Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 11
Þrír af leikurum Kjaftagangs, f.v. þau Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson. Góð aðsókn að Kjaftagangi MIKIL aðsókn hefur verið að gamanleikritinu Kjaftíigangi eftir Neil Simon sem frumsýnt var á stóra sviði'Þjóðleikhússins í lok apríl. Takmarrnaður sýningarfjöldi verður í vor og er þegar búið að fylla nær allar sýningar í maí, en ennþá eru sæti laus í júní. Höfundur lætur verkið gerast í New York, en sýning Þjóðleikhúss- ins er staðsett hérlendis. Leikritið gerist á heimili ungs virðist ekki allt með felldu og hús- embættismanns á Seltjamarnesi en ráðandi sýnist flæktur í skuggaleg þar stendur mikil veisla fyrir dyrum. mál. Fyrr en varir hafa gestirnir Þegar gestirnir mæta til hófsins spunnið upp lygavef sem erfitt verð- ur fyrir þá að losa sig úr. Þýðing og staðfærsla verksins er eftir Þórarinn Eldjárn, lýsingu annast Ásmundur Karlsson, bún- ingar eru eftir Hlín Gunnarsdóttur og Þórunni Maríu Jónsdóttur og hannar hin fyrrnefnda einnig leik- mynd. Leikstjórn er í höndum finnska leikstjórans Askos Sarkol- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Tónleikar kóranna í Hamrahlíð á fimmtudag Kallað á vorið eftir Béla Bartók leikur Árni Heim- ir Ingólfsson á píanó. Atli Heimir Sveinsson samdi lög við japönsk ljóð í þýðingu Helga Hálfdánarsonar fyrir Hamrahlíðarkórinn árið 1984. Á morgun leikur Arngeir Heiðar Hauksson á gítar með þessum ljóð- um. Ætlunin er einnig að syngja lög Pauls Hindemith við franskan ljóðaflokk um náttúru og árstiðir, en tónleikunum lýkur með lagi Jóns Nordal um Smávini fagra. Kórstarf í Hamrahlið hófst fyrir 25 árum. Þess hefur verið minnst með tónleikum í vetur, meðal ann- ars í Lisatsafni íslands og á vegleg- um afmælistónleikum í Hallgríms- kirkju. Yngri hópurinn, Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, fór í tónleikaferð norður á land og Hamrahlíðarkórinn hefur sungið Islensk þjóðlög á geisladisk sem vænta má fyrir haustið. Kórinn tek- ur þátt í alþjóðlegu listahátíðinni í Belgíu I júlí, syngur íslensk verk í dómkirkjunni Brussel og í Brugge. Eldri hópurinn sem kennir sig við Hamrahlíð syngur áfram í sum- ar og sá yngri hefur aftur upp raustina í haust þegar skólinn bytj- ar á ný. En á morgun fagnar allt söngfólkið saman bjartari dögum og betri tíð. VORVÍTAMÍN er yfirskrift tón- leika Hamrahlíðarkórsins og Kórs Menntaskólans við Hamra- hlíð sem haldnir verða í M.H. síðdegis á morgnn. „Við erum að kalla á vorið,“ segir Þorgerð- ur Ingólfsdóttir stjórnandi kór- anna. Á efnisskránni eru árstíða- stef„ einkum vorljóð, eftir ís- lenska höfunda og erlenda. Tón- leikarnir hefjast klukkan 15, að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir. „Árstíðirnar eru vinsælt við- fangsefni tónskálda," segir Þor- gerður, „það vantar ekki tónverk um þær. Við leitum fanga hér heima og annars staðar á Norðurlöndum, í Mið-Evrópu og austurhluta álf- unnar og meira að segja í Japan.“ Fyrsta lag tónleikanna í M.H. á uppstigningardag verður Vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson. Því næst koma Árstíðaþættir Svíans Lennarts Hedwall. Hann samdi verkið fyrir Kór Mennatskólans við Hamrahlíð 1976 við ljóð Alfs Hen- riksonar. Þá syngja hóparnir lög eftir Ingunni Bjarnadóttur, Jón Nordal og Karólínu Eiríksdóttur, Mátýás Seiber, Carl Orff og Edvard Grieg. Hallveig Rúnarsdóttir er ein- söngvari í vorsöng Griegs og í vísum Morgunblaðið/Bjarni Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð halda vortónleika á morgun. Mikið fjör í Stykkishólmi Vetrarstarfi tónlistarskólans í Stykkishólmi lauk þann 10. mai með nemendatónleikum í Stykk- ishólmskirkju. í skólanum voru 112 nemendur í vetur, sem er mesta aðsókn að honum til þessa. Starf skólans var mjög fjöl- breytt. Bjöllukórar tóku aftur til starfa eftir tveggja ára hlé og tóku þátt í landsmóti slíkra kóra í vetur. Innan skólans starfar lúðrasveit og í vetur var stofnaður þar barnakór og léttsveit nemenda. Góðir gestir hafa heimsótt skólann síðustu mán- uði, til dæmis 75 manna lúðrasveit tækniskóla í Massachusetts. Þótt kennslu sé nú lokið er ekki allt starf á enda, tvö stór verkefni bíða. Hið fyrra er þátttaka í lands- móti skólalúðrasveita sem haldið verður í Hafnarfirði um hvítasunn- una og hið seinna að taka á móti nemendum úr tónlistarskólanum í Kolding í Danmörku sem er vina- bær Stykkishólms. Þaðan koma 85 gestir um miðjan júní I nokkurra daga heimsókn. Skólastjóri tónlistarskólans í Stykkishólmi er Daði Þór Einarsson og auk hans stafa þrír kennarar við skólann. Árni. Stúdentastjarnan, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.500 Jön Sipmuntksson Skortyrtpaverzlun LAUGAVEG 5 - 101 - REYKJAVÍK SÍMI 13383 NÝUA BÍLAHÖLL.IN FUNAHÖFÐA 1 S.672277 VANTAFt AL-LAFt GEFtÐIFt NÝLEGFtA BÍLA Á SKFtÁ OG Á STAÐINN To-4Runner árg. '91, ek. 37 þ. km., vínrauð- ur, álfelgur, sjálfsk., sóllúga. Topp bíll. MMC Colt GL árgeröir ’89-'91, grænn, hvít- ur. Ford F-250 XLT Lariat 7,3 diesel árg. ’88, grár, hús, sjálfsk., 35“ dekk, álfelgur. Ford Prde árg. ’89, ek. 59 þ. km., svartur, álfelgur, digital mælaborð, sportbíll sumars- ins. Ford Club Wagone 7,3 diesel árg. '88, ek. 97 þ. km., grár/rauður, 12 manna, álfelgur, vsk-bíll. Volvo 740 GL árg. '88, gullsans, fallegur bíll, ek. 84 þ. km. Verð 1.150.000,-. Góð kjöíL_______________________________ Nissan Patrol GR árg. '91, gullsans, ek. 41 þ. km. Verð 2.700.000,-. Góö kjör. Mercedes Benz 230E árg. '87, blár, leður- sæti, sóllúga, ek. 91 þ. km. Verð 1.650.000,-._______________________ Toyota Hilux Extra Cab SR5 arg. '91, rauð- ur, 33“ dekk, plasthús, ek. 36 þ. km. Verð 1.650.000,-._________________________ Oldsmobile Ninety Eight árg. '78, vinrauð- ur, einn m/öllu, ek. 71 þ. km. Verð 650.000,-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.