Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi þér í umferðinni SlQVÁj^ALMENNAR MORGVNBLADW, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Breytingar á yfirlýsingu ríkisstjórnar vegna kjarasamninga til umræðu Fyrirheit um engar nýjar álögiu1 á hina tekjulægstu? SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins hefur að undanförnu verið til umræðu á, vettvangi ríkisstjórnarinnar, að gefið verði fyrirheit í tengslum við kjarasamninga þess efnis, að engar nýjar álögur verði lagðar á hina tekjulægstu vegna fjármögnunar þeirra aðgerða, sem getið er um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í apríl. f samtali við Morgunblaðið i gær sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, að forsætisráðherra hefði sagt að hann mundi beita sér fyrir því, að allar tillögur ríkisstjórnar um fjáröflunaraðgerðir mundu liggja fyrir áður en tekin yrði ákvörðun um uppsögn eða lokun samninga í haust. Forystumenn ASI og VSÍ gera sér vonir um að hægt verði að leggja sameiginlegar hugmyndir sem verði ^jjJ^grundvöllur að nýjum kjarasamning- um til ársloka 1994 ásamt yfirlýs- ingu ríkisstjórnar í endanlegum bún- ingi fram á fundi stóru samninga- nefnda samningsaðila hjá ríkissátta- semjara í dag. Beðið um skýrari fyrirheit Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segist vænta þess að síðdegis verði endanleg afstaða tekin til málsins og ef allt gangi upp verði hægt að ganga frá kjarasamn- ingum mjög hratt. Samningsaðilar telja sig hafa fengið staðfest að ríkis- stjómin standi við yfirlýsingu sína frá 15. apríl en unnið hefur verið að því í óformlegum samtölum að fá fram ákveðnari yfirlýsingu um vaxtamál og skýrari fyrirheit um hvemig ríkisstjómin hyggst fjár- magna lækkun virðisaukaskatts. Einnig er gert ráð fyrir opnunará- kvæði í nóvember. Benedikt Davíðsson segir að tillag- an um að tekinn verði upp fjármagns- tekjuskattur skili í mesta lagi þriðj- ungi þess kostnaðar sem hlytist af lækkun virðisaukaskattsins og ASÍ hafi lagt áherslu á að það sem upp á vantaði yrði fjármagnað á annan hátt en með tilfærslu á milli vasa hjá því fólki sem ætti að njóta góðs af matarskattsaðgerðinni. „Við höf- um beðið um að þetta yrði skýrara í texta,“ sagði Benedikt. Kvaðst hann skilja forsætisráðherra á þann hátt að hann væri að taka undir sjónar- mið ASÍ, því að öðmm kosti væri augljóst að það gæti leitt til að samn- ingnum yrði sagt upp í nóvember. Innan samtaka atvinnurekenda leggja fulltrúar LÍÚ mikla áherslu á að Sjómannasambandið verði með í gerð heildarkjarasamninga. Tófuveiði var dræm íotiðinm TÓFUVEIÐAR voru heldur dræmar síðastliðinn vetur vegna óhagstæðs tíðarfars, en að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra viðraði illa til vetrarveiðinnar vegna umhleypinga og lélegs skyggnis þegar fullt tungl var. Hann sagði veiðarnar þó eitthvað hafa verið stundaðar en engar tölur lægju enn fyrir. Páll sagði tófuveiðarnar á síðasta ári hafa verið svipaðar og árið þar á undan, en alls voru unnin ríflega 400 greni árið 1992 og felld tæplega 1.300 fullorðin dýrogtæplega 1.700 yrðlingar. Á síðasta ári voru unnir um 5.500 minkar, en undanfarinn áratug hef- ur fjöldi minka sem unnin hefur verið sveiflast á milli 3.500 og 6.000 dýra á ári. Greiðslumat vegna húsnæðiskaupa Umsóknir 41 % færri en 1 fyrra UMSÓKNUM um mat á greiðslugetu vegna hús- næðiskaupa hefur fækkað verulega það sem af er þessu ári. Er alls um 41% sam- drátt að ræða á fyrstu fjór- um mánuðum ársins saman- borið við sömu mánuði í fyrra. Alls bárust 920 um- 'Sóknir í mánuðunum janúar- mars samanborið við 1.554 umsóknir í sömu mánuðum árið 1992. Sigurður Geirsson, forstöðumað- ur húsbréfadeildar Húsnæðisstofn- unar ríkisins, segir að erfiðleikar í efnahagslífí og atvinnuástandið virðist vera einu skýringarnar á þessari fækkun umsókna. Vísbending um samdrátt I húsbréfaútgáfu Greiðslumat fer fram hjá bönkum og öðrum fjármálastofnunum vegna húsnæðiskaupa en það er lagt til - grundvallar þegar sótt er um hús- bréf til Húsnæðisstofnunar. Sigurð- ur sagði að fækkun umsókna um greiðslumat kæmi ekki strax fram í húsbréfakerfinu þar sem umsókn- imar gildi í eitt ár og enn sé verið að afgreiða umsóknir frá síðasta ári en þá vom þær 5.300. „Þetta virðist hins vegar vera vísbending um að við séum að horfa fram á einhvern samdrátt þegar fer að líða á árið og á næsta ári, nema skyndileg breyting verði þar á, því menn geta fengið greiðslumat með mjög stuttum fyrirvara," sagði Tiann. Samdráttur í nýbyggingum í máli Sigurðar kom fram að verulegur samdráttur væri í ný- byggingum þótt þessa samdráttar væri ekki farið að gæta í útgáfu húsbréfa vegna notaðs húsnæðis. Sjá bls. Bl: „Greiðslumöt...“ Útvarpsréttamefnd fundar í dag um umsóknir um dreifingn gervihnattaefnis Fleiri umsóknir en rásir EKKI er til nægur fjöldi rása til að mæta umsóknum um dreifingu sjónvarpsefnis eft- ir svokölluðum örbylgjurásum að sögn Ingv- ars Gíslasonar formanns útvarpsréttar- nefndar og Guðmundar Ólafssonar for- manns Fjarskiptaeftirlitsins. Nokkrir aðilar hafa sótt um leyfi til að hefja endurvarp gervihnattaefnis og sagði Ingvar Gísla- son í samtali við Morgunblaðið að nú væri ljóst að ekki væri nógu mörgum rásum til að dreifa. Umsóknimar verða teknar fyrir í dag þegar út- varpsréttarnefnd kemur saman ásamt fulltrúa Fj'arskiptaeftirlitsins og sagði Ingvar að afgreiðsla þeirra myndi væntanlega taka talsverðan tíma enda væri að mörgu að hyggja. Sótt um 56 rásir — 23 eru lausar Alls er 23 rásum til að dreifa en búið er að sækja um 56 rásir til samans. Islenska útvarpsfé- lagið hefur sótt um ellefu rásir vegna fyrirhugaðs endurvarps sjónvarp^efnis frá gervihnöttum, Há- skólinn hefur einnig sótt um fjölda rása og er það eina umsóknin sem lýtur að dreifíngu fræðsluefnis. Að sögn Guðmundar er um að ræða fyrirhug- aða notkun á 2,5 GHz tíðnisviði og á því sviði séu aðeins 23 rásir lausar til ráðstöfunar. Aðspurður sagði hann jafnframt að ekki kæmi til greina að hækka eða lækka tíðnina vegna þess að önnur tíðnisvið væru einfaldlega í notkun t.d. fyrir þjón- ustu við flugvélar og önnur fjarskipti. Gjaldtaka fyrir afnot Guðmundur sagði að þessar 23 rásir væru ein- göngu til ráðstöfunar ef aðilar sem nú þegar hefðu þær til umráða væru reiðubúnir að láta þær af hendi. Nú þyrfti að greiða gjald fyrir afnot af útsendingartíðni og því bæri nýr afnotandi allan kostnað af fyrirhugaðri notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.