðgerðar á veg- inum yfir Siglufjarðarskarð og vegna leiksvæðis og tjaldsvæðis, sem veitti átta starfsmönnum vinnu í þijá mánuði, og fjórum í tvo mánuði- 62 í Borgamesi Borgarnes fékk úthlutað til flutn- ings fullvaxinna tijáa, til endurlagn- ingar gamallar steinbryggju, til gróðursetningar meðfram göngu- stígum, tii niðurrifs ónýtra girðinga og endurgirðingar og gangstéttar- lagningar, sem veitti átta starfs- mönnum vinnu í 16 vikur, 30 í fimm vikur, tíu í fjórar vikur, átta í þijár vikur og sex starfsmönnum í eina viku. Þá fengu sjö hreppar í A-Húna- vatnssýslu úthlutað vegna hreinsun- arstarfa, sem veitti sjö starfsmönn- um vinnu í þijá mánuði. Dalvíkurbær fékk úthlutun til sex verkefna, sem veitti 30 manns vinnu í eina viku og 30 til tveggja vikna. Einnig var úthlutað til þriðja aðila sem svarar einum starfsmanni í einn mánuð. Stokkseyri fékk úthlutun vegna átaks í umhverfismálum, alls fimm starfsmenn í 3,5 mánuði. Rangárvallahreppur fékk úthlut- að vegna verkefna í ferðamanna- þjónustu og uppgræðslustarfa, alls sjö starfsmenn í tvo mánuði og sex f þijá mánuði. í dag Island og EB Viðskiptaráðherra segir EB fýsilegri kost um aldamótin 25 Richard Nixon Watergate ekki umtalsverður glæpur 22 Monica Seles Seles keppir ekki á opna franska meistaramótinu 46 Leiðari Skynsamleg ráðgjöf OECD 24 ur upp ttfltl fi> UM SlAVMÚTVU iruin mcshi syndasplírrar | redgidnnflutningi tii EB ■.a’ttsrs Wí¥É V&S&Sá f' ' ’ Fasteignir ► Vanskil fasteignaveðbréfa hálfur milljarður - Snorraríkið til sölu - Nýtt stórhýsi við Smiðjuveg - Gamli stýrimannaskólinn gerð- Sértlakir Úr verinu ► Erum mestu syndaselimir í nekjuinnflutningi til EB - Rúss- neski flotinn úrejtur og fískiðnað- urinn nánast í rúst - Verslun með sjávarafurðir f. 2.400 miljj. Myndosögur ► Drátthagi blýanturinn - Talið upp að tuttugu - Böm um víða veröld - Ljóð - Brandarar — Skemmtilegar þrautir - Mynda- sögur - Myndir ungra listamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.