Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Sýningum á Leðurblökunni hjá Leikfélagi Akureyrar fer að ljúka
4.500 manns hafa
séð sýningima
UM 4.500 manns hafa nú séð sýningu Leikfélags
Akureyrar á óperettunni Leðurblökunni eftir Jo-
hann Strauss, en er verið að selja síðustu miðana
á sýninguna en alls verður verkið sýnt sjö sinnum
til viðbótar.
Leðurblakan hefur verið sýnd fyrir fullu húsi síðan
í lok mars og hefur hún hlotið ágætis viðtökur, en mik-
ill fjöldi aðkomumanna hefur gert sér ferð til Akur-
eyrar til að sjá óperettuna og gera sér dagamun yfir
helgi í leiðinni.
Leikararnir
í helstu hlutverkum eru Jón Þorsteinsson tenór frá
Ólafsfirði, sem fenginn var frá Ríkisóperunni í Amster-
dam til að túlka hlutverk Eisensteins og Ingibjörg Mar-
teinsdóttir sópran kom frá Reykjavík norður til að fara
með hlutverk eiginkonu hans, Rósalindu. Þá fer Guðrún
Jónsdóttir, sópran með hlutverk Adele, en hún hefur
verið í framhaldsnámi á Italíu undanfarin þijú ár. Þá
fara þau Aðalsteinn Bergdal, Steinþór Þráinsson, Mich-
ael Jón Clarke, Þuríður Baldursdóttir, Már Magnússon,
Þráinn Karlsson, Bryndís Petra Bragadóttir og Sigurþór
Albert Heimisson einnig með hlutverk í sýningunni, en
leikstjóri var Kolbrún Halldórsdóttir.
í Kór Leikfélags Akureyrar eru fjórtán söngvarar,
tíu hljóðfæraleikarar eru í hljómsveitinni og þijár dans-
meyjar dansa í veislu Orlofskys prins.
Alls verður verkið sýnt sjö sinnum í viðbót, í kvöld,
miðvikudagskvöldið 20. maí, og síðan næstu föstudags-
og laugardagskvöld.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fagnað í lok sýningar
LEÐURBLAlKAN hefur notið hylli meðal gesta Leikfélags Akureyrar, en sýningum
fer senn að ljúka. Frá vinstri á myndinni, sem tekin er í lok frumsýningar, eru
Michael Jón Clarke, Þráinn Karlsson, Már Magnússon, Steinþór Þráinsson, Guðrún
Jónsdóttir, Jón Þorsteinsson, Ingibjörg Marteinsdóttir, Aðalsteinn Bergdal og Sigur-
þór Albert Heimisson.
Vaktavinna tekín upp hjá starfsfólki í frystihúsi KEA í Hrísey
Betri nýting- hráefnis og
húsnæðis og fleiri fá vinnu
Háskólinn á Akureyri
Bókasafnið
fær gjafir
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG
Norðurlands hefur fært bóka-
safni Háskólans á Akureyri 80
þúsund krónur að gjöf til kaupa
á geisladiski með bókfræðiritinu
Wilson Business Periodicals
Abstracts. Á geisladiskinum eru
"Úlvísanir með útdráttum í grein-
ar fjölmargra tímarita í við-
skiptagreinum, auk tilvísana í
nokkurn fjölda bóka í sömu
greinum. Félagið hefur einnig
heitið því að veita peningaverð-
laun þeim nemanda á gæða-
stjómunarbraut Háskólans á
Akureyri sem útskrifast með
hæsta meðaleinkun.
Zontaklúbburinn Þórunn hyma á
Akureyri hefur einnig afhent bóka-
safninu að gjöf ársáskrift að geisla-
diski með gagnasafninu Cumulative
Index to Nursing and Allied Health
Literature og er það í þriðja sinn
_ sgm klúbburinn gefur safninu þessa
áskrift, en fyrirhugað er að hann
færi. því gjafir í upphafí hvers árs.
Einnig veitir klúbburinn verðlaun
við brautskráningu á hveiju ári til
þess nemanda á fjórða ári við heil-
brigðisdeild sem hefur sýnt bestan
árangur í námi.
Ótvírætt gildi
Á síðastliðnu ári hefur ótvírætt
komið í ljós hvaða gildi tilvísanarit
á geisladiskum hafa haft fyrir not-
^idur bókasafnsins. Bæði kennarar
■*"og nemendur hafa getað leitað nýj-
ustu upplýsinga vegna náms, rann-
sókna og kennslu á fljótlegan og
einfaldan hátt. Auðvelt er að leita
upplýsinga á geisladiskinum. og er
öllum notendum bókasafnsins heim-
ilt að nota þá á eigin spýtur og sér
að kostnaðarlausu.
(Fréttatilkynning.)
STARFSFÓLK fijstihúss KEA í
Hrísey samþykkti í samkomulag
um að taka upp vaktavinnu í
frystihúsinu, en það tekur gildi á
mánudag í næstu viku, 24. mai og
gildir í tíu vikur. Unnið verður á
tveimur átta tíma vöktum. Auk
þess sem mun fleiri sumarstörf
skapast í fískvinnunni verður betri
nýting á vélum og húsnæði fyrir-
tækisins.
Sigmar Halldórsson yfirverkstjóri
í frystihúsi KEA í Hrísey sagði að í
kjölfar samningsins sem starfsfólkið
hefði samþykkt í gær yrði nýrri vakt
bætt við. Fyrri vaktin byijar kl. 03.55
að morgni og stendur til kl. 12 á
hádegi, en hin síðar hefst kl. 12.55
og henni lýkur kl. 20.30 um kvöldið.
Á föstudaginn, 21. maí, verða tor-
færubílamir til sýnis við Greifann
og verður í tilefni af því efnt til get-
raunar meðal gesta um hver verði'
sigurvegari í keppninni.
Ekið með pitsur
í tímabrautinni munu þátttakend-
ur aka með pitsu í bílum sínum sem
í samkomulaginu er gert ráð fyrir
70 mínútum í vinnuhlé, þ.e. þrisvar
sinnum 20 mínútna hlé og einu sinni
verður hlé í tíu mínútur.
Fjöldi umsókna
Fjöldi umsókna hefur borist fyrir-
tækinu um störf í sumar og er stór
hluti þeirra frá fólki á Akureyri.
Sagði Sigmar að ekkert ætti að vera
því til fyrirstöðu að Akureyringar
gætu unnið á seinni vaktinni í frysti-
húsinu, en ferðaáætlun feijunnar,
Sævars eru nokkuð í takt við þá vakt.
Sigmar sagði að tildrög þess að
ákveðið var að taka upp vaktavinnu
þeim síðan er gert að snæða í kappi
við klukkuna þegar þeir koma í mark.
Sigurvegari í þessari nýju keppnis-
grein verður sérstaklega heiðraður.
Akureyringurinn Einar Gunnlaugs-
son hefur tvívegis unnið Greifator-
færuna en bílaklúbbsmenn bíða
spenntir eftir því hvort bikarinn verði
áfram í bænum.
í frystihúsinu í tíu vikur í sumar
væru m.a. þau að yfír sumarmánuð-
ina bærist mikið hráefni að landi og
með þessu móti væru í raun slegnar
tvær flugur í einu höggi, þ.e. betri
nýting yrði á hráefni, vélum og hús-
næði og einnig gæti fyrirtækið á
þennan hátt skapað fleirum atvinnu.
Umsvif
„Við vonum auðvitað að vel tak-
ist til, þetta hefur í för með sér
möguleika fyrir fyrirtækið á að
nýta hlutina betur og eins skapast
töluverð umsvif í kringum þessa
breytingu,“ sagði Sigmar.
Messur á Akur-
eyri á upp-
stigningardag
AkureyrarkirlgaMessað verður
í Akureyrarkirkju á uppstigningar-
dag kl. 14. (Dagur aldraðra) Sverr-
ir Pálsson fyrrverandi skólastjóri
predikar, en sóknarprestar þjóna
fyrir altari. Kór aldraðra leiðir söng-
inn undir stjóm Sigríðar Schiöth.
Eftir messu býður sóknarnefnd
Akureyrarkirkju öldruðum til kaffí-
drykkju í Safnaðarheimilinu.
GleráirkirkjaMessa verður á upp-
stigningardag, fímmtudaginn 20.
maí kl. 14. Sr. Sigmar Torfason
þjónar fyrir altari og sr. Sigurður
Guðmundsson biskup predikar.
Kirkjukaffí kvenfélagsins verður í
safnaðarsalnum að athöfninni lok-
inni. Eldri borgarar eru sérstaklega
boðnir velkomnir á þessum degi.
■ ÞRJÁR hljómsveitir leika fyrir
gesti skemmtistaðarinsl929 þijú
næstu kvöld. í kvöld, miðvikudags-
kvöldið 19. maí, leikur Sniglaband-
ið fyrir dansi í 1929, á fímmtudags-
kvöld leikur þjóðlagarokksveitin
Papar á efri hæðinni, Café ’29, og
loks verður fyrsti dansleikur hljóm-
sveitarinnar Pláhnetunnar í 1929
föstudagskvöldið, 21. maí.
Sumarskóli í listum á Akureyri
fyrir 11-15 ára unglinga, hvaðan sem er af landinu
26. júní - 10. júlí.
Myndlist
Blönduð tækni - Málun - Teiknun - Leirmótun og
útskurðurítré.
Leiklist
Alm. leikþjálfun - Spuni - Dans - Uppsetning leikverks.
(Hugsanlega verður farið með afraksturinn á
alheimsmót barnaleikhúsa í Þýskalandi '94).
Með sumarkveðju.
Örn Ingl,
Akureyri,
sími 96-22644.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjaldendur,
- sem ekki hafa staðið skil á gjöldum sem voru álögð 1991,
1992 og 1993, og féllu í gjalddaga 17. maí 1993 og eru til
innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni ríkissjóðs,
að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá
dagsetningu áskorunar þessarar.
Askorun þessi nær til neðangreindra gjalda: Tekjuskatt-
ur, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald
v/heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar-
málagjald, slysatryggingagjald skv. 20. gr., atvinnuleysis-
tryggingagjald, vinnueftirlitsgjald, kirkjugarðsgjald, gjald í
framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði, aðflutningsgjald, skipaskoðunargjald, vita-
gjald, lögskráningargjald, lestargjald, bifreiðagjald, skoðun-
argjald bifreiða, slysatryggingargjald ökumanns, þunga-
skatt, skipagjald, virðisaukaskattur, viðbótar- og aukaálagn-
ing söluskatts vegna fyrri tímabila, staðgreiðslu opinberra
gjalda og útsvar.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van-
goldnum eftirstöðvum gjaldanna auk vaxta og viðurlaga
að liðnum 15 dögum frá birtingu áskorunar þessarar.
Sýslumaóurinn á Akureyri,
17. maí 1993.
Greifarnir
HLYNUR Jónsson og Kristján Þ. Kristinsson undirrita samkomulag
Greifans og Bílaklúbbs Akureyrar um Greifatorfæruna sem haldin
verður næsta laugardag.
Ekið með pitsu innan-
borðs í Greifatorfæru
GREIFATORFÆRAN, einn stærsti viðburður ársins hjá félögum í Bíla-
klúbbi Akureyrar, verður í svokölluðum Grúsum i Glerárdal ofan Akur-
eyrar á laugardaginn, 22. maí, og hefst hún kl. 14. Þetta er í þriðja
sinn sem eigendur veitingastaðarins Greifans og Bílaklúbbs Akureyrar
standa að Greifatorfæru.