Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 21 Léttara undir fæti Grænlandsfara ÍSLENSKU leiðangursmennirnir sém ætla að ganga á skíðum vestur yfir Grænlandsjökul, feðgarnir Ólafur Öm Haraldsson og Haraldur Ólafs- son ásamt Ingþóri Bjamasyni, hafa lagt að baki um tvo þriðju hluta leið- arinnar. Um kl. 16 í gær vora þeir féiagar komnir vestur af hábungu Grænlandsjökuls á leið sinni frá Ammassalik til Syðri Straumfjarðar. Með sama áframhaldi ættu þeir að geta komist til byggða á vestur- ströndinni á u.þ.b. einni viku. Allt var í góðu gengi hjá leiðangursmönn- um og mun léttara var undir fæti en fyrstu daga ferðarinnar. Birgir Kristjánsson umsjónarmaður látinn BIRGIR Kristjánsson, umsjónar- maður í Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti 6, og fyrrum skip- stjórnarmaður á togurum Útgerð- arfélags Akureyrar, lést síðastlið- inn föstudag, 67 ára að aldri. Hann var þá í leyfi á Benidorm á Spáni ásamt eiginkonu sinni. Birgir var fæddur í Syðra-Holti í Svarfaðardal, þann 7. ágúst 1925, sonur hjónanna Guðlaugar Þorvalds- dóttur, frá Arnargerði í Svarfaðar- dal, og Kristjáns Hallgrímssonar bónda í Syðra-Holti. Birgir hóf snemma sjómennsku og öðlaðist réttindi sem stýrimaður árið 1949. Hann var um langt ára- bil skipstjórnarmaður, m.a. á togur- um Útgerðarfélags Akureyrar. Eftir að hann hætti sjómennsku starfaði Birgir hjá Kaupfélagi Eyfirðinga þar til hann fluttist til Reykjavíkur fyrir fimm árum og hóf störf sem einn umsjónarmanna Morgunblaðshúss- Eftirlifandi eiginkona Birgis ins við Aðalstræti 6 en þar starfaði Kristjánssonar er Björg Þórisdóttir. hann síðan. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Sighvatur Biörgvinsson heilbrigðisráðherra Oeðlileg útgjöld vegna lyfjakostnaðar úr sögunni Morgunblaðið/Kristinn Málið kynnt SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra segir að með breyt- ingum á þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði sé búið að girða fyrir að hópar sjúklinga verði fyrir óeðlilega háum kostnaði vegna lyfjakaupa. SAMKVÆMT nýjum ákvæðum reglugerðar um þátttöku al- mannatrygginga í lyfjakostnaði munu sjúklingar sem geta náð eðlilegri blóðfitu með breyttu mataræði ekki fá blóðfitulækk- andi lyf greidd af almannatrygg- ingum. Þá hefur vandi alvarlegra veikra krabbameins- og nýrna- sjúklinga verið leystur í samvinnu við lækna á þessum sviðum með útgáfu lyfjaskirteina til þeirra. Þessar breytingar vora kynntar á blaðamannafundi í gær og sagði Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra að með þeim væri búið að sjá svo um að engir hópar sjúklinga ættu að verða fyrir óeðlilegum út- gjöldum vegna lyfjakaupa. Kostnað- arhlutur sjúklinga í lyfjakaupum er um 32%, sem er nálægt Evrópumeð- altalinu, og segir heilbrigðisráðherra að ekki sé stefnt að því að sjúklingar beri frekari kostnaði af lyfjakaupum. Ráðunejrtið hefur beitt sér fyrir sameiginlegum fundum starfsmanna ráðuneytisins, hópa sérfræðinga og lækna í læknadeild Tryggingastofn- unar ríkisins. Niðurstaða þessara funda er eftirfarandi. Hvít lyfjaskírteini Athuganir sýni að vegna sérstaks afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega við lyfjakaup sé kostnaður þeirra vegna lyfja sjaldnast mjög hár. Tryggingalæknar telji að hagsmuna gamals fólks og öryrkja sé tiltölulega vel gætt. Vandamál alvarlegra veikra krabbameinssjúklinga hafi verið leyst í samvinnu við krabbameins- lækna. Krabbameinssjúklingar taka ekki þátt í greiðslu krabbameinslyfja en lyf vegna fylgikvilla hafa verið undanskilin því. Nú fær þessi hópur sjúklinga lyfjaskírteini og fær hann öll lyf greidd að fullu. Hið sama á við um alvarlega veika nýrnasjúkl- inga. Sjúklingar með háa blóðfitu hafa margir verið á sérstökum blóðfitu- lækkandi lyfjum sem eru mjög dýr. Neysla þessara lyfja hafí aukist mjög hratt á síðustu árum_ og kostnaður vaxið samsvarandi. í samráði við hjartasérfræðinga og landlækni hafa málefni þessara sjúklinga verið leyst þannig að þeir eru arfgengt með mjög háa blóðfitu fá áfram blóðfitu- lækkandi lyf sem alfarið eru greidd af tryggingum. Þeir sjúklingar sem geta náð eðlilegri blóðfítu með breyttu mataræði fá hins vegar ekki lyfin ókeypis. Þá hefur vandi alvarlega geð- sjúkra einstaklinga í dreifbýli verið leystur þannig að þeir fá hvít lyfja- kort þar sem lyfjakostnaður þeirra er greiddur að fullu. Endurgreiðslur í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu er unnið að reglum um framkvæmd nýs ákvæðis sem sam- þykkt var í lögum um almannatrygg- ingar þess efnis að heimilt væri að endurgreiða kostnað sjúklinga sem verða fyrir miklum útgjöldum vegna lyfja- og lækniskostnaðar. Reglugerð um þetta efni verður sett á næstu vikum. THE HAFNARFIÖRÐUR INTERNATIONAL ART FE5TIVAL ICELANP ALÞJ09LEC LISTAHATIÐ I HAíNARFIRÐI 4.-30. IÚNÍ 1993 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA HEFST í DAG A EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Hafnarborg Myndlistaskóla Hafnarfjarðar Kynningarbás Listahátíðar á sýningunni Vor í Hafnarfirði Verslunum Eymundssonar í Borgarkringlunni og við Austurstræti MIÐAR A TÓNLEIKA RAGE AGAINST THE MACHINE OG JET BLACK JOE FÁST Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Myndlistaskóla Hafnarfjarðar Verslunum Steinars Versluninni Hljómalind Austurstræti Kynningarbás á sýningunni Vor í Hafnarfirði MIÐAPANTANIR í SÍMA 65 49 86

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.