Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 RÍKISÚTVARPIÐ T ónlistarmenn og tónlistaráhugafólk um landið vítt og breitt! Tónlistardeild Ríkisútvarpsins vekur athygli á eftirfarandi: RúRek 1993 - Djasshátíd Ríkisútvarpsins, Reykjavíkurborgar og Djassdeildar FÍH Þriðja RúRek djasshátíðin verður haldin dagana 23. til 30. maí 1993. Heimsþekktir djassistar koma fram, s.s. fiðluleikarinn Svend Asmussen, trompetleikarinn Freddie Hubbard og gítarleikarinn Doug Raney. Þá má nefna tríó Hiroshi Minami og Dag Arnesen kvart- ettinn ásamt söngkonunni Wenche Gausdal. Af íslenskum hljómsveitum má nefna kvartett Gunn- ars Hrafnssonar ásamt Andreu Gylfadóttur, Jazzkvart- ett Reykjavíkur, Hljómsveit Péturs Grétarssonar, Stór- sveit Reykjavíkur undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar ásamt söngvurunum Birni R. Einarssyni og Ragnari Bjarnasyni, Arnís kórinn frá Egilsstöðum undir stjórn Árna ísleifssonar, kvartett Tómasar R. Einarssonar með KK, Kuran swing ásamt Agli Ólafssyni, og þrjár sveitir úr Tónlistarskóla FÍH. i tilefni af tónlistarári æskunnar koma fram barnadjass- smiðja undir stjórn Stefáns S. Stefánssonar, Bossa Nova band Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi og Létt- sveit Tónlistarskólans í Keflavík. Forsala aðgöngumiða verður í Japis, Brautarholti. Nánari upplýsingar veitir tónlistardeild RÚV í síma 693000. Tónvakinn 1993 Þeir, sem hyggja á þátttöku í keppninni um Tónvak- ann, Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins, sendi tónlistar- deild snælduhljóðritun með leik eða söng eigi síðar en 15. júní 1993. Keppnin fer þannig fram: Mánudag- inn 19. júlí leika eða syngja þeir sem komast áfram í annan hluta keppninnar; tónlistarflutningur fer fram í sal frammi fyrir dómnefnd og verður flutningurinn hljóðritaður. Alls keppa 6 flytjendur til úrslita, tveir hverju sinni, sunnudagana 25. júlí og 1. og 8. ágúst í beinni útsendingu á Rás 1. Sunnudaginn 15. ágúst kemur sigurvegarinn einn fram á útvarpstónleikum. Fimmtudaginn 30. september leikur eða syngur sigur- vegarinn með Sinfóníuhljómsveit íslands á Hátíðartón- leikum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói og verða verðlaunin þá afhent kr. 250.000.: Tónskáldaverðlaun Ríkisútvarpsins 1993 Nú hefur verið ákveðið að haustið 1993, og væntan- lega árlega þareftir, muni Ríkisútvarpið og tónskálda- sjóður þess veita dugmiklum tónskáldum verðlaun. Þetta ergert í minningu Páls ísólfssonar, tónlistarfröm- uðar og fyrsta tónlistarstjóra Útvarpsins, en 12. októ- ber í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Verðlaun- in, að upphæð kr. 250.000.-, verða veitt fyrir framúr- skarandi hljómlistarverk, fyrir stærri eða smærri hópa flytjenda og/eða rafhljóðfæri. Sinfóníuhljómsveit Is- lands frumflytur verkið á Hátíðartónleikum Ríkisút- varpsins 30. september 1993, eða aðrir tónlistar- menn, og verða verðlaunin afhent þá. Vönduð hljóðrit- un verður gerð af verkinu og unnið að útgáfu þess og kynningu hér heima og á vettvangi evrópskra út- varpsstöðva. Skilafrestur er til 15. ágúst 1993 og er það skilyrði sett að verkið hafi ekki áður verið flutt. Tónlistarstjóri veitir frekari upplýsingar. Tilboð um útsendingar frá tónleikum og tillögur um upptökur í hljóðverum á síðara misseri 1993 Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi: Þeir aðilar, er hyggjast bjóða Ríkisútvarpinu útvarpsréttindi að tón- leikum á síðara misseri 1993, þ.e. júlí-desember, þurfa að skila tilboðum þar að lútandi fyrir 20. júní 1993. Sama gildir um tillögur um hljóðritanir í hljóðver- um á vegum Ríkisútvarpsins á síðara misseri 1993. Eyðublöð liggja frammi á Tónlistardeild. Dómur í hundamálinu eftir Þorstein H. Gunnarsson Þriðjudaginn 23. mars sl. féli dóm- ur í Héraðsdómi Norðurlands vestra í hundamálinu svokailaða á Blöndu- ósi. Málavextir samkvæmt dómnum eru þeir að eigendur hundsins voru gestkomandi á Blönduósi föstudags- kvöldið 28. maí 1992. Hundurinn sem var af írsku setter-kyni var sett- ur í gæslu dóttur eiganda að sagt er. Hundurinn sleppur laus og er sagður hafa elt fugla. Síðan sleppur hann aftur laus og er sagður hafa elt gæsir. Hann kemst upp fyrir bæinn Kleifa, og um tún þar. Hund- urinn kemst í fé ákærða og hleypur þar um. Þar voru 10-12 ær nýborn- ar í hólfi. Ekki komst styggð að öðru fé að sagt er. Vitni sem þarna var kvaðst hafa séð til ferða hunds- ins. Ákærði reyndi að kalla hundinn til sín og laða hann að sér en náði honum ekki úr fénu. Þegar hér er komið við sögu tók ákærði byssu og aflífaði dýrið. Fram kemur að byssan sé skráð, en ákærði hafi ekki afnota- rétt af henni. Niðurstaða dómsins er sú að ákærða er gert að greiða kr. 50 þúsund í sekt til ríkissjóðs, kr. 70 þúsund verður hann að greiða fyrir hundinn, kr. 60 þúsund + virðis- aukaskatt er honum gert að greiða í málsvarnarlaun og kr. 40 þúsund í saksóknaralaun til ríkissjóðs. Þá er talið rétt að gera byssuna upp- tæka í ríkissjóð. Lagagrundvöllur Hér er margt að athuga. í laga- safni frá 1990 er að fínna lög um hundahald og varnir gegn sullaveiki ásamt fleiri lögum sem varða heil- brigðisþátt hundahalds. Á grundvelli þessara laga hafa bæjar- og sveita- stjórnir sett sér samþykktir sem tak- marka hundahald. Aftur á móti er ekki að finna í þessari löggjöf ákvæði um hundhald, þ.e.a.s hvernig menn eigi að halda hunda og samskipta- reglur manna þar að lútandi. Lög skiptast í sett lög, hefðir og venjur. Sett lög eru þau lög sem Alþingi setur og stjórnvöld útfæra síðan með reglugerðum. Hefðir og venjur eru þær réttarheimildir sem lifa hafa með þjóðinni og hafa öðl- ast gildi réttarreglna og ber að taka fullt tillit til þeirra við úrlausn dóms- mála. (Sjá Lögbókin þín, bls. 310.) í Grágás, hinum gömlu lögum íslendinga, bls. 259, segir svo um hundahald: „Svo er mælt í lögum að engir hundar eigi helgi á sér. Ef maður á hund ólman þá skal hann bundinn vera svo að hann taki eigi til manna þá er þeir fara leiðar sinnar." Sú venja hefur varðveist meðal íslenskra bænda og er senni- lega byggð á þessu Grágásarákvæði að þeir hundar sem flæmast í haga innan um lambfé og gegna ekki mönnum þegar reynt er að ná þeim úr fénu eru aflífaðir ef þeir eru tald- ir vera að gera skaða. Þetta er gert til að koma í veg fýrir tjón. Hundar geta valdið vandræðum þó þetta sé e.t.v. ekki sjáanlegt öðrum en bænd- um. Þorsteinn H. Gunnarsson „Bændur vilja ógjarnan standa í illdeilum. En þeir geta ekki látið þann rétt af hendi að verja búsmala sinn árásum.“ Þetta Grágásarákvæði hefur í raun aldrei fallið úr gildi, hvorki verið afnumið með lögum né hefur viðhorf til réttarheimildarinnar breyst. Bændur hafa haldið því við og litið svo á að hundar sem hlaupa stjómlausir og gegna ekki þegar á þá er kallað innan um búsmala séu ófriðhelgir. í samþykkt Blönduósbæjar um hundahald nr. 249 frá 2. ágúst 1974 er sagt að hundahald sæti ákveðnum takmörkunum. M.a. verða hundar að vera skráðir á skrifstofu bæj- arins. Hundurinn má aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Dómurinn víkur ekki einu orði að samþykkt um hundahald nr. 249 á Blönduósi. Hundurinn slapp tvisvar frá umsjón- armanni sínum. Hvers vegna var ekki kært yfír því? Var hundurinn skráður og hafði hann heimild til að ganga laus í þinghánni? Hundurinn sem málið snýst um var af írsku setter-kynni. Þetta eru meðalstórir hundar og glæsilegir. Þeir eru veiðihundar af langhunda- kyni og eru fullvaxnir 23-29 kg. Þeir eru virkir og kappsamir og njóta þess að hlaupa. Talið er að þeir geti náð 60-70 km á klst og eru mjög þolnir. Dóttir eiganda hundsins er barn að aldri. í DV 20. apríl sl. er sagt að hún sé 6 ára gömul. Telur dómur- inn að áskilnaði samþykktar Blöndu- ósbæjar nr. 249 sé fullnægt varð- andi það að umsjónarmaður hafí fullt vald yfír hundinum? Var það fullnægjandi af eiganda hundsins að setja hann í umsjón barns? Sagt er að hundurinn hafi elt fugla um stund og komið svo til baka. Hvaða vitni eru að þessu? Það kemur ekki fram í dómnum. Síðan á hundurinn að hafa, elt gæsir. Með leyfi að spyrja, eru fuglar ekki frið- aðir yfír varptímann og varðar þetta ekki við fuglafriðunarlög? Ákærði er sakfelldur fyrir brot gegn 9. gr. laga um dýravernd. Þar segir að þegar dýr eru deydd ber að gæta þess að deyðingin fari fram með jafnhröðum og sársaukalausum hætti og framast er völ á. Ákærði hefur reynst traust refaskytta í ára- tugi og eins hefur honum verið treyst fyrir því að aflífa allan sláturpening Áustur-Húnvetninga um lengri tíma. Honum ættu því að vera full ljós þessi ákvæði um dýravernd og reynt að deyða dýrið með jafnhröðum og sársaukalausum hætti og völ var á við þessar aðstæður. Eru hér ekki málsbætur á ferðinni? Dómurinn telur rétt með vísan til 1. mgr. 69. gr. almennra hegningar- laga að gera vopnið upptækt í ríkis- sjóð. í 69. gr. almennra hegningar- laga segir: „Gera má upptækt með dómi: Hluti sem orðið hafa til við misgerning eða hafðir hafa verið til að drýgja brot með, nema þeir séu í eigu manns sem ekkert er við brot- ið riðinn." Byssan var skráð en eigandi henn- ar var hins vegar ekki viðriðinn málið. Abyrgð löggjafans Dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra er manna á meðai talinn nokkuð harður og vekur upp fleiri spurningar en hann svarar. Ósagt skal látið hvort rétt hafi verið af ákærða að aflífa dýrið við þessar tilteknu aðstæður. Sjónarmið eiganda hundsins virð- ast hafa verið látin sitja í fyrirrúmi. Réttarstaða og málsbætur bóndans hafa ekki hlotið hljómgrunn hjá dómnum. Eins virðast samþykktir bæjar- og sveitarstjórna um hunda- hald lítill gaumur gefinn við úrlausn þessa dómsmáls. Það er í rauninni ekkert gert með samþykkt Blöndu- ósbæjar um hundahald og er hún því í raun einskis virði. Eigendum hundsins er ekki einu sinni veitt áminning. Hve miklu tjóni mega hundar valda svo þeir dæmist ólöglegir? Hver er réttarstaða bænda og al- mennings gagnvart hundum og hvernig ber þeim að umgangast hunda við þessar aðstæður? Dæmi eru um að börn hafi hlotið skaða af hundum. Hver er réttarstaða for- eldra með börn sín? Bændur vilja ógjarnan standa í illdeilum. En þeir geta ekki látið þann rétt af hendi að veija búsmala sinn árásum. Spurningin er: Hvar eru mörkin? Hér þarf löggjafinn að setja almenn lög um hunda og þær samskiptareglur sem fara á eftir. Fallegur hundur er eiganda sínum ætíð til gleði og ánægju. Skaði eig- anda hundsins að missa fallegt heim- ilisdýr og vin er sár og því eðlilegt að bæta það eins og kostur er. En dómur í þessu máli vekur upp umræður og spurningar um hunda- hald. Hver er réttarstaðan og hverj- ar eru umgengnisreglurnar? Höfundur er bóndi nð ReyUjum, Torfulækjarhreppi. Heilsuvikan býijar á uppstigningardag SENN er liðið ár frá því að landssamtökin íþróttir fyrir alla — ÍFA voru stofnuð á vegum ÍSÍ. Samtökin hafa vaxið hratt á þessu fyrsta ári og nú þegar eru félagar orðnir um 8.000. Mörg stór verkefni eru á döfinni sem öll hafa það að leiðarljósi að stuðla að bættri heilsu þjóð- arinnar. Fyrsta stórverkefni vorsins er heilsuvika dagana 20.-26. maí. Þar verða ýmsir atburðir skipulagðir, tengdir næringu og hreyfíngu. Þá verður höfð samvinna við fjölmarga aðila um skipulagða íþróttaviðburði, svo og kynningar á hollu mataræði og fleiru sem snýr að heilbrigði. Heilsuvika byijar með göngumess- um á uppstigningardag kl. 10.30. Annað efni er m.a. Landsbankahlaup 22. maí, Hjóladagur í Laugardal og Göngudagur fjölskyldunnar 23. maí, Hverfagöngur 25. maí og Hversdags- leikamir 26. maí, þar sem Reykjavík- urborg og Akureyrarbær keppa fyrir íslands hönd á alþjóðlegum íþrótta- degi. Ýmsilegt annað verður í boði, s.s. sunddagur sem er um allt land. Þar er keppt um bikar Sundsam- bands íslands og margar líkams- ræktarstöðvar á landinu verða með ókeypis kynningu á starfsemi sinni mánudaginn 24. maí. Alla dagana verða kynningar í Kringlunni. Þar kynna aðilar ýmsa hreyfímöguleika og hollustufæði. Þessa dagana er farið áð kynna stofnun íþrótta fyrír alla úti á lands- byggðinni og er vonast til að samtök- in fái sterka aðila til að halda utan um samtökin á hveijum stað. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.