Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 18
I 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Ársskýrsla OECD um íslensk efnahagsmál 1994 kann að verða ár efnahagslegra umskipta EFNAHAGS- og framfarastofnunin í París — OECD — birti á mánudag opinberlega ársskýrslu sína um íslensk efnahags- mál. Hér á eftir fylgir þýðing Þjóðhagsstofnunar á niðurstöð- um skýrslunnar: þorskstofninn, segir í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál. Sterkur andbyr setur áfram svip á íslenskan þjóðarbúskap. Viðvar- andi erfiðleikar í þorskveiðum ásamt lækkandi verðlagi á sjáv- arafurðum á erlendum mörkuðum hafa þrengt mjög að íslenskum sjávarútvegi. Ástand á mörkuðum fyrir ál og kísiljám hefur haldið áfram að versna, eftir að eftirspum á heimsmarkaði hefur dregist sam- an nokkur ár í röð. Við þetta bæt- ast áhrif kreppunnar í umheiminum sem haft hefur óhagstæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar. Eins og við er að búast við slíkar aðstæður dró vemlega úr innlendri eftirspurn á síðasta ári. Þjóðarútgjöldin dróg- ust saman að raungildi um rúmlega 5% sem er mesti samdráttur síðan 1983 og minnkun landsframleiðsl- unnar um 3‘4% er sú mesta frá hrani síldarstofnsins ,1968. Auk þessa jókst atvinnuleysið í allt að 5% í árslok, sem er meira atvinnu- leysi en verið hefur í hálfa öld. Horfur era á að samdráttur í efnahagslífmu haldi áfram á þessu ári vegna minni þorskafla og nauð- synlegs aðhalds að innlendri eftir- spum. Auk þess mun áhrifa aukins atvinnuleysis gæta í minni útgjöld- um heimilanna. Samdrátturinn verður þó nokkru minni en verið hefur. Ekki er reiknað með að fjár- festing í atvinnulífinu fari að vaxa á ný á þessu ári, heldur má búast við áframhaldandi samdrætti og það verði í fyrsta lagi á næsta ári sem hægt sé að reikna með aukn- ingu. Ástæður þessa má rekja til offjárfestingar í atvinnulífinu sam- fara háum raunvöxtum. Árið 1994 kann að verða ár umskipta í efna- hagslegu tilliti vegna þróunar á útflutningsmörkuðum, sem gæti orðið hagstæð, og fyrstu áhrifa af efnahagssamrananum í Evrópu. Ef réttar aðstæður skapast er lík- legt að stóriðjuáform á borð við Atlantsál, sem mun hafa veraleg efnahagsleg áhrif, verði að vera- leika fljótlega í kjölfarið. Efnahagsframvindan á undan- förnum árum og horfurnar fram- undan valda veralegum vonbrigð- um, en hvort tveggja má að hluta rekja til áralangrar ofveiði á þorski. Þrátt fyrir að farið hafi verið að mestu eftir ráðleggingum fiski- fræðinga varðandi veiðar á flestum tegundum, á það ekki við um þorsk- stofninn. Samverkandi áhrif um- hverfísþátta og ofveiði valda því að allt eins má reikna með að áfram verði óhjákvæmilegt að draga úr sókn í þorskstofninn, ef takast á að efla hann og tryggjá á þann hátt framgang fiskveiða til lengri tíma. Að öðra leyti er efna- hagssamdrátturinn að mestu utan áhrifasviðs stjórnvalda. Það er mjög mikilvægt fyrir stjórnvöld að ekki verði hróflað við þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna og í ríkisfjármálum. Slíkum árangri er ekki auðnáð og honum má alls ekki stefna í hættu að nauðsynjalausu. Þrátt fyrir að nýleg gengisfelling krónunnar kunni að hafa verið óumflýjanleg vegna gengisbreytinga erlendis og áhrifa þeirra á samkeppnisstöðu útflutningsgreina, munu öll frekari frávik frá peningamálastefnu sem byggir á föstu gengi til að tryggja lága verðbólgu, bjóða heim hættu á að árangur í baráttu við verð- bólgu fari í súginn. Frá sjónarhóli stjómvalda virðist óbreytt gengis- stefna eðlileg viðmiðun í komandi kjaraviðræðum í því skyni að tryggja litlar launabreytingar svo að vextir, sem reynst hafa þungir í skauti, geti smám saman farið lækkandi. Samkeppnishæfni, afkoma at- vinnulífsins og viðunandi jöfnuður í utanríkisviðskiptum verða best tryggð með því að halda aftur af innlendri kostnaðar- og tekjuþróun. Grandvallarvanda sjávarútvegs er ekki að fínna í rangri gengisskrán- ingu krónunnar, hann má fyrst og fremst rekja til of mikillar afkasta- getu í greininni. Tillaga um Þróun- arsjóð sjávarútvegsins gengur út á að ráðast til atlögu við þann vanda. Auk þess hefur stöðug ofveiði og torræðir umhverfisþættir haft nei- kvæð áhrif á fiskstofna. Frekari gengisfelling kynni því einungis að hægja á óhjákvæmilegri hagræð- ingu sem sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir, og þar með viðhalda þeim óstöðugleika sem leitt hefur af of lítilli fjölbreytni útflutnings- framleiðslunnar. Afkoma ríkissjóðs undanfarin ár hefur ekki verið eins nálægt jafn- vægi og stefnt hefur verið að, en niðurstaðan 1992 varþó um margt góð í ljósi efnahagsástands. Eigi að síður er óljóst hvort ríkissjóðs- halli, sem þó er ekki meiri en 2% af landsframleiðslu, er viðráðanleg- ur miðað við efnahagshorfur á næstu árum og mikilvægar skuld- bindingar sem ríkissjóður hefur tekið á sig og ekki koma fram í ríkisreikningi. Stjómvöld hiafa því lítið svigrúm við þær erfiðu efna- hagsaðstæður sem nú ríkja til að slaka á stefnu sinni. Til skamms tíma dragast tekjur ríkissjóðs að öllum líkindum enn saman vegna bágs efnahagsástands og því er mikilvægt að stjórnvöld missi ekki tökin á ríkisútgjöldum, sérstaklega hvað varðar samneysluútgjöldin. Það er einnig mjög mikilvægt að stjórnvöld fórni ekki festu í ríkis- fjármálum fyrir frið á vinnumark- aði og litlar launahækkanir. Slík lausn á einum vanda skapaði ein- ungis annað vandamál við að tryggja samræmi í tekjum og greiðslugetu hagkerfisins. Einnig er mikilvægt að ná fram þeim sparnaði sem stefnt er að í styrkj- um til landbúnaðarmála og láta sveitarfélögum í lok þessa árs eftir að fínna leiðir til að bæta sér upp missi af tekjum af aðstöðugjaldi. Til viðbótar má nefna nauðsyn þess að taka upp fjármagnstekjuskatt, hraða áformaðri einkavæðingu rík- isfyrirtækja og stuðla að aukinni hagræðingu í ríkisrekstri. Þrátt fyrir að dregið hafí verið úr niður- greiðslum í húsnæðiskerfínu, er þörf á því að ganga lengra í þeim efnum. Samhliða átaki til aukinnar einkavæðingar á húsnæðisfjár- mögnun, ætti að draga smám sam- an úr ríkisábyrgð á húsbréfum og lækka jafnvel enn frekar skattaív- ilnanir vegna íbúðakaupa. Slíkar aðgerðir myndu draga verulega úr lánsfjárþörf hins opinbera, sem ekki einungis drægi úr þrýstingi á vexti, heldur hefði einnig jákvæð áhrif á þjóðfélagslegan sparnað og drægi þar með úr þungbærri er- lendri skuldasöfnun, jafnframt því sem aukið svigrúm skapaðist í rík- isfjármálum til að bregðast við efnahagserfiðleikum í framtíðinni. Undanfarin ár hafa stjórnvöld aðallega beint niðurskurði sínum að almannatryggingakerfínu og j)á sérstaklega heilbrigðiskerfínu. Ut- gjöld til heilbrigðismála jukust um 4% á ári að raungildi á síðasta ára- tug sé miðað við hvem íbúa. Þetta er því sem næst helmingi meiri aukning en að meðaltali í OECD- ríkjunum, en heilbrigðisútgjöld á íslandi eru nú um 8'/2% af lands- framleiðslu. íslenska heilbrigðis- kerfíð virðist eigi að síður veita þjónustu sem er yfir meðallagi að gæðum, með tilkostnaði sem er einungis rétt umfram meðaltal ann- arra OECD-ríkja. Árangur í heil- brigðismálum á íslandi er langt umfram það sem gerist og gengur hjá flestum öðrum þjóðum. Það era þó nokkur atriði sem kalla á úrbæt- ur ef tryggja á hámarks hag- kvæmni í heilbrigðiskerfinu. Stjórnvöld stefna að aukinni hag- ræðingu með því að auka hag- kvæmni á sjúkrahúsum og auka útboð á starfsemi sem á einn eða annan hátt tengist heilbrigðisþjón- ustunni og þjónustugjöld hafa í auknum mæli verið tekin upp. Einnig hefur verið rætt um að auka heimahjúkrun, sérstaklega fyrir aldraða, til að halda aftur af hratt vaxandi útgjöldum vegna öldrunar- þjónustu á dvalarheimilum. Aðrar breytingar á heilbrigðis- kerfínu mætti einnig taka til athug- unar. Hátt verðlag á þjónustu og á lyfjum sérstaklega er meginorsök hárra heilbrigðisútgjalda. Af þeim sökum þarf að huga sérstaklega er meginorsök hárrar verðlagning- ar og að leiðum til lækkunar. Auk- in samkeppni virðist kjörin leið í þeim efnum. Hvetja þarf þá sem þjónustuna veita til að keppa að aukinni markaðshlutdeild, ýmist með samkeppni um verð eða gæði. Samhliða föstum fjárveitingum má veita fé til stofnana með hliðsjón af vali sjúklinga. Einnig er hugsan- legt að fjármunir fylgi hveijum sjúklingi óháð því hvar honum er veitt þjónusta. Taka má upp af- kastahvetjandi launakerfi fyrir vissar heilbrigðisstéttir og leggja á niður núverandi lyíjaverðlagskerfi og taka upp frjálsa verðlagningu. Baráttan við að halda aftur af heil- brigðisútgjöldum fram til aldamóta vinnst einungis með því að ná fram auknum gæðum fyrir þá peninga renna til heilbrigðismála og skapa á þann hátt svigrúm til að mæta aukinni eftirspurn í framtíðinni. Önnur útgjöld almannatrygg- inga hafa einnig aukist mikið síð- asta áratuginn og virðist ekkert lát vera á aukningu útgjalda. Fjármál lífeyrissjóðanna era alvarlegasta vandamálið. Æskilegt væri ef hægt væri að ná samstöðu meðal aðila vinnumarkaðarins um að sameina hina almennu lífeyrissjóði í stærri og fjárhagslega traustari einingar. Einnig virðist óhjákvæmilegt að hækka iðgjöld sjómanna og lækka lífeyrisgreiðslur, sérstaklega m.t.t. hins háa eftirlaunaaldurs á íslandi. Á sama hátt þarf að taka til endur- skoðunar hin miklu lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og banka- manna, sérstaklega í ljósi fyrirsjá- anlegs útgjaldaauka vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Að síðustu má nefna að Atvinnuleysistrygg- ingasjóður mun tæmast innan tíðar ef ekki dregur úr atvinnuleysi. Þar sem bætur úr sjóðnum eru ekki sérlega háar, er ráðlegt að leita eftir sparnaði með því að stytta bótatímann, auka greiðslur í sjóð- inn og losa hann undan útgjöldum sem ekki tengjast atvinnuleysisbót- um. Þrátt fyrir að framvindan í efna- hagsmálum hafi veirð fremur óhag- stæð, ættu stjórnvöld fyrst og fremst að beina sjónum sínum að því að bæta árangurinn til lengri tíma litið. Sú auðlegð sem felst í náttúurauðlindum og mannauði, ásamt lækkandi kostnaði í tengsl- um við frapifarir á sviði fjarskipta, gera það að verkum að full ástæða er til þess að horfa björtum augum til framtíðarinnar. Hagstjórn verð- ur til að mynda að skapa rétt skil- yrði til að nýta þá möguleika sem t.d. felast í efnahagssamrunanum í Evrópu. Mikilvægur ávinningur hefur þegar náðst á ýmsum sviðum. Má þar nefna lækkun verðbólgu, minnkandi hallarekstur ríkissjóðs og áform sem verið er að fram- kvæma til þess að afnema höft á mörgum fleiri sviðum efnahagslífs- ins. Með frekari aðgerðum til að draga úr viðskiptahömlum og áframhaldandi viðleitni til að tryggja stöðugleika í hagkerfinu, jafnframt því sem rekin er ábyrg fískveiðistjórnun, geta íslendingar litið björtum augum fram á veginn og vænst aukinnar hagsældar á seinni hluta þessa áratugar. i i i i i I i i m i i n i............, „ 1..j-i n 22 2 i i i h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.