Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUnAGUR 19. MAÍ I993 15 II 1 III III II II ATVINNULEYSI || II III z' livdð er til ráCkii ... ✓, Atvinnuleit Abending’ar og heilræði ÞEGAR sækja á um starf eru ákveðnir þættir sem umsækjendur þurfa að hafa í huga ef árangur á að nást. Benjamín Axel Arnason, framkvæmdastjóri ráðning- arþjónustunnar „Ábendi“, gaf at- vinnulausum góð ráð í „Þjónustu- útvarpi atvinnulausra" í siðustu viku. Hann var spurður að því, hvernig fólk ætti að bera sig að, þegar það hefði hug á að leita sér að starfi. Hvert á að leita eftir starfi Benjamín sagði að í fyrsta lagi þyrftu menn að gera sér fyrir því hjá hvaða fyrirtækjum og stofnunum þeir hefðu áhuga á að fá vinnu með- al vina og kunningja, og heimsækja þau síðan og bjóða fram krafta sína. í öðru lagi væri nauðsynlegt að það væri látið fréttast meðal vina og kunningja að viðkomandi væri í atvinnuleit. í þriðja lagi væri hægt að svara auglýsingum í ijölmiðlum. I fjórða lagi væri hægt að skrá sig á ráðningastofu, - og ekki aðeins á einni ráðningarstofu heldur hjá þeim öllum. Skráningin kostar engin fjárútlát. Margir atvinnurekendur notfæra sér sérfræðiþjónustu ráðn- ingastofa við ráðningu á starfsfólki. Auglýsingar Ef fara á eftir auglýsingum þá koma þar oft fram ákveðnar upplýs- ingar um starfið, hverskonar starf sé um að ræða og hvað í því felst. Auglýsi fyrirtækið undir nafni, er hægt að kynna sér það, stjórn þess og starfsemi og haga umsókninni samkvæmt því án þess að sagt sé rangt frá, þ.e. hvað þarf að taka fram og hvað þarf að leggja áherslu á í umsókninni þegar sótt er um starfið. Þegar leitað er til ráðningarstofu snúa málin öðru vísi við, þá fyllir viðkomandi út þar til gerð umsókn- areyðublöð og síðan hefur ráðning- arstofan milligöngu um ráðninguna. Það getur tekið nokkra mánuði. Atvinnuleitinni skiptir Benjamín Axel í tvö stig. Annað stigið er gerð atvinnuumsóknar og hitt er ráðning- arviðtalið, ef heppnin er með. Atvinnuumsókn Atvinnuumsóknin þarf að vera snyrtilega uppsett, í henni þurfa að vera allar nauðsynlegar upplýsingar settar fram á skipulegan hátt og í sem stystu máli. Umsóknin þarf að vera trúverðug. Vönduð og snyrtileg umsókn eykur möguleika á tækifæri á að komast í viðtal. Ráðningarviðtalið Þegar farið er í ráðningarviðtal er nauðsynlegt að fara vel undirbú- inn, t.d. vera búinn að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Þar getur bókin „íslensk fyrirtæki" komið að góðum notum. Góður undirbúningur dregur úr kvíða sem óhjákvæmilega fýlgir slíkum viðtölum. Nauðsynlegt er að vera stundvís, koma snyrtilega klæddur og reyna koma vel fyrir með því að heilsa, ekki aðeins viðmælanda heldur einn- ig öðru starfsfólki sem á vegi við- komandi verða. Spurningar atvinnurekanda Þegar kemur að viðtalinu sjálfu, er rétt að umsækjandinn geri sér ljóst að atvinnurekandinn er ekki aðeins að kanna verkþekkingu og færni við- komandi, heldur einnig skapgerðar- eiginleika og samstarfshæfiieika, hvort hann hafi skoðanir eða sé skoð- analaus, hvort hann ljúki því verki sem hann hefur byijað á og hvort hann muni endast í starfi, hvort hann hafi frumkvæði og hvort hægt sé að treysta honum. Atvinnurekandi vill gjarna m.a. vita hversvegna viðkomandi sótti um starfið, hversvegna hann hætti í síð- asta starfi, hvaða störfum hann hafi gegnt áður og hvaða launahugmynd- ir hann hafi. Umsækjandi getur átt von á að vera spurður um prófskír- teini og meðmælabréf, um framtíð- aráform í starfi, áhugamál, drykkju- venjur og hvernig honum gangi að vinna undir álagi. Umsækjanda er ráðlagt að spyija ekki að fyrra bragði um launakjör í fyrsta viðtali. Spurningar umsækjanda Umsækjandinn á einnig að geta lagt spurningar fyrir atvinnurek- anda. Hann þarf að vita í hveiju starfið felst. Aðrar eðlilegar spum- ingar eru t.d. hver verði hans yfir- maður og hvemig honum semji við aðra starfsmenn fyrirtækisins, hve margir starfi hjá fyrirtækinu, hvort starfið sé nýtt eða hvort einhver hafi gegnt því áður, hver sé staða fyrirtækisins og hveijir séu helstu keppinautar. Einnig hvort fyrirtækið bjóði upp á endurmenntunarnám, hvernig frammistaða í starfi sé met- in og hvaða möguleika viðkomandi hafi til að færast til innan fyrirtækis- ins. M. Þorv. ...OG Þfi SITUR $ •æ $ % m STOLTUR UNDIR STÝRI Líttu við og sjáðu hvað bíllinn er nettur en rúmgóður, kraftmikill en sparneytinn. Tígulegur í útliti en með látlaust yfirbragð, tæknile^a vel útbúinn og á ótrúlega lágu verði. Verð frá : kr. 1.139.000 12114-72-211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.