Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 13
. AÍOKGliNBLAÐIÐ MIÐVJKUI>A0UK 19. MAÍ 1993 Vissu menn ekki hvað fólst í EES? eftir Kristínu Einarsdóttur í Morgunblaðinu föstudaginn 14. maí, birtist grein eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara þar sem fjall- að er um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Tilefni greinar Gísla eru fullyrðingar utanríkisráð- herra um að ekki þurfí að breyta búvörulögunum vegna þess að EES-reglur séu æðri landslögum. Þetta telur Gísli hina mestu firru. í sama blaði ritar Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, grein um sama efni. Hann vitnar til bókunar 35 með EES-samningnum þar sem segir að samningsaðilum sé ekki gert að framselja löggjafarvald til stofnana EES. Tómas vitnar í grein sinni aðeins til fyrri hluta bókunar 35. EES-reglur æðri íslenskum lögum Ekki veit ég hvers vegna Tómas lætur hjá líða að fjalla um síðari hluta bókunar 35 og önnur ákvæði sem ljalla um sama efni. Ef hann hefði gert það, hefði e.t.v. hann og Gísli áttað sig á samhenginu. í nið- urlagi bókunar 35 segir: „vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmda og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi i þeim tilvikum.“ í 3. gr. laganna um EES segir: „Skýra skal lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. “ í 119. gr. EES-samningsins segir að viðaukar og bókanir hafi sömu stöðu og meginmál samningsins og séu „óað- skiljanlegur hluti samningsins". Það er þetta sem verið var að sam- þykkja á Alþingi í vetur. Það er því búið að lögfesta að EES-reglur séu æðri íslenskum lögum. Það er m.a. vegna þessara ákvæða samningsins sem andstæðingar hans hafa varað við því að með honum sé verið að færa verulegt vald til stofnana út í Brussel. Vita menn ekki hvað þeir gjöra? Það er mjög alvarlegt ef alþingis- menn hafa ekki áttað sig á því hvað það var sem þeir voru að sam- þykkja þegar aðild íslands að EES var ákveðin af meirihluta Alþingis. Með aðild að EES verður það Evr- ópubandalagið sem hefur allt frum- kvæði að lagasetningu sem gilda á hér á landi á samningssviðinu. Efn- islega er því löggjafarvaldið í hönd- um EB-stofnana þó að formi til megi segja að það sé enn í höndum Alþingis og forseta lýðveldisins. Þess er síðan að gæta að dómsvald varðandi ákvæði samningsins er ekki lengur í höndum Islendinga og það eru erlendi dómstólar sem munu hafa síðasta orðið þegar ágreiningur rís um túlkun. Enn er leið til baka Það er með ólíkindum að fáum dögum eftir að búið er að lögfesta samninginn eru ráðherrar í ríkis- stjórninni komnir í hár saman út af túlkun á ákvæðum hans. Slík tilvik munu verða mörg ef samning- Kristín Einarsdóttir „Það er því búið að iög- festa að EES-reglur séu æðri íslenskum lögum. Það er m.a. vegna þess- ara ákvæða samningsins sem andstæðingar hans hafa varað við því að með honum sé verið að færa verulegt vald til stofnana út í Brussel.“ urinn gengur í gildi. Væri ekki rétt að staldra nú við og endurskoða þetta mál frá grunni áður en hurð skellur að stöfum? Áðurnefndar greinar og umræð- ur undanfarið bera vott um að al- þingismenn og fleiri hafi ekki gert sér grein fýrir hvað í raun og veru felst í EES-samningnum. Höfundur er þingkona KvennaJistans fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Vordagar 14.-29. maí NORDLUX ljósin á frábæru verði! HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavík. Helluhrauni 16, Hafnarfirði. p\ÓOUS .. «\bO&°9 a a"a Gatnan o9 3 - OQ LK\V^9a* ,V ^ s^at • Twó\'að,f Aiora. # veÁ\n9asa'a i sta« tUlSíir [S evW \t h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.