Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 25
MORGtTNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGÚR 19. MAÍ 1993 Jón Sigurðsson á ráðstefnu The Kangaroo Group EB kann að verða fýsi- legri kostur um aldamót Fiskveiði- og auðlindastefna EB þarf að breytast JÓN Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir ýmis- legt benda til að Evrópubandalagið muni breytast mjög á næstu árum og að það verði ef til vill fýsilegri kostur, jafn- vel fyrir Islendinga. Þetta kom fram í ræðu Jóns á ráð- stefnu The Kangaroo Group, sem er hópur þingmanna á Evrópuþinginu, sem vilja beijast fyrir frjálsum viðskiptum og sem minnstum hindrunum á landamærum EB-ríkjanna. Yfirskrift ráðstefnunnar, sem er haldin á Hótel Sögu, er „Stækkun Evrópubandalagsins - Norður-Evrópa“. Jón sagði í ræðu sinni á mánu- dag að Norðurlöndin hefðu verið sein til að sýna áhuga á aðild að Evrópubandalaginu og tekið samr- unaþróun í Evrópu með varkárni. ísland hefði enn ekki sýnt aðild neinn áhuga. „Sú varkárni, sem ég tel einkenna Norðurlönd, á enn fremur við um ísland vegna fá- mennis íbúanna og þess hversu háð við erum fiskveiðum,“ sagði ráð- herrann. „Nýjar hugmyndir á sviði stjórnarfars, um að deila fullveldi með öðrum og hafa sameiginlega stjórn á málum, höfða síður til þjóð- ar, sem fyrir tiltölulega skömmu hefur hlotið fullt sjálfstæði. Það er ljóst að ísland gæti aðeins orðið aðildarríki EB ef sérlausn fyndist, sem tryggði þjóðinni full yfirráð fiskveiðiauðlinda. Sem stendur þrýstir atvinnulífið lítið á inngöngu í EB og afleiðingar aðildar nánustu grannríkja okkar eiga enn eftir að koma í ljós. Viðræður EB við félaga okkar í EFTA eru komnar vel á veg og hinn fræðilegi möguleiki á að slást í för með „hraðlestinni“ (ef hún er þá hraðlest) er í bezta falli ijarlægur. Við munum áfram fylgj- ast grannt með þessum viðræðum og þróun Evrópubandalagsins." Vísbendingar um breytingar á EB Jón taldi síðan upp skilyrði þess að Evrópubandalagið yrði fýsilegri kostur: „EB sem er opið fyrir um- heiminum og getur axlað ábyrgð sína innan Urúgvæ-lotunnar [í GATT-samningunum], EB sem virðir í raun hina nýju meginreglu um dreifræði og vinnur áfram að því að verða opið og gagnsætt, EB sem tekst að koma á umbótum í sameiginlegri fiskveiði- og landbún- aðarstefnu sinni og auðlindastefnu sinni, Evrópubandalag sem samein- aði alla þessa eiginleika, yrðu auð- vitað fýsilegri kostur, jafnvel fyrir efagjarna Islendinga," sagði Jón. „Það á svo eftir að koma í ljós hverjir möguleikamir verða á að ganga til liðs við þessa fyrirmynd allra góðra dyggða þegar sá tími kemur. Mér sýnist stjórnmálaþró- unin innan og utan EB benda til þess að um aldamótin verði EB mjög breytt frá því sem það er í dag, sveigjanlegra, opnara fyrir lýð- ræðislegri stjórnun og raunsærra í viðleitni sinni til miðstýringar.“ Deilt um forræði yfir fiskveiðiauðlindum Ummæli Jóns um forræði yfir fiskveiðiauðlindum ollu nokkrum umræðum á ráðstefnunni. Þannig spurði Dieter Rogalla, þýzkur Evr- ópuþingmaður, hvernig hægt væri að viðhalda reglum um sameigin- legar ákvarðanir bandalagsríkjanna í sumum málum, en láta einstök ríki ráða í öðrum. „Bandalagið hef- ur lögsögu í landbúnaðarmálum, rétt eins og iðnaðarmálum, og sjáv- arútvegsmálin falla undir landbúnð- armál," sagði hann. E. Libbrecht, fulltrúi Nestlé-samsteypunnar, sagði slíkt fyrirkomulag á stjórn fiskveiða brjóta í bága við megin- reglur Evrópubandalagsins. Aneur- in Rhys-Hughes, sendiherra Evr- ópubandalagsins í Noregi og á ís- landi, sagðist hins vegar sammála Jóni Sigurðssyni um að fiskveiðar hefðu einstaka þýðingu fyrir íslend- inga, mun meiri en til dæmis Norð- menn. Hann tók þó ekki fram hvort „sérlausn“ myndi koma til, sæk'fm Islendingar um aðild að bandalag- inu. ipuþingmönnum tví- málum Morgunblaðið/Þorkell Evrópubandalagsins á Hótel Sögu. anna. Fámenn þjóð eins og íslending- ar fá þar engu um þokað þó að við höfum náð meiri framleiðni í þessari atvinnugrein og árangri en flestar þjóðir.“ Þröngsýn afstaða Þorsteinn vék einnig að hvalveið- um og banni við veiðum úr stofnum, sem vísindamenn teldu þola veiðar: „Um það bil 30-40 fjölskyldum í litl- um sjávarþorpum á Islandi er óskilj- "tæki ing I því felst kjarni einkavæðingarinnar. BSRB segist vera umhugað um meðferð opinberra fjármuna og í áðurnefndu bréfi segir að ekki megi alhæfa um rekstrarform. En ef BSRB vill líta fordómalaust á málin verða samtökin þá ekki að viður- kenna að menn hafi verið blindaðir á ríkisreksturinn og talið að flestan vanda væri unnt að leysa með ríkis- afskiptum? Nú fer fram mikil um- ræða um nauðsyn þess að einkavæða banka og fjármálastofnanir í eigu ríkisins. Rökin fyrir þeim hugmynd- um eru t.d. þau að nauðsynlegt sé að draga úr flokkspólitískri stýringu fjármagnsins vegna þess að hún hefur leitt til sóunar og skapar auk þess hættu á spillingu. Fór nokkum tímann fram fordómalaus umræða á sínum tíma þegar farið var af stað með ríkisrekna banka eða þegar ákveðið var að skattleggja atvinnu- vegi og almenning til að mynda sjóði með pólitískri stýringu á grundvelli flokkakerfisins? Var almenningur nokkurn tímann spurður? Hefur það kerfi gefist vel? Nei, almenningur var aldrei spurður beint og þetta kerfi hefur leitt til stórkostlegrar sóunar fjármuna, hrikalegra mistaka í fjárfestingum, t.d. sjávarútvegi, og fráleitt hefur verið tryggt að fjár- magnið nýtist í arðberandi fram- kvæmdir. Hyggst BSRB standa vörð um óbreytt ástand í þessum efnum? Vill BSRB leiða fortíðarvandann hjá sér? Telur BSRB að flokkspólitísk stýring banka- og sjóðakerfisins hafi verið til hagsbóta fyrir almenning? anlegt hvers vegna íslendingum er hótað viðskiptaþvingunum þó að þær taki 100-200 hrefnur sjálfum sér til lífsviðurværis. Hvar er virðingin fyrir frjálsum viðskiptum?" Hann talaði einnig um Ríó-yfirlýsinguna, þar sem réttur þjóða til að nýta allar auðlindir hafsins, væri viðurkenndur. „Meginmunurinn á afstöðu okkar og Evrópubandalagsins er sá að við vilj- um ganga lengra í fríverzlun en Evrópubandalagið hefur fallizt á. Þröngsýn afstaða þess í þessum efn- um er ekki í samræmi við íslenzka hagsmuni og það er alveg ljóst að tregða Evrópubandalagsríkjanna til þess að virða Ríó-sáttmálann um sjálfbæra nýtingu auðlindanna er einnig andstæð íslenzkum hagsmun- um,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Enginn af þingmönnum á Evrópu- þinginu, sem viðstaddir voru, and- mælti gagnrýni Þorsteins. Þýzki Evrópuþingmaðurinn Brigitte Lang- enhagen sagðist telja að vísindaleg gögn skorti um hvalveiðarnar og ef til vill hefði málið ekki verið rætt nægilega vel innan Evrópubanda- lagsins. Of litlir kvótar Langenhagen ber ábyrgð á að skýra Evrópuþinginu frá samskipt- um EB og íslands í sjávarútvegsmál- um og fjallaði hún um samstarfs- samninginn um sjávarútvegsmál, sem gerður var í tengslum við EES- samkomulagið. Þar sömdu ísland og EB meðal annars um skipti á veiðiheimildum, þannig að EB fær 3.000 tonna karfakvóta í íslenzkri landhelgi og íslendingar 30.000 tonn af loðnukvóta EB á Grænlands- miðum. Langenhagen sagði samn- inginn jákvæðan, fyrst og fremst vegna þeirra möguleika, sem hann gæfi, en ekki vegna innihaldsins sem slíks. „Hvorugur aðilinn tapar á samningnum. Hitt er öllu verra að veiðiheimildaskiptin voru ekki meiri. Karfakvóti upp á 3.000 tonn og 30.000 tonn af loðnu svara aðeins til tveggja vikna veiða,“ sagði Lang- enhagen og bætti við að hún vonaði að frekari skipti á veiðiheimildum gætu átt sér stað sem fyrst. Hreinn Loftsson „Lausnin er ekki fólgin í því að fjölga opinber- um starfsmönnum og hækka skattana. Lausn- in felst í því að taka verkefni af ríkinu þann- ig að fjármunirnir nýtist betur á afmörkuðum sviðum. í því felst kjarni einkavæðingarinnar.“ Er ríkisrekstur trúar- setning BSRB? í bréfi BSRB er mjög varað við alhæfingum um rekstrarform. Menn megi ekki fá oftrú á einu rekstrar- formi fram yflr annað. Um það þurfa menn ekki að deila í sjálfu sér enda sjálfsagt að fram fari skoðun á því í hveiju einstöku tilviki, í fyrsta lagi hvort ríkið eigi yfirhöfuð að veita tiltekna þjónustu eða reka tiltekið fyrirtæki og ef svarið er jákvætt er rétt í öðru lagi að fram fari skoðun á því hvort heppilegt gæti verið að nota hlutafélagsformið. Ekki er vafi á því að hlutafélags- formið getur átt vel við þegar um er að ræða rekstur, t.d. á borð við Póst og síma eða verksmiðjur á borð við Sementsverksmiðju ríkisins og Síldarverksmiðjur ríkisins. Ástæðan er sú að hlutafélög hafa mjög fast- mótaðar reglur um reikningshald og stjórnun. Þar eru fastmótaðar reglur um hlutverk og ábyrgð stjórnenda og langflest atvinnufyrirtæki lands- manna eru rekin í þessu formi. Með því að breyta ríkisfyrirtækjum af framangreindu tagi í hlutafélög er verið að undirstrika ábyrgð stjórn- enda og skapa skilyrði þess að eðli- legur samanburður fáist við önnur fyrirtæki í landinu um rekstur og afkomu. Breytingin getur m.ö.o. vel átt rétt á sér jafnvel þótt ekki standi til að selja hlutabréfm. BSRB vill ekki að rekstrarform verði takmark í sjálfu sér, en getur verið að með neikvæðri afstöðu sinni til hlutafélagsformsins hafi BSRB einmitt fallið í slíka gryfju og gert ríkisrekstur í hefðbundnu formi að takmarki í sjálfu sér? Er það endi- lega í þágu hagsmuna félagsmanna í BSRB eða almennings í landinu að engar breytingar megi verða frá því fyrirkomulagi sem nú er t.d. hjá Pósti og síma? Getur verið að BSRB sé á móti því að stjórnendur stórfyrir- tækja í eigu ríkisins starfi undir þeiin aga sem hlutafélagalög veita þeim? Vissulega mætti hugsa sér að sett yrðu lög um hvert einstakt fyrirtæki og um það settar svipaðar reglur og hlutafélög starfa eftir, en hitt er miklu einfaldara og sjálfsagðara að nota þær reglur sem aðrir verða að lúta enda veitir það stjórnendum fyrirtækjanna meira aðhald. Alhæft um erlenda reynslu BSRB alhæfir í bréfi sínu um reynsluna erlendis og gefur í skyn að reynslan hafi almennt verið vond. Laun hæst launuðu starfsmannanna hafi hækkað en launakjör annarra hafi rýrnað eða staðið í stað. Fólk hafi misst vinnuna í stórhópum. Ástæða sé til að ætla að með einka- væðingu hafi beinlínis verið stefnt að því að rýra kjörin og draga úr réttindum starfsfólks og þannig er einkavæðingin svert á allan hátt. Þessar alhæfingar BSRB eru rang- ar. í sjálfu sér væri nægilegt að benda á eitt dæmi um árangursríka einkavæðingu til að hrekja slíkar alhæfingar. Ef eitt dæmi finnst um vel heppnaða einkavæðingu getur alhæfing um annað ekki staðist. Jafn fráleitt væri að halda því fram að fyrst dæmi sé til um vel heppnaða einkavæðingu hafi einkavæðing ávallt tekist vel og átt rétt á sér. Slíkt dettur mér ekki í hug vegna þess að veldur hver á heldur. Það eru til dæmi um misheppnaða einka- væðingu, en það eru líka til fjölmörg dæmi um vel heppnaða einkavæð- ingu erlendis. Yfír 80 ríkisstjórnir í öllum heims- hornum bæði til hægri og til vinstri í stjórnmálum eru með einkavæðingu á stefnuskrá sinni. Ástæðan er öðru fremur nauðsyn þess að vinda ofan af rikisafskiptunum sem hvarvetna eru of umfangsmikil. Augu manna hafa smám saman opnast fyrir því að með of umfangsmiklum ríkis- rekstri geta grunnþættir opinberrar þjónustu, svo sem heilbrigðismál og menntamál, borið skarðan hlut frá borði. Þetta væri varla staðan ef al- hæfingar BSRB ættu við rök að styðjast. Fýrir nokkrum mánuðum sendi Alþjóðabankinn frá sér ítarlega skýrslu um áhrif einkavæðingar í nokkrum löndum. Slík úttekt hlýtur að vera marktækari en fullyrðingar BSRB um vonda reynslu af einka- væðingu. Niðurstöður Alþjóðabank- ans voru á þá lund að í öllum þeim tilvikum sem könnuð voru hafi einka- væðing haft í för með sér jákvæð áhrif á afkomu þjóðfélagsins. í loka- orðum skýrslunnar er undirstrikað að með niðurstöðunni fjölgi róksemd- um fyrir einkavæðingu. Hvað hefur BSRB að segja um niðurstöður þess- arar skýrslu? Hvernig væri nú að samtökin byðu Jónasi H. Haralz, sem nýlokið hefur störfum hjá Alþjóða- bankanum og gjörþekkir niðurstöður þessarar skýrslu, til að halda fræðsluerindi fyrir félagsmenn BSRB um reynsluna af einkavæð- ingu erlendis? Þá þyrftu menn ekki að flytja inn erlenda fyrirlesara eins og þann, sem hélt því fram í vetur í boði BSRB, að Alþjóðabankimv væri farinn að draga í land varðandi nauðsyn einkavæðingar. Það var sannarlega mælt gegn betri vitund eða af vanþekkingu og getur hvor- ugt talist góður vitnisburður um fyr- irlesarann. Einkavæðing er tæki en ekki markmið í lokin skulu áréttuð helstu rökin fyrir einkavæðingu. í sem stystu máli er einkavæðing tæki til að ná fram öðrum markmiðum en er ekki markmið í sjálfu sér. Meðal þessara markmiða er að gera hagkerfið eins skilvirkt og kostur er. Það er gert með því að draga úr ríkisrekstri í samkeppni við einkafyrirtæiíi. Einkavæðing stuðlar að dreifingu valds þar sem dregið er úr miðstýr- ingu og flokkspólitrískri forsjár- stefnu í atvinnulífinu. Með sölu traustra hlutafélaga á borð við Jarð- boranir hf. er unnt að örva þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði og auka þannig áhuga einstaklinga á fjárfestingum í atvinnufyrirtækjum. Það er atvinnuiífinu í heild til hags- bóta þegar litð er til lengri tíma. Sala ríkisfyrirtækja skilar tekjum í ríkissjóð og þeim mun minna þarf að taka að láni eða hækka skatta. Fleiri rök mætti tína til en það verð- ur ekki gert hér, aðeins ítrekað að einkavæðing er aðeins samheiti yfir þær leiðir sem menn vilja fara til að draga úr ríkisafskiptum. Höfundur er lögmaður og formaður framkvæmdanefndar p einkavæðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.