Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Maradona fyrir rétt ARGENTÍSKA knattspyrnu- manninum Diego Maradona hef- ur verið stefnt fyrir rétt í Róma- borg fyrir meint smygl og sölu á þremur kílóum af kókaíni. ít- alskur vinur Maradona hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í útvegun kókaínsins árið 1989. í óskyldu máli frá 1991 var Mara- dona dæmdur í 14 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir kókaín- neyslu og 15 mánaða keppnis- bann eftir að hafa fallið á lyfja- prófi að loknum knattspyrnuleik. Lafontaine vill fram á ný OSKAR Lafontaine, sem var kanslaraefni þýskra jafnaðar- manna í síðustu þingkosningum 1990, segist hafa áhuga á að leiða flokkinn í kosningum á ný. Það sem helst mælir gegn La- fontaine er að undir hans for- ystu fengu jafnaðarmenn ein- ungis 33,5% atkvæða, sem er mesti kosningaósigur flokksins frá árinu 1957. Norðmenn af- huga EB AÐEINS 30% Norðmanna styðja aðild landsins að Evrópubanda- laginu (EB) samkvæmt skoðana- könnun sem birtist í Aftenposten í gær. Þar sögðust 51% að- spurðra andvíg aðild að EB en 19% sögðust ekki hafa gert upp hug sinn hvemig þeir myndu greiða atkvæði í þjóðaratkvæði um EB-aðild sem líklegt þykir að haldið verði á næsta ári eða 1995. Nýr forseti í Tyrklandi TYRKNESKA þingið kaus á sunnudag Su- leyman Demir- el, sem gegnt hefur embætti forsætisráð- herra sjö sinn- um, forseta landsins, fjórum vikum eftir að Turgut Ozal forseti lést af völd- um hjartaáfalls. Þetta var þriðja atkvæðagreiðslan um málið og hlaut Demirel 244 atkvæði af 450. Verkföll í rénun FLEST stefndi í það í gær að endir væri í augsýn í verkföllum starfsmanna stáiiðjuvera í Þýskalandi. Samkomulag náðist um að leysa launadeilu stál- verkamanna í fjórum samband- slöndum í gær en áfram er búist við vinnustöðvun á Branden- borgarsvæðinu í austurhluta landsins þar sem starfsmenn hafa krafist sömu launa og starfsbræður þeirra í vesturhlut- anum. Rúblan fellur RÚSSNESKIR bankamenn hvöttu til skjótra aðgerða af hálfu stjórnar Borís Jeltsíns í gær til þes að stöðva fall rúbl- unnar sem lækkaði um rúm 5% gagnvart Bandaríkjadollara í gær. Lögðu bankamenn til að dregið yrði úr opinberum út- gjöldum og aðhaldssemi beitt í útlánum. Skutu 5 Pal- estínumenn ÍSRAELSKIR hermenn skutu §óra Palestínumenn í bænum Jabalya á Gaza-svæðinmu í gær og sá fimmti lést síðar af skot- sárum á sjúkrahúsi. Sjónarvott- ar sögðu að tugir manna hefðu særst í atvikinu í Jabalya. Fyrirhuguðum ráðherrafundi Öryggisráðsins um Bosníu frestað Reynt að stöðva átökin milli Kró- ata og múslima Belgrad, Medjugoije í Bosníu, SÞ. Reuter, The Daily Telegraph. OWEN lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins í Bosníu, segir að takist Króötum og múslimum ekki að stöðva innbyrðis átök milli þjóðabrotanna gæti niðurstaðan orðið borgarastríð og klofningur í líkingu við það sem Líbanir urðu að kljást við í hálfan annan ára- tug. „Serbar valda nógu miklum erfiðleikum nú þegar,“ sagði Ow- en. Hann átti ásamt Thorvald Stoltenberg, fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna, fund með Franjo Tudjman Króatíuforseta og Alija Izet- begovic, forseta Bosníu, í bosnísku borginni Medjugorje í gær. Fulltrúi Rússa í öryggisráðinu, Júlí Vorontsov, segir að fyrirhuguð- um ráðherrafundi ríkja sem eiga aðild að ráðinu hafi verið frestað en Bandaríkin voru mótfallin fund- inum og hugðust ekki taka þátt í honum. Rússar hafa formennsku á hendi í ráðinu þennan mánuðinn. Vorontsov sagði í gær að fundinum hefði verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess að margir ráðherr- anna hygðust ráðgast við í næstu viku. Talsmaður Bandaríkjastjórn- ar, sem vill aflétta vopnasölubanni á múslima og hefja loftárásir á stöðvar Bosníu-Serba, sagði á mánudag að undirbúa þyrfti fyrir- hugaðan ráðherrafund betur. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, hitti þá Izet- begovic og Tudjman að máli í króa- tísku borginni Split í gær áður en hann hélt til Belgrad til viðræðna við ráðamenn í sambandsríki Serba og Svartfellinga er þeir kalla Júgó- slavíu. Kozyrev lýsti yfir stuðningi við friðaráætlun Cyrus Vance, fyrr- verandi sáttasemjara SÞ, og Owens lávarðar sem kveður á um skiptingu Bosníu milli Serba, Króata og músl- ima og hafi hvert svæði mikla sjálfs- stjórn. „Múslimar storka okkur“ Kozyrev sagði nauðsynlegt að eftirlitsmenn frá SÞ fylgdust með landamærum Serbíu og Bosníu en stjórn Serba hefur heitið því að hætta vopnastuðningi við þjóðbræð- ur sína í Bosníu. Króatar vísa því á bug að þeir eigi sök á bardögum múslima og Króata í borginni Mostar. Þeir segja að múslimar hafi „storkað“ Króöt- um og séu með því að grafa sína eigin gröf því að einir geti þeir Reuter „Pardusdýr“ Bosníu-Serba LIÐSMENN hers Bosnbíu-Serba, úr sveitum svonefndra „Pardus- dýra,“ stökkva yfir skotgröf í grennd við þorpið Owerbegovaca á nyóu landsvæði sem tengir Serbíu og norðurhluta Bosníu sem Bos- níu-Serbar ráða. „Pardusdýrin“ eru alræmd fyrir ýmis grimmdar- verk. ekki varist Serbum. Múslimar saka í Mostar með því að hrekja á brott Króata um að stunda þjóðahreinsun alla múslima sem búa á staðnum. Annar æðsti foringi mafíunnar á Sikiley tekinn sofandi í rúminu Helsti tengiliðunnn við „ákveðin stjómmálaöfl“ Róm. Reuter. ÍTALSKA lögreglan handtók í gærmorgun annan æðsta mann maf- íunnar, Benedetto „Nitto“ Santapaola, án þess skoti væri hleypt af. Var komið að honum og konu hans sofandi á bóndabýli á Austur-Sik- iley. Santapaola var foringi hernaðararms mafíunnar og tók við guðföðurhlutverkinu í þegar janúar sl. þegar Salvatore „Toto“ Riina var handtekinn. hann var sendur til Sikileyjar til að beijast gegn mafíunni. Dómarar á eynni telja einnig, að hann hafi verið helsti tengiliður milli mafíunn- ar og „ákveðinna stjórnmálaafla" en ekki er vitað hvort þeir eru þá að gefa í skyn meint tengsl Giulios Andreottis, fyrrverandi forsætis- ráðherra, við mafíuna eða einhverra annarra. Upptökur úr stjórnartíð Nixons Taldi Watergate- málið ekki „um- talsverðan glæp“ Washington. The Daily Telegraph. Reuter. RICHARD Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, spáði því í sam- tölum við aðstoðarmenn sína fyrir rúmum 20 árum að innbrotið á skrifstofur Demókrataflokksins í Watergate-hótelbyggingunni í Wash- ington myndi ekki verða til þess að vekja mikil viðbrögð í röðum al- mennings vestra. Þetta kemur fram á segulbandsupptökum sem gerð- ar voru opinberar í Bandarikjunum á mánudag. Þótt framsýni Nixons á vettvangi utanríkismála hafi löngum verið lofuð reyndist innsýn hans í þjóðarsálina bandarísku þokukennd því líkt og alkunna er neydd- ist hann til að segja af sér embætti forseta í ágústmánuði 1974 vegna Santapaola var með byssu við hlið sér en reyndi þó ekki að grípa til hennar og hann gekkst strax við því hver hann væri þótt þau hjónin væru með fölsk skilríki. 1987 var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir morð og eiturlyfjasölu og hefur' farið huldu höfði síðan. Carlo Azeglio Ciampi, forsætisráðherra Ítalíu, þakkaði lögreglunni frammi- stöðuna í gær en hann sagði fyrir nokkrum dögum, að vildu ítalir endurheimta virðingu umheimsins Reuter Mafíuforingi í haldi SANTAPAOLA, hér á gamalli mynd, hefur lengi verið foringi fyrir morðsveitum mafíunnar. yrðu þeir að vinna bug á mafíunni. Nicola Mancino, innanríkisráðherra- Ítalíu, sagði, að Santapaola hefði verið annar æðsti maður mafíunnar en með handtöku hans væri þó ekki búið að uppræta glæpasamtök- in. Það tæki langan tíma. Lykilmaður í eiturlyfjasölu Santapaola hóf glæpaferilinn í heimabæ sínum, Catania, og gerðist síðan umsvifamikill í eiturlyfjasölu. Telur lögreglan, að hann hafí lengi verið lykilmaður í heróín- og kóka- ínsölunni en hann var þó kunnastur sem foringi vopnaðra sveita á veg- um mafíunnar. Handtaka hans kemur næstum á sama tíma og ítal- ir ætla að minnast morðsins á dóm- aranum Giovanni Falcone, 23. maí í fyrra, og þykir mörgum það tákn- rænt fyrir þann árangur, sem síðan hefur náðst í baráttunni við maf- íuna. Dauði hans varð til þess, að sett voru sérstök lög, sem auðveld- uðu liðsmönnum mafíunnar að gefa sig fram við lögregluna og veita henni upplýsingar gegn peningum eða vemd. Þetta hafa 388 manns, svonefndir „pentiti" nýtt og upplýs- ingaskriðan frá þeim hefur valdið þáttaskilum á Ítalíu, ekki aðeins hvað varðar mafíuna, heldur einnig spillinguna meðal stjórnmálamanna og i stjórnkerfinu. Myrti Dalla Chiesa ítalska lögreglan telur, að Santapaola og menn hans hafí stað- ið að baki morðinu á Carlo Alberto Dalla Chiesa herhöfðingja 1982 en Watergate-hneykslisms svonefnda. Upptökurnar sem nú hafa verið gerðar opinberar eru frá því í maí og júní árið 1972 og hafa þær að geyma samtöl sem alls eru um þijár klukkustundir að lengd. Nixon víkur þar að misheppnuðu innbrotinu á skrifstofur Demókrataflokksins og tilraunum til að koma þar fyrir hler- unarbúnaði og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að það geti „fjandakom- ið, tæpast flokkast undir umtals- verðan glæp.“ Hleranimar smámál Þann 21. júní 1972, fjórum dögum eftir innbrotið, segir Nixon í sam- tali við H.R. Haldeman, sem þá var skrifstofustjóri forsetans: „Ég tel - hvað viðbrögð almennings varðar - að viðbrögðin verði aðallega um- talsverð í Washington en ekki úti á landi vegna þess að ég tel að fólkinu í þessu landi sé skítsama um hleran- ir.“ Og forsetinn hafði ekki lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.