Morgunblaðið - 26.05.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1993
Jöklaferðir hf. á Höfn í Hornafirði
150 ferðamenn í hvala-
skoðunarferðir í haust
VON ER Á um 150 ferðamönnum í hvalaskoðunarferðir frá Höfn í
Hornafirði í haust. Jöklaferðir hf. hafa skipulagt ferðir af þessu tagi
í tengslum við skoðunarferðir á Vatnajökul undanfarin þrjú ár og
hefur verið látið afar vel af framtakinu, að sögn Tryggva Arnason-
ar forstjóra Jöklaferða.
Tryggvi sagði að fjórar ferðir
hefðu verið famar árið 1991 og
þijár ferðir árið eftir. Nú væri hins
vegar fullskipað í sex ferðir, fjórar
frá Bretlandi, eina frá Svíþjóð og
eina frá Þýskalandi. Um 20-30
manns eru í hvetjum hópi.
Hann sagði að ferðirnar væm
yfirleitt skipulagðar með þeim hætti
að fólkið kæmi til landsins á föstu-
degi og dveldist á Höfn yfir helgi.
Annan daginn væri farið á jökulinn
en hinn daginn væri siglt á 100
tonna humarbátum vestur með
ströndinni og litast um eftir hvölum,
aðallega hnúfubökum en líka há-
hyrningum og hrefnu. Síðan væri
staldrað einhvers staðar við í um
klukkutíma og fólki gefinn kostur
á að taka þátt í sjóstangveiði. Sigl-
ingin tekur yfirleitt 8-9 tíma.
Áhugafólk um dýralíf
Aðspurður sagði Tryggvi að ferð-
irnar væm ekki sérstaklega sóttar
af hvalafriðunarsinnum heldur al-
mennt af áhugafólki um dýralíf og
kæmi stór hópur Bretanna frá dýra-
lífsfélaginu „Discover the World“.
Hann sagði að fólk hefði látið vel
af ferðunum og alltaf hefði verið
komið auga á einhveija hvali, a.m.k.
hrefnur, háhyrninga og hnísur. í
því sambandi benti hann líka á að
það auðveldaði skipulagninguna að
geta fengið upplýsingar um hvar
hvalirnir héldu sig hveiju sinni hjá
fiskiskipum á þessum slóðum.
Tryggvi sagði að ekki væri farið
út í að markaðssetja ferðirnar inn-
anlands en til þess gæti komið í
framtíðinni.
Morgunblaðið/Þorkell
Borgarsljóri fimmtugur
MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri, hélt 50 ára
afmæli sitt hátíðlegt á Hótel Borg í gær, í hópi fjölda
vina og samstarfsmanna. Borgarstjóra bámst marg-
ar kveðjur í tilefni dagsins, en á myndinni má sjá
hann ásamt fjölskyldu sinni. Frá vinstri eru dóttirin
Sigrún Ása, frú Steinunn Ármannsdóttir, borgar-
stjórinn fimmtugi, sonurinn Anton Björn og unnusta
hans, Helen Ómarsdóttir.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 26. MAI
YFIRLIT: Skammt suðvestur af landinu er víðáttumikil en minnkandi
1.035 mb hæð en grunnt lægðardrag yfir vesturströnd Grænlands þok-
ast austur.
SPÁ: Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað verður um
vestanvert iandið en víða bjart veður norðanlands og austan, einkum
inn til landsins. Léttir sums staðar til í innsveitum suðvestanlands er
líður á daginn. Hiti 6-15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg norðaustlæg átt. Dálítil súld
eða rigning og 5-7 stiga hiti norðanlands og austan en nokkuö bjart
veður og allt að 12 stiga hiti sunnanlands og vestan.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Heldur vaxandi norðaustanátt og kólnandi.
Dálítil súld eða rigning á Noröaustur- og Austurlandi en þurrt að mestu
um vestanyert landið.
HORFUR Á LAUGARDAG: Austlæg og norðaustlæg átt, sums staðar
strekkingur. Líklega súld á Austurlandi og skúrir sunnanlands en þurrt
norðanlands og vestan. Fremur svalt.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V $ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
4ig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær)
Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins. Ýmsar heiðar ennþá
ófærar, t.d. Dynjandisheiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðurn, Þverár-
fjall og Lágheiði á Noröurlandi og á Norðausturlandi eru það Oxarfjarðar-
heiði og Hólssandur. Búast má við að flestar þessar heiðar opnist á
næstunni. Hálendisvegir eru lokaðir vegna snjóa og aurbléytu. Viðgerðir
á klæðingum eru víða hafnar og eru. vegfarendur beðnir um að virða
hraðatakmarkanir sem settar eru þar sem vinna fer fram.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 10 léttskýjað
Reykjavfk 8 þokumóða
Bergen
Heleinkl
Kaupmannahöfn
Narssaresuaq
Nuuk
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
16 léttskýjað
10 skýjað
13 súld
9 rigning
2 alskýjað
13 hálfskýjað
12 léttskýjað
6 skýjað
Algarve 17 ekúr
Amsterdam 20 mistur
Barcelona 23 hálfekýjað
Berltn 23 léttskýjað
Chicago 12 aiskýjað
Feneyjar 26 heiðskírt
Frankfurt 27 hálfskýjað
Glasgow 12 alskýjað
Hamborg 19 hálfskýjað
London 16 mistur
LosAngeles 17 alskýjað
Lúxemborg 24 skýjað
Madríd 13 rigning
Maiaga 22 skýjað
Mallorca 31 léttskýjað
Montreal 17 skýjað
New York 24 háifskýjað
Orlando 20 þokumóða
Parls 26 skýjað
Madelra 17 8kýjað
Róm 24 heiðskfrt
Vín 24 léttskýjað
Washington 21 alskýjað
Wlnnipeg vantar
/ DAG kl. 12.00
Heimild: Veðurstofa islands
(Byggl é veðurspá kl. 16.15 i gaar)
Kvikmyndaframleiðendur laðaðir hingað
Tryggja verður að
skattar á fyrir-
tæki verði stöðugir
ÁFANGASKÝRSLA um leiðir til að laða erlenda kvikmyndaframleið-
endur til Islands hefur verið lögð fram í ríkisstjórn. Nefnd sem
kannaði málið telur ekki ástæðu til að ráðast í kostnaðarsama mark-
aðssetningu á landinu nema tryggt verði að fyrirtækjum standi til
boða stöðugt skattalegt umhverfi hér á næstu árum.
Fram kemur í skýrslunni að mik-
ilvægt sé að markaðsmál séu í góðu
lagi og að möguleikar sem hér eru
í boði verði kynntir faglega og
markvisst. Sýnt þyki að ýmsir
möguleikar séu fyrir hendi, sem
leitt geti til aukinna gjaldeyristekna
en engan veginn sé öruggt að hægt
verði að ná fótfestu á markaðinum.
Því sé um fjárhagslega áhættu að
ræða, þó ekki stórkostlega.
Samstarf íslenskra og erlendra
kvikmyndaframleiðenda hafi gefið
góða raun og skilað gjaldeyristekj-
um. Bent er á að skipan kvikmynda-
mála takmarki samstarf íslenskra
og erlendra aðila. Starfsreglur
Kvikmyndasjóðs íslands séu
strangar, þar sem íslensk menning
og tunga skipi háan sess. Athug-
andi væri að koma upp nýju og
fijálslyndara kerfi samhliða núver-
andi kerfi sem Kvikmyndasjóður
annist framkvæmd á að verulegu
leyti.
Samstarfsverkefni
Þá væri athugandi fyrir stjórn-
völd að skapa aðstæður fyrir sjóðinn
eða aðra aðila, að leggja fjármuni
í samstarfsverkefni innlendra og
erlendra aðila, þar sem þátttaka
íslendinga væri fjárhagsleg og/eða
tæknileg en ekki listræn. Jafnframt
væri ávinningur að því ef innlendir
framleiðendur gætu tekið þátt í
samstarfsverkefnum, þar sem ís-
lenskir aðilar væru í minnihluta.
Þannig mætti laða til landsins ýmsa
tæknilega vinnu, hljóðvinnslu eða
vinnu í myndveri og skapa um leið
gjaldeyristekjur og vinnu fyrir ís-
lenskt fagfólk.
Nýr ábúandi tekiir
við Skálholti í júní
NÆSTIJ fardaga verða ábúendaskipti á jörðinni Skálholti sem
Gissur ísleifsson gaf til biskupsseturs seint á elleftu öld. Björn
Erlendsson bóndi lætur af ábúð á staðnum en við tekur Guttorm-
ur Bjarnason.
Fyrir nokkru var frá því greint
að Bjöm Erlendsson ábúandi í
Skálholti væri að bregða búi af
heilsufarsástæðum og hefði sagt
ábúð á jörðinni lausri. Þegar aug-
lýst var eftir nýjum ábúanda að
jörðinni bárust 35 umsóknir til
biskupsstofu.
Að sögn Ragnhildar Benedikts-
dóttur skrifstofustjóra á Biskups-
stofu hefur verið farið í gegnum
umsóknir og nýr ábúandi valinn
Guttormur Bjarnason bifreiða-
smiður á Kirkjubæjarklausti.
Tekur við um fardaga
Ráð er fyrir því gert að jörðin
verið tekin út fyrsta þriðjudag
eftir Hvítasunnu, þ.e. 1. júní næst-
komandi og Guttormur Bjarnason
taki við jörðinni um næstu far-
daga. En þeir eru fjórir og hefjast
þegar sex vikur eru af sumri.
Fimmtudagur í sjöundu viku sum-
ars er fyrstur þeirra en sunnudag-
ur seinastur. Fardagar í ár eru
því 3.-6. júní.
Guttormur Bjarnason er bif-
reiðasmiður nú búsettur á Kirkju-
bæjarklaustri en hann fæddist
árið 1959 að Stöðulfelli í Gnúp-
veijahreppi og ólst þar upp. Hann
er sonur hjónanna Bjarna Gísla-
sonar bónda þar og Bryndísar
Eiríksdóttur húsfreyju. Guttorm-
ur er kvæntur Signýju Berglindi
Guðmundsdóttur kennara, en hún
er dóttir Guðmundar Magnússon-
ar bifvélavirkja og Evu Marie Jost
Magnússon húsfreyju í Reykjavík.