Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 47

Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 47
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 47 Olafiir meiddur Olafur Gottskálksson, markvörð- ur KR-inga og landsliðsins, meiddist á stórutá eftir samstuð á fyrstu æfingu landsliðsins í Saar- briicken í Þýskalandi á sunnudaginn og hefur ekkert getað æft síðan. Ottast var að hann væri tábrotinn, en eftir læknisskoðun í gær kom í ljós^ að blætt hafði inná lið. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, sagði að það hefði komið til tals að fá annan markvörð að heiman í stað Ólafs, en þar sem flest benti til að hann yrði orðinn góður annað kvöld var hætt við það. „Ef hann treystir sér ekki mun ég nota annan mark- vörðinn úr 21s árs liðinu,“ sagði Ásgeir. Islenska landsliðið leikur við Lúx- emborg á morgun kl. 16.45 að ís- lenskum tíma. ÚRSLIT Ólafur Gottskálksson Stoke vill fá Þorvald STOKE City hefur sýnt áhuga á að kaupa Þorvald Örlygsson, landsliðsmann í knattspyrnu, samkvæmt fréttum fjölmiðla í Bretlandi i gær. Þorvaldur hef- ur fengið frjálsa sölu frá For- est, sem þýðir að hann getur nú samið sjálfur við hvaða fé- lag sem er og fengið umsamið kaupverð í eigin vasa. Stoke City sigraði í 2. deild í vet- ur með miklum glæsibrag und- ir stjóm framkvæmdastjórans Lou Macari, fyrnim leikmanns Manchest- er United. Macari hefur verið stjóri félagsins síðustu tvö keppnistímabil, en var áður með Swindon. Stoke hlaut 93 stig í 46 leikjum í 2. deild í vetur og tapaði aðeins 7 leikjum. Þorvaldur Órlygsson, sem nú er í Lúxemborg, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa heyrt af Þorvaldur Örlygsson þessum áhuga Stoke fyrr. „Þegar ég fór frá Englandi fyrir helgi voru tvö félög sem höfðu sýnt áhuga á að ræða við mig. En það er nýtt fyrir mér að Stoke hafi sýnt áhuga. Ef rétt reynist er í góðu lagi að skoða hvað félagið hefur uppá að bjóða. Það eina sem ég veit um félagið er að geysilegur áhugi er í Stoke, nán- ast knattspymusprengja og að þrjá- tíu þúsund áhorfendur koma á hei- maleiki liðsins. Eins veit ég Lou Macari hefur verið að gera góða hluti hjá félaginu," sagði Þorvaldur. - Nú hefur þú fengið frjálsa sölu frá Forest. Gerir það þér ekki auðveld- ara fyrir? „Jú, ég stend óneitanlega vel að vígi og Jretta gefur mér frjálsari hendur. Eg ætla að skoða þessi mál vel eftir landsleikinn hér í Lúx- emborg og vonandi skýrast þau í næstu viku.“ KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA U-21 árs liðið mætir Lúxemborg í dag Frjálsíþróttir Vormót HSK Mótið fór fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ í gær- kvöldi. Helstu úrslit: Þrístökk kveuna: Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK,.........11,87 Bóel Anna Þórisdóttir, HSK,................9,37 300 m hlaup kvenna: Sunna Gestsdóttir, USAH...................42,20 Oddný Ámadóttir, ÍR,......................42,77 100 m hlaup karla: EinarÞór Einarsson, Árm.,.................10,79 Haukur Sigurðsson, Árm.,............i.....11,21 Hástökk kvenna: Jóhanna Jensdóttir, UBK,...................1,60 Ema Sigurðardóttir, Árm.,..................1,60 Þrístökk karla: Hafsteinn Sigurðsson, UBK,................13,41 Kristján Erlendsson, UBK,.................13,05 Kúluvarp kvenna: GuðbjörgGylfadóttir, ÍR................. 14,00 Vigdís Guðjónsdóttir, HSK,................11,47 Krínglukast karla: Eggert Bogason, FH,.......................56,12 Pétur Guðmundsson, KR,....................55,62 100 m hlaup kvenna: Geirlaug Geirlaugsdóttir, Ármanni.........12,12 Sunna Gestsdóttir, USAH...................12,69 Langstökk karla: Jón Oddsson, FH.......................... 6,55 Bjami Traustason, FH,.................... 6,29 Kúluvarp karla: Pétur Guðmundsson, KR,....................17,29 Unnar Garðarsson, ÍR......................14,97 Kringlukast kvenna: Halla Heimisdóttir, Árm.,.................37,98 GuðbjörgGuðjónsd., HSK,...................34,16 Iiástökk karla: Magnús Aron Hallgrímsson, Self.,...........1,85 Stefán Gunnlaugsson, UMSE...........’......1,80 300 m hlaup karla: Geir Sverrisson, Árm.,....................36,64 Ólafur Guðmundsson, Self..................36,90 Míla karla ísleifur Karlsson, UBK,.................4.30,81 Gunlaugur Skúlason, UMSS,...............4.37,99 Míla kvenna: Anna Cosser, ÍR.........................5.27,45 Guðrún Bára Skúladóttir, HSK,...........5.31,57 Spjótkast kvenna: Vigdís Guðjónsdóttir, HSK,.................46,92 Unnur Sigurðardóttir, FH..................42,10 Langstökk kvenna: Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK,..........4.63 Bóel Anna Þórisdóttir, HSK,................4,57 Spjótkast karla: Unnar Garðarsson, ÍR......................70,58 Óskar Thorarensen, ÍR,....................49,04 Reuter Míchael Jordan tekur hér varnarfrákast gegn Gerald Wilkins, leikmanni Cleveland, en félagamir komu mikið við sögu á síðustu sekúndunum. Jordan í essinu sínu MICHAEL Jordan gerði sigur- körfu Chicago Bulls 1103:101 sigri liðsins gegn Cleveland Cavaliers á útivelli ífjórða leik liðanna ífyrrinótt. Chicago er þar með komið í úrslit austur- deildar, án þess að tapa leik og mun annað hvort mæta New York Knicks eða Charlotte Hor- nets. Jordan sannaði það enn einu sinni að hann er engnm líkur. Síðasta skot hans þegar þijár sekúndur ■■■■■■ voru eftir rataði Frá Gunnari beint ofaní. Þegar Valgeirssyni sex sekúndur voru i Bandaríkjunum ti, leiksloka 8& Scottie Pippen um að koma boltanum á þann sem allir vissu að myndi ljúka síðustu sókn- inni í stöðunni 101:101. Jordan brást ekki frekar en fyrri daginn þrátt fyrir að Gerald Wilkins reyndi allt til að koma í veg fyrir að hann næði öruggu skoti. Reyndar missti Jordan boltann, en náði honum aft- ur og með tvo menn á bakinu sýndi hann enn einu sinni snilli sína. „Ég verð að hæla Gerald Wilkins svolítið. „Hann pressaði mig til að taka langskot, sem ég og gerði. En þetta var góður sigur fyrir okk- ur,“ sagði Jordan sem gerði 31 stig, þar af 24 í fyrri hálfleik. Hann tók auk þess níu fráköst og átti sex stoðsendingar. Hann gerði samtals 124 stig í þessum fjórum leikjum gegn Cleveland Á úrslitakeppninni. Pippen gerði 19 stig í fyrrinótt og Horace Grant 15. Chicago leikur til úrslita í austur- deild fimmta árið í röð og var þetta í fjórða sinn á síðustu fimm árum, sem liðið slær Cleveland út. Jordan endurtók leikinn frá 1989, þegar hann gerði sigurkörfuna á síðustu sekúndunum, en nú gerði hann síð- ustu sjö stig Chicago gegn tveimur stigum heimamanna, sem voru yfir 99:96. „Þegar ég náði boltanum aftur vissi ég að aðeins þrjár sek- úndur voru til leiksloka. Eg fékk nóg svigrúm til að skjóta, því varn- armennirnir voru of seinir. 1989 var álagið meira, þvi þá vorum við stigi undir og því varð ég að skora. Núna vissi ég að engu var að tapa, nema leiknum í framlengingu," sagði Jordan. Lenny Wilkens, þjálfari Cleve- land, tók tapinu karlmannlega. „Við verðum að taka ofan fyrir Jordan. Han hitti úr ótrúlegu skoti og svona gera ekki nema snillingar." Brad Daugherty var stigahæstur heima- manna með 25 stig og tók auk þess 12 fráköst. Wilkins kom næst- ur með 22 og Larry Nance gerði 18 stig. New York Knicks, sem náði besta árangri alla liðanna í austurdeild- inni, fær fyrst tvo heimaleiki gegn Chicago í úrslitum austurdeildar, þ.e.a.s ef Knicks klárar Hornets sem allt útlit er fyrir. Jordan segist vilja mæta New York Knicks. „Ég býð þeim byrginn," sagði Jordan. „Mér líkar alltaf vel að mæta þeim bestu.“ Pat Riley þjálfari ársins Pat Riley, þjálfari New York Knicks, var á mánudaginn útnefnd- ur þjálfari ársins í NBA-deildinni. Þrír úr Fylki í byrjunarliðinu ÍSLENSKA landsliðið, sem er skipað leikmönnum 21 s árs og yngri, leikur gegn Lúxemborg í undankeppni Evrópumótsins í dag kl. 17 að íslenskum tíma. Leikurinn fer fram í bænum Grevenmacher. Asgeir Elíasson, þjálfari, tilkynnti byrjunarlið íslands í gærkvöldi og skipa það eftirtaldir leikmenn: Ólafur Pétursson (ÍBK) verður í markinu. Varnarmenn verða Lárus Orri Sigurðsson (Þór), Pétur Mar- teinsson, (Leiftri) sem verður aftast- ur og Sturlaugur Haraldsson (ÍA). Á miðjunni verða Steinar Guðgeirsson (Fram), Finnur Kolbeinsson (Fylki), Ágúst Gylfason (Val), Þórhallur Dan Jóhannsson (Fylki) og Ásgeir Ás- geirsson (Fylki). Þórður Guðjónsson (ÍA) og Kristinn Lárusson (Val) verða í framlínunni. Vararnenn verða því: Friðrik Þor- steinsson markvörður (Fylki), Ás- mundur Arnarsson (Þór), Hákon Sverrisson (UBK), Kristófer SigflFr geirsson (UBK) og Ómar Bendtsen (KR). Þetta verður fyrsti landsieikur þjóðanna í þessum aldursflokki. ís- lendingar hafa enn ekki unnið leik í riðlinum, hafa gert 3 mörk og fengið á sig 14. Lúxemborgarar hafa eitt stig, eftir jafntefli gegn Ungveijum. Tap í fyrsta leik piltalandsliðsins Islenska landsliðið í knattspymu, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði fyrsta leik sínum í átta liða æfingamóti í Slóvakíu í gær. Leikið var við Ungverja og lauk leiknum með 2:1 sigri þeirra og gerði Bjarnólfur Lárusson úr Vestmanna- eyjum eina mark íslands undir lok leiksins með glæsilegu skoti rétt utan teigs. Bjarnólfur og Valsmennirnir Bjarki Stefánsson og Sigurbjöm í kvöld Knattspyrna Meistarakeppni kvenna: Akranesvöllur. UBK-ÍA...kl. 20 ■Á síðasta ári var fyrst leikið í meist- arakeppni kvenna á vegum KSÍ. Þá léku sömu lið og vann IA 3:0 SKOTFIMI Ennmet Carl J. Eiríksson, sem keppir fyrir Aftureldingu, varð um helgina íslandsmeistari í enskri keppni í skotfimi. Hann hlaut sam- tals 594 stig af 600 mögulegum. Sveinn Sigutjónsson, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 570 stig og Gylfí Ægisson, Skotfélagi Kópavogs, þriðji með 569 stig. Sveit Skotfélagas Kópavogs sigr- aði í liðakeppninni og setti um leið íslandsmet, hlaut alls 1697 stig. Hreiðarsson vom bestu menn ís- lenska liðsins en allir fengu að reyna sig í gær nema Ólafur Kristjánsson markvörður úr Fram. Hinn leikurinn í okkar riðli var á milli Slóvana og ítala og lauk með 3:1 sigri heimamanna sem voru miklu betri. í hinum riðlinum leika Pólland, ísrael, Króatía og Rúmenía. Islensku strákarnir leika við ítali í dag. FRJALSAR íslandsmet í margmenni Sigríður Anna Guðjónsdóttir, HSK, bætti íslandsmet sitt í þrístökki kvenna í gærkvöldi, þegar hún stökk 11,87 m á vor- móti HSK á Varmárvelli. Fyrra metið var 11,73 m. Fjöldi þátttakenda var mikill og voru meira en 100 skráning- ar í 18 greinum. Eggert Boga- son, FH, kastaði kringlunni 56,12 m og sigraði, en á Lands- bankamóti FH um helgina kast- aði hann 60,70 m, sem er yfir B-lágmarki á HM í Stuttgart í sumar. Hins vegar þarf hann að kasta yfir A-lágmarki til að öðlast þátttökurétt í Stuttgart. Pétur Guðmundsson, KR, var annar með 55,62 m kast, en um helgina kastaði hann 54,72 m*"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.