Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 „ Jxjx, -töpaéu fleírl skjölstx&irvQar- þ'mit'pen'mgum á. uerébrefiamcirkcié heJclur en> ‘eg ? " Með morgnnkaölnu Af hverju stendurðu öfug- ur? Við búum ekki hér, við erum bara nágrannar sem komum til að kvarta undan hávaðan- um. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik - Sími 691329 - Símbréf 681811 Fagnaðarerindið og þjóðmál Frá Eggert E. Laxdal: GUÐ HEFUR gefið okkur land og blessað þjóðina á margan hátt. Hún hefur átt sína góðu daga og notið farsældar í ríkum mæli, en einnig gengið í gegnum margar þrengingar, sem nærri höfðu orðið henni að ijörtjóni. Blessun Jesú Krists hefur streymt ríkulega yfir okkur íslendinga á öllum tímum, þó að þjóðin hafi ekki þakkað hon- um, skapara sínum, sem skyldi, heldur dýrkað allskonar hindur- vitni, sem runnið hafa frá heims- vættunum og refsað þjóðinni, eins og hún hefur unnið til. Sannur kristindómur hefur átt undir högg að sækja meðal þjóðarinnar og svo er enn. Þrátt fyrir það hefur hún átt marga trúa þjóna, sem börðust af einlægni og trú fyrir málefni hans, og fengið náð til þess að vinna kristindómnum mikið gagn, eins og til dæmis séra Friðrik Frið- riksson, séra Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur og vígslubiskup, ásamt Sigurbimi A. Gíslasyni, sem beitti sér fyrir því að Eili- og dval- arheimilið Grund var reist á sínum tíma. Jesús sagði við lærisveina sína skömmu eftir upprisuna, þegar hann sendi þá af stað með fagnað- arerindið: „Byijið í Jersúsalem." Með öðrum orðum, byijið heima. Biblían segir að sá sem trúir á Jesúm Krist glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Trú þú á Drottin Jes- úm og þú munt hólpinn verða. Þetta er þröngi vegurinn, sem allt kristið líf byggist á. Hitt er svo annað mál, að þeir sem ganga Jesú Kristi á hönd verða að upp- byggjast í orði Ritningarinnar og helgast, en Drottinn sér um það og hans trúu þjónar og það getur tekið sinn tíma. Ég hefí trú á því að miklir vakningartímar fari í hönd um allan heiminn, og þá einn- ig á íslandi. Allir sannkristnir menn þurfa að sameinast í þessu átaki. Enginn rígur má vera á milli hinna ýmsu trúarhópa. En til þess að árangur náist verðum við að helgast og biðja Jesúm Krist í einlængi að fylla okkur af kærleika sínum og fyrirgefa okkur allar syndir okkar. Biðjum Jesúm Krist um að draga hinn raunverulega bjálka úr auga okkar, til þess að við sjáum vel til þess að leiðbeina öðrum. Og þegar við sjáum synd okkar og eymd og miskunn Guðs okkur til handa, þá er opin leið fýrir kærleika Krists inn í hjarta okkar. Við lærum meðal annars að dæma ekki meðbræður okkar, heldur elska þá eins og Jesús Krist- ur elskar oss og umber. Ef þeir sem stjóma málefnum þjóðanna gengju á Guðs vegum og fyriryrðu sig ekki fyrir Jesú nafn væri öðruvísi um að litast í heiminum. í mannlegu samfélagi verða ávallt vandamál sem leysa þarf, jafnvel þótt einlægir kristnir menn ráði þar ríkjum og það er ekki víst, að þeim takist að leysa þau öll, en margt myndi fara á betri veg en ella. Jesú nafn hefur hingað til ekki þótt vænlegt til vegsauka í mann- legu samfélagi og það er miður, því að þjóðirnar þurfa einmitt á slíkum forystumönnum að halda sem játa þetta nafn, og leita eftir speki þess og handleiðslu hans. EGGERT E. LAXDAL Frumskógum 14, Hveragerði HEILRÆÐI LÍTJL BÖRN GETA DRUKKNAÐ í GRUNNU VATNI. VERTU VAKANDIFYRIR STÖÐUM ÞAR SEM VATN GETUR SAFNAST FYRIR í. SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS HOGNI HREKKVISI v imn 'te ÉG nZe'iS.Tl KETT/NU/H BETUfZ- " Víkverji skrifar Skuggahliðar mannlegs viðhorfs og afstöðu koma stundum upp á yfirborðið með mjög svo ógeð- felldum hætti, ekki síst þegar at- vinnuástand versnar og sígur á ógæfuhlið, eins og gerst hefur hér á landi undanfarin misseri. Víkveiji fékk nýverið fregnir af góðkunn- ingja sínum, sem hefur átt við hjart- veiki að stríða undanfarin ár. Hann þurfti fyrir nokkru að gangast und- ir erfiða hjartaaðgerð hér á Land- spítalanum og gekk aðgerðin von- um framar. Eftir sjúkrahúslegu var hann sendur heim, þar sem hann skyldi jafna sig uns hann hefði end- urheimt svo mikið þrek að hann gæti farið í endurhæfingu að Reykjalundi. Sóttist batinn hreint ágætlega, og eftir nokkra daga heima fyrir hringdi vinnuveitandi hans í hann. Taldi kunninginn að um vinarþel væri að ræða, þar sem atvinnurekandinn vildi kanna hvernig heilsaðist. En því var síður en svo að heilsa. Atvinnurekandinn, sem notið hefur starfskrafta kunn- ingjans í 15 ár, vildi fá upplýsingar um hvenær hann hefði í hyggju að snúa aftur til starfa. Kvaðst hann gjaman vilja taka sumarleyfi sitt í beinu framhaldi veikindafrísins, til þess að safna kröftum og ná sér að fullu. xxx Að sögn brást vinnuveitandinn ókvæða við þessari ósk, og kvaðst líta þannig á að kunninginn væri í sumarleyfi þegar samtalið fór fram. Bætti hann því við að það yrði ekki á sinn kostnað sem starfs- maðurinn yrði í sumarleyfi þetta sumarið og kvaddi við svo búið. Örfáum dögum síðar fékk kunningi Víkveija svo ábyrgðarbréf í pósti frá vinnuveitanda sínum, þar sem honum var sagt upp störfum með lögbundnum þriggja mánaða upp- sagnarfresti. Það verður ekki annað sagt en hjartahlýjan og umhyggjan einkenni þennan vinnuveitenda, að geta sent starfsmanni sínum til fimmtán ára kveðju sem þessa, á sama tíma og hann er að ná sér eftir erfiða hjartaaðgerð. Maður þarf að mati Víkveija ekki að búa yfir mikilli sálfræðiþekkingu, til þess að gera sér í hugarlund hversu slæm áhrif á bata og líðan sjúklings ákvörðun sem þessi getur haft. Flestir myndu telja það nægt við- fangsefni að ná fullri heilsu eftir erfíða hjartaskurðaðgerð, þótt ör- yggisleysi það sem fylgir atvinnu- leysisdraugnum væri nú ekki einnig með í farteskinu. xxx lul eð framkomu sem þessari kemur vinnuveitandi sá er hér um ræðir óorði á vinnuveitend- ur, líkast til langt umfram það sem þeir eiga skilið, því samkvæmt því sem Víkveiji þekkir til mun fram- koma sem þessi í garð starfsmanna sem eiga við alvarleg veikindi að stríða heyra undantekningum til í hópi atvinnurekenda. En það er eins í þessum efnum, sem svo mörgum öðrum, að það eru alltaf svörtu sauðimir, sem koma óorði á þá hvítu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.