Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR ,19. MAÍ .1993 ic I,■ , Íí : ■', 1 VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6,108 Reykjavík Glœsilegar gjafabcekur! Opið bréf til Heimis Steinssonar Háttvirtur séra útvarpsstjóri Heimir Steinsson, Undanfama tvo sunnudaga hefur sjónvarpið birt þætti, sem með réttu ættu að heita „saurfíklar á söguslóð". Mér þykir vægast sagt undarlegt að þú, sem æðsti maður sjónvarps- ins, skulir geta lagt þig svo lágt að leyfa birtingu á þvílíkum endemum. Ekki nóg með það, heldur skal kalla þetta „menningarlegt efni“. Já, þú kýst að reyna þannig að þvo hendur þínar, líkt og Pílatus forð- um. En er það sæmandi heiðarlegum og háttsettum embættismanni að lauga hendurnar upp úr fúlustu rot- þróarpyttum íslandssögunnar? Er það samboðið þinni betri vitund að láta saurfíkla og afbendismenn með afbrigðilegar pólitískar skoðan- ir, vaða uppi með skítkast yfír land og lýð í sjónvarpi? Ætla mætti að sjónvarpið ætti að vera landi og þjóð til sóma, og umfram allt: Hlutlaus ijölmiðill. Þama hefur það hlutleysi verið gróflega brotið. Væri það þér til sóma ef sá fjölmiðill yrði sóttur til saka fyrir lúalegan pólitískan áróður einhvers óvandaðs saurfíkils á vissa stétt þjóðfélagsins? Þú ættir svo sannarlega að stöðva þennan ósóma áður en vandræði verða meiri. Það er bæði landi og þjóð til lítils sóma að hreyta þessum skít yfir út- lendar þjóðir. Auk þess myndi virðing sjónvarpsins bíða af því óbætanlegan hnekki. íslenska sjónvarpið myndi verða sér til ævarandi skammar um gervallan heiminn. Er slíkt pening- anna virði? Það er líka með ólíkindum að maður eins og þú, sem fengið hefur guðlega köllun, skulir skýla þvílíkum óþverra undir þínu hempu- lafí. Því miður hefur saurblaða- mennska vaxið og viðgengist hér á landi á síðustu ámm. Saurfíklar og afbendislýður leggur rækt við þessa grein, sjálfum sér til skammar og Göngumessur á uppstign- ingardag „Þú ættir svo sannar- lega að stöðva þennan ósóma áður en vand- ræði verða meiri.“ öðrum til leiðinda. Þessi óhroði, sem sjónvarpið hefur haft til sýnis, er bæði illa unninn og auk þess Ieiðin- lega fram settur. Það er engum til góðs að lengra sé haldið. Ég skora því á þig að stöðva ósóm- ann, ef þú hefur einhvem snefíl af sómatilfinningu. Með bestu kveðju, Pétur Steingrímsson, Laxárnesi. Hvað heitir þú? - hverra manna ertu? ER ÆTTARMÓT í UPPSIGLINGU? Á stóru ættarmóti er tilvaliS að næla nöfn þótttakenda í barm þeirra. I Múlalundi færð þú barmmerki fyrir þetta eða önnur tilefni. Einnig fóst þar plastmöppurnar þægilegu fyrir Ijósmyndirnar. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 688476 eða 688459. Múlalundur Vinnustofa SÍBS • Hátún 10c Símar: 688476 og 688459 • Fax: 28819 S ttiden tsgjafir drsins Vaka-Helgafell býður glæsilegar gjafabækur, verk sem standast tímans tönn og munu lifa með þjóðinni um ókomin ár. Þar á meðal eru verk Halldórs Laxness og Steins Steinarr. Þau eru fyrir löngu orðin klassísk og eru því góð til gjafa, - sannkölluð framtíðareign. ifaíícíór faxviess HEILSUVIKA undir kjörorðinu „Iþróttir fyrir alla“ hefst á morg- un, 20. maí og stendur fram til 26. Göngumessur svokallaðar verða á uppstigningardag í Reykjavík. Klukkan 10.30 verður gengið frá Grafarvogssókn, Nes- kirkju og Bústaðakirkju. í Grafarvogssókn verðiir helgi- stund við hlið kirkjunnar og gengið verður í kringum voginn. Kirkjukór- inn leiðir safnaðarsöng. Prestur er séra Vigfús Þór Árnason. Gengið verður frá Neskirkju að Háskólanum. Þar verður helgistund og sungnir verða sálmar. Prestur verður séra Frank M. Halldórsson. Gengið verður frá Bústaða- kirkju niður í Fossvogsdal. Þar verður helgistund og sungnir sálm- ar. Prestur verður séra Pálmi Matt- híasson. ------»-»-'4------- ■ KÖKUBASAR verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 20. maí, milli kl. 11 og 15 í Tónlistarskólan- um í Keflavík. Á boðstólum verður ýmislegt góðgæti, blómaafleggjarar og fleira. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð Lúðrasveitar Tónlistarskólans. MERKING tíf BRAUÍARHOLT 24 SÍMI: 627044 UPPLySINGASKILII 3M Sandpappír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.