Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 14
14__________________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993_ „Vísindin efla alla dáð, ork- una styrkja, viljann hvessa“ eftir Guðmund Magnússon og Þórarin G. Pétursson Inngangur Baldur Óskarsson framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra banka- manna fjallar í Mbl. 6. þessa mán- aðar um nýlega skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla íslands um Rekst- ur innlánsstofnana á íslandi en skýrsla þessi var gerð fyrir Seðla- banka íslands. í stuttu máli má skipta gagnrýni greinarhöfundar í þrennt: • í fyrsta lagi gagnrýnir greinar- höfundur Hagfræðistofnun og Seðla- banka íslands fyrir það hvemig hluti skýrslunnar hefur verið túlkaður í fjölmiðlum. • I öðru lagi gagnrýnir greinarhöf- undur skýrsluna fyrir að ekki sé tek- ið tillit til atriða sem 'fjallað er ítar- lega um í skýrslunni. • í þriðja lagi mistúlkar greinarhöf- undur á stundum niðurstöður skýrsl- unnar. Hér á eftir verður fjallað um ein- stök atriði áðumefndrar greinar en í umræddri skýrslu Hagfræðistofn- unar er einmitt lögð áhersla á að niðurstöður hennar verði ekki slitnar úr samhengi, sbr. bls. 1. Einstök atriði 1. Greinarhöfundur gagnrýnir þá aðferðarfræði sem Hagfræðistofnun beitir við samanburðinn og að skýr- ari fyrirvarar skyldu ekki vera gerð- ir á notkun hennar. Hagfræðistofnun fjallar ítarlega um aðferðarfræði samanburðarins og gerir skýra grein fyrir takmörk- unum við slíkan alþjóðlegan saman- burð (sbr. bls. 1, 5 og bls. 35-38). Hins vegar er ekki þar með sagt að starfsemi innlánsstofnana milli landa sé ávallt ólík og að ólíkar aðferðir gæfu mismunandi niðurstöður í öll- um tilvikum. Þessu til rökstuðnings má vísa í útreikning á vaxtamun eftir tveimur ólíkum aðferðum sem, þrátt fyrir að sýna minni mismun milli innlendra banka og sparisjóða í öðru tilvikinu, sýnir sams konar þróun óháð því hvor aðferðin er not- Guðmundur Magnússon Þórarinn G. Pétursson uð (sbr. bls. 9-10 og bls. 54-56). 2. Greinarhöfundur gagnrýnir Hagfræðistofnun fyrir að nota aðeins niðurstöðutölu efnahagsreiknings í útreikningum kennitalna. I skýrslunni eru aðrar mikilvægar kennitölur reiknaðar út á annan veg, t.d. vaxtamunur á bls. 55-56. Hins vegar verður að hafa í huga að stofn- anir eru misstórar og starfa á mis- munandi mörkuðum. Þessu má líkja við samanburð á launakostnaði á trillubát og frystitogara. Mikill mun- ur getur verið þar á beinum kostnaði og kostnaði mældum með tilliti til umfangs starfseminnar. 3. Greinarhöfundur gagnrýnir Hagfræðistofnun fyrir að taka hvergi fram til hvaða stofnana samanburð- urinn nær og fyrir að velja árið 1985 sem upphafsár. Á bls. 139 er skýrt út hvers konar stofnanir notaðar eru í samanburðin- um og þar kemur m.a. fram að þar sem því var við komið (í Þýskalandi og Bandaríkjunum) var samanburð- urinn eingöngu miðaður við smæstu viðskiptabankana í viðkomandi lönd- um og að útibú erlendra banka hafi ekki verið tekin með. Ástæðan fyrir því að ekki var farið aftur fyrir 1985 var sú að lítið mark þótti takandi á tölum fyrir þann tíma þar sem ís- lenska bankakerfið var mjög mið- stýrt. 4. Greinarhöfundur spyr: „Af hveiju eru íjárfestingasjóðirnir hér á landi ekki teknir með í samanburð- inn?“ Hagfræðistofnun er Ijós sá munur sem er á milli skammtíma- og lang- tímalánaumsýslu íslenskra og er- lendra banka. Hún telur þetta vera eina megin skýringuna á hærri kostnaði og þar með hærri vaxtamun íslenskra banka miðað við erlenda. / skýrslunni eru helstu kennitölur end- urreiknaðar fyrir íslenska bankakerf- ið þar sem fjárfestingarlánasjóðirnir hafa verið teknir með til að nálga þennan vanda. Niðurstöður þessa útreiknings eru í töflu 2.8. Þar sést að kostnaður (þar á meðal starfs- mannakostnaður), vaxtamunur og þjónustutekjur í hlutfalli við niður- stöðutölu efnahagsreiknings lækka töluvert. Þrátt fyrir þetta eru þær þó yfirieitt allar hærri hérlendis en í samanburðarlöndunum. Um þetta er fjallað nánar á bls. 2, 12, 61-62 og bls. 66-67. 5. Greinarhöfundur gagnrýnir Hagfræðistofnun fyrir að gera ekki samanburð á umfangi þjónustunnar og hvað hún kosti samkvæmt gjald- skrá. Á bls. 67-68 er fjallað um umfang þjónustunnar. Þar kemur fram að færa megi rök fyrir því að þjónusta íslenskra innlánsstofnana sé jafnvel meiri en samræmist hagnaðarsjón- armiðum eigenda þeirra. Skýringin á því af hveiju ekki var gerður sam- anburður á kostnaði samkvæmt gjaldskrá er sú að ekki tókst að afla nægra upplýsinga frá einstökum, erlendum bönkum til að gera þennan samanburð mögulegan, þó vissulega hefði hann verið æskilegur. Um þetta er fjallað nánar um í skýrslunni á bls. 2 og bls. 36. 6. Greinarhöfundur segir: „Þann- ig er þessi kostnaður (starfsmanna- kostnaður) hátt í tvöfalt meiri að til- tölu hér á landi en þar sem hann gerist mestur, ...“ Hér er hann að vísa í skýrsluna á bls. 39. Hér er hins vegar hallað á rétt mál með því að slíta setninguna úr samhengi. Á bls. 39 stendur: „Þegar þessar tölur eru hins vegar bornar saman við útlönd kemur í Ijós að hlutur kostnaðar vegna starfs- manna sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahagsreiknings er tiltölulega hærri hér á landi. Þannig er þessi kostnaður hátt í tvöfalt meiri að til- tölu hér á landi en þar sem hann gerist mestur, ..." • Það er því ljóst að hér er verið að tala um starfsmannakostnað sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahags- reiknings en ekki starfsmannakostn- aðinn sjálfan. Það að starfsmanna- kostnaður sem hlutfall af niðurstöðu- töiu efnahagsreiknings sé tvöfalt hærri hér á landi en í samanburðar- löndunum gefur ekki til kynna að starfsmannakostnaður sé tvöfalt hærri hér á landi eins og greinarhöf- undur telur að skýrslan segi. Það gefur hins vegar vísbendingu um að starfsmannakostnaður sé í hærra lagi hér á landi í hlutfalli við veltu. 7. Greinarhöfundur tekur dæmi um starfsmannakostnað á hvern Is- lending í samanburði við Danmörk og fær að þetta hlutfall er lægra hér á landi en í Danmörku. Þetta þarf ekki á neinn hátt að vera í ósamræmi við það að starfs- mannakostnaður sem hlutfall af nið- urstöðutölu efnahagsreiknings sé hærri hér á landi en í Danmörku. Hér er ekki um sama hlutinn að ræða. Benda má til stuðnings niðurstöðu skýrslunnar um starfsmannakostnað að starfsmenn íslenska bankakerfis- ins á hvetja 10 þúsund íbúa hafa verið töluvert fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, þó dregið hafí saman á síðustu árum. Þetta bendir til þess að starfsmenn íslenska bankakerfisins séu of margir, þó þeim hafi farið fækkandi á síðustu árum. Þetta kemur fram í töflu 2.1 á bls. 40. Ýmislégt fleira mætti tína til en við látum þetta nægja. Bftir stendur að vaxtamunur, þjónustu- tekjur og rekstrarkostnaður (þar með talinn starfsmannakostnaður) banka er tiltölulega hár hér á landi í sam- anburði við þau lönd er samanburð- urinn nær til en þessir liðir hafa þó verið að lækka undanfarin ár. Hins vegar kemur hagnaður, eignarstáða og arðsemi íslenska bankakerfisins vel út úr samanburðinum fyrir við- miðunarárin. Guðmundur Magnússon er prófessor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands og forstöðumaður Hagfræðistofn unar Háskóla tslnnds. Þórarinn G. Pétursson er starfsmaður Hagfræðistofnunar og stunda- kennari við viðskipta- og hagfræðideild. „í þessari grein eru viðbót og athugasemdir við grein Baldurs Óskarssonar í Morgunblaðinu 6. maí sl.“ Gervineglur - námskeiö - heildsala Fiberglass, gel og acrylicneglur frá Star Nails. Efni og verkfæri á góðu verði. Nýja-hárstofan, Laugavegi 45 - sími 627420.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.