Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 19 Tónleikar Aminu á Hótel íslandi FRANSKA sönkonan Amina er væntanleg hingað til lands til tón- leikahalds, en hún syngur í Hótel Islandi fimmtudags- og föstudags- kvöld. Amina hefur áður haldið tónleika hér á landi, en hingað kemur hún með tíu manna hljóm- sveit. Amina, sem er af túnísku bergi brotin, vakti fyrst verulega athygli þegar hún söng fyrir hönd Frakka í söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Þar lenti hún í 1.-2. sæti, en síðan hefur vegur hennar vaxið í Frakklandi og víða í Evrópu. Hún hefur starfað sem tónlistarmaður og sent frá sér tvær breiðskífur, en einn- ig hefur hún leikið í kvikmyndum og fengið fyrir lof. Amina hóf tónlistarferil sinn á bamsaldri, en 1982 var hún orðin atvinnumaður í tónlist. Hún fæddist í Karþagó í Túnis, en fluttist snemma með foreldrum sínum til Frakklands, þar sem hún ólst upp. Fyrstu sporin á tónlistarbrautinni vom að „rappa“ á arabísku, en síðar vakti hún at- hygli meðal annars fyrir að syngja vestræn jass- og dægurlög með arab- ískum söngstíl. Amina hefur unnið með mörgum merkum tónlistar- mönnum í gegnum árin, þar á meðal Afrika Bambaata og nú síðast með breska fiðluleikaranum Nigel Kennedy, sem meðal annars kemur fram á Listahátíð í Hafnarfirði í sum- Fransk-túníska söngkonan Am- ina. ar. Hingað kemur Amina í kjölfar tónleikaferðar um Evrópu, sem farin er til að fylgja eftir nýrri plötu henn- ar, Wa Di Yé, sem kom út fyrir ára- mót, en á þeirri plötu er einmit af- rakstur samstarfs hennar og Nigels Kennedys. Eins og áður sagði leikur tíu manna hijómsveit með Aminu, en í þeirri sveit eru margir helstu afrísku tónlistarmenn Frakklands, þar á meðal Anthony Oladipo Allen, sem lék með stórsveit Felas Kutis í Níger- íu. Með Aminu og hljómsveit á fímmtudagskvöld leikur KK Band, en á föstudagskvöld verður það stór- sveitin Júpíters, sem leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Fyrirlestur um efl- ingu efnaiðnaðar FYRIRLESTUR verður haldmn í Tækmgarði Háskólans í dag, miðviku- daginn 19. maí, kl. 17 um eflingu efnaiðnaðar á íslandi. Fyrirlesari er Vestur íslendingurinn dr. Theodore Richard Beck frá Seattle í Washington. Dr. Theodore R. Beck er vel þekktur fræðimaður á sínu starfs- sviði og hefur meðal annars starfað að umfangsmiklum rannsóknarverk- efnum fyrir Du Pont, Kaiser Alumi- nium & Chemical Corp., American Potash & Chemical Corp., Boeing, National Science Foundation, Nat- ional Research Council & Energy Research Development Administr- ation. Dr. Theodore R. Beck hefur feng- Ferðir Ferða- félagsins ið margar viðurkenningar fyrir störf sín. Þá er hann handhafí nokkurra einkaleyfa og hefur skrifað fjölda fræðigreina. Fyrirlesturinn er haldinn á ensku og er á vegum Raunvísindastofnunar Háskóla Islands og Efnaverkfræð- ingafélags íslands. Fyrirlesturinn er opinn öllum áhugamönnum um ný- sköpun atvinnulífsins. GÖNGUSKÓR FARNAR verða tvær dagsferðir á vegum Ferðafélagsins fimmtu- daginn 20. maí, uppstigningardag. Kl. 10.30 verður gengið á Botns- súlur (vestursúlu). Ekið upp í Hval- fjörð og gengið þaðan. Kl. 13 verður gönguferð að Glym, foss í Botnsá, 198m, í Botnsdal, Hvalfírði. Gengið verður vestanmegin við gljúfrið. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni austanmegin og Mörk- inni 6. Verð 1100 kr. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ Vinningsnúm- er á Vordögnm DREGIÐ er úr nótunúmerum við- skiptavina, sem verslað hafa við Húsasmiðjuna í Hafnarfírði eða Reykjavík og Heimasmiðjuna í Kringlunni á hveijum degi meðan á Vordögum Húsasmiðjunnar stendur, en þeir standa út maímánuð með til- boðum og uppákomum. í gær, 17. maí, kom upp númerið 8236373, Wilton, kökuskreytingar- sett. 3M Hreinsiefni ISLANDStærðir 40-47. Verð kr. 14.470,- ISLANDLADYStærðir 36-41. Verð kr. 14.190,- T, JftJ ÚTIUF GLÆSIBÆ, SÍMI 812922 HOLLENSKUR ASPAS (SPERGBLL) GRÆNN pr. pk. 149,- ÁÐUR 7 299,- HOLLENSKT HVÍTLAUKSSALT pr. pk. FINNKRISP HRÖKKBRAUÐ RAUTT 200 g 79,- ÁÐUR 108,- 99,- AÐUR 189,- EKVADOR AVOCADO pr.kg m ÁÐUR 369,- PFANNER HREINN APPELSÍNUSAFI ÍLTR 75,- ÁÐUR 99,- _ BARHJLA PASTA 500 g - 3 TEG ISLENSKAR AGÚRKUR pr.kg 41)./ pr. pk. ' 11 ÁÐUR 139,- GOÐA JURTAKRYDDAÐ LAMBALÆRI 619,- ÁÐUR 1.041,- HAGKAUP gœöi úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.