Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Auglýsing um stöðu bankastjóra Seðlabankans Framsókn valdar ekkí leugur „sinn stól“ í Seðlabankanum ÁKVÖRÐUN bankaráðs Seðlabanka íslands í þá veru að auglýsa eftir umsóknum um stöðu bankastjóra við bankann frá 1. júlí næstkomandi, þegar dr. Jóhannes Nordal lætur af störfum, hefur vakið athygli fyrir þær sakir að lögum samkvæmt er ekki skylt að auglýsa stöðuna. Raunar er gert ráð fyrir þvi að stöður banka- stjóra verði auglýstar lausar til umsóknar, samkvæmt frumvarpi um ný seðlabankalög, sem ekki varð að lögum á nýafstöðnu þingi, þrátt fyrir ásetning Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um slíka lagasetningu. Á vissan hátt má segja að hér sé brotið blað í bankasögu Islend- inga, því þetta er í fyrsta sinn sem auglýst er eftir umsóknum um stöður bankastjóra. Vel má vera að þetta sé upphafið að því að pólitísk tök á bankakerflnu hér á landi losni og bankaráð í framtíðinni muni beita slíkum aðferðum við ráðningu bankasljóra og pólitískar skúmaskotaákvarðanir við bankastjóraráðningar heyn þar með sögunm til. Samkvæmt lögum um Seðla- bankann skipar banka- og við- skiptaráðherra í stöðu banka- stjóra að fengnum tillögum bank- aráðs. Þær raddir heyrast að það hafi vart verið í verkahring bank- aráðsins að taka sjálfstætt þá ákvörðun að auglýsa eftir um- sækjendum, fyrst nýja frumvarpið um Seðlabankann sé ekki orðið að lögum. Bankaráðið sé sam- kvæmt núgildandi lögum einungis umsagnaraðili, sem geri tillögu um ráðningu til viðskiptaráðherra. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði, þegar ég ræddi við hann í gær, að hann teldi þessa ákvörðun bankaráðs Seðlabank- ans vera eðlilega og hann kvaðst fagna henni. „Eg hef sjálfur flutt frumvarp á þinginu sem er til meðferðar hjá efnahags- og við- skiptanefnd, þar sem meðal ann- ars er gert ráð fyrir að stöður bankastjóra, sem losna kynnu, verði auglýstar. Mér fínnst það eðlileg aðferð til að undirbúa til- lögugerð bankaráðsins til ráðherr- ans,“ sagði ráðherra. Faglegri vinnubrögð Ágúst Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans hefur sagt að ástæða þessarar ákvörð- unar væri sú að þannig gæti bank- aráðið beitt faglegri vinnubrögð- um við umfjöllun sína og tillögu- gerð. Ágúst er einn aðalhöfundur þess frumvarps um Seðlabank- ann, sem ekki varð að lögum nú á þinginu í vetur og hann er sagð- ur mjög áhugasamur um að hug- myndir þess frumvarps nái fram að ganga hið fyrsta. Þegar nýja seðlabankafrum- varpið verður að lögum, hvenær sem það nú verður, kemur upp spaugileg hlið á bankastjórn Seðlabankans. Samkvæmt laga- frumvarpinu verður um einn aðal- bankastjóra Seðlabankans að ræða, og samkvæmt sama frum- varpi ber að auglýsa þá stöðu sérstaklega. Það kann því tvisvar að verða hlutskipti núverandi bankamálaráðherra að þurfa að sækja um stöðu bankastjóra Seðlabankans — fyrst bankastjó- rastöðu, síðan aðalbankastjóra- stöðu! Raunar er því haldið fram að þessi ákvörðun bankaráðs Seðla- bankans um að auglýsa stöðuna komi á afar hentugum tíma, þeg- ar framhaldsleikir eru skoðaðir og geti haft afdrifarík áhrif á það með hvaða hætti staðið verður að ráðningum bankastjóra í framtíð- inni, og þá hugsanlega einnig hjá ríkisbönkunum tveimur. Enginn ógnar Jóni Flestir virðast sannfærðir um að Jón Sigurðsson muni verða einn umsækjenda um stöðu seðla- bankastjóra; jafnmargir virðast telja af og frá að nokkur annar umsækjandi geti ógnað Jóni. Þannig virðist það vera samdóma álit manna að Jón Sigurðsson, með hagfræðimenntun sína, for- stjórastöðu í Þjóðhagsstofnun, starfsferil hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og loks pólitískan feril iðnaðar-, banka- og viðskiptaráð- herra að baki, þoli það sem sem nefnt er fagleg umfjöllun bankar- áðsins, án þess að möguleiki hans á ráðningu verði nokkurn tíma í uppnámi. Pólitísk tök í bankakerfinu að losna Því er meira en til í dæminu að bankaráð Seðlabankans hafi séð sér leik á borði, er það tók þessa samhljóða ákvörðun sína, að skapa sér sterkari stöðu við ákvarðanir og bankastjóraráðn- ingar í framtíðinni. Þegar einu sinni er búið að auglýsa eftir umsóknum um stöðu bankastjóra Seðlabankans, væri þá eitthvert vit að hverfa frá slíku fyrirkomu- lagi í framtíðinni? Menn þurfa ekki að horfa langt fram á veginn til þess að sjá hvaða bankastjóra- stóll losnar næst í Seðlabankan- um, en það mun gerast um næstu áramót, þegar Tómas Árnason, fyrrum þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Vandræði Framsóknar Framsóknarflokkurinn hefur verið að vandræðast með það hver eigi að hreppa hnossið að Tómasi burtgengnum og hefur helst verið um það rætt að Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur og fyrrverandi þingmaður Fram- sóknarflokksins hér í Reykjavík fengi stöðuna. Það er þó alls ekki hægt að fullyrða að um slíka til- högun hafi ríkt nokkur eining inn- an Framsóknarflokksins, en því er haldið fram að Guðmundur líti þannig á að Steingrímur Her- mannsson hafi beinlínis lofað hon- um stöðunni, þegar Guðmundur féllst á að hætta við framboð hér í Reykjavík. Raunar mun Steingrím ekki reka minni til slíks loforðs og heimildir mínar innan Framsókn- arflokksins herma að loforð Stein- gríms hafi aldrei verið bundið við neitt tiltekið embætti, heldur ein- ungis góða stöðu sem kynni að losna og Framsóknarflokkurinn kynni að geta ráðstafað. Hvað sem því líður þá verður úr vöndu að ráða fyrir Framsókn- arflokkinn, þegar líða tekur á þetta ár og flokkurinn hyggst, ef að líkum lætur, gera tillögu um „sinn mann“ til bankaráðs Seðla- bankans. Til þess að vera sjálfu sér samkvæmt í afstöðu sinni og vinnubrögðum mun bankaráðið þá vísast benda á hvaða háttur hafi verið hafður á þann 18. maí sl. þegar auglýst var eftir um- sóknum um stöðu bankastjóra Seðlabankans. Því mun svarið verða á þann veg að sérstakur „kandídat" Framsóknarflokksins um stöðu Tómasar Árnasonar verði bara að gera eins og aðrir umsækjendur um stöðuna — að sækja um skrif- lega. Þá er ekki endilega þar með sagt að Framsókn hafi ýkja mörg- um hæfum hagfræðingum fram að tefla í slagnum um stól Tómas- ar og gæti allt eins orðið af stóln- um af þeim sökum. Nöfn eins og nafn aðstoðar- bankastjóra Seðlabankans, Eiríks Guðnasonar, eða Ingimundar Friðrikssonar, yfirmanns Alþjóða- sviðs Seðlabankans, sem nú er í tveggja ára leyfi á meðan hann starfar hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, koma því óneitanlega upp í hugann, þegar hugleitt er hveijir muni hugsanlega verða í hópi umsækjenda um stöðu Tóm- asar þegar líða tekur á árið, jafn- vel þótt hvorugur þeirra búi yfir flokksskírteini í Framsóknar- flokknum. Þeir hafa, flokksleysis vegna, ekki verið taldir gjaldgeng- ir í slíkar stöður, og á því kann nú að verða breyting. Þótt hvor- ugur þessara manna hafi feril á borð við Jón Sigurðsson að baki er ekkert hægt að fullyrða um að þeir verði ekki í hópi umsækj- enda nú, þegar staða dr. Jóhann- esar Nordal hefur verið auglýst, jafnvel þótt ekki verði í öðrum tilgangi en þeim að minna á sig. í víðara samhengi í víðara samhengi verður þetta mál allt enn forvitnilegra og skemmtilegra að skoða, því hafi bankaráðið, sem skipað er þeim Ágústi Einarssyni, formanni, Geir Gunnarssyni, varaformanni, Dav- íð Aðalsteinssyni, Ólafi B. Thors og Guðmundi Magnússyni, bol- magn til þess að standa við að hafa þennan háttinn á við banka- stjóraráðningar að Seðlabankan- um í framtíðinni, má vel hugsa sér að bankaráð ríkisbankanna, Landsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands, taki ekki við póli- tískum tilskipunum þingflokka öllu lengur, þegar að ráðningu nýs bankastjóra kemur, heldur segi sem svo að þau hyggist fara að fordæmi bankaráðs Seðlabanka íslands og auglýsa stöðurnar. Formaður LÍÚ um sjávarútvegsmál í skýrslu OECD Greinilega skrifuð í opinberum stofn- unum á Islandi Umframafkastageta ekki eina skýring á vanda sjávarútvegs, segir Þorsteinn Pálsson „ÉG GERI lítið með tilskrif til útlanda sem koma til baka á ensku,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIU, þegar Morg- unblaðið bar undir hann umfjöllun um vanda sjávarútvegsins í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra segir að líta verði á vanda sjávarút- vegs í víðu samhengi og þótt það sé rétt sem segi í skýrslunni að umframafkastageta sé hluti af vandamálinu þá sé það ekki eina skýringin. Pálsson. „Á móti kemur að til þess að ná leyfðum afla hafa menn þurft að stórauka sóknina um allt að 20%. Það er því mjög erfitt að gefa reglustrikuuppskriftir um einhveija tiltekna niðurstöðu varð- andi hagkvæma stærð. Annar hluti af vanda sjávarút- vegs er sá, að við höfum í áratugi gefið neyslunni meira svigrúm en framleiðslunni, þannig að við höf- um haft halla á viðskiptum við útlönd og af þeim sökum hafa atvinnufyrirtækin í sjávarútvegi ekki fengið tækifæri til að byggja upp eiginfjárstöðu sína og eru því hvorki nægilega vel í stakk búin til að taka tímabundnum áföllum né til þess að takast á við ný verk- efni eins og vöruþróun og mark- aðssetningu,“ sagði hann. Þorsteinn sagðist ekki vita hvað höfundar skýrslunnar ættu við í umfjöilun um gengismál og að gengisfelling myndi hægja á óhjá- kvæmilegri hagræðingu í grein- inni. „Sumir hafa haldið því fram að breyting á gengi krónunnar myndi auka rekstrarvanda sjávar- útvegsfyrirtækjanna. Það er gagn- stæð fullyrðing við niðurstöðu þessara aðila sem augljóslega telja að það þurfi að pína fyrirtækin meira. Eg held að almennt séð hljóti mælikvarðinn á hvort gengi gjaldmiðils er rétt að koma fram í viðskiptajöfnuðinum,“ sagði Þor- steinn. Einar B. Ingvarsson fv. bankamaður látinn EINAR B. Ingvarsson, fyrrver- andi bankamaður, lézt í Landa- kotsspítala á mánudag, 72 ára að aldri. Einar var fæddur 20. júlí 1920 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sigríður Böðvarsdóttir og Ingvar E. Einarsson skipstjóri. Einar fluttist ungur með foreldrum sín- um vestur á ísafjörð, þar sem hann tók gagnfræðapróf. Hann lauk síðan verzlunarprófi frá Verzlunarskóla íslands 1938. Einar starfaði í Reykjavík fyrst eftir að hann lauk námi. Hann réðst til starfa hjá Landsbankan- um, fyrst í Reykjavík og síðan á ísafirði. Hann var útibússtjóri Landsbankans á ísafirði 1951- 1968. Þá fluttist hann til Reykja- víkur og varð fulltrúi bankastjórn- ar Landsbankans. Því starfi gegndi hann til 1986, að árunum 1974-1978 undanskildum. Þá var hann aðstoðarmaður Matthíasar Bjarnasonar, sjávarútvegs- og heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Einar tók þá þátt í ýmsum milli- ríkjasamningum fyrir íslands hönd, einkum varðandi landhelgis- og fiskveiðimál. Hann sat í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins um árabil og var formaður stjórnar Viðlagatrygg- ingar íslands til skamms tíma. Þá var hann í stjórn Þörungavinnsl- unnar á Reykhólum og formaður afmælisnefndar Landsbankans á aldarafmæli hans. Kona Einars var Herdís E. Jóns- dóttir og iifir hún mann sinn. Þau áttu fjögur börn. í skýrslunni segir að grund- vallarvanda sjávarútvegs sé ekki að fínna í rangri gengisskráningu krónunnar heldur megi rekja til of mikillar afkastagetu í greininni og að tillaga um Þróunarsjóð gangi út á að ráðast til atlögu við þann vanda. Þá segir að frekari gengisfelling myndi einungis hægja á óhjákvæmilegri hagræð- ingu í sjávarútvegi. íslensk smíð — þýdd á ensku „Hvað skyldu þessir menn þekkja til Þróunarsjóðs, sem ekki hefur einu sinni birst í frumvarps- formi,“ sagði Kristján Ragnars- son. Sagði hann að mörg teikn væru í þessari umsögn sem sýndu að hún væri greinilega skrifuð í opinberum stofnunum á íslandi. Benti hann á að þeir sérfræðingar sem vitnað væri til hefðu ekki haft samband við eina einustu stofnun, samtök eða fyrirtæki í sjávarútvegi til að afla sér upplýs- inga. „Eg sé því ekki ástæðu til að gefa umsögn um íslenska smíð sem þýdd er í OECD,“ sagði Krist- ján. Reglustrikuuppskriftir „Vandi sjávarútvegsins er margslunginn. Hluti hans er í því fólginn að við höfum umframaf- kastagetu, ekki síst við aðstæður eins og við búum við í dag, þar sem við höfum orðið að skera nið- ur þorskveiðar," sagði Þorsteinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.