Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1993 37 Karl Guðmunds- son - Minning Fæddur 4. maí 1903 Dáinn 10. maí 1993 Frá því að ég man eftir bjó Karl ásamt konu sinni Unni S. Jónsdótt- ir á Urðarvegi 15 í Vestmannaeyj- um, en húsið var kallað Reykholt að þeirra tíma sið og auðvitað var Kalli frá Reykholti eins og þá tíðk- aðist. Þarna á æskuheimili Unnar bjuggu þau fram að gosi. Heimilið í Reykholti var virðulegt og form- fast, en jafnframt voru þau hjón svo ljúfmannleg í fasi að það var ætíð notalegt að koma þangað. Karl var ekki hávær maður enda þurfti hann þess ekki, því mál hans var ígrundað og fólk hlustaði þegar hann tjáði álit sitt. I starfi jafnt sem heima var hann happasæll og lán- samur, hvort sem hann var báts- formaður eða síðar útvegsmaður í félagi við Jón bróðir sinn og fleiri. Karl var listrænn og drátthagur, en flíkaði því ekki. Ég minnist þess að hafa séð teikningar af fólki og bátum. Karl var maður, sem mér finnst fengur í að hafa kynnst. Unnur og Karl eignuðust þijá syni, sem eru Jón, en kona hans er Dagr- ún Jóhannsdóttir og eiga þau þijú börn og tvö barnabörn, Guðmund- ur, kvæntur Ástu Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn, og yngstur er Ellert, sem á eitt barn með Ás- dísi Þórðardóttur konu sinni. Tæplega sjötugur flutti Karl heimili sitt til Reykjavíkur vegna eldanna á Heimaey, enda húsið þar hulið hrauni og heim varð ekki snú- ið. Unni, sonum, tengdadætrum og börnum færum við hjónin okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rannveig og Borgþór H. Jónsson. í dag verður til moldar borinn afi okkar Karl Guðmundsson. Skammri en erfiðri baráttu við ill- vígan sjúkdóm er lokið. Kalli afi fæddist í Reykjavík 4. maí 1903. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon og Helga Jónsdóttir. Karl fluttist ungur til Vestmannaeyja með foreldrum sín- um og öðlaðist þar trésmíðarétt- indi. Hans lífshlaup tengdist þó fyrst og fremst ýmsum störfum sem lutu að sjó og sjósókn. Hann varð ungur formaður á vélbát og var farsæll og dijúgur aflamaður í for- mennsku sinni. Sinn fyrsta bát eignaðist hann ásamt fleirum 1934. Sjómennsku hætti hann árið 1943 og fór að vinna við útgerð og fleiri störf í landi og gegndi lengi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir útvegsmenn í Vestmannaeyjum. Hann var stjórnarmaður í fyrstu stjórn Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og endurskoðandi þess í íjölda ára. Einnig var hann í stjórn Bátaábyrgðarfélags Vestmanna- eyja og síðar starfsmaður þess í áratugi. Árið 1931 giftist afi eftirlifandi eiginkonu sinni, Unni S. Jónsdóttur úr Vestmannaeyjum, og eignuðust þau þijá syni: Jón fæddan 12. ág- úst 1934, Guðmund fæddan 9. júní 1936 og Ellert fæddan 5. desember 1944. Þau byggðu sér gott heimili í Vestmannaeyjum og bjuggu þar allt til þess er hin grimmu örlög gengu yfir Eyjarnar í janúar 1973. Þau ásamt hundruðum annarra misstu þar hús sitt og töluvert af persónulegum munum sem aldrei urðu bættir. Aðeins því allra nauð- synlegasta var bjargað. Það var erfitt fyrir fólk sem kom- ið var á efri ár að slíta sig upp með rótum og koma sér fyrir á nýjum stað. Fljótlega eftir að til Reykjavík- ur var komið keyptu afi og amma sér íbúð í Grænuhlíð og hafa búið þar síðan. Út í eyjar varð ekki aft- ur snúið, ævistarfinu þar var lokið og að engu að hverfa. Afi hóf störf hjá Umbúðamiðstöðinni hf. þó að hann væri orðinn sjötugur og vann þar í rúman áratug. Hann var einn af þeim sem ætíð þurfti að vera að vinna og hafa eitthvað fyrir stafni. Hann málaði mikið í frístundum sínum og smíðaði, en flestir þeir hlutir eyðilögðust í jarðeldunum í Vestmannaeyjum. Þeir hlutir sem til eru bera þó vitni um mikinn lista- mann sem aldrei bar þá list á torg fyrir aðra en sína nánustu. Afi var hlédrægur maður, hafði sig lítið í frammi en vann sín störf af festu og ákveðni. Hinum ýmsu trúnaðarstörfum sem honum voru falin sinnti hann af trúmennsku. Hann var einn af stofnendum knatt- spyrnufélagsins Týs og var gerður ' að heiðursfélaga þess á 70 ára af- mæli Týs 1991. Áfi var barngóður og fylgdist vel með uppvexti fjöl- skyldu sinnar og vildi veg allra sem mestan. í faðmi fjölskyldunnar undi hann sér vel. Að leiðarlokum viljum við þakka afa allt sem hann gaf okkur öllum og biðjum Guð að blessa ömmu og styðja hana í sorg sinni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guð blessi minningu afa okkar, Karls Guðmundssonar. Unnur Vala, Karl Jóhann, Sæþór og fjölskyldur. Anna Sigrún Jónas- dóttir frá Flatey á Skjáifanda - Minning Fædd 15. febrúar 1933 Dáin 2. maí 1993 Þann 2. maí sl. lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi Anna Sigrún Jónasdóttir. Anna var fædd 15. febrúar 1933 og var því rétt liðlega sextug er hún'lést eftir erfið veik- indi, aðgerðir og annað það sem fylgir vágestinum krabbameini. Hún fæddist í Flatey á Skjálf- anda, fimmta í röð átta barna hjón- anna Jónasar Jónassonar hrepp- stjóra og kennara í Flatey og Guð- ríðar Kristjánsdóttur. Er hún sú fjórða þeirra systkina sem látin eru, hin þijú eru bræðurnir Guðmundur kennari, Kristján læknir og drengur sem lést nýfæddur. Eftir lifa Hjalti skólastjóri, Haraldur lögfræðingur, Emilía hjúkrunarfræðingur og Sig- urður verkamaður og sjómaður. Anna ólst upp við óvenjulegar aðstæður í þessari fjarlægu og ein- angruðu eyju, sem var bæði gjöful og krefjandi. Á vissan hátt var eyj- an „gósenland" með fisk uppi við landsteina, æðarvarp og fleiri hlunnindi, en sjórinn harður hús- bóndi sem krafðist sinna fórna. Má geta nærri hver angist og kvíði fylgdi því þegar bræðurnir, kannski allir á sama báti, reru til fiskjar og bátnum seinkaði. Þetta var streita þeirra tíma og annars eðlis en streita nútímans. Allt fór þó vel og bræðurnir skiluðu sér heim. Flateyingar sóttu hámenningu stórborganna til Húsavíkur á þess- um tíma. Þar var Anna í gagn- fræðaskóla og lauk gagnfræða- prófí. Frekara nám var ekki til umræðu. Með harðfylgi, áhuga og stuðningi góðra manna luku fjórir bræðranna stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, en að sjálfsögðu sátu systurnar ekki við sama borð í þessum efnum, það er gamalkunn saga. Það var árið 1957 sem ég hitti Önnu í fyrsta skipti, þegar ég gift- ist Guðmundi bróður hennar. Hún hafði þá flust til Reykjavíkur, eins og almennt var meðal ungs fólks á landsbyggðinni. Hún starfaði þá við Heyrnleysingjaskólann, síðar við Kópavogshæli, Náttúrulækninga- hælið og Ás í Hveragerði. Heilsa hennar beið nokkurn hnekki eftir að hún hóf störf við Náttúrulækn- ingahælið og varð það til þess að hún fékk vist að Ási 1963. Þar bjó hún síðan, en stundaði jafnframt vinnu að hluta. Þegar ég hitti þessa mágkonu mína fyrst var mér strax ljóst að þarna var á ferðinni sérkennileg ung stúlka, sem hafði önnur lífsvið- horf en jafnaldrar hennar. Hún var afar vel gefin, einstaklega orðhepp- in og hafði kímnigáfu á við fræg- ustu „húmorista" og allt mál flutti hún á klingjandi, ósvikinni norð- lensku. Var unun á að hlýða þegar hún heimsótti okkur Guðmund og þau systkinin tókust á í ógleyman- legri samræðulist, sem fór í hæðir. Þá var skotið hátt og beint, en hitt systkinið greip á lofti. Þessi frá- bæra kímnigáfa og orðheppni er ættarfylgja allra þessara systkina. Sú glaðværð og eftirvænting, sem fylgir því að vera ungur, varð einhvern veginn ekki hlutskipti Önnu. Þegar í upphafi kynna okkar fannst mér hún lífsreynd og hafa töluvert annan hugsunarhátt en við jafnaldrar hennar. „Gamall þulur hjá Græði sat,“ fannst mér stundum eiga við hana, hún hafði eitt og annað um tilveruna og framtíðina að segja. Anna fór aðeins einu sinni til útlanda er hún fór að heimsækja Kristján bróður sinn og fjölskyldu hans í Svíþjóð. Ég held að hún hafi ekki oft farið út að skemmta sér, eins og það heitir. Oft hef ég hugleitt hvert hennar lífshlaup hefði orðið væri hún ung í dag. Éitt er ég viss um, það hefði orðið öðru- vísi. Með allri þeirri þjónustu sem samfélagið býður upp á í dag hefðu hæfileikar hennar, gáfur og sér- stæður persónuleiki fengið að njóta sín betur. Að sjálfsögðu hafði hún sömu tækifæri og annað ungt fólk við sams konar skilyrði á þessum tíma. Þau nýtti hún ekki af ástæðum sem eru mér spurn. En hún vann sín störf í kyrrþey, störf sem aðrir höfðu ekki ýkja mikinn áhuga á. Þau vann hún af trúmennsku og alúð. 1 því felast kannski mestu afrekin. Eins vil ég sérstaklega minnast. Þegar Jónas eldri sonur okkar Guð- mundar var ungur að árum og fað- ir hans látinn, ákvað Anna að bjóða þessum bróðursyni sínum til átthag- anna í Flatey á Skjálfanda. Af sín- um lágu launum fór hún með hann langa og erfíða ferð. Það hefur Jónas sagt mér, að fátt sé honum eftirminnilegra úr bernsku en þessi ferð með föðursystur sinni út í Flat- ey, fyrir hana sé hann ævinlega þakklátur. Þetta tækifæri hefði hann ekki fengið án hennar. Mér finnst góður siður að minn- ast meðbræðranna við ævilok. Því er mér kært að minnast mágkonu minnar, sem ég kynntist þó aldrei náið, sá aðeins í nokkurri fjarlægð, en gaf mér þó sérstæða lífssýn. Góður hljóðlátur samferðamaður hefur kvatt. Blessuð sé minning Önnu Sigrún- ar Jónasdóttur. Bergljót Líndal. Sæmundardagur 22. maí ODDAFÉLAGIB býður öllum sem áhuga hafa til kynningar á starfi og markmiðum félagsins laugardaginn 22. maí 1993. Þann dag verða liðin 860 ár frá andl- áti Sæmundar fróða Sigfússonar í Odda á Rangárvöllum. Kynningin hefst kl. 14 við styttu Sæmundar á selnum fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla íslands, þar sem Sveinbjörn Björnsson rektor tekur á móti þátttakendum, en það- an verður gengið í Odda, hús Fé- lagsvísindastofnunar. Stutt kynn- ingarerindi og óformlegar umræður verða í sal 101 á jarðhæð til kl. 16. Að svo búnu geta menn brugðið sér í kaffi í Norræna húsið handan götunnar og haldið þar áfram spjalli í fundarherbergi á jarðhæð. Félagið stefnir að því að Odda- staður á Rangárvöllum, saga hans og sérkenni, verði sífellt aðgengi- legri og áhugaverðari. Meðan ekki er aðstaða í Odda eru -ráðstefnur og önnur starfsemi fyrir atbeina félagsins einkum iðkun í nágrenni staðarins, á Hellu, Ilvolsvelli og víðar í Rangárþingi. Auk þessa hyggst félagið stefna að því að halda árlega Sæmundardag í grennd við styttu Sæmundar fróða og Háskóla íslands í Reykjavík. Stjórn Oddafélagsins skipa nú þau Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum, Friðjón Guðröðarson, sýslumaður á Hvolsvelli, sr. Sigurð- ur Jónsson í Odda, Freysteinn Sig- urðsson, jarðfræðingur og formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags og dr. Þór Jakobsson, veðurfræð- ingur, formaður félagsins. Gefur hann ef þröf krefur nánari upplýs- ingar um hinn fyrsta Sæmundardag nk. laugardag, 22. maí. Allir eru velkomnir. (Úr fréttatilkynningu) t Sonur okkar, dóttursonur og bróðir, BJARKI FRIÐRIKSSON, Kambaseli 50, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 21. maí kl. 13.30. Þuríður Einarsdóttir, Friðrik Alexandersson, Sigriöur Bárðardóttir, Einar Jóhannesson, Arnar Friðriksson, Sigriður Eyrún Friðriksdóttir, Viðar Friðriksson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinar- hug vegna andláts og útfarar móður okkar og tengdamóður, HALLDÓRU ÁSMUNDSDÓTTUR, áður til heimilis á Lindargötu 52, Reykjavik. Karl Magnússon, Jónína Lilja Waagfjörð, Jón Reynir Magnússon, Guðrún Sigríður Björnsdóttir, Guðfinna Ingvarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, VILHJÁLMS MAGNÚSSONAR, Brautarhóli, Höfnum. Ketill Vilhjálmsson, Valgerður Sigurgísladóttir, Hildur Vilhjálmsdóttir, Jón Björn Vilhjálmsson, Margrét Elímarsdóttir, Vilhjálmur Nikulásson, Jóhanna Simonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.