Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 J B I J B B I B 0 3 0 + Hvað eru hættuleg- ir megrunarkúrar? Frá Maríu Ásgeirsdóttur: HÉR í blaðinu birtist grein laugar- daginn 1. maí í þættinum Sjónar- hom undir yfirskriftinni „Varað við kaloríusnauðum megrunarkúrum". Mér virðist þetta vera eins og svo oft áður þýðing Margrétar Þor- valdsdóttur á grein úr amerísku tímariti, þar sem til umfjöllunar eru kanadískar rannsóknir á nokkrum hitaeiningasnauðum megrunar- blöndum, sem er í alla staði ágætt mál út af fyrir sig. En fyrir hvetja er verið að skrifa? Er Morgunblaðið ekki vettvangur fyrir íslendinga, með aðgang að markaðsvörum á íslandi. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er sú að hér á landi eru þessar undirmálsvörur ekki á boðstólum, svo vitað sé. Lyf hf. flytur inn næringarduftið NUPO-létt, sem eftir niðurstöðum kanadísku rannsóknarinnar mundi ekki teljast hættulegur kúr, því það inniheldur blöndu af sojapróteinum og undanrennudufti, þar sem sér- staklega var gengið úr skugga um að rétt magn af nauðsynlegum amínósýrum væti til staðar. Þegar leitað var heimildar vegna innflutn- ings á NUPO-létt hér á landi var sótt um það til Lyfjaeftirlits ríkis- Frá Páli Bergþórssyni: ÞAÐ ER ekki góð reynsla að eiga orðastað við þann Víkveija sem skrifar í Morgunblaðið þ. 9. maí og 16. maí sl. Þetta byrjaði með því að Vík- veiji kom á framfæri þeirri tillögu að í / veðurfregnum beri að lesa fyrst spána, síðan veðurskeyti frá stöðvum og seinast skuli endurtaka spána. Þetta var reyndar stundum gert áður en lestri veðurfregna var bre_ytt í núverandi horf. í svari mínu sagði ég að þetta mundi lengja veðurfregnir um 50% og ólíklegt væri að Útvarpið mundi fallast á það. En með því að sleppa fýrstu málsgrein minni og setja aðra í staðinn frá sjálfum sér setti Víkveiji svarið þannig upp þ. 9. maí að allt útlit var fýrir að ég hefði þá fráleitu skoðun að það mundi lengja veðurfregnir um 50% að hafa öfuga röð miðað við það sem nú er gert og lesa spána fyrst, en veðurskeytin á eftir! Þessu næst féll Kári Jónasson fréttastjóri í þá gryfju að taka þessa brengluðu framsetningu alvarlega og skrifaði Víkveija af því tilefni, hefði þó getað fengið skýringu á málinu með stuttu símtali við mig. En nú brá svo við að Víkveiji lét Kára ekki vita af brenglun sinni á svari mínu og birti grein hans eins og ekkert hefði í skorist. Sama dag ins, sem fjallaði mjög ýtarlega um samsetningu næringarduftsins áður en leyfi til innflutnings var veitt. Það skal tekið fram að NUPO-létt næringarduftið, sem eins og áður er nefnt er samsett úr sojaprótein- um og undanrennudufti ásamt því að í því eru öll steinefni, vítamín og trefjar og nú síðast omega-3 fitusýrur, sem komið hefur í ljós að dregur úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum. NUPO-létt er eina næringarduft- ið á markaði hérlendis ætlað til megrunar, sem inniheldur öll nær- ingarefni í þeim hlutföllum sem lík- aminn þarfnast, sé ráðlagður dag- skammtur notaður. Nokkur önnur duft hafa verið hér á markaði en þau skulu leyst upp í mjólk, því hiuti prótínanna og ýmissa vítam- ína, auk kalks og kalíum, eru efni sem koma þurfa úr mjólkinni. Nupo-létt þarf aðeins að leysa upp í köldu vatni. Með hveijum pakka af dufti fýlgir ýtarlegur leiðarvísir um notkun megrunarduftsins ásamt leiðbeiningum um mataræði, nokkuð, sem er afar mikilvægt við hvern megrunarkúr, en aðrir hafa ekki boðið upp á. Næringarduftið Nupo-létt hefur birti Víkveiji athugasemd frá mér en hélt uppteknum hætti að brengla röksemdafærslu mína. Rétt er að taka fram að þessi framkoma er alger undantekning frá þeim ágætu viðtökum sem ég hef fengið hjá Morgunblaðinu þegar ég hef þurft að leita til þess um birtingu á greinum um málefni Veðurstofunnar. Af sömu ástæðu óska ég þess vinsamlegast að þessi athugasemd mín verði ekki send Víkveija til meðferðar, heldur birt á öðrum stað í blaðinu. PÁLL BERGÞÓRSSON, veðurstofustjóri. Aths. ritstj. Það er rétt hjá Páli Bergþórssyni að fyrsta málsgrein í bréfi hans, sem birt var í Víkveija 9. maí sl., féll niður. Það var ekki vísvitandi gert heldur vegna mistaka við frá- gang. Setningin var svohljóðandi: „Víkveiji hefur eftir kunningja sín- um þ. 29. apríl að Veðurstofan ætti að haga svo veðurfregnum að lesa fyrst veðurspá, síðan veðurlýs- ingu og endurtaka veðurspána í lokin.“ Morgunblaðið biður Pál Berg- þórsson velvirðingar á þessum mis- tökum svo og Kára Jónasson, sem hafði texta Páls ekki í heild við hendina, þegar hann gerði athuga- semd sína. verið á markaði í Danmörku. Þar sem það er framleitt, í yfir 15 ár og þróast með tímanum. Á bak við það stendur fjöldi læknisfræðilegra rannsókna, sem birtar hafa verið bæði í læknisfræðitímaritum og fluttir hafa verið fyrirlestrar um það víða um heim. Mér finnst vera mjög einkenni- legt þegar grein eins og þessi er skrifuð án þess að áður sé haft samband við .þá aðila, sem standa að innflutningi á vöru, sem gæti verið um að ræða hér á landi og leitað útskýringar þeirra. Þetta er skrifað sem aðvörun vegna þess fjölda fólks, sem er t.d. í megrun á NUPO-létt og gengur vel. Þetta fólk gæti ef til vill álitið út frá fyrirsögninni að um NUPO- kúrinn sé að ræða og ekki þorað annað en að 'hætta. Þá yrði góður árangur og góð líðan þeirra gleymd, en óttinn næði yfirhöndinni. Slíkt má ekki gerast. Þegar grein eins og þessi er skrifuð skal því hafa í huga máltækið, sem enn er í fullu gildi: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. MARÍA ÁSGEIRSDÓTTIR, lyfjafræðingur hjá LYF hf. LEI^RÉTTINGAR Listahluti féll niður Þau mistök urðu að ein blaðsíða list- ans yfir styrkþega Vísindasjóðs féll niður, er Morgunblaðið birti listann. Hún hefst á Einari Júlíussyni og end- ar á Hilmari J. Malmquist: Einar Júlíusson, kjamasamsetning geimgeisla við háa orku kr. 320.000. Einar Steingrímsson, Erhart-marglið- ur hyrna og annarra fjölhyrninga kr. 600.000. Elsa G. Vilmundardóttir og Guðrún Larsen, Aldursákvörðun á ís- lensku bergi með ljósörvaðri ljómun kr. 250.000. Emma Eyþórsdóttir og Valgerður Andrésdóttir, Erfðamörk í íslenskum nautgripum kr. 170.000. Finnur Lárusson, Rannsóknir í fágaðri rúmfræði og tvinnfallagreiningu kr. 600.000. Freyr Þórarinsson, Djúpgerð íslands í ljósi þyngdarmælinga kr. 240.000. Freysteinn Sigmundsson, GPS-landmælingar við Heklu og Mýr- dalsjökul kr. 425.000. Guðmundur A. Guðmundsson, Fjöldi og dreifmg há- norrænna vaðfugla á íslandi á fartíma að hausti kr. 560.000. Guðmundur A. Guðmundsson, Farleið margæsa milli íslands og Kanada skráð með gervitunglasendum kr. 540.000. Guð- mundur G. Bjarnason, Óson yfir Norður-Atlantshafi 720.000. Guð- mundur Guðmundsson, Sögul. uppr. íshafsfánu með hliðsjón af skyldleika- mynstri þriggja götungaættkv. kr. 550.000. Guðmundur Gunnar Har- aidsson, Efnasmíðar á fosfólípíðum með háu hlutfalli n-3 fjölómettaðra fitusýra kr. 510.000. Guðmundur Halldórsson, Stofnþróun sitkalúsar kr. 480.000. Guðni Guðbergsson, Athug- un á kynþroskaferli bleikju kr. 300.000. Guðni Þorvaldsson og Hólm- fríður Sigurðardóttir, Flutningur ána- maðka í tún á Skógasandi kr. 150.000. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Sveppir á víði 500.000. Guðrún G. Þórarins- dóttir, Svifþörungar í Breiðafirði, 240.000. Guðrún M. Gunnarsdóttir, Nýliðun og árlegar breytingar í styrk þorskárg., afföll meðal seiða fyrstu 3 ár kr. 480.000. Gunnar I. Baldyinsson og Verkfræðistofnun Háskóla íslands, Aflfræði j'arðskjálfta kr. 480.000. Gunnar Ólafsson, Jarðlagafr. norð- urhl. Kyrrahafs byggð á steingerðum kalksvifþörungum, veðurfarsbr. kr. 660.000. Gunnar Traustason, Engel-4 grúpur 960.000. Hafliði Pétur Gísla- son og Sigurgeir Kristjánsson, Ljós- og rafmælingar á GaAs íbættu með Li.Rafm. hálfleiðandi og einangrandi efna kr. 1.260.000. Halldór Þorgeirs- son og Ólafur Arnalds, Mælingar á vatnsheldni, vatnsinnihaldi og vatns- spennu jarðvegs kr. 500.000. Haraldur Auðunsson og Magnús T. Guðmunds- son, Seguleiginleikar og jarðlagaskip- an háhitasvæða á Reykjanesskaga kr. 260.000. Heiða Pálmadóttir, Dimetyl- aminmyndun í frystum fiskafurðum kr. 240.000. Hermann Þórisson, End- urnýjun og tenging kr. 120.000. Hilm- ar J. Malmquist, Yfirlitskönnun á líf- ríki íslenskra vatna; Samræmdur gagnagrunnur kr. 1.440.000. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Týnd gleraugu BLÁ kvengleraugu fuku af eig- 'anda sínum við Hamraborgina í Kópavogi sl. föstudag. Finnandi vinsamlega hafi samband við Þorbjörgu í síma 40284 fyrir hádegi og 25060 eftir hádegi. GÆLUDÝR Kettlingar FALLEGUR kettlingur, svartur og hvítur, fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 615525. Týndur köttur SÍAMSLÆÐA, sealpoint, hvarf frá heimili sínu, Skipasundi 56, sl. föstudag. Fólk er vinsamlega beðið að athuga i kjallara og geymslur hjá sér ef hún kynni að hafa lokast inni. Hafi einhver orðið hennar var er hann vinsam- lega beðinn að láta undirrituð vita. Gunnar Steinþórsson, vs. 680020 Guðrún Antonsdóttir, vs. 76680 heimasími 33571. Um Víkveija 45 Innilegar þakkir til allra er sýndu mér vinsemd og hlýhug og heiðruðu mig með skeytum, blóm- um, gjöfum og nœrveru sinni d áttrœðisafmœli mínu 6. maí sl. Fanrtey Jónasdóttir, jca, Hlíf Isafirði. Fákskonur- Fákskonur Hin árvissa og geysivinsæla kvennareið verður farin föstu- dagskvöldið 21. maí nk. Mæting við félagsheimilið Víðidal kl. 19.30. Riðið verður að Korpúlfsstöðum og þar grillað. Verð pr. konu í mat kr. 1.200,- Mætumallar. Kvennadeild Fáks. Hvítasunnumót Fáks verður haldið dagana 27.-31. maí '93. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, barnaflokki, unglinga- flokki og tölti fullorðinna, 150 m og 250 m skeiði og hefð- bundnum hlaupagreinum ef næg þátttaka fæst. Skráning á skrifstofu félagsins frá kl. 13-18 þriðjudag til föstudags. Skráningargjald: Kr. 3.000,- fullorðnir + tölt. Kr. 1.000,- þörn og unglingar. Kr. 2.000,- hlaupagreinar Skráningargjald greiðist við skráningu. Jöhn Partridge stangveiðikeppni kvenna! Hver veiðir stærsta laxinn og stærsta silunginn 1993? Taktu þátt í keppninni. Þátttökutilkynningar liggja frammi í verslun okkar. Verðlaunin í báðum jlokkum cru John Partridge kvenfatnaður fyrir 30 þúsund krónur. John Partridge er þekkt fyrirframleiðslu á sigildum gœðafatnaði bæðifyrir dömur og hcrra. Þú fmnurgott úrval af John Partridge fatnaði í nýju fatadeildinni okkar, en þargetur þú líka fylgst með árangrinum í keppninni. HAFNARSTRÆTl 5 •REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.