Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 35

Morgunblaðið - 19.05.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MAI 1993 35 Jóns og Völu er mikill og samúð er fátæklegt orð. Aðeins tíminn og endurminningin munu huggun veita. Sigurður Ólafsson. Við munum Oddu Margréti. Við munum hana glaða og káta opna okkur heimili sitt. Þangað sóttum við ávallt þó að oft skildu höf og ár vini að. Við munum Oddu Margréti bera ilmandi brauð á borð og eiga leiftr- andi samræður við hvern þann sem vildi reifa áhugamál sín. Þannig þjóta minningarnar fyrir hugskots- sjónum, ávallt glaðlegar, ávallt brosandi. Missirinn er sár en minn- ingin mun lifa með okkur. Odda Margrét var skapandi kona, hún hafði öllum eitthvað að miðla börnum jafnt sem fullorðnum. Þetta fundum við og okkur leið vel í návist hennar. Og skemmst að minnast síðasta samkvæmis þegar við hittumst gamla klíkan á heimili hennar sumardaginn fyrsta, snædd- um saman og hlógum sem jafnan fyrr. Það var tímalaust andartak og eins getað gerst fyrir fimmtán árum. í dag þegar við kveðjum Oddu vottum við ykkur, Jónsi og Vala, Rósa, Gummi og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð. Stefán Hörður var Oddu hugleik- ið skáld. Þetta ljóð hans finnst okk- ur hæfa þessari stund. Helgistef Af fegurð blóms verður aldrei sagt aldrei sagt með orðum né þinni með neinum orðum Sólveig og Kristján, Haraldur Ingi, Hanna og Óli, Kristján Steingrímur, Guðmundur Oddur. Það var þriðjudagsmorguninn 11. maí sem okkur barst til eyrna að Odda hefði látist þá um nóttina. Að lokið væri langri og strangri baráttu sem hún háði af bjartsýni, hörku og á stundum ómannlegri seiglu. Andspænis slíkri fregn mega hversdagsleg orð sín lítils og eftirlif- endum verður fátt fyrir annað en að leita athvarfs í orðum sér vísari manna. í ljóði Snorra Hjartarsonar „Ferð“ segir að hver vegur að heim- an sé vegurinn heim. Sá vegur er vissulega misgrýttur og lífsgangan oftar en ekki á brattann. En í lok sama ljóðs er brugðið upp mynd af landinu handan fjalla þar sem ríkir eilífur friður. Þangað er góð heimvon. Hérna megin fjalla stendur eftir hnípinn hópur sem í annað sinn sér á bak félaga úr þeim flokki sem hélt glaðbeittur út í lífið fyrir 22 árum. Við þökkum samfylgdina og biðj- um ástvinum Oddu huggunar harmi gegn. Bekkjarsystur í 6.b MA 1971. Enn er brosið þitt ijótt og barnglatt, barnið mitt sjúka, þó vorið þitt ríka, von mín sem vermandi beið, heyi nú eitt við ofraun örlagastríð. Og allt sem ég vil, allt sem ég gef fær engu breytt, tár sem ég fel, fdl sól yflr fóllnum val, blómstráðri gröf, bros þín og kvöl eru byrgð þar, byrgð hér við hjarta mitt húmijóð og þreytt. Með þessum erindum úr kvæði Snorra Hjartarsonar viljum við minnast okkar elskulega kennara og félaga Oddu Margrétar sem var okkur sannur vinur bæði í leik og starfi. Sérstakar kveðjur frá for- eldrum fyrir frábær kynni og sam- starf í gegnum árin. Foreldrar og nemendur 7. bekkjar 21. stofu Lundarskóla ’91-’92. Og til eru þeir,' sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvitaðir um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum, sem andar ilmi sínum út í loftið. Með verkum þeirra talar guð til mannanna, og úr augum þeirra lýsir bros hans jörðinni. (Kahlil Gibran) Odda Margrét Júlíusdóttir and- aðist á heimili sínu aðfaranótt 11. maí sl. eftir langt og strangt veik- indastríð. í dag minnumst við henn- ar með þakklæti og virðingu fyrir árin hér við skólann. Hún hóf kennslustörf við Lundarskóla haustið 1979 og varð þegar ákaf- lega vinsæl af nemendum sínum. Hveijum bekk stjórnaði hún af festu og öryggi, en umfram allt sann- girni. Þessa eiginleika kunna börn vel að meta. Oft fékk hún erfiða einstaklinga og fjölmenna bekki til umsjónar, sem henni tókst frábær- lega að koma til þroska. Hún var jafnvíg á kennslu yngri barna sem eldri. Einnig var hún vinsæl á kennara- stofunni, glaðleg og hress, það raunar geislaði frá henni lífsorkan og starfsgleðin. Odda Margrét gerði alla hluti vel og oftast betur en aðrir. Alltaf var hún sívinnandi og allt lék í höndunum á henni. Hún var ekki gefin fyrir langar umræður og vangaveltur um skólastarfið, hún framkvæmdi hlutina án mála- lenginga. I bernsku kynntist hún töfra- heimi leiklistarinnar og notfærði sér gjarnan þá kunnáttu í kennslustof- unni. Marga eftirminnilega Ijóða- flokka og leikþætti æfði hún með nemendum sínum. Allar þessar skólasýningar báru vott um næm- leika hennar og hæfileika. Hún var líka mjög ljóðelsk og dáði mörg ljóð- skáld svo sem Stein Steinar og Jó- hannes úr Kötlum og vakti áhuga nemenda sinna á ljóðlist og fegurð lífsins. Odda Margrét Júlíusdóttir verður þeim, sem umgengust hana og þekktu, ógleymanleg. Minningin um þessa lífsglöðu og hæfileikaríku konu lifir í hjörtum okkar allra, jafnt barna sem fullorðinna. Við vottum ástvinum hennar samúð og biðjum þeim guðs bless- unar. Tilviljun réði að við fylgdumst að spölkorn eftir götunni. Ennþá djarfar í hug mér fyrir birtu dagsins. Er þú hvarfst fyrir hom stóð ég eftir andartak í sömu sporum og vissi vart hvert halda skyldi. (Þóra Jónsdóttir) Starfsfólk Lundarskóla. Hið himneska, vængjaða vor, það vitjar nú barna sinna. Á allt, sem er fagurt, það andar, - á allt, sem er gott, vill það minna. Það kemur með sólskin í svip og suðræna dýrð á brá, - með eldinn í elskandi hjarta og æskunnar dýpstu þrá. (Jóhannes úr Kötlum) Þetta fagra vorljóð vorum við að lesa, þegar okkur barst sú harma- fregn að hún Odda Margrét okkar væri dáin. okkur fannst eins og þetta ljóð væri kveðja frá henni. Hún sem unni fögrum ljóðum, vori og sól. Odda Margrét byijaði að kenna okkur þegar við vorum sex ára, sum okkar höfðu þegar kynnst henni í leikskóla og hún kenndi okkur næstu íjögur ár. Við minn- umst sérstaklega allra skemmtilegu ferðanna niður að Andapolli í sex ára bekk. Hún var mikill barnavinur og okkur leið vel hjá henni. I vetur kom hún í heimsókn í bekkinn okkar ásamt nokkrum börnum úr leikskólanum Holtakoti. Það var yndisleg stund sem við átt- um þá saman í 6. bekk í 29. stofu við kertaljós og kökur. Odda Margrét var góð mann- eskja og við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Við söknum hennar mikið og munum geyma minningarnar um hana eins og skínandi perlur. Nemendur 6. bekk 29. stofu, Lundarskóla, veturinn 1992-’93. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni l^Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. tt-m | 179r kr/k«-auk Þess mBSam Grásleppa á fullt erindi á matborð íslendinga. Hingað til hafa fæstir vitað hversu góður matfiskur grásleppa er því að nær eingöngu hrognin hafa verið nýtt. Grásleppa verður kynnt í versl- unum Hagkaups, vikuna 17.-23. maí. Þá verða roðflett grásleppuflök til sölu á sérstöku tilboðsverði, sem kynntar verða nokkrar spennandi uppskriftir. Þar á meðal er fljótleg en Ijúffeng uppskrift að grasleppu- flökum í súrsætri sósu: Gráslcppuflök í súrsætri sósu 2 grásleppuflök skorin í strimla hveiti 2 msk oiía 2 hvítlauksgeirar x/i laukur, smátt saxaður ’A icebergssalat 2 bollar súrsæt sósa Veltiö fiskinum upp úr hveiti, steikið í olíu á pönnu ásamt lauknum, kryddið. Bætið söxuðu icebergssalatinu út í og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Berið fram með hrísgrjónum. Súrsæt sósa 1 bolli vatn 1 bolli edik 1 bolli sykur '/2 laukur, smátt skorinn x/z -1 gulrót, skorin í teninga 1 msk tómatpuré 2 msk soyasósa Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli. HAGKAUP gœði úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.