Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 10
II 10 seei iam .er íiDOAOLOiivaiM <íkía.iímuujiom . MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Karlakór Reykjavíkur Tónleikar til heiðurs Páli Pamphichler Pálssyni _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Karlakór Reykjavíkur stóð fyrir tónleikum í íslensku óperunni sl. sunnudag til að heiðra og kveðja stjórnanda sinn, sem látið hefur af störfum sem stjómandi eftir um það bil 30 ára starf. Með Karia- kórnum komu fram einsöngvaram- ir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæmundsdóttir og Sigurður Skag- flörð Steingrímsson. Undirleikari var Anna Guðný Guðmundsdóttir og stjómendur Friðrik S. Kristins- son og Páll Pampichler Pálsson. Flutt voru nokkur þeirra laga er voru á efnisskrá vortónleikanna, Hraustir menn með einsöng Sig- urðar en auk þess söng kórinn með Ólöfu, La Vergine degli Angeli eft- ir Verdi og Signý söng ein Tileink- un eftir Strauss. I lok tónleikanna bættust í hópinn eldri félagar og þá stjórnaði Páll nokkrum íslensk- um ættjarðarlögum eftir Sigfús Einarsson og Sigurð Þórðarson og síðast Heilig, heilig eftir Schubert. Allir flytjendur stóðu vel fyrir sínu og það var skemmtilegt að heyra hvemig stóri kórinn tók við sér, þegar Páll stjórnaði. Við íslendingar búum við ein- angrun, sem þrátt fyrir ferðafrelsi, fjarskiptatækni og margþætta íjölmiðlun, er enn í gildi. Það er ekki nóg að vita hvað er að gerast erlendis, öll handtök eru jafn ólærð og það er ekki fyrr en sá sem kann þau, kemur og kennir, að heima- menn geta þjálfað hin réttu hand- tökin. Þeir landar sem utan fara skila sér oft ekki til baka en þeir duga vel sem aftur snúa. Það er nefnilega mjög hröð framvinda á öllum sviðum meðal stóru þjóðanna og það er því lífsnauðsynlegt, að erlendir kunnáttumenn komi til landsins, ekki síður en að innlendir fari utan til að læra. _ Saga tónlistar á íslandi hefst árið 1107, er franskur tónlistar- maður kemur hingað til lands og kennir sönglist við Hólaskóla. Það líða nærri 700 ár og á sviði tónlist- ar ríkir slík stöðnun, að íslensk þjóðlög eru talin bera í sér elstu menjar alþýðu söngs, sem til er í veröldinni. Árið 1801 stuggar Magnús Stephensen við mönnum en hann var þá nýkominn heim frá Danmörku og hafði meðal annars séð og heýrt Töfraflautuna eftir Mozart flutta á „konunglega“ í Kaupmannahöfn. Lærði skólinn tók upp merki Magnúsar og þar komu tií leiks Pétur Guðjónssen og síðar Jónas og Helgi Helgasynir. Margir íslendingar fóru utan og 1930 stofnaði Páll ísólfsson Tónlistar- skólann í Reykjavík. Til skólans voru kallaðir margir erlendir tón- listarmenn, er festu hér rætur, menn eins og Victor Urbancic og Róbert Abraham Ottósson og er Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð (án lagaheimildar), fjölgaði erlend- um tónlistarmönnum og þar í hópi voru félagarnir Páll Pampichler Pálsson, Hans Ploder og Herbert Hriberschek Ágústsson. Þessir menn og margir aðrir fluttu með sér kunnáttu en ein- kennilegast er þó, að þeir fundu eitt og annað áhugavert í gamalli íslenskri tónlist og í nokkrum til- fellum kenndu okkur íslendingum, að þar væri að finna ýmislegt, sem vert væri að hlúa að. Er tímar liðu var ekki hægt að finna mun þjóð- ernis og það var dæmigert, að öll lögin, sem Páll valdi sér til að stjórna^ utan eitt eftir Schubert, voru íslensk ættjarðarlög, Þú álfu vorrar yngsta land; ísland, ísland, ég vil syngja og Þér Iandnemar, hetjur af konunga kyni. Landneminn, Páll Pampichler Pálsson, hefur skilað okkur Islend- ingum dijúgum starfsdegi, sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavík- ur, Karlakórs Reykjavíkur og Sin- fóníuhljómsveitar Islands, í því hljóðláta starfi sem kennari og síð- ast en ekki síst sem tónskáld. Fyrr- um þurftu menn að leysa þrautir og vinna einhver afrek til að öðlast þegnrétt meðal þeirra er þóttust miklir fyrir sér og það hefur Páll gert með glæsibrag en mest er þó um vert, að þar sem Páll er, höfum við, samferðamenn hans, lært að meta góðan dreng og eigum þá ósk, að við fáum enn um stund að njóta samfylgdar hans og starfs- krafta. Ljóðasöngnr __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Rannveig Bragadóttir Postl, mezzosópran, söng á ljóðatónleik- um í Gerðubergi. Ljóðatónleikar þessir hafa verið skipulagðir á veg- um Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi en Jónas Ingimundar- son, píanóleikari, hefur haft veg og vanda af þessu merka starfi, bæði sem píanóleikari og hugmynda- fræðingur og fengið til liðs við sig góða listamenn. Á efnisskrá tónleik- anna að þessu sinni voru verk eftir Schumann, Grieg, Poulenc og Strauss. Tónleikarnir hófust á söngvum við kvæði eftir Maríu Stuart, sem var bæði lífsfrek og óvægin. I ljóð- um þessum má finna, að hún á í raun erfitt með að krjúpa og gerir kröfur í bæn sinni, síðasta kvæð- inu. í kvæðinu til Elísabetar I kall- ar hún hana systur sína og er í raun að upphefja sig, tii jafns við kvalara sinn. Lög Schumanns eru sérlega ólík því sem hann er þekkt- ur fyrir og einkum undirleikurinn, enda eru þessi Iög sjaldan flutt. Lagaflokkurinn er op. 135 og sam- inn í desember 1852 og þá hafði Schumann þjáðst af þunglyndi og í fauninni að missa vitið, er síðar leiddi til þess að hann varð að segja starfi sínu lausu og var nokkru síð- ar fluttur á geðveikrahæli. Lagaflokkurinn Haugtussa eftir Grieg og Málaraljóðin eftir Poulenc, eru á margan hátt skemmtilegar tónsmíðar. Lögin eftir Poulenc eru þó á þann máta sérkennilegar tón- smíðar, að textameðferðin minnir oft á runubundið tónles. Þó var nokkrum sinnum brugðið út af þessu, t.d. í laginu um Braque og því síðasta um Jaques Villon. Meist- arinn í þessum hópi tónsmiða var Richard Strauss en eftir hann voru fluttir Fjórir söngvar op. 27. Þessa fögru söngva samdi Strauss og færði konu sinni, söngkonunni Pauline Ahna sem brúðargjöf, er þau gengu í það heilaga 10. septem- ber 1894 fyrir rétt tæpum 100 árum. Þar í er perlan, Morgen, sem er meðal mögnuðustu sönglaga allra tíma. Rannveg Bragadóttir er frábær ljóðasöngvari, yfirveguð í túlkun og listfeng og flutti öll viðfangsefnin svo hvergi bar skuggann á, eða m.ö.o. hún er mikill listamaður og það er sama hvar er borið niður í einstaka lögum, Málaralögunum eftir Poulenc, allt var frábærlega vel flutt þó glæsilegastur hafi söng- ur hennar verið í lögum Strauss og sérstaklega þó í laginu Morgen. Langt forspilið, sem er í raun lítil prelúdía, er leikið tvisvar sinnum Rannveig Bragadóttir og sönglagið spunnið utan um síð- ara skiptið. Þessi formleikur er sér- stakur fyrir Strauss en einnig, að honum tekst að gæða sönginn ein- stakri fegurð, svo að Morgen er sem fögur mynd, íofin gulli viðkvæmn- innar og dulartöfrum mikillar list- ar. Þó ekki væri fyrir meira en þetta eina lag, var flutningur Rann- veigar og Jónasar slíkur viðburður að vert er að geyma hann með sér og vita, „Að morgni mun sólin aft- ur skína“ og eins og kvæðinu lýkur „yfir okkur leggjast orðvana þögn hamingjunnar.“ ----» ♦ ♦--- Hvammstangi Orgeltón- leikar í kirkjunni VETRARSTARFI Tónlistarfé- lags Vestur-Húnvetninga lýkur með orgeltónleikum Marteins H. Friðrikssonar í Hvammstanga- kirkju í kvöld. Marteinn H. Friðriksson er org- anisti í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum á Hvammstanga leikur hann verk eftir Felix Mend- elsohn, Johannes Brahms, Johann Sebastian Bach, Pál ísólfsson og Jón Nordal. Orgel Hvammstanga- kirkju er 13 radda pípuorgel, smíð- að í Danmörku 1985 af Bruno Christiansen. Tónleikarnir í dag, miðvikudag, hefjast klukkan 21. Með þeim lýkur fjölbreyttu vetrar- starfi tónlistarfélagsins. MENNING/LISTIR Vortónleikar Fílaharmóníu Sú nýbreytni verður nú i 34 ára sögu Söngsveitarinnar Fílharmóníu að efnt verður til vortónleika með blönduðu efni í lok starfsársins. Tónleikarnir verða i Viðistaðakirkju i Hafnarfirði fimmtudaginn 20. maí, uppstigningar- dag, og hefjast klukkan 20.30. Sungin verða íslensk lög af ýmsu tagi auk kóra úr- Árstíðunum eftir Joseph Haydn. Einsöngvari verður Elísabet Erlingsdóttir sópransöngkona, en hún er jafnframt raddþjálfari kórsins. Píanóleik annast Hrefna Unnur Egg- ertsdóttir, sem einnig hefur starfað með söngsveitinni undanfarin ár. Stjómandi er sem fyrr Úlrik Ólason organisti. Veitingar verða að loknum tónleikunum. Aukasýningar á Rítu Vegna fjölda áskorana efnir Þjóðleik- húsið til fjögurra aukasýninga á gam- anleikritinu Ríta gengur menntaveg- inn, eftir Willy Russell. Sú fyrsta verð- ur annað kvöld, 20. maí, og síðan á sunnudag, miðvikudag og föstudag. Ekki verða fleiri sýningar í Reykjavík, en Ríta heldur í byijun júní I leikferð til þrettán staða víða um landið, allt frá Borgarfirði til Hornafjarðar. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Rítu og Arnar Jónsson kennarann. Strompleikur á ferð Leikfélag Dalvíkur sýnir Strompleikinn eftir Halldór Laxness í Kópavogi á uppstigningardag og í Vestmannaeyj- um um helgina. Leikfélaginu var boðið að sýna á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga í Vestmannaeyjum 20.-23. maí og ákváðu félagar þess að koma við á höfuðborgarsvæðinu. Sýningin í Kópavogi verður í félagsheimili bæjar- ins og hefst kl. 20.30 á morgun. Strompleikur var frumsýndur í Þjóð- leikhúsinu 1961 og síðar sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá var Þráinn Karlsson einn leikenda, en hann er ieik- stjóri verksins nú. Með helstu hlutvevk fara María Gunnarsdóttir, Steinunn Hjartardóttir, Birkir Bragason, Sigur- bjöm Hjörleifsson, Þórarinn Gunnars- son, Hjörleifur Halldórsson og Sigurð- ur Lúðvígsson. Myndlist Antíksýning I Gailerí Borg stendur nú yfir sýning á fínni antik-munum, gömlu silfri og myndum sem málaðar voru kringum aldamótin á íslandi af erlendum Iista- mönnum. Þær koma úr einkasafni hér- lendis og eru nú sýndar opinberlega í fyrsta sinn. Nefna má til dæmis Reykjavíkurmynd frá 1889, mynd af Siglufirði 1915, konungskomu 1907 og frá Akureyri fyrir aldamót. Hús- gögn á sýningunni eru öll eldri en hundrað ára, franskir rocoeo glerskáp- ar frá 1860-90, maghoníhúsgögn frá 1840 og rococo borðstofusett, hvítmál- að með blaðgyllingu. í kjallara gallerís- ins er sölusýning á verkum gömlu meistaranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.