Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 24
X 24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skynsamleg ráðgjöf OECD Þorsteinn Pálsson gagnrýnir EB á fundi með Evrc Sakar bandalagið um 1 skimiimg í fríverzlunat Evrópuþing'menn funda ÞINGMENN á Evrópuþinginu sátu tveggja daga ráðstefnu um stækkun Inýrri ársskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD) kemur fram óvenju raunsætt mat á stöðu og horfum í íslensku efnahags- lífí. Sérfræðingar stofnunarinn- ar telja að samdráttur í efna- hagslífinu muni halda áfram á þessu ári vegna rmnni þorsk- afla en þó verða nokkru minni en á undanförnum árum. Hins vegar geti næsta ár orðið ár umskipta til hins betra vegna þróunar á útflutningsmörkuð- um og fyrstu áhrifa af evrópska efnahagssamrunanum. OECD telur efnahagssam- dráttinn að mestu vera utan áhrifasviðs stjórnvalda að því undanskildu að þau beri ábyrgð á „áralangri ofveiði á þorski“. Þar sem stjómvöld geti ekki haft áhrif á aðra þætti, sem valda efnahagssamdrættinum, sé það mikilvægasta verkefni þeirra að viðhalda stöðugleika: „Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnvöld að ekki verði hróflað við þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólg- una og í ríkisfjármálum. Slíkum árangri er ekki auðnáð og hon- um má alls ekki stefna í hættu að nauðsynjalausu. Þrátt fyrir að nýleg gengisfelling krón- unnar kunni að hafa verið óumflýjanleg vegna gengis- breytinga erlendis og áhrifa þeirra á samkeppnisstöðu út- flutningsgreina munu öll frek- ari frávik frá peningamála- stefnu sem byggir á föstu gengi til að tryggja lága verðbólgu, bjóða heim hættu á að árangur í baráttu við verðbólgu fari í súginn. Frá sjónarhóli stjórn- valda virðist óbreytt gengis- stefna eðlileg viðmiðun í kom- andi kjaraviðræðum í því skyni að tryggja litlar launabreyting- ar svo að vextir, sem reynst hafa þungir í skauti, geti smám saman farið lækkandi.“ Síðar segir í skýrslunni: „Grundvallarvanda sjávarút- vegs er ekki að fínna í rangri gengisskráningu krónunnar, hann má fyrst og fremst rekja til of mikillar afkastagetu í greininni. Tillaga um Þróunar- sjóð sjávarútvegsins gengur út á að ráðast til atlögu við þann vanda. Auk þess hefur stöðug ofveiði og torræðir umhverfis- þættir haft neikvæð áhrif á fískistofna. Frekari gengisfell- ing kynni því einungis að hægja á óhjákvæmilegri hagræðingu, sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir, og þar með við- halda þeim óstöðugleika sem leitt hefur af of lítilli fjölbreytni útflutningsframleiðslunnar. “ Þarna koma fram mjög svip- uð viðhorf og Morgunblaðið hefur ítrekað sett fram á und- anfömum mánuðum. Vandi ís- lensks sjávarútvegs er að tog- aramir eru of margir og frysti- húsin of mörg en ekki gengi íslensku krónunnar. Lausnin felst því ekki í gengisfellingu heldur hagræðingu innan greinarinnar. Það má því undir engum kringumstæðum láta undan kröfugerðum sem fælu í sér að horfíð yrði frá núver- andi stöðugleika. Þetta á til dæmis við um kröfur hagsmunaaðila í sjávar- útvegi um að gengi íslensku krónunnar verði fellt sem og hugmyndir aðila vinnumarkað- arins um aðgerðir í tengslum við kjarasamninga, sem hefðu i för með sér stórfelldan halla- rekstur ríkissjóðs. Undir þetta falla líka kröfur um að gripið verði til erlendrar lántöku til að milda áhrif efnahagssam- dráttarins. OECD segir að þó afkoma ríkissjóðs hafi ekki verið eins nálægt jafnvægi og stefnt hafi verið að í fyrra sé hún um margt góð í ljósi efnahags- ástandsins. Svigrúm stjórn- valda til að slaka á stefnu sinni sé hins vegar mjög takmarkað þar sem tekjur ríkissjóðs eigi að líkindum eftir að dragast saman enn frekar vegna hins bága efnahagsástands. „Það er einnig mjög mikilvægt að stjómvöld fómi ekki festu í rík- isfjármálum fýrir frið á vinnu- markaði og litlar launahækk- anir. Slík lausn á einum vanda skapaði einungis annað vanda- mál við að tryggja samræmi í tekjum og greiðslugetu hag- kerfisins," segir í skýrslunni. Skilaboð sérfræðinga OECD eru skýr: Islensk stjórnvöld eiga ekki að láta undan kröfum hagsmunaaðila um að þau slaki á aðhaldsstefnu sinni. Slíkar skammtímalausnir geta haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér og tafíð fyrir efna- hagsbata. í staðinn ber ríkis- stjórninni að einbeita sér að því að bæta árangurinn til lengri tíma. Mikilvægur árangur hef- ur þegar náðst með hjöðnun verðbólgu, minnkandi halla- rekstri ríkissjóðs og færri höft- um á sviði viðskipta. Ef haldið verður áfram á þeirri braut og fiskistofnarnir nýttir á skyn- samlegan hátt telur Efnahags- og framfarastofnunin að Is- lendingar geti „litið björtum augum fram á veginn og vænst aukinnar hagsældar á seinni hluta þessa áratugar". ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra deildi hart á Evr- ópubandalagið í ræðu, sem hann hélt yfir Evrópuþingmönnum úr „Kengúruhópnum“ eða „The Kangaroo Group“, sem hélt ráð- stefnu á Hótel Sögu í gær og á mánudag. Þorsteinn sakaði EB um tvískinnung varðandi frí- verzlun, þar sem það vildi ekki viðurkenna fríverzlun með fisk, og veittist jafnframt að banda- laginu fyrir afstöðu þess í hval- veiðimálum. „Þrátt fyrir allt tal um frelsi í viðskiptum hefur Evrópubandalagið ekki viðurkennt fríverzíun með sjáv- arafurðir. Enn er það svo að Evrópu- bandalagið viðurkennir þessi grund- vallarsannindi á þeim sviðum þar sem það sjálft hefur yfirburði en heldur uppi verndarstefnu þar sem aðrar þjóðir hafa sterkari samkeppn- isstöðu," sagði Þorsteinn í ræðu sinni. „Ég var nýlega í heimsókn í hafnarbæ í Þýzkalandi. Þar voru fiskmarkaðurinn, fiskvinnslustöðv- arnar og dreifingarstöðvarnar allar byggðar með styrk frá Evrópu- bandalaginu. Við þetta þurfa íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki, sem njóta engra styrkja, að keppa. Þessi sér- hagsmunaafstaða Evrópubanda- lagsins kemur einnig fram í því að blanda saman frjálsum viðskiptum og yfirráðum yfír auðlindum. Þessi andstaða Evrópubandalagsins við eigin grundvallarhugmyndir, þegar um fiskveiðar er að ræða, er meginá- stæðan fyrir neikvæðri afstöðu fólks í ríkjum í norðvesturhluta Evrópu gagnvart Evrópubandalaginu." eftirHrein Loftsson í opnu bréfi til fjölmiðla frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja sem birtist í Morgunblaðinu 8. maí sl. er hvatt til þess að menn skoði reynslu annarra þjóða af einkavæð- ingu og læri af henni. En hvers vegna á að leita slíkrar reynslu í útlöndum? Væri ekki nær að draga lærdóm af þeirri einkavæðingu sem þegar hefur átt sér stað hér á landi? Sá reynslu- sjóður fer stöðugt vaxandi. Nefna má Alafoss, Bæjarútgerð Reykjavík- ur, Ferðaskrifstofu Islands, Guten- berg, Landssmiðjuna, Skipaútgerð ríkisins, Útvegsbanka íslands, Þor- móð ramma og Þróunarfélagið. Ný- lega hefur íslensk endurtrygging bæst við þau fyrirtæki sem seld hafa verið og sala hlutabréfa ríkisins í Jarðborunum hefur staðið yfir í vet- ur. Unnið er að breytingu Sements- verksmiðju ríkisins og Síldarverk- smiðja ríkisins í hlutafélög í sam- ræmi við nýsamþykkt lög frá Al- þingi. Taprekstri hætt Sum ofangreindra fyrirtækja höfðu fengið til sín milljarða króna í fjárstyrk frá ríkinu áður en þau voru annaðhvort einkavædd eða lögð niður. Skipaútgerð ríkisins hafði fengið þrjá milljarða króna í styrk með rekstrinum síðustu tíu árin áður en fyrirtækið var lagt niður. Alafoss kostaði skattgreiðendur álíka fjár- hæðir. í bréfi sínu til fjölmiðla vekur EB helzta hindrunin í GATT Sjávarútvegsráðherra sagði að al- gengt væri að sérstöku skipulagi sjávarútvegs væri komið á fót til að ná félagslegum og byggðalegum markmiðum. „Eins og ykkur er kunnugt á þessi lýsing við að miklu leyti hvað sjávarútveg Evrópubanda- lagsins varðar og er ein af meginá- stæðum þess að sjávarútvegsríki Norður-Evrópu geta ekki hugsað sér BSRB athygli á því að einkavæðing- in snúist um meðferð opinberra einga, fjármuni almennings í landinu og þjónustu við hann. Einnig segir þar að meginmálið hljóti að vera að fara vel með sameiginlegar eignir almennngs og tryggja góða þjón- ustu. Undir þetta skal tekið, en ef hugur fýlgir máli hlýtur BSRB að taka undir nausyn einkavæðingar sem fól í sér að áðurnefndum tap- rekstri var hætt. Ef ekki hefði verið gripið til einkavæðingar hefði það haft í för með sér margra milljarða króna tap fyrir ríkissjóð til viðbótar því sem áður hafði tapast. A meðal framangreindra fyrir- tækja eru fyrirtæki sem gengu vel fyrir einkavæðingu og ganga jafnvel enn betur nú. Má þar nefna t.d. Ferðaskrifstofu íslands, Gutenberg, Landssmiðjuna, Jarðboranir og Þró- unarfélagið. Yfírleitt hefur einka- væðingin haft í för með sér bætt launakjör starfsmanna og þá ekki aðeins stjórnenda eins og BSRB heldur fram. Hefur BSRB spurt um afstöðu starfsmanna þessara fyrrum ríkisfyrirtækja til einkavæðingar? Á ráðstefnu sem Landsbréf hf. héldu um árangur einkavæðingar nú í vor kom fram, að starfsmenn einkav- æddra fyrirtækja eru almennt séð ánægðir með breytinguna. Fulltrúar fjárfesta, t.d. lífeyrissjóða, lýstu og ánægju með framkvæmd þeirrar einkavæðingar sem þegar hefur átt sér stað. Samdóma álit fulltrúa þess- ara fyrirtækja var að þau hefðu eflst við einkavæðingu og væru betur fær það hlutskipti að heyra undir sameig- inlega sjávarútvegsstefnu banda- lagsins." Þorsteinn sagði að því miður væri hætta á að ekki næðist samkomulag um aukna fríverzlun með sjávaraf- urðir í GATT-viðræðunum. „Það er ekkert launungarmál að Evrópu- bandalagið er ein aðalhindrunin í vegi þess að unnt sé að koma á grundvallarreglunni um fríverzlun með fisk á vettvangi GATT-viðræðn- um að taka þátt í harðri samkeppni á markaðnum. Ákvarðanataka er einfaldari og fljótlegri og möguleikar skapast á bættum launakjörum starfsmanna sem ekki eru rígbundn- ir í launakerfi ríkisins eins og áður. Hefur BSRB engan áhuga á þeim lærdómi sem draga má af slíkri reynslu? Úr fjötrum ríkisafskipta íslendingum hefur fjölgað um rúm tuttugu þúsund á sl. tíu árum en opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um tæp níu þúsund á sama tíma. Þrátt fyrir gífurlega aukningu á fjölda ríkisstarfsmanna er ekki hægt að fullyrða að velferðarkerfið hafi tekið stakkaskiptum til batnaðar á þessum tíma eða að ríkið sinni betur þeim þáttum sem flestir telja að því beri að sinna. Hvernig hefur til tekist í löggæslu eða í kennslu? Hvað um stöðu þeirra sem minna mega sín? Ekki verður einkavæðingu kennt um þótt örorku- eða ellilífeyr- ir sé í knappara lagi. Skaðvaldurinn er miklu fremur ofþenslan í ríkis- rekstrinum, þ.e.a.s. sú staðreynd, að ríkið hefur sífellt verið að hlaða á sig nýjum og nýjum verkefnum með þeim afleiðingum að minna fjármagn hefur orðið eftir til að sinna þeim þáttum sem almenn samstaða er um að ríkið skuli sinna. Lausnin er ekki fólgin í því að fjölga opinberum starfsmönnum og hækka skattana. Lausnin felst í því að taka verkefni af ríkinu þannig að fjármunirnir nýtist betur á afmörkuðum sviðum. f Einkavæðingin ei en ekki trúarsetn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.