Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 1

Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C 116. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins IG Metall Steinkiihler segir af sér formennsku FRANZ Steinkiihler, formað- ur IG Metall, félags málmiðn- aðarmanna og stærsta verka- lýðsfélagsins í Þýskalandi, sagði af sér embættinu í gær vegna ásakana um svokölluð innherjaviðskipti. Er hann sagður hafa keypt og selt hlutabréf í fyrirtækjum, sem hann hafði náin tengsl við, og nýtt sér þannig þekkingu sína í hagnaðarskyni. Raunar þykja framkomnar upp- lýsingar um auðæfi hans nægja einar og sér til að hann geti ekki gegnt starfinu áfram en hann gat keypt hlutabréf í Mercedes-eignar- haldsfélaginu fyrir nærri 40 millj. kr. Kunni gott að meta Þá hefur einnig komið fram, að hann hagnaðist um nærri 2,6 millj. kr. á aðeins einni sölu og varð þá mörgum málmiðnaðarmanninum hugsað til þeirra fáu marka, sem voru uppskeran eftir strangt verk- fall. Steinkiihler er af fátæku fólki kominn en vann sig upp innan samtaka málmiðnaðarmanna. Hann fékk hins vegar snemma orð fyrir að kunna vel að meta fínan mat, dýra vindla og hraðskreiða bfla. Á myndinni er Steinkiihler að yfírgefa aðalstöðvar IG Metall í Frankfurt eftir að hafa sagt af sér. Reuter Þýska Tengelmann-keðjan lokar á norsk matvæli vegna hvalveiða Hættír árlegum viðskipt- um fyrir milljarð króna Osló, Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu-Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÝSKA verslunarkeðjan Tengelmann, sem rekur um 4.500 verslan- ir, hefur ákveðið að hætta að selja norsk matvæli vegna fyrirhug- aðra hrefnuveiða Norðmanna. Hefur ákvörðunin þegar tekið gildi. Tengelmann-fyrirtækið hefur árlega keypt vörur af norskum fyrir- tækjum fyrir um milljarð íslenskra króna og eru 95% viðskiptanna vegna sjávarafurða, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Dag Koteng, hjá landssamtökum norska sjávarútvegsins, segir veru- lega ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni í Þýskalandi en árlega hafi verið seld 2-3 þúsund tonn af laxi til Tengelmann. Koteng minnir á að fyrirtækið hafí verið það fyrsta til að hætta viðskiptum við íslend- inga þegar þeir hófu hvalveiðar á sínum tíma og mörg fyrirtæki hafi fylgt í kjölfarið. „Ef fleiri fyrirtæki grípa til aðgerða af þessu tagi mun það hafa svo alvarleg áhrif á norsk- an sjávarútveg að við munum neyð- ast til að biðja ríkisstjórnina um að endurskoða ákvörðunina um hval- veiðar," segir Koteng. Jan Henry Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, og Bjorn Tore Godal viðskiptaráðherra segja norsk yfirvöld líta þetta „viðskipta- bann“ Tengelmann mjög alvarleg- um augum en að ekki hafi komið til álita að hætta við hvalveiðar. Herferð gegn Færeyingum Alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa hafið herferð gegn færeyskum afurðum til að knýja á um að Fær- eyingar láti af grindhvaladrápi. Dönsku dýraverndunarsamtökin, sem eru aðili að samtökunum vilja ekki taka þátt í herferðinni, heldur fá danska utanríkisráðuneytið til að þrýsta á Færeyinga um að hætta drápinu. Færeyskir útflytjendur hafa fundið fyrir herferðinni og eru í málaferlum við dýraverndunar- samtök. Gitte Knudsen, sem vinnur hjá World Society for the Protection of Animals, WSPA, sagði í samtali við Morgunblaðið að þó drápið væri færeysk hefð væru þeir ekki lengur háðir kjötinu sér til viðurværis og þessa hefð mætti aðlaga nútíman- um. Samtökin hefðu byijað viðræð- ur við Færeyinga fyrir rúmum átta árum til að fá þá til að láta af dráp- inu, en árangurslaust og samtökin því hafið upplýsingaherferð í Bret- landi í lok mars um hve grimmilegt drápið væri. Fljótlega hefðu komið upp raddir meðal neytenda um að þeir vildu fá að vita hvaða vörur væru færeyskar, en í enskum kjör- búðum væru vörur oft ekki merktar heimalandinu. Því hefðu samtökin dreift upplýsingum um hvaða vörur væru færeyskar og hvatt neytendur til að sneiða hjá þeini. Samtök í Þýskalandi og Frakklandi hafa lýst áhuga á að taka þátt í herferðinni. Gitte Knudsen sagði að það væri tilviljun að herferðin kæmi upp ein- mitt nú þegar Færeyingar eiga við mikla efnahagsörðugleika að etja. Þeir hefðu daufheyrst við málflutn- ingi WSPA í mörg ár, svo nú hefðu samtökin misst þolinmæðina. Hjá færeyskum fiskútflytjendum sagði Peter Mohr Reinert að vissu- lega hefðu samtökin ekki komist hjá að fínna fyrir þessari herferð. Hins vegar segðu ýmsir viðskipta- vinir þeirra að ef þeir ættu að taka úr hillunum allar þær vörur sem einhverjir hópar mótmæltu yrðu búðirnar fljótar að tæmast. Hins vegar hafa samtökin staðið í mála- ferlum við dýraverndunarsamtök vegna herferðarinnar. í gær náðist ekki í forsvarsmann færeyskra físk- útflytjenda í Bretlandi til að fá nán- ari upplýsingar um áhrif bresku herferðarinnar. Bosnía-Herzeg’óvína Ihlutun er ekki útilokuð London, Zagreb, Brussel. Reuter. LES Aspin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir stjórn sína vilja að möguleikanum á hörðum aðgerðum, þar á meðal loftárás- um, gegn Bosníu-Serbum verði haldið opnum ef nýsamþykkt stefna Breta, Frakka, Spánverja, Rússa og Bandaríkjamanna um verndun sérstakra „griðasvæða" fyrir múslima beri ekki árangur. Þetta kom fram á fundi varnar- málaráðherra aðildarríkja At- lantshafsbandalagsins, NATO, í Brussel í gær. Hart var deilt á ráðherrafundinum sem lýsti samt í lokin yfír stuðningi við áðumefnda stefnu. Hún hefur það að markmiði að reyna að hindra að átökin breiðist út en endanlegri lausn deilna þjóðabrotanna þriggja, Serba, Króata og múslima, er ýtt til hliðar. Tyrkir sögðu að nýja stefnan væri gagnslaus, ekkert væri gert til að stöðva árásir Serba. Þjóðveijar töldu að ekki væri tryggt að múslim- ar gætu endurheimt þau landsvæði sem þeir hafa misst. Síðustu daga hafa ráðamenn í Washington gefíð í skyn að Evrópu- menn verði sjálfír að fínna viðunandi lausn á Bosníu-málinu enda sé málið þeim skyldast. Þrýstingur almennings Thorvald Stoltenberg, sáttasemj- ari SameinuðU' þjóðanna, sagði í Zagreb í gær að ríki heims hefðu ekki endanlega lagt áætlanir um hemaðaríhlutun í Bosníu á hilluna en reyna yrði aðrar leiðir fyrst. Stolt- enberg sagði að enda þótt stórveldin væm hikandi væri ljóst að þrýstingur almennings færi vaxandi um að grip- ið yrði til aðgerða. Bretar, Hollendingar og Tyrkir hafa boðist til að senda herflugvélar til að veija fyrirhuguð griðasvæði múslima. Malcolm Rifkind, vamar- málaráðherra Breta, sagði í gær að á næstunni yrði áherslan lögð á að koma á vopnahléi í Bosníu; pólitískt samkomulag yrði síðan að fylgja í kjölfarið. Ceaucescu vildi atóm- sprengju Búkarest. Reuter. RÚMENSKIR vísindamenn unnu á síðasta áratug að hönn- un kjarnorkusprengju, að sögn rúmensku ríkisfrétta- stofunnar Rompres. Var þetta gert að skipan einræðisherr- ans Nicolae Ceaucescu. Fréttastofan segir tilraunirn- ar hafa verið framkvæmdar í bænum Pitesti sem er í um 75 kílómetra fjarlægð frá höfuð- borginni Búdapest. Er talið að þar hafí verið hægt að framleiða um eitt kíló af plútóníum á ári, en samkvæmt upplýsingum sér- fræðinga Sameinuðu þjóðanna þarf um átta kíló til að framleiða kjamorkusprengju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.